Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 20
Reykjavík | Börnunum þykir flestum mikið varið í að bregða sér niður að Reykja- víkurtjörn, fylgjast þar með fuglalífinu og helst af öllu að fram með ró og spekt þegar þessi ungi borgarbúi var á ferðinni og rétti hinum fiðruðu vinum sínum eitthvað gott í gogginn. vera með brauðbita í poka sem deilt er út til svangra íbúa tjarnarinnar. Oft er mik- ið fjaðrafok og hart barist um bitann, en allt virtist þó fara Morgunblaðið/Jim Smart Beðið eftir brauðbita Svanavatnið? Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Rekstur Reykjanesbæjar hefur nokkuð verið í umræðunni að undanförnu og sitt sýnist hverjum um hann, eins og gengur. Einhverjir hrópa neyðarástand, einhverjir eru reiðir yfir því að bærinn sé að selja eign- ir sínar og síðan leigja og einhverjum finnst umframkeyrslan í rekstri bæjarsjóðs vera fyrir neðan allar hellur. Aðrir eru skilnings- ríkari, segja ástandið eðlilegt miðað við þá uppbyggingu sem nú á sér stað í bæjarfélag- inu. Umræðan og viðbrögðin eru sem sagt farin að bera keim af því að ekki er ýkja langt í næstu bæjarstjórnarkosningar og vorið 2006 virðist Frjálslyndi flokkurinn ætla að blanda sér í bæjarpólitíkina hér.    Hækkun fasteignaverðs hefur nokkuð verið í umræðunni í Reykjanesbæ og þótt fasteignaverð sé mun lægra hér en á höf- uðborgarsvæðinu trúa menn að það eigi eftir að mjakast upp á við. Ástæðan er sennilega margþætt, s.s. tvöföldun Reykjanesbrautar og miklir framtíðarmöguleikar í bænum, sem bæjarfulltrúar hafa jú kappkostað að koma á framfæri. Og ef við viljum fleiri fyr- irtæki og fleiri íbúa í bæinn, þá þarf að vera búið að búa til aðstöðu til að taka á móti þeim. Viðbrögðin við þessum fréttum láta ekki á sér standa. Fasteignasalar auglýsa fast- eignir á Suðurnesjum grimmt, ekki síst á höfuðborgarsvæðinu, þar sem fjarlægðin til Reykjanesbæjar verður minni samfara tvö- földun, fasteignaverð sé mun lægra, en eigi þó eftir að hækka, þannig að nú sé lag að ná sér í húsnæði á góðu verði.    Það má ekki gleymast í öllum þessum uppbyggingar- og möguleikahugleiðingum hversu stutt er til útlanda frá Reykjanesbæ! Íbúar í Reykjanesbæ grínast oft með þetta, enda mikið á faraldsfæti. Ekki er minna þrefað um Keflavíkurflugvöll og flutning innanlandsflugsins til Keflavíkur og skoðanir vissulega skiptar eins og alltaf í hitamálum. Það eru ekki bara íbúar Reykja- nesbæjar sem sjá þetta sem góðan kost, en þó eru þeir sennilega fleiri sem álíta flutn- inginn slæman kost og vilja heldur innan- landsflugið í Ölfus úr Vatnsmýrinni en til Reykjanesbæjar. Ég segi Reykjanesbæjar vegna þess að ég lít svo á að REY á farseðl- unum hljóti að standa fyrir Reykjanesbæ, enda er ég enn innan bæjarmarka Reykja- nesbæjar þegar ég tek á móti mínum gest- um að utan. Úr bæjarlífinu REYKJANESBÆR EFTIR SVANHILDI EIRÍKSDÓTTUR BLAÐAMANN Sveitarstjórnar-ráðstefna Sam-fylkingarinnar verður haldin á Hótel Selfossi í dag. Ráð- stefnan hefst klukkan 10. Fyrir hádegið verður fjallað um íþrótta- og æskulýðsmál og dag- mæðrakerfi, fræðslumál, stofnfjárfestingar og fasteignafélög og menn- ingarmál. Eftir matarhlé hefur Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylking- arinnar, framsögu um sveitarstjórnarmál og síðan Ingibjörg Sólrún Gísladóttir varaformaður um framtíð sveit- arstjórnarmála. Þá fjallar Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, um tekjustofnanefnd og sameiningu sveitarfé- laga. Loks verður fjallað um launanefnd sveitarfé- laga og kosningar til sveitarstjórna á næsta ári. Ráðstefna Félagar í köfunarsveit Björgunarfélags Akraness,sem er innan Landsbjargar, voru á dögunumvið æfingar í Hvalfirði en sveitin er nýstofnuð. Fjórir tóku þátt en í sveitinni eru alls sjö kafarar. Lögðu þeir upp í hann frá hvalstöðinni, köfuðu fyrir Þyrilsnes og Harðarhólma og einnig fyrir utan stöðina. Að sögn Ásgeirs Einarssonar atvinnukafara undir- býr sveitin sig til útkalla á suðvesturhorni landsins, hvort sem það er í sjó eða vötn. Tilurð sveitarinnar má m.a. rekja til tveggja alvarlegra slysa sem orðið hafa á svæðinu seinustu árin. Hefur sveitin æft sig með styrk frá Grundartangahöfn og fleiri velviljuðum aðilum og segir Ásgeir áhugamenn um köfun vera velkomna til liðs við þá. Komnir upp úr kafi Gunnar Gunnarsson, Erlingur Á. Guðmundsson, Bjarni I. Bjarnason og Ásgeir Einarsson hvíla sig eftir æfingu í Hvalfirði. Kafað í Hvalfirði Í öllum vísnaþáttumverða að birtastreglulega vísur eftir Andrés Valberg. Hann orti sjálfslýsingu í léttum dúr: Sjón á augum svíkja fer, sagður haugalatur. Slæmur á taugum einnig er öskuhaugamatur. Kona nokkur bauð Andr- ési upp í dans. Hann af- þakkaði, sagðist ekki heyra neitt og bætti síðan þessu við: Fer ég heim og fæ mér dúr, fjarri huga snjöllum, því fjöðrunin er farin úr fótum mínum öllum. Hann orti líka: Veröldin er söm við sig, svíkur margan auður. Allir myndu elska mig ef ég væri dauður. Andrés Valberg leit í spegil: Vafalaust í fimmta flokk færi af mér ketið. Þennan gamla gigtarskrokk gæti enginn étið. Andrés í léttum dúr pebl@mbl.is Dalvíkurbyggð | Forsvarsmenn Sæplasts og Háskólans á Akureyri hafa gert með sér samstarfssamning, en í honum felst að unnið verður saman að rannsóknum á þeim sviðum sem tengjast lausnum frá Sæplasti auk þess sem nýrra lausna sem tengjast geymslu- og flutningatækni í matvælaiðnaði verður leitað. Sæplast mun veita styrki til ákveðinna verkefna sem tengjast framhaldsnámi á háskólastigi við HA og unnin eru fyrir fyrirtækið, t.d. meistaraprófsverkefni nemenda við há- skólann. Einnig verða í boði styttri BS- verkefni. Samningurinn er í beinu fram- haldi af stofnun Tækniseturs Sæplasts sem er í verksmiðju fyrirtækisins á Dal- vík, en það þjónar öllum verksmiðjum samstæðunnar varðandi hönnun, vöruþró- un og það að halda utan um vöruþróun- arferli þess. Samstarfs- samningur Handsal samnings Þorsteinn Gunnars- son, rektor Háskólans á Akureyri, og Geir A. Gunnlaugsson, forstjóri Sæplasts, handsala samninginn. Bíldudalur | Bæjarráð Vesturbyggðar fjallaði um tillögu að endurbótum á frá- veitu Bíldudals á fundi í vikunnien fram kom að síðar yrði gerð heildaráætlun um fráveitu fyrir Patreksfjörð. „Ljóst er að endurbætur á fráveitu sem fyrir okkur liggja er mikið verkefni að vöxtum og fjárfrekt og að mati bæj- arráðs er sveitarfélögum í landinu gef- inn allt of skammur tími til að vinna verkið og til framkvæmdanna veitt of takmörkuðu fjármagni úr ríkissjóði mið- að við umfang þeirra,“ segir í bókun bæjarráðs. Endurbætur á fráveitu ♦♦♦ Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík smáauglýsingar mbl.is Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.