Morgunblaðið - 28.02.2005, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 28.02.2005, Qupperneq 26
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ÉG LEIGÐI SPÓLU FYRIR KVÖLDIÐ HÚN HEFUR ALLT, HASAR, GRÍN, ÆVINTÝRI... OG FRÁBÆRA TÓNLIST! ÞRJÁR DANSANDI NINJUR WOODSTOCK ER AÐ ÆFA SIG Í ÞVÍ AÐ LENDA Í TRJÁM MAMMA! MÁ ÉG KEYRA BÍLINN Á LEIÐINNI HEIMA? AUÐVITAÐ EKKI KALVIN MÁ ÉG STÝRA? ÉG LOFA AÐ KEYRA EKKI Á NEITT NEI KALVIN EN MÁ ÉG VERA Á BENSÍNGJÖFINNI OG ÞÚ STÝRIR? NEI KALVIN ÞÚ LEYFIR MÉR ALDREI NEITT! © DARGAUD Bubbi og Billi ER ÞETTA NAUÐSYLEGT? JÁ ÞETTA ER NÁUÐSYNLEGT BUBBI! ÞÚ VERÐUR AÐ FÁ NÝJAR MYNDIR FYRIR PASSANN ÞINN GLEYMDU EKKI AÐ VERA BEINN Í BAKI OG BROSA JÁ, JÁ! PFFF! ÉG NENNI ÞESSU EKKI! ÞETTA ER ÞÁ BÚIÐ. ÞÚ MÁTT SKOÐA ÞÆR EF ÞÚ VILT. MÉR LEIÐST AÐ SKOÐA MYNDIR JÆJA, ERU ÞÆR GÓÐAR? VEIT ÞAÐ EKKI. ÉG SKOÐAÐI ÞÆR EKKI BILLI! KOMDU HINGAÐ Á STUNDINNI! Dagbók Í dag er mánudagur 28. febrúar, 59. dagur ársins 2005 Einn af mörgum vin-um og kunningjum Víkverja ferðaðist í haust um Evrópu og fór meðal annars með lággjaldaflugfélagi frá London til Pisa á Ítal- íu. Eins og allir vita er ekki boðið upp á neinar veitingar í slíkum ferð- um. Hægt var þó að kaupa samloku og rauðvínsglas en hvort- tveggja kostaði sem svarar rúmlega 300 krónum. Sumir nýttu sér það tilboð en ekki margir enda tekur flugið aðeins stutta stund. Víkverji fór að velta því fyrir sér hvort hann væri ekki alveg reiðubú- inn að sætta sig við að fljúga í nokkr- ar klukkustundir til áfangastaða í Evrópu án þess að borða eða drekka á leiðinni. Er ekki hægt að fá sér vel í svanginn áður en lagt er af stað? Satt að segja er plássið í flugvélum ekki meira en svo að þessi stanslausi þeyt- ingur fram og aftur um gangana með matarbakka og drykki er mjög hvim- leiður. Allt er stíflað og stundum komast farþegar varla á salernið vegna vagnanna þó að mikið liggi við. Og annað, fyrst Víkverji er á annað borð að nöldra. Flugfreyjurnar eru indælar og vilja allt fyrir okkur gera en hvers vegna þykja flugvélar vera svona hentugar verslanir fyrir úr, skart- gripi og annan dýran varning? Þennan enda- lausa kaupskap mætti hæglega flytja niður á jörðina. Það er miklu meira rými fyrir hann í flughöfninni og þá truflar hann ekki þá vesalinga sem ætla sér bara að fara á milli tveggja staða og vantar alls ekki neitt úr. x x x Nýlega varð Víkverji svo frægur aðfara langa ferð með strætisvagni úr Breiðholtinu niður í miðbæ Reykjavíkur. Víkverji tók eftir því að honum var ekki boðið að kaupa neitt á leiðinni, enginn spurði til dæmis hvort hann vildi næla sér í regnhlíf eða kuldaskó á frábæru verði. Kannski finnst ráðamönnum stræt- isvagnanna að það væri uppá- þrengjandi að trufla farþegana með slíkum tilboðum og alger óþarfi, þeir hljóti að geta fundið vöruna sjálfir í verslunum ef þörf krefji. Hvers vegna gildir þetta ekki líka um hin farartækin, flugvélarnar? Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is            Blönduós | Húnvetningar eru frægir söngmenn, rétt eins og grannar þeirra austan Tröllaskagans. Snemma beygist krókurinn jafnt við ósa Blöndu sem annars staðar og halda grunnskólanemar á Blönduósi árlega „Blönduvisjón- keppni“ samhliða árshátíð grunnskólans. Sigurvegarinn í ár var Ásta Berg- lind Jónsdóttir, söngelskur níundabekkingur, og á hún vafalaust framtíðina fyrir sér á þessu sviði. Morgunblaðið/Jón Sig. Sungið á bökkum Blöndu MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Vakið, standið stöðugir í trúnni, verið karlmannlegir og styrkir. Allt sé hjá yður í kærleika gjört. Náðin Drottins Jesú sé með yður. (1. Kor. 16, 13-14.23.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.