Morgunblaðið - 28.02.2005, Side 4

Morgunblaðið - 28.02.2005, Side 4
4 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Skógarhlíð 18, sími 595 1000 www.heimsferdir.is Fegursta borg Evrópu og eftirlæti Íslendinga sem fara nú þangað í þúsundatali á hverju ári með Heimsferðum. Í mars byrjar að vora enda er þetta vinsælasti tími ferðamanna til að heimsækja borgina. Fararstjórar Heimsferða gjörþekkja borgina og kynna þér sögu hennar og heillandi menningu. Góð hótel í hjarta Prag, frábærir veitinga- og skemmtistaðir. Munið Mastercard ferðaávísuninaVerð kr. 39.990 Flug, skattar og hótel með morgunverði í 4 nætur, 18. mars. M.v. 2 í herbergi á ILF Hotel. Netbókun. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. 4 nætur Helgarferð til Prag 18. mars frá kr. 39.990 LÁTINN er á 77. aldursári Ingólfur S. Ingólfsson vélstjóri, fyrrverandi formað- ur Vélstjórafélags Íslands og forseti Farmanna- og fiski- mannasambandsins. Ingólfur fæddist á Akranesi 31. desem- ber árið 1928 og var einn tíu barna Ing- ólfs Sigurðssonar og Kristínar Runólfs- dóttur. Sex systkin- anna eru nú látin. Ingólfur lauk námi frá Iðnskólan- um í Keflavík árið 1949 og stund- aði síðan nám í vélsmíði í vél- smiðju Ó. Ólsen í Ytri-Njarðvík. Hann lauk sveinsprófi í vélvirkjun árið 1950 og námi úr Vélskóla Ís- lands árið 1953. Hann starfaði sem vélstjóri í Rafstöðinni við Elliðaár frá árinu 1953 til 1968. Ingólfur var forstöðumaður skrifstofu Vélstjóra- félags Íslands árin 1968–1970 og for- maður félagsins frá 1970 til 1983. Hann var forseti Far- manna- og fiski- mannasambandsins eitt kjörtímabil, sat í verðlagsráði sjávar- útvegsins og í stjórn lífeyrissjóðsins Hlíf- ar. Var kjörinn heið- ursfélagi í Vélstjóra- félagi Íslands árið 1984 og heiðraður á Sjómannadegi árið 1997. Ingólfur hafði nokkur afskipti af stjórnmálum og var félagi í Alþýðubandalag- inu. Eftirlifandi eiginkona Ingólfs er Vilhelmína S. Böðvarsdóttir. Þau eignuðust fimm börn en fyrir átti Ingólfur eina dóttur. Barna- börnin eru 15 og barnabarnabörn- in fimm. INGÓLFUR S. INGÓLFSSON Andlát HJÁLMAR Diego Haðarson, eig- inkona hans Ingiríður Blöndal, og tvö börn þeirra, höfðu lokið við að flytja allt innbú í húsið við Rjúpu- fell í Breiðholti, sem þau fengu af- hent fyrir tæpri viku, þegar til- kynnt var um bruna í húsinu á áttunda tímanum á laugardags- kvöld. Þar á meðal var uppþvottavélin sem í ljós kom að passaði ekki undir borð, þar sem henni var ætl- aður staður. „Konan mín segir við mig: „Nú þarftu að vaska upp eftir matinn,“ en ég sagðist ekkert ætla að vaska upp. Þá sagði hún að ég yrði að bjóða sér út að borða, sem ég gerði,“ segir Hjálmar, sem fékk símhringingu þegar þau voru rétt komin á matsölustaðinn um að húsið þeirra stæði í björtu báli. Þegar Hjálmar kom að húsinu var búið að slökkva eldinn og slökkvilið vann við að reykræsta. Það sem við blasti var alger eyði- legging, allt innbú brunnið eða skemmt af völdum reyks og húsið líklega ónýtt. „Maður var rétt búinn að leggja frá sér málningarpensilinn,“ segir Hjálmar. Fölskyldan hafi ætlað að gista fyrstu nóttina þar aðfaranótt sunnudags. Nóttina áður höfðu Hjálmar og Ingiríður klárað að standsetja íbúðina. Hjálmar fékk að fara inn í húsið í fyrrinótt í fylgd tæknideildar lög- reglu. „Maður titraði í hnjánum. Það er ótrúlegt hvað þetta getur gerst á stuttum tíma.“ Ljósmyndir af látinni dóttur urðu eldi að bráð Að sögn Hjálmars er brunabóta- mat hússins um 19 milljónir en kaupverð nokkru hærra. Fjöl- skyldan var með innbústryggingu, en Hjálmar telur að aldrei sé hægt að tryggja sig nægjanlega fyrir tjóni af þessu tagi. „Það versta eru myndir og allt það. Ákveðinn bútur af lífi manns er farinn. Ég átti myndir af dóttur minni sem er látin, þetta er það sem ekki er hægt að bæta.“ Hjálmar býr sem stendur ásamt fjölskyldu í foreldrahúsum og seg- ir óráðið í augnablikinu hvað taki við. „Sonur minn sagði: „Jæja, pabbi, þetta er allt í lagi, við byggjum bara aftur húsið.“ Hann segist enga grein gera sér fyrir eldsupptökum og vill brýna fyrir fólki að vera vel tryggt enda gera tjón af þessum toga ekki boð á undan sér. Hjálmar D. Haðarson og fjölskylda höfðu nýlokið við að standsetja húsið sitt Fékk símhringingu um að húsið stæði í björtu báli Morgunblaðið/Júlíus Mikill eldur var í húsinu. Þegar slökkviliðsmenn reyndu inngöngu komust þeir aðeins fáa metra inn í ganginn. Brunaskemmdir eru miklar í húsinu af völdum elds og reyks. ÞÓRÐUR Bogason, stöðvarstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæð- isins, var í hópi fyrstu slökkviliðs- manna að húsinu við Rjúpufell á laugardag, sem stóð í björtum log- um. „Það logaði mjög mikið út um eldhúsgluggann og þegar við reyndum inngöngu komumst við eingöngu fáa metra inn í ganginn vegna mikils elds, reyks og hita sem varð fyrir,“ segir Þórður. Til- kynning barst um eldinn á áttunda tímanum. Um hálftíma tók að ná yfirhöndinni við að slökkva eldinn og var búið að slökkva hann að mestu um klukkan hálfníu. Að sögn Þórðar voru mjög miklar skemmdir í húsinu af völdum reyks og elds og logaði eldur í meginhluta íbúðarinnar sem er einlyft raðhús. Eldsupptök er ókunn. Eldur logaði í megin- hluta íbúðar FÉLAGIÐ Landeigendur Reykja- hlíðar ehf. hefur gert samning við Kísiliðjuna um kaup á verksmiðju- húsum fyrirtækisins við Mývatn. Kaupsamningurinn er með ákveðnum fyrirvörum og er kaup- verð ekki gefið upp að svo stöddu, samkvæmt upplýsingum Ólafs H. Jónssonar, formanns félagsins. Þá hefur félagið einnig gert óformlegt tilboð í Kröfluvirkjun. Ólafur sagði að kaupsamningur- inn fæli í sér kaup á verksmiðjuhús- unum eins og þau væru í dag. Þarna væri um að ræða um fimm þúsund fermetra húsnæði samtals, verk- smiðjuhúsnæði, rafmagns- og véla- verkstæði, skrifstofuhúsnæði og matsölu fyrir 50–60 manns o.fl. Aðspurður hvernig starfsemi væri fyrirhuguð í húsnæðinu, sagði Ólaf- ur að menn væru með 2–3 hug- myndir í skoðun í þeim efnum, en ljóst væri að sú atvinnustarfsemi sem þarna yrði stunduð yrði um- hverfisvæn. Hins vegar væri ekki hægt að fara nánar út í það hvaða starfsemi yrði í húsunum á þessu stigi málsins. Ólafur sagði að kaupsamningur- inn væri gerður með ákveðnum fyr- irvörum og samkomulag væri milli kaupenda og seljenda um að gefa ekki upp kaupverð. Arðurinn verði eftir í héraðinu Landeigendafélagið hefur einnig gert óformlegt tilboð í Kröfluvirkjun að sögn Ólafs, en fengið þau svör að það sé ekki á stefnuskrá fyrirtæk- isins, Landsvirkjunar. Ólafur sagði að þeim fyndist rök- rétt að arðurinn af virkjuninni yrði eftir í héraðinu þar sem hann mynd- aðist og að landeigendur og aðrir í sýslunni sem hefðu áhuga á að nýta þetta svæði sem orkuveitusvæði fyr- ir fyrirhugaða stórvirkjun nytu þess. „Það er ljóst að það verður stór- iðja á Norðurlandi eystra sem næsta svæði og við teljum að samnýting í Þingeyjarsýslu á þeim orkuveitu- svæðum sem þar eru eigi að heyra undir þá sem eru í héraði, en ekki einhverja sem eru fyrir sunnan.“ Hann sagði að það væri raunhæft að þeir sem væru í Þingeyjarsýslu sameinuðust um orkusvæðið Kröflu, Gjástykki, Sandabotna og Þeista- reyki og kæmu fram sem einn aðili. Ef héldi sem horfði varðandi einkavæðingu fyrirtækis sem hefði yfir að ráða 80–90% af raforku í landinu þá væri þar ekki einkavæð- ing í raun og veru á ferðinni þar sem ekki væri um neina samkeppni að ræða. Kaupa verk- smiðjuhús Kísiliðju ÁRNI Magnús- son félagsmála- ráðherra sagði á flokksþingi fram- sóknarmanna um helgina að tilboð ríkisins til sveit- arfélaganna í tekjustofnanefnd hljóðaði samtals upp á hátt á þriðja milljarð króna. Gert væri ráð fyrir því að annarri eins upphæð yrði varið til sameiningar sveitarfélag- anna. „Menn verða að gera það upp við sig hvort við getum náð saman um þær hugmyndir sem nú liggja á borðinu,“ sagði Árni í samtali við Morgunblaðið. „Ég tel að ríkið hafi teygt sig eins langt og mögulegt er í þessu efni. Við komumst ekki lengra. Nú er að duga eða drepast.“ Tilboð ríkisins hátt á þriðja milljarð króna Árni Magnússon ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.