Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005 17 UMRÆÐAN Laugavegi 54, sími 552 5201 Kjólar stærðir 36-46 i - Útsala UMSVIF fara vaxandi í Árnes- sýslu, þangað sækir fólk til búsetu og fjölgun í stærstu þéttbýliskjörnunum er langt umfram lands- meðaltal. Þannig er hægt að tala um þenslusvæði á Stór- Árborgarsvæðinu og mikil ásókn er í sum- arhúsabyggðirnar í uppsveitunum. Viða- miklar hafnarfram- kvæmdir eru í Þorláks- höfn þar sem atvinnulíf hefur verið öflugt og ný tækifæri í sjónmáli en höfnin gefur tæki- færi og möguleika sem unnið er í að nýta. Þá er Hellisheiðarvirkjun á næsta leiti og vel má vænta þess að orkufrek fyrirtæki horfi til svæð- isins um staðsetningu. Efla má þá hugsun með góðu samstarfi orku- fyrirtækjanna og sveitarfélaganna sem bjóða upp á góðar aðstæður. Tækifæri eru til stórsóknar í at- vinnulífinu með fleiri fyrirtækjum inn á þetta svæði til viðbótar við þau sem nýlega hafa haslað sér völl. Fyrirtækin elta fólkið. Þau vilja vera þar sem mann- auðurinn er eða er að byggjast upp. Mikil uppbygging er á svæðinu og því hörgull á iðnaðarmönnum og byggingaverkamönn- um. Hins vegar er eft- irspurn eftir þjón- ustustörfum og ljóst að auðvelt á að vera að manna slík störf sem koma til. Þá er mikill vilji fyrirliggj- andi hjá ungu fólki að hasla sér völl á svæð- inu eftir að hafa sótt sér framhalds- menntun. Nýlega voru staðfest stórhuga áform um byggingu verslunar- og þjónustuhúsnæðis í útjaðri Selfoss og horfa eigendur þeirra áforma til mannfjöldans á svæðinu og tala um markað með 20–25 þúsund manns. Einnig hafa nýlega birst áform um sameiningu Mjólkursamsölunnar og Mjólkurbús Flóamanna á Selfossi en slík sameining gefur möguleika á stórfelldri uppbyggingu vel laun- aðra þjónustu- og stjórnunarstarfa á Selfossi hjá þessum framsæknu fyrirtækjum, á sölu- og markaðs- sviði sameinaðs fyrirtækis með höf- uðstöðvar á Selfossi. Bæði eiga þessi fyrirtæki djúpar rætur í sam- félaginu á Suðurlandi, þangað sem þau sækja afl sitt. Atvinnusvæðið í Árnessýslu er samtvinnað og atvinnusókn mikil milli sveitarfélaga. Einnig sýna nýj- ustu kannanir að stór hópur fólks sækir vinnu til höfuðborgarsvæð- isins og drjúgur fjöldi kemur frá höfuðborginni til starfa austan Hellisheiðar. Uppbygging atvinnuvega krefst góðra samgangna svo sem upplýsts fjögurra akreina vegar milli Selfoss og Reykjavíkur til að anna auðveld- lega miklum og hættulegum sveifl- um í umferðinni. Einnig krefst at- vinnuuppbygging stöðugs og góðs vinnuafls sem unnt er að treysta á og það er fyrir hendi í Árnessýslu. Þá skiptir þjónusta sveitarfélag- anna miklu máli fyrir búsetu starfs- manna og allan aðbúnað fólks. Sveitarfélögin í Árnessýslu standa þar vel að vígi og hafa byggt upp sterka alhliða þjónustu ýmist ein og sér eða í samstarfi sín á milli. Fólk býr við öryggi á svæðinu sem er fyrirtækjum mikilvægt og eykur á stöðugleika vinnuaflsins. Mest er um vert að heimaaðilar horfi til uppbyggingar og hafi metn- að til að byggja upp öflugt atvinnu- líf með fjölbreyttum störfum. Það kemur öllum til góða. Tækifæri til öflugrar atvinnu- sóknar á Stór-Árborgarsvæðinu Sigurður Jónsson fjallar um sameiningu Mjólkursamsölunn- ar og Mjólkurbús Flóamanna ’Fyrirtækin elta fólkið.Þau vilja vera þar sem mannauðurinn er eða er að byggjast upp.‘ Sigurður Jónsson Höfundur er forstöðumaður Svæðis- vinnumiðlunar Suðurlands. Í MEÐFÖRUM Alþingis er enn eitt frumvarpið frá Framsókn- arflokknum sem kemur dreifbýlinu illa. Á síðasta ári urðu að lögum nokkur frumvörp frá iðnaðarráðherra sem koma hinum dreifðu byggðum illa. Hæst ber e.t.v. að ráðherra lagði ofuráherslu á að hætta að jafna flutn- ingskostnað á sementi sem olli allt að 70% hækkun á sements- verði og í öðru lagi ber að nefna raforkulögin sem koma þeim illa sem hita hús sín með rafmagni. Nú kemur enn eitt frumvarpið frá iðn- aðarráðherra sem bitnar á bændum, frumvarp um rann- sóknir og nýtingu á jarðrænum auð- lindum. Með frumvarpinu er verið að festa í sessi víðtækar heimildir Orkustofn- unar að rannsaka og ráðstafa land- areignum í algerri andstöðu við vilja landeigenda. Það sem ekki er betra er að leyfisveitingaferlið er óskýrt og þvælið. Mál geta farið í ýmsar króka- leiðir í leyfisveitingarferlum sem allar enda þó hjá Orkustofnun. Einnig er auðveldað að selja undan bújörðum jarðefni og auðlindir jarðanna. Orkustofnun getur samkvæmt frumvarpinu vaðið fram og auglýst eftir aðilum til að rannsaka auðlind, t.d. jarðvarma sem er í eignarlandi. Orkustofnun á síðan að gefa landeig- anda að algjöru hámarki þriggja mánaða frest til að taka afstöðu til þess hvort hann ætli að nýta sér for- gangsrétt til rannsókna í eigin landi. Í frumvarpinu er tekið sérstaklega fram að ef eigandi auðlindar hafi ekki notað forgang sinn til rannsóknarleyfis þá hafi hann ekki rétt til að nýta auðlindina. Fleiri athugasemdir má gera við frumvarpið, s.s. að það sé nánast al- gerlega verið að snið- ganga allar stofnanir sem heyra undir um- hverfisráðherra, Sigríði Önnu Þórðardóttur. Hvað gengur stjórn- arflokkunum Fram- sóknar- og Sjálfstæð- isflokki til með að ætla að lögleiða skert réttindi landeigenda? Er þetta enn einn þátturinn í nútímavæðingu Framsóknarflokksins og flutningi flokksins á mölina? Framsóknar- flokkurinn er með þessari gjörð að gera landeigendum erfiðara fyrir að nýta sér auðlindir sínar í jörðu. Um áratuga skeið hefur flokkurinn komið í veg fyrir að stjórnvöld virtu útræð- isrétt strandjarða og nú ætlar hann enn að höggva í sama knérunn. Er ekki mál að linni? Varúð, bændur, frumvarp frá Framsókn Sigurjón Þórðarson fjallar um mál sem hann telur að komi dreifbýlinu illa Sigurjón Þórðarson ’Hvað gengur stjórn-arflokkunum Fram- sóknar- og Sjálfstæð- isflokki til með að ætla að lögleiða skert rétt- indi landeigenda?‘ Höfundur er alþingismaður Frjálslynda flokksins. LAUNÞEGAR okkar, stjórn- málamennirnir, eru iðnir við að einkavæða ríkisfyr- irtæki, sem getur verið skynsamlegt þegar við á en ekki alltaf. Við urðum vitni að sölu Landsbanka Íslands þar sem kaupendur fengu í kaupauka (bón- us) ómetanlegar þjóð- argersemar, verk okk- ar genginna merku listamanna. Stjórn- málamönnum „yf- irsáust“ þessar ger- semar sem þjóðin átti. Þvílíkt og annað eins. Hver er látin sæta ábyrgð? Enginn, eins og viðgengist hefur á Íslandi og ráðamönn- um þjóðarinnar til skammar. Í þessum efnum erum við hlægi- leg á alþjóðavettvangi miðað við okkar nágranna þjóðir. Nú á að selja Símann og grunnnetið með sem rekið hefur verið gríðarlega vel og með miklum hagnaði undir stjórn Brynjólfs Bjarnasonar forstjóra og starfsfólks hans og rekstrarhagn- aður verið notaður í þágu þjóð- arinnar. Þeir sem munu bjóða hæst í Símann og grunnnetið og tilvonandi eigendur þess, munu gera eftirfar- andi kröfur. Nýir kjölfjárfestar vilja arð af sinni fjárfestingu. Fjárfestar munu skipta Símanum og grunnnet- inu niður í margar einingar og selja síðan hæstbjóðendum. Þannig ganga kaupin fyrir sig á eyr- inni. Ég spyr, hvar er grasrótin í þessu landi? Ég bið ágæta lands- menn að vakna nú af Þyrnirósarsvefni sínum og það strax. Ekki vilj- um við Reykvíkingar að Reykjavíkurborg selji okkar eignarhluta í Landsvirkjun sem er í raun ekkert annað enn uppáskrift á að Lands- virkjun verði seld til einkaaðila í náinni framtíð. Það má ekki gerast. Það hefur aldrei verið skynsamlegt að selja mjólkurkýrnar. Það væri óskandi að þjóðin yrði spurð hvort selja ætti þessi eða hin ríkisfyrirtækin með könnun meðal þjóð- arinnar og þá kæmi fram hinn raun- verulegi vilji meirihluta fólksins í landinu. Við erum lýðræðisþjóð. Ágætu stjórnmálamenn, hafið þjóð- ina með ykkur, frekar en á móti. Aldrei skynsamlegt að selja mjólkur- kýrnar – hafið þjóð- ina með í ráðum Ásgerður Jóna Flosadóttir fjallar um sölu Símans og eignarhlut borgarinnar í Landsvirkjun Ásgerður Jóna Flosadóttir ’Nýir kjöl-fjárfestar vilja arð af sinni fjár- festingu.‘ Höfundur er stjórnmálafræðingur og kjósandi í Reykjavík. Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöðunni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuðstaður fram- halds- og háskólanáms í tónlist í landinu.“ Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrðu ekki bankið þegar vágesturinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekn- ingarlítið menntamenn og af sem varð kringum undir- skriftasöfnun Umhverfis- vina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluað- ferðirnar? Eða viljum við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæða hugs- un?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerð- armenn til að lesa sjómannalög- in, vinnulöggjöfina og kjara- samningana.“ góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorð- ingjar af hugsjón. Afleiðingar þessarar auglýsingar gætu því komið á óvart.“ Jakob Björnsson: „Mannkynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi ótt- ans eins og á galdrabrennuöld- inni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu for- setans að löggjafarstarfi.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóðfélaginu Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.