Morgunblaðið - 28.02.2005, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.02.2005, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 57. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Hann fynd- inn, hún iðin Hvað einkennir stráka og stelpur sem taka sér leiðtogahlutverk? 9 Fasteignablaðið | Hugmyndir um niðurrif á Laugaveginum, hús fyrir hús  Hvernig hafa heimilin breyst? Íþróttir | Langþráð stund ÍR-inga Helena tekur við KR-liðinu HALLDÓR Ásgrímsson, formað- ur Framsóknarflokksins, segir við Morgunblaðið að ályktun flokks- þingsins frá í gær um Evrópu- málin marki tímamót þar sem aldrei áður hafi orðið „aðild“ sést á blaði hjá flokknum varðandi Evrópusambandið. Tekist var á um ályktunina í gær en í end- anlegri útgáfu segir m.a. að halda skuli áfram „upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmark- miða og undirbúning hugsanlegra aðildarviðræðna við Evrópusam- bandið.“ Aðspurður hvort ályktunin sé á skjön við stefnuskrá ríkisstjórn- arinnar telur Halldór svo ekki vera. „Framsóknarflokkurinn er að marka sína stefnu til framtíðar en vinnur að sjálfsögðu innan rík- isstjórnarinnar á grundvelli stjórnarsáttmálans. Það er skylda flokksins að takast á við stærstu viðfangsefni framtíðarinnar, sem Evrópumálin eru með sanni.“ Meðal annarra samþykkta flokksþingsins er að ráðherrar skuli ekki jafnframt gegna þing- mennsku og er lagt til að það fyr- irkomulag taki gildi á kjörtíma- bilinu. Þá var samþykkt að fækka skyldi ráðuneytum og stokka upp verkaskiptingu þeirra. Mörg erfið mál Forysta Framsóknarflokksins var endurkjörin á flokksþinginu í gær en með mun færri atkvæðum en á síðasta flokksþingi. Halldór fékk 81,85% greiddra atkvæða sem formaður, Guðni Ágústsson 77,03% sem varaformaður og Siv Friðleifsdóttir fékk 81,69% at- kvæða í ritarakjörinu. Spurður um skýringu á þessari niðurstöðu nefnir Halldór að flokksþingið hafi verið mun fjölmennara en síðast. Einnig sé ljóst að flokkurinn hafi gengið í gegnum mörg erfið mál. „Það liggur fyrir að ýmsir í flokknum eru til dæmis ekki sáttir við áherslur mínar í Evrópumál- um. Það er eðlilegt en ég sem for- maður flokksins hef þær skyldur að tala skýrt um það sem mér finnst um okkar mikilvægasta framtíðarmál,“ segir Halldór. Framsókn með „aðild“ í fyrsta sinn á blaði Morgunblaðið/Árni Torfason Nýkjörin forysta Framsóknarflokksins fagnar; Halldór Ásgrímsson, Siv Friðleifsdóttir og Guðni Ágústsson. Halldór Ásgrímsson segir ályktun um Evrópumál marka tímamót  Flokksþingið/10, 18–19 TALSMENN stjórnarandstöðuflokkanna í Líbanon neituðu í gær að verða við kröfum ríkisstjórnarinnar um að hætta við að efna til mótmælasetu í dag þar sem krafist verður brottflutnings sýrlenska herliðsins frá landinu. Þegar í gærkvöldi söfn- uðust mörg þúsund manns saman í Beirút, hrópuðu slagorð og mót- mæltu herliðinu. Borin verður upp vantrausts- tillaga á stjórnina á þingi í dag og hefur forsætis- ráðherrann, Omar Karami, viðurkennt að óvíst sé um úrslitin. Þrír af ráðherrum Karamis sögðu sig úr stjórninni í gærkvöldi. Stjórn hans er hlynnt Sýrlendingum en samstaða hefur nú myndast meðal margra flokka og trúarfylk- inga í landinu um brottför herliðsins eftir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætis- ráðherra Líbanons. Grunur leikur á að Sýr- landsstjórn hafi staðið á bak við tilræðið. Sýrland er með um 15.000 manna herlið í Líbanon og hefur í reynd ráðið lögum og lof- um í landinu í 16 ár. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna krafðist í fyrra að Sýrlendingar drægju herinn á brott. David Satterfield, háttsettur embættis- maður í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, hyggst í dag ræða við Mahmoud Hammoud, utanríkisráðherra Líbanons, í Beirút og krefjast þess að herliðið verði flutt á brott eins fljótt og auðið sé. Sýrland dragi her- inn á brott Beirút, Damaskus. AP, AFP. Omar Karami ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði í gær að palestínsk yfirvöld yrðu að grípa til að- gerða gegn vopnuðum samtökum á hernumdu svæðunum, ella gæti farið svo að friðarferlið færi út um þúfur. Ungur Palestínumaður sprengdi sig á diskóteki í Tel Aviv á föstudag og auk hans létu fjórir Ísraelar lífið. Talsmenn palestínska víga- hópsins Íslamska jihad hafa lýst yfir ábyrgð á til- ræðinu. „Ég skora á stjórn Palestínumanna að grípa til öflugra aðgerða vegna þessa skelfilega glæps – þetta er prófraun hennar,“ sagði Sharon. Dómsmálaráðherra Ísraels hefur sent stjórn Mahmouds Abbas Palestínuforseta lista yfir vígamenn sem handtaka þurfi. Bárust fréttir af því í gær að palestínskir lögreglumenn hefðu þegar handtekið tvo menn sem grunaðir væru um aðild að Íslamska jihad. Ísraelskir ráðamenn frestuðu í gær frekari viðræðum um lausn nokk- ur hundruð palestínskra fanga úr ísraelskum fangelsum. Shaul Mofaz, varnarmálaráðherra Ísraels, frestaði auk þess í gær áformum um að afhenda Palestínumönnum stjórn öryggismála í nokkrum borgum á Vesturbakkanum. Fulltrúi forustusveitar Íslamska jihad, Abu Tareq, sem hefur aðalbækistöð í Damaskus í Sýr- landi, sagði í gær að samtökin bæru ábyrgð á sjálfsvígstilræðinu. Hefði tilræðið verið hefnd fyrir meint brot Ísraela á óformlegu vopnahléi palestínskra og ísraelskra ráðamanna fyrr í mán- uðinum. Fulltrúinn sagði ennfremur að samtökin hefðu samið við Abbas um að halda að sér hönd- um í einn mánuð og sá tími væri nú liðinn. Ísraelska dagblaðið Haaretz segir að sjálfs- morðinginn, hinn 21 árs gamli Abdullah Badran frá Tulkarem á Vesturbakkanum, hafi talað inn á myndband fyrir árásina í Tel Aviv. Þar segi hann markmið sitt vera að refsa Palestínustjórn sem gangi nú erinda Bandaríkjamanna. Helstu vígasamtök Palestínumanna hétu á sín- um tíma að virða vopnahléið en talið er hugs- anlegt að klofningur sé kominn upp í Íslamska jihad. Fulltrúar samtakanna á hernumdu svæð- unum neituðu því fyrr í gær að hafa haft nokkuð með tilræðið að gera. Palestínsk stjórnvöld höfðu áður sakað Hezbollah-menn, sem hafa bæki- stöðvar í Líbanon, um tilræðið. Sharon krefst aðgerða Reuters Palestínskar konur með ljósmyndir af ætt- ingjum sínum sem Ísraelar hafa fangelsað. Þær efndu til mótmæla í gær við stöðvar Al- þjóða rauða krossins í borginni Nablus. Jerúsalem. Ramallah. AFP, AP. HROTUR eiginmannsins, ekki síst eftir ástaleiki, valda mörgum konum kvöl og pínu, segir í breska götu- blaðinu Daily Mail. Oft er fullyrt að karlar þykist vera syfjaðir eftir kyn- mök af því að þeir nenni ekki að hjala blíðlega við rekkjunautinn en það er ekki endilega rétt. Nú hafa vís- indamenn fundið skýringuna. „Blóðflæðið við fullnægingu fjar- lægir orkugefandi glycogen úr vöðv- unum og þess vegna verða karlarnir dauðþreyttir. Vöðvamassi karla er meiri en hjá konum, karlar verða því þreyttir eftir kynmök og finnst að þeir séu syfjaðir,“ segir dr. Neil Stanley, sem stjórnar svefnrann- sóknum við Surrey-háskóla. Gerð var könnun með þátttöku 10.000 Breta og kom í ljós að 80% karla voru afslappaðir og áttu auð- velt með að sofna eftir samfarir en aðeins 46% kvenna. Í ljós kom að 48% karla höfðu meira að segja sofnað meðan mök stóðu yfir. Stanley ráðlagði konum að beita brögðum. „Hafið mök annars staðar en í svefnherberginu, utan hefðbund- ins svefnumhverfis eða spilið frísk- andi tónlist – ekki þessa venjulega rómantísku. Reynið I Feel Good með James Brown, A Little Less Con- versation með Elvis Presley eða Tox- ic með Britney Spears.“ Ertu sofn- aður, væni? ÖSSUR Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sem einn flokka hefur markað þá stefnu að „láta reyna á aðildarsamninga við Evrópusambandið“ gefur lítið fyrir samþykkt flokksþings Framsókn- arflokksins. „Fjallið tók jóðsótt og það fæddist lítil mús,“ segir Össur. Hann segir að Evrópusinnar í flokknum hafi hvorki komist lönd né strönd á þinginu. Ögmundur Jónasson, þingflokks- formaður vinstri grænna, segir að ályktunin sé augljós málamiðlun milli andstæðra fylkinga. „Spurn- ingin sem er ósvarað er hve lengi sá plástur heldur sem nú hefur ver- ið settur á sárið,“ segir Ögmundur. Guðjón Arnar Kristjánsson, for- maður Frjálslynda flokksins, segir flokkinn ekki gefinn fyrir daður við ESB að hætti framsóknar- manna. Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins og utanríkis- ráðherra, vildi ekki tjá sig að svo stöddu um ályktun framsóknar- manna. „Lítil mús“ Fasteignir og Íþróttir í dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.