Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.02.2005, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 28. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Guðrún Marías-dóttir fæddist í Kjós í Grunnavíkur- hreppi í N-Ísafjarðar- sýslu 19. júní 1914. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 19. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Pálína Pálsdóttir, f. 2.9 1888, d. 27.6 1976, og Marías Þorvalds- son, f. 13.5 1895, d. 7.8 1956. Guðrún átti 12 systkini samfeðra og 2 uppeldissystur. Eftirlifandi eru 5 systur hennar. Guðrún giftist 14. maí 1940 Jóni Magnússyni, skip- stjóra og síðar fiskimatsmanni, f. 28.3 1906, d. 13.2 1983. Hann var sonur Magnúsar Jónssonar, sýslu- manns og Jóhönnu Andreu Odd- geirsdóttur. Börn Guðrúnar og Jóns eru 1) Magnús, f. 7.4 1941, d. 20.7. 1998. Fyrri kona hans var Sigrún G. Guðmundsdóttir, synir þeirra eru Jón og Ingvar Oddgeir. Seinni kona Magnúsar er Helga Gísladóttir og eiga þau eina dótt- ur, Elfu Maríu. 2) Jóhanna Guð- rún, f. 20.12. 1942. Fyrri maður hennar var Sigurður Erling Pét- ursson og börn þeirra eru Pétur, Guðrún, Erling og Berglind. Seinni maður Jóhönnu er Stefán Jóhannsson. 3) Matt- hildur Sif, f. 3.8. 1946, gift Jóhanni S. Gunnarssyni. Börn þeirra eru Rannveig, Arnbjörg Jóna, Anna Guðrún, d. 24.4. 1984, og Gunnar. 4) Freydís Jónsdóttir, f. 30.7. 1950, giftist Kjartani Jónssyni, þau skildu, giftist síðan Vigfúsi Andr- éssyni, þau skildu. Börn þeirra eru Jón, Andrea Marta og Hlynur Freyr. Sam- býlismaður Freydísar er Halldór Pétursson. Barnabarnabörn Guð- rúnar og Jóns eru 24. Guðrún bjó til 12 ára aldurs í Kjós en fluttist síðan til Ísafjarðar með móður sinni. Hún fluttist ung til Reykjavíkur. Guðrún og Jón bjuggu lengst af í Reykjavík en einnig í Vestmannaeyjum og Vog- um á Vatnsleysuströnd. Guðrún fluttist á Hrafnistu í Hafnarfirði árið 1995. Hún vann mestan hluta ævi sinnar utan heimilis við ýmis störf. Guðrún var félagi í Alþýðu- flokknum frá unga aldri og var í kvenfélaginu Heimaey. Guðrún verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Nú hefur hún elsku amma mín hlotið friðinn sem hún þráði. Södd lífdaga eftir langa ævi. Væntanlega búin að hitta Jonna afa og aðra ætt- ingja og vini. Amma og afi á Tunguveginum skipuðu stóran sess í mínu lífi. Það var eftirminnilegt að fara með ömmu á leikskólann við Klepp og borða hákarl og harðfisk hjá afa. Á langri ævi Rúnu ömmu skiptust á skin og skúrir og eflaust hefur hún átt drauma og þrár sem aldrei rætt- ust. Þrátt fyrir það var oft stutt í dillandi hláturinn. Eitt var það sem alltaf gladdi ömmu en það voru lítil börn, barnabörnin og barnabarna- börnin. Á fimmta áratugnum bjó hún tvö ár í Vestmannaeyjum og talaði oft um þann tíma þegar hún sat í gras- inu fyrir utan Þorlaugargerði og horfði á sólina setjast við Smáeyj- arnar. Elsku amma þegar ég horfi á Smáeyjarnar út um gluggana mína kemur brosandi andlit þitt upp í huga mér. Síðustu æviár sín bjó amma á Hrafnistu í Hafnarfirði, fyrst á dvalarheimilinu en síðustu árin á hjúkrunardeild þar sem vel var hugsað um hana. Amma var alltaf fín, hún var dama fram í fingur- góma. Mér þóttti mjög vænt um þá natni og nærgætni sem starfsfólkið á Hrafnistu sýndi henni og okkur ættingjunum þegar kom að ævilok- um Rúnu ömmu. Hvernig þær greiddu fallega hárið hennar og snyrtu svo við gætum kvatt hana fallega og friðsæla var ómetanlegt. Elsku amma ég kveð þig með bæn sem þú kenndir mér fyrir stuttu: Hafðu Guð í huga og minni, hafðu Guð fyrir augum þér, hugsa um Guð þinn hverju sinni, þá heyrir Guð og til þín sér. Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og fjölskyldu minni. Þín Guðrún Erlingsdóttir (Rúna). Þegar við settumst niður til að skrifa minningarorð um Rúnu ömmu á Tunguveginum voru mörg minningarbrotin sem runnu í gegn- um huga okkar systkinanna. Það sem stendur efst eru heimsóknir okkar á Tunguveginn og seinna á Hrafnistu og þeirrar gestrisni sem þar var í hávegum höfð. Þegar við komum í heimsókn hafði amma allt- af nægan tíma til að sinna okkur eins og sannri ömmu sæmir. Hvert okkar átti sínar sérstöku stundir með henni, hvort sem það var í garðvinnu, heimsókn á Sprengi- sand/KFC eða bara að sitja og horfa á sjónvarpið saman. Ekki var hægt að koma í heimsókn til ömmu án þess að þiggja eitthvað góðgæti í gogginn og koma þá pönnukökurn- ar hennar og kleinurnar ofarlega í huga okkar. En það eru ekki ein- ungis góðar matarminningar sem vakna. Það eru líka óteljandi stund- ir þar sem amma sat og sagði okkur sögur, barðist við að kenna okkur að prjóna eða fór með ljóð. Það hafa örugglega ekki verið mörg íslensk ljóð sem hún ekki gat farið með. Gamla góða dótaskúffan stóð alltaf fyrir sínu og það var mjög gaman að fylgjast með barnabarnabörnunum róta í sama dóti sem maður hafði svo gaman af sem barn. Margan kaldan vetrardaginn var höndunum stungið í þessa frábæru ullarvett- linga sem amma prjónaði fyrir okk- ur og alltaf héldu þeir áfram að koma, sama hversu duglegur maður var að týna þeim. Fleiri minningar halda áfram að streyma í gegnum hugann og bros færist á vör en nú er kominn tími til að kveðja þig, elsku amma. Okkur langar að kveðja þig með einni af þeim bænum sem þú fórst með fyrir okkur á Tunguveg- inum og þakka fyrir allar þær góðu stundir sem þú gafst okkur. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. (Höf. ók.) Rannveig, Arnbjörg og Gunnar. Það er erfitt að skrifa minningu, svo vel sé, um slíka öndvegismann- eskju sem hún Rúna var, en það var nafnið, sem hún var ávallt kölluð af þeim, sem til þekktu, það er svo margt, sem kemur í hugann og af svo mörgu að taka. Er dóttir hennar, Sif, hringdi og sagði mér að nú væri Rúna, móðir hennar, látin kom það ekki alveg óvænt, svo veik sem hún var orðin og þrotin að kröftum, en eigi að síð- ur brestur einhver taug við slíka frétt, sérlega ef það er tengt manni á margan hátt gegnum allt lífið, eða síðan í æsku. Rúna var fædd í Kjós í Grunnavíkurhreppi, N.Ís. Ég stikla á stóru um það sem ég veit um hana á unga aldri, en mörgu af því hefur móðir mín sagt mér frá, en Rúna kom til Hafnarfjarðar um tvítugt til aðstoðar á heimili sýslu- mannsins í Gullbringu- og Kjósar- sýslu, Magnúsar Jónssonar en móð- ir mín, Guðrún, var dóttir hans. Rúna og móðir mín urðu fljótlega góðar vinkonur sem og aðrir í fjöl- skyldu hennar, og hélzt sú vinátta til dauðadags. Hjá sýslumanninum og hans fjölskyldu var oft glatt á hjalla, hljómlist í hávegum höfð og GUÐRÚN MARÍASDÓTTIR ✝ Elísabet R. Jóns-dóttir fæddist í Reykjavík 7. mars 1911. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 19. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Oddur Jónsson, f. 1882, d. 1943, og Ingibjörg Gilsdóttir, f. 1877, d. 1952, þau voru bæði fædd í Borgarfirði. Systk- ini Elísabetar eru: Finnbogi, f. 1905, d. 1979, Gils, f. 1906, d. 1967, Sig- urjón, f. 1907, d. 1992, Gunnar, f. 1909, d. 1976, Kristófer, f. 1912, d. 1979, Ástráður, f. 1916, d. 1977, Þórarinn, f. 1917, d. 1987, Leifur, f. 1919, d. 1989, Guðrún, f. 1921, og Andrés, f. 1922, d. 1976. Sonur Elísabetar og Gunn- laugs Eyjólfssonar, f. 1924, d. 1999, er Ingibergur Finnbogi, f. 1953, kvæntur Ragnheiði Ólafs- dóttur, f. 1952. Börn Ingibergs Finnboga og Ragnheiðar eru: 1) Gunnlaugur, f. 1972, sambýliskona Sigurlilja Alberts- dóttir, f. 1977, þau eiga einn son, Leó, f. 2003. 2) Andrés, f. 1979. 3) Iðunn Elva, f. 1990. Elísabet bjó á Njarðargötu 27 frá árinu 1934 þegar fjölskylda hennar keypti húsið. Bjó hún þar fyrst með foreldrum sínum og systkinum en tók síðar við húsmóður- hlutverkinu og umsjá móður sinnar í veikindum hennar til margra ára ásamt bræðrum sín- um Finnboga, Andrési og Leifi, sem heldu heimili með henni og syni hennar á Njarðargötunni. Elísabet bjó samfellt á Njarðar- götunni til ársins 1995 eða á meðan hún hafði heilsu til. Eftir það fluttist hún í Skógarbæ í Ár- skógum 2 í Reykjavík. Útför Elísabetar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Ég kveð í dag elskulega móður mína með söknuð í hjarta en gleði yfir því að hafa átt hana svo lengi mér og mínum til halds og trausts allt frá því að ég steig mín fyrstu spor við hlið hennar á Njarðargöt- unni. Hún lést 19. febrúar á Skóg- arbæ, Árskógum 2, Reykjavík og átti stutt í að verða 94 ára gömul. Ég var svo lánsamur að fá að alast upp með yndislega góðu fólki á Njarðargötu 27 í Reykjavík en þar bjó móðir mín og ég ásamt þremur bræðrum sínum nafna mín- um Finnboga, Andrési og Leifa sem hún helt heimili fyrir á meðan þeim entist aldur til. Móðir mín var einstök manneskja í mínum augum og margra annarra, hún gerði bók- staflega allt sem hún gat fyrir mig með sínum hætti sem endurspegl- aðist af umhyggju og ástúð til mín og síðar til minnar fjölskyldu þegar hún kom til sögunnar. Hún var allt- af að gefa þó svo að hún hafi ekki haft mikið á milli handana og á svo vel við máltækið „sælla er að gefa en þiggja“ þegar maður minnist hennar mömmu. Hún var hrókur alls fagnaðar í vinahópi og átti margar vinkonur á öllum aldri sem voru sómakonur og voru margar hverjar mikið yngri en hún og var ég alltaf tekin með á mínum yngri árum þegar hún fór að heimsækja þær, sem hún gerði óspart. Ég er búinn að hugsa ýmislegt síðustu daga um lífshlaup okkar mömmu og það kemur alltaf það sama upp í hugann, hvað hún var mér góð og aftur góð enda veit ég að ég hafði forgang umfram aðra í hennar huga þó svo að hún hafi elskað mikið allt það fólk sem stóð henni næst og má þá ekki gleyma ást hennar á barna- börnum sínum sem hún umvafði þeirri sömu góðmennsku og ég hafði upplifað. Ég vil sérstaklega þakka Krist- ínu mágkonu hennar og ekki síður vinkonu sem bjó á Njarðargötunni með henni í fjöldamörg ár og Guð- rúnu systur hennar og Bjarna manni hennar fyrir þann vinskap, umhyggju og trúnað sem þau sýndu henni alla tíð og öllum öðrum bæði vinum og fólki úr þeirri stóru fjöl- skyldu sem hún var komin af fyrir allt gott. Ég vil að lokum þakka starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ fyrir gott viðmót og góða umönnun hennar þau átta ár sem hún dvaldi þar. Ingibergur Finnbogi Gunnlaugsson. Elsku amma mín, þá ertu farin og mun ég sakna þín, en samt veit ég að þú lifir enn á björtum stað þar sem allt er fallegt og gott. Og í hjarta mínu verður þú alltaf til, því þú hefur alltaf reynst mér svo vel og mér leið svo vel í kringum þig. Þegar ég var bara lítill snáði og bjó í kjallaranum hjá þér á Njarð- argötunni ásamt ungum foreldrum mínum. Man ég eftir því hvað þú varst alltaf að hafa áhyggjur af mér og hvernig mér liði. Ég man kannski ekki alveg eftir fyrstu ár- um mínum hjá þér en hef heyrt sögur af því að ég var þitt ljós og yndi. Ég er fyrsta barnabarn þitt og það mynduðust mikil tengsl okk- ar á milli. Bogi sonur þinn og Ragn- heiður tengdadóttir ung að aldri með mig, litla Gulla þinn, sem fannst amma sín svo sæt og fín. Þegar ég var orðin aðeins eldri og farinn að muna meira sjálfur eftir þér, fannst mér svo gaman að heim- sækja þig. Þú vildir alltaf gefa mér eitthvað að borða og áður en maður vissi af varst þú búin að dekka borð með miklum kræsingum á svip- stundu. Og þegar maður fór laum- aðir þú að mér pening, þannig að foreldrar mínir sáu ekki og fannst mér það svo gaman að amma væri svona sniðug og skemmtileg. Á unglingsárunum man ég svo vel eftir jólunum. Við fjölskyldan komum alltaf til þín á jóladag í mat. Þú varst með hangikjöt með öllu til- heyrandi og ekkert sparað til. Það var mjög skemmtileg að koma til þín þennan dag. Maður tók með sér eitthvað dót sem maður hafði fengið í jólagjöf og lék sér með það hjá þér. Maturinn var svo góður og allir í góðu skapi, og þegar ég lít til baka að rifja upp þessa stund man ég hvað þér fannst gaman að hafa okk- ur hjá þér. Þú vildir aldrei að mað- ur myndi hjálpa þér við að elda eða vaska upp. Vildir bara að maður slappaði af. En stundum fékk ég að vera með viskustykkið og þú hrós- aðir mér hvað ég væri duglegur og hvað þetta væri vel gert. Ég man einnig eftir því þegar ég fór í bæ- inn, sem var smá spölur því ég átti heima í Árbænum og ekki kominn með bílpróf, þá kom ég stundum í óvænta heimsókn til þín og oftast var einhver vinur minn með. Þú varst svo glöð að sjá mig bauðst okkur inn og auðvita kræsingar á borðum. Einnig er mér minnistætt þegar ég fékk að sofa hjá þér. Ég var eins og lítill prins, fékk að gera nánast allt, og alltaf þessi ró og kærleikur í kringum þig. Þú varst alltaf svo glöð og góð. Þegar árin liðu og ég fór að verða að manni sá ég að þú, elsku amma mín, hafðir gaman af öllu sem var fyndið. Þú hafðir nefnilega mikinn húmor og hafðir gaman af því að hlæja og gantast. Ég tók einnig eft- ir því hvað þú varst alltaf að passa útlitið, þú varst svo mikil pæja og flott. Þú varst alltaf svo vel til höfð, og að sjá gamlar myndir af þér, svaka skvísa þú varst. Það er held- ur kannski ekkert skrýtið að þú náðir þér í mun yngri kærasta. Hann afa minn og nafna sem var alltaf svo skotinn í þér og þú hafðir einnig miklar tilfinningar til hans. Hann er farinn á staðinn sem allt er falleg og gott á og veit ég að þið er- uð nú saman á ný. Þar getið þið rifjað upp skemmtilegar minningar og gaman er fyrir þig að hitta bræður þína sem þú unnir svo mik- ið og vildir allt fyrir þá gera. Skil- aðu kveðju til allra sem ég þekki þarna og ég er viss um að þú sért aðalskvísan. Elsku amma mín, það er erfitt að kveðja þig svona með orðum en samt gott að geta skrifað til þín. Það fær mann til að hugsa og læra af þér hversu yndisleg kona þú varst. Ég veit að þú munt passa og fylgja mér og minni fjölskyldu. Eins og ég hef sagt var ég þitt fyrst barnabarn og ég gerði þig líka að langömmu. Sonur minn hann Leó er aðeins 15 mánaða og auðvitað hefur þú séð hann oft. Ég mun segja honum frá þér, elsku amma mín, þegar hann eldist. Ég kveð þig með söknuði í hjarta og veit að þú ert á góðum stað þar sem vel er tekið á móti þér. Ég mun hugsa til þín og aldrei gleyma hversu frábær amma þú varst. Gunnlaugur Ingibergsson. Þegar ég hugsa til baka og rifja upp fyrstu kynnin mín við ömmu, er það einna helst þegar hún pass- aði mig þegar ég var ungur dreng- ELÍSABET R. JÓNSDÓTTIR Ég læt litla ljósið loga við sjúkrarúmið þitt í nótt, það mun ætíð, ætíð loga þangað til þú verður sótt. Það er ekki víst að ljósið lýsi skærast hér á jörð, heldur þegar þú með Drottni flytur þína þakkargjörð. Óttast eigi, elsku mamma, að flytja burt í annan heim, þar er friður, gleði og birta og þú ert aftur komin heim. Hvíl í friði. Jóhanna Guðrún Jónsdóttir (Systa). HINSTA KVEÐJA Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, PÁLÍNA BIRNA GUÐVARÐARDÓTTIR frá Syðri-Brekkum í Skagafirði lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugar- dagskvöldið 26. febrúar sl. Jarðarförin auglýst síðar. Gunnar D. Halldórsson, Hilde Lene Aardal, Jónas G. Halldórsson, Magnea S. Jónsdóttir, Guðvarður B. Halldórsson, Stefanía Ása Ásgeirsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.