Morgunblaðið - 28.02.2005, Síða 18

Morgunblaðið - 28.02.2005, Síða 18
18 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. AF HVERJU EKKI? Eiríkur Jónsson, formaðurKennarasambands Íslands,skrifaði grein hér í blaðið sl. föstudag og fann áfram kjarasamningi kennara í Ísaksskóla við skólann flest til foráttu. Eiríkur sagði umfjöllun Morgunblaðsins um samninginn í Reykjavíkurbréfi 20. febrúar alla byggða á misskilningi. Kennararnir hefðu ekki gert kjarasamning heldur samkomulag og samkomulagið bryti lög um lágmarkslaun. Hann spurði hvort Morgunblaðið réttlætti lögbrot. Þetta er því miður tómur orðheng- ilsháttur og útúrsnúningar hjá for- manni Kennarasambandsins. Plaggið, sem kennarar við Ísaksskóla skrifuðu undir og samþykktu í atkvæða- greiðslu, ber yfirskriftina kjarasamn- ingur og snýst um kjör þeirra. Ekkert liggur fyrir um að samningurinn brjóti lög um lágmarkslaun. Þvert á móti er markmið hans, eins og Jenný Guðrún Jónsdóttir, trúnaðarmaður kennara við Ísaksskóla, sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, „að gera bet- ur við kennara Ísaksskóla en annars staðar eru dæmi um“. Enn er eftir að gera einstaklings- samninga við einstaka kennara skól- ans og það er ekki fyrr en þeim er lokið, sem það liggur fyrir hvort ein- hver kennari fær greidd laun sem eru undir þeim launum, sem hann ætti að fá samkvæmt almennum kjarasamn- ingi Kennarasambandsins og sveitar- félaganna. Samkvæmt því, sem fram hefur komið af hálfu kennara í Ísaks- skóla og skólans sjálfs verður ekki um slíkt að ræða. Og eins og Eiríki Jóns- syni er væntanlega kunnugt hafa dómstólar alla jafna horft heildstætt á launakjör þegar höfðuð hafa verið mál á þeim grundvelli að launafólk fái greidd kjör undir lágmarkslaunum kjarasamninga. Jenný Guðrún Jónsdóttir segist í Morgunblaðinu í gær ekki skilja for- ræðishyggju Kennarasambandsins. Kennarar við Ísaksskóla hafi sjálfs- virðingu og séu sjálfir færir um að meta það hvort samningurinn færi þeim ávinning eða ekki. Og hún spyr einfaldrar spurningar, sem Kennara- sambandið hefur ekki svarað: „Hver myndi ráða sig hér til kennslu á lægri launum?“ Félag grunnskólakennara hefur þrátt fyrir þetta hótað félagsmönnum sínum í Ísaksskóla dómsmáli til að fá samningi þeirra hnekkt og miðað við málflutning formanns Kennarasam- bandsins telur hann slíkt koma vel til greina. Er ekki kjarabaráttan orðin meira en lítið öfugsnúin þegar stéttarfélag hótar eigin félagsmönnum dómsmáli til að hnekkja samkomulagi, sem þeir telja ótvírætt að muni færa þeim bæði betri kjör og meiri ánægju í starfi? Jenný Guðrún Jónsdóttir segir í Morgunblaðinu í gær: „Hefðbundinn kjarasamningur kennara bindur kenn- arastarfið of mikið niður og lítill sveigjanleiki er til að sinna mismun- andi áherzlum á milli ára, bæði út frá áhuga kennarans og skólanum. Okkur er hins vegar treyst til þess að sýna frumkvæði í hvívetna. Í því felst að við leitum sífellt nýrra leiða til að há- marka nýtingu tíma okkar og gefum okkur tóm til nýsköpunar í starfi. Hinar nýju áherzlur Ísaksskóla snú- ast um gæði fremur en magn og því er talning á kenndum mínútum fráleitt einhlítur mælikvarði á framgöngu kennara.“ Morgunblaðinu er raunar þvert um geð að standa í deilum við forystu Kennarasambands Íslands. Blaðið hefur viljað styðja kennara í kjara- baráttu þeirra. En sú kjarabarátta er komin í blindgötu. Sú niðurstaða, sem náðist í kjarasamningunum við sveit- arfélögin eftir langt og erfitt verkfall fyrr í vetur, er ekki viðunandi fyrir kennara. Launin eru of lág, kjara- samningar þeirra eru alltof niður- njörvaðir og miðstýrðir. Í Ísaksskóla er verið að gera tilraun til að brjótast út úr spennitreyjunni, „brjóta af okk- ur hlekki láglaunastefnunnar“ eins og trúnaðarmaður kennara orðar það. Samningurinn nær til tíu kennara af um 4.000 á grunnskólastigi. Af hverju vill forysta Kennarasambandsins ekki láta á þessa tilraun reyna? Af hverju vill hún kæfa þennan vonarneista í fæðingu? Getur hún haldið því fram að fyrri aðferðir hafi reynzt betur? GLÍMA VIÐ ERFIÐAN SJÚKDÓM Sjúklingar með MS-sjúkdóminn búamargir við erfiðar aðstæður. Í nýrri rannsókn Margrétar Sigurðardóttur fé- lagsráðgjafa er dregin fram heildar- mynd af þeim aðstæðum, sem fólk með sjúkdóminn býr við. MS-sjúkdómurinn leggst á miðtaugakerfið og leiðir til þess að skilaboð frá heilanum til ann- arra líkamshluta truflast. Sjúkdómur- inn greinist yfirleitt á aldursbilinu 20 til 40 ára og getur hann lagst mjög mis- jafnlega á fólk. Sumir geta lifað nokkuð eðlilegu lífi, en aðrir fatlast og þurfa jafnvel að fara ferða sinna í hjólastól. Margrét kemst í rannsókn sinni, sem hún gerði til meistaraprófs í félagsráð- gjöf, að þeirri niðurstöðu að aðstæðum MS-sjúklinga sé að mörgu leyti ábóta- vant. „Það kom mér mest á óvart hvað margt af því fólki sem er með þennan sjúkdóm er óvinnufært, hefur lágar bætur og lítið milli handanna,“ segir Margrét í viðtali í Morgunblaðinu í gær. MS-félagið hefur gegnt mikilvægu hlutverki í lífi MS-sjúklinga og talar Margrét sérstaklega um leiðbeinandi hlutverk þes. Félagið er orðið nokkuð rótgróið, var stofnað árið 1968. Í könn- un Margrétar kemur fram ánægja með störf félagsins. Margrét er í viðtalinu spurð um það hvernig hún sjái fyrir sér að MS-félagið starfi í framtíðinni: „Ég tel að það eigi að halda markvisst áfram að styðja fólk með MS og fjölskyldur þeirra, bjóða upp á fjölskylduviðtöl, það getur skilað árangri. Það þarf líka að vinna í því að öryrkjar með MS-sjúk- dóm fái betri kjör, það er erfitt fyrir ungt fólk að takast á við fátækt í viðbót við sjúkdóm sinn. Einnig þarf að efla at- vinnuþátttöku þessa fólks eins og kost- ur er, sem og að gefa því kost á meiri menntun.“ Rannsókn Margrétar Sigurðardóttur bendir til þess að félagsleg tengsl og fjölskyldutengsl skipti miklu máli fyrir einstaklinga, sem greinast með MS- sjúkdóminn. Þá varð hún þess vör að þeir, sem höfðu fengið meiri fræðslu og menntun, áttu auðveldara með að laga sig að sjúkdómnum. MS-sjúklingum þarf að veita dygga aðstoð og hjálpa þeim að ná valdi á sjúkdómnum og lifa með honum í stað þess að sjúkdómurinn nái valdi á lífi þeirra. Umræður um Evrópumálvoru áberandi á flokks-þingi Framsóknarflokks-ins um helgina; segja má að þær hafi algjörlega skyggt á önn- ur mál. Miklar breytingar urðu frá fyrstu drögum að ályktun um Evr- ópusambandið að endanlegri útgáfu; niðurstaðan var mun mildari en upp- haflegu drögin. Fylgismenn ESB gengu þó margir hverjir ánægðir frá þingi og töldu að flokkurinn hefði tekið mikilvægt skref í átt að ESB; stefna flokksins í þeim málum væri mun skýrari en áður. Margir and- stæðingar ESB þóttust einnig hólpn- ir. „Þetta var millileiðin sem menn fundu til að ná sáttum,“ sagði Guðni Ágústsson, varaformaður flokksins, um þá ályktun sem endanlega var samþykkt. Greinilegt var að lítill vilji var til þess á þinginu að kljúfa flokk- inn í atkvæðagreiðslu um ESB-mál; því var málinu aftur og aftur vísað í nefnd þar til sáttaleiðin fannst. Bondevik hringdi í Halldór Þegar drög að ályktun flokks- þingsins um Evrópumál lágu fyrir var ljóst að tekist yrði á um ESB-mál á þinginu. Í fyrstu drögunum sagði m.a. að stefnt skyldi að því að hefja aðildarviðræður við Evrópusam- bandið á kjörtímabilinu. Halldór Ás- grímsson forsætisráðherra sló þó strax á tillöguna í yfirlitsræðu sinni á föstudag. Í ræðunni kom fram að hann teldi hvorki tímabært né skyn- samlegt að fara út í aðildarviðræður við ESB á þessu kjörtímabili. Breytingartillaga við upphaflegu drögin var lögð fram á laugardags- sig og spurt hvort Frams urinn ætlaði að samþyk um að hefja aðildarvi ESB á þessu kjörtímab sagði ljóst að málið vær það myndi ekki aðeins ha á landi heldur einnig út ítrekaði þó að Íslending taka afstöðu til hugsanl arviðræðna á sínum eigin en ekki á forsendum Nor Samþykkt samh Drögin fóru því aftur unar í utanríkismálahó Eftir nokkrar umræðu drög kynnt á sunnudagsm Í almennum umræðun fram að sáttin var e Steingrímur Hermann verandi formaður F flokksins, sté í pontu og t gengið í drögunum. Han framt yfir andstöðu sin myndir um aðild Ísland Hann tók þó fram að han morgni. Þar sagði m.a. að líkur væru á því að hagsmunum Íslands yrði betur borgið innan ESB og að aðild- arviðræður við ESB gætu hafist í ná- inni framtíð, hugsanlega strax á næsta kjörtímabili. Mörgum þótti þó tillagan enn ganga of langt í átt til aðildar að ESB. Þeir sömu voru ósáttir við full- yrðinguna um að líkur væru á því að hagsmunum Íslands yrði betur borg- ið innan ESB. Í þeim hópi var Guðni Ágústsson. Gerði hann grein fyrir andstöðu sinni í almennum um- ræðum. Halldór Ásgrímsson var ekki sam- mála og sagði að honum fyndist að í drögunum væri á margan hátt stigið varlega til jarðar. Í þeim væru „allir fyrirvarar,“ eins og hann orðaði það. Honum fyndist þó sjálfsagt að málið færi aftur í nefnd, þar sem farið yrði yfir það að nýju. Í sömu umræðum upplýsti Hall- dór að Kjell Magne Bondevik, for- sætisráðherra Noregs, hefði hringt í Miklar umræður og átök urðu um Evrópu Millileið fanns menn gátu sætt Umræður um Evrópu- sambandsmál skyggðu á aðrar umræður á flokksþingi framsókn- armanna um helgina. Arna Schram rekur hér umræðurnar og feril ályktunarinnar. Ingibjörg Pálmadóttir, fv. ráðherra, á léttu spjalli við Halldór Á gær en ásamt Guðna Ágústssyni voru þau Halldór og Siv endurk HALLDÓR Ásgrímsson, forsætis- ráðherra og formaður Framsókn- arflokksins, segir að ályktun flokks- þingsins um Evrópumálin marki tímamót þar sem aldrei áður hafi orðið „aðild“ sést á blaði hjá flokkn- um varðandi Evrópusambandið. Halldór segir flokksþingið hafa tekist vel. Flokkurinn hafi náð að skýra sína stefnu betur og fært sig nær niðurstöðu í mörgum málum. Evrópumálin hafi vakið mesta at- hygli og flokkurinn muni taka þá vinnu mjög alvarlega. Hann sé vel undir hana búinn þar sem m.a. hafi verið unnin skýrsla um Evrópumál. „Á næstunni munum við vinna í málinu á vettvangi Evrópunefndar, sem allir stjórnmálaflokkar eiga að- ild að. Það liggur ljóst fyrir að ekki er á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að sækja um aðild að Evrópusamband- inu. Þess vegna erum við að und- irbúa okkur fyrir framtíðina og ég er mjög ánægður með þessa nið- urstöðu,“ segir Halldór, sem telur að fyrstu drög ályktunarinnar hafi gengið „óþarflega“ langt. Hann hafi lagt mikla áherslu á samstöðu um málið á flokksþinginu. Ekki sátt um mínar áherslur „Auðvitað eru menn innan flokks- ins sem geta ekki hugsað sér að við sækjum nokkurn tímann um aðild að Evrópusambandinu. Niðurstaða flokksins liggur fyrir,“ segir Halldór mála í Kópavogi og átö hafa komið upp. Einn f sagði í almennum umræ ardag að þar ríkti „ólga uðu“. Halldór segir það aukið. Hann sé þeirrar mikilvægt sé að félögin hafi verið í Kópavogi, s framtíðinni. Hann mun mál við sitt fólk í bænum indin séu þó þau að féla hafi fjölgað. Spurður hvort Fram flokkurinn sé sterkari e þingið en áður segir Ha vafa leika á því. Flokks verið sérlega glæsilegt þingsins hafi verið á þá sóknarmenn starfi vel s muni beita sér í þeim ef stærsta verkefnið á næ sé á vettvangi ríkisstjó leiða hana eins og hann sér. Um samskipti sín við Ágústsson, varaforman sem gagnrýndi ályktun flokksins um Evrópum Halldór að alltaf hafi ve milli þeirra. „Við erum ekki alltaf áherslurnar en það er b Niðurstaða er komin í m okkar skylda er að vinn grundvelli. Það munum og hingað til,“ segir Ha grímsson. og er sáttur við ályktun flokksins um Evrópumálin. Hún sé fullnægjandi miðað við núverandi aðstæður, ekki hafi verið ástæða til að ganga lengra. Aðspurður hvort ályktunin sé á skjön við stefnuskrá ríkisstjórn- arinnar telur Halldór svo ekki vera. Framsóknarflokkurinn sé að marka sína stefnu til framtíðar en vinni að sjálfsögðu innan ríkisstjórnarinnar á grundvelli stjórnarsáttmálans. Það sé skylda flokksins að takast á við stærstu viðfangsefni framtíðarinnar, sem Evrópumálin séu með sanni. Varðandi niðurstöðu forystu- manna flokksins í kosningu, þar sem þau Halldór, Guðni Ágústsson og Siv Friðleifsdóttir fengu um og yfir 80% greiddra atkvæða, eða mun minna en á síðasta flokksþingi, segist Hall- dór skýra það m.a. með því að flokksþingið nú hafi verið mun fjöl- mennara en síðast. Einnig sé ljóst að flokkurinn hafi gengið í gegnum mörg erfið mál. „Það liggur fyrir að ýmsir í flokknum eru t.d. ekki sáttir við mín- ar áherslur í Evrópumálum. Það er eðlilegt en ég sem formaður flokks- ins hef þær skyldur að tala skýrt um það sem mér finnst um okkar mik- ilvægasta framtíðarmál,“ segir Hall- dór. Félögin í Kópavogi sameinist Á flokksþinginu komu fram áhyggjur framsóknarmanna af stöðu Tímamótaályktun um ES

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.