Morgunblaðið - 28.02.2005, Síða 7

Morgunblaðið - 28.02.2005, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005 7 FRÉTTIR ERTU Á LEIÐ Í LEIFSSTÖÐ? Alltaf 25% ódýrari gleraugu og linsur í stað 19,68% vsk. áður w w w . o p t i c a l s t u d i o . i s ENDURVARP á útvarpi BBC World Service er hafið á stór- Reykjavíkursvæðinu og um Faxa- flóa. Það eru 365 ljósvakamiðlar sem endurvarpa BBC World Serv- ice á Íslandi og næst útsendingin á tíðninni FM 94,3. BBC World Serv- ice útvarpar fréttum og frétta- tengdu efni allan sólarhringinn. BBC World Serv- ice endurvarpað SVÍNABÚ áttu ekki að greiða fyrir svokölluð tecra-próf sem fram- kvæmd eru til að kanna hvort slát- urdýr sé sýkt af salmonellu. Þetta varð niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem hefur dæmt ís- lenska ríkið til að endurgreiða svínabúinu Sléttusvíni ehf. rúmlega 1,1 milljón króna. Búast má við að fleiri svínabú geri sambærilegar kröfur á hendur ríkinu í kjölfarið. Í dómnum kemur fram að salmon- ella greindist á búinu um mitt ár 2001 líkt og á nokkrum öðrum svínabúum á landinu, en tecra- prófin voru tekin á öllum svínabúum landsins. Tekið er stroksýni úr kjöt- inu og sé niðurstaða tecra-prófsins sú að kjötið sé smitað geta fleiri rannsóknir leitt í ljós að svo sé ekki. Kosturinn við prófin er sá að nið- urstaða liggur mjög skjótt fyrir. Með fyrri aðferðum þurfti oft að bíða í 7-10 daga. Af hálfu svínabúsins var því hald- ið fram að ríkið ætti að greiða fyrir prófin úr eftirlitssjóði skv. lögum um eldi og heilbrigði sláturdýra. Því hafnaði ríkið og hélt því m.a. fram að prófin hefðu verið tekin upp sem valkostur fyrir svínabændur til að draga úr tjóni þeirra vegna salmon- ellusmits. Sjóðnum væri ætlað að standa straum af kostnaði við reglu- bundið eftirlit í sláturhúsum en ekki með einstökum sláturdýrum, eins og tecra-prófin séu. Á þetta féllst hér- aðsdómur ekki og dæmdi ríkið til að endurgreiða svínabúinu kostnaðinn. Dómurinn hafnaði á hinn bóginn skaðabótakröfu búsins. Friðgeir Björnsson kvað upp dóminn. Guðjón Ólafur Jónsson hrl. flutti málið af hálfu svínabúsins en Guðrún Margrét Árnadóttir hrl. var til varnar fyrir ríkið. Svínabú átti ekki að greiða fyrir salmonellupróf SAMTÖK um vestræna samvinnu (SVS) og Varðberg, félag ungs áhugafólks um vestræna samvinnu, standa fyrir opnum fundi á morgun um þá stefnu stjórnvalda að Ísland sækist eftir sæti í öryggisráði Sam- einuðu þjóðanna. Framsögumenn fundarins verða þingmennirnir Einar Oddur Krist- jánsson frá Sjálfstæðisflokknum, Jónína Bjartmarz frá Framsóknar- flokknum og Steingrímur J. Sigfús- son, þingmaður og formaður Vinstri grænna. Í fréttatilkynningu um fundinn segir að velt verði upp ýmsum spurningum m.a. hvort smáþjóð eins og Ísland geti haft hlutverki að gegna innan öryggisráðs SÞ. „Eig- um við að taka þátt í að greiða at- kvæði í öryggisráðinu um óvinsælar hernaðaraðgerðir SÞ í ríkjum sem ógna heimsfriði? Getur vopnlaus og friðsæl þjóð eins og Ísland leyft sér að forðast að taka örlagaríkar ákvarðanir í flóknum deilum í fjar- lægum löndum eða heimsálfum? Er ávinningurinn þess virði? Hvað fengjum við jákvætt út úr setu okkar í öryggisráðinu?“ Fundurinn verður haldinn í Skála á annarri hæð Hótels Sögu og hefst kl. 17. Fundur Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs Ræða hvort Ísland eigi erindi í öryggisráð SÞ GALLOWAY-holdakynið er vel útbúið frá náttúrunnar hendi til þess að vera úti og lætur kulda ekki á sig fá þegar svo viðrar. Þetta má glögglega sjá á holdanautum í Ár- bót í Aðaldal sem liggja við opið hús en úti vilja þær helst vera. Í Árbót eru um 120 holdagripir og mikið af beltóttum kúm, þ.e. kúm með hvítan hring utan um sig. Galloway-holdanautabúum eins og í Árbót fer nú fækkandi eftir að Aberdeen Angus-kynið og Limous- ine voru flutt til landsins en ennþá eru nokkrir aðilar sem halda í þessa tegund gripa. Ábúendur í Árbót láta vel af þessum skepnum og oft er líflegt í fjósinu. Holdanaut kunna vel við sig úti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.