Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 35
Vatnsföll, sem eru stígvéla-væð á sumardegi, getabreyst í skaðræðisfljót áskömmum tíma í leysing-
um. Fannfergi er víða mikið yfir vet-
urinn þar sem fjórir hálendisvegir,
sem stefnt er að að byggja upp sam-
kvæmt Samgönguáætlun, liggja.
Kom þetta m.a. fram í máli Sig-
mundar Einarssonar, jarðfræðings
hjá Almennu verkfræðistofunni hf. á
Samgönguráðstefnu sem Verkfræð-
ingafélag Íslands og Tæknifræð-
ingafélag Íslands stóðu fyrir sl.
fimmtudag. Hálendisvegirnir sem
um ræðir eru Fjallabaksleið nyrðri,
Sprengisandsleið, Kjalvegur og
Kaldadalsleið. Greindi Sigmundur
frá athugun um hálendisvegi fram-
tíðarinnar sem hann gerði ásamt
Pétri Stefánssyni og Snorra P.
Snorrasyni í samvinnu við Vega-
gerðina. Benti hann á að veðurfars-
skilyrði skipta miklu við ákvarðanir
um frekari uppbyggingu hálendis-
veganna. Það hefur mikil áhrif hve
hátt vegirnir liggja. Kaldadalsvegur,
Kjalvegur og Fjallabaksleið nyrðri
ná uppundir 700 metra yfir sjávar-
máli, en Sprengisandsleið er á 60 km
kafla í meira en 700 m.y.s. hæð. Í
ljósi vetrarveðra og færðar sagði
Sigmundur spurningu hve lengi árs-
ins þessir vegir gætu verið opnir.
Hann sýndi niðurstöður veðurmæl-
inga í Sandbúðum (840 m.y.s.) 1973–
1978, sem Haraldur Ólafsson veður-
fræðingur tók saman. Samkvæmt
þeim er mjög vindasamt á Sprengi-
sandsleið. Hlutfall daga sem vindur
fór yfir 20 m/s var 39% yfir vetrar-
tímann og 17% yfir sumartímann.
Dagarnir sem vindur fór yfir 15 m/s
voru 66% yfir veturinn og 45% yfir
sumarið. Sigmundur sagði að í Sam-
gönguáætlun væru engin tímamörk
sett á framkvæmdir við hálendis-
vegi, engar fjárhæðir nefndar og
ekkert um hvernig vegir þetta eigi
að vera. Vegagerðinni sé það í sjálfs-
vald sett.
Vegirnir liggja sumir hverjir á
köflum um þjóðgarða, núverandi og
fyrirhugaða, og nálægt eða með
náttúruverndarsvæðum af ýmsum
skilgreiningum. Þeir munu hafa
áhrif á víðernistilfinningu og þetta
tvennt mun óhjákvæmilega hafa
áhrif á alla frekari uppbyggingu veg-
anna, að mati Sigmundar.
Þrenns konar notagildi
Sigmundur velti upp spurningum
um fyrir hverja hálendisvegir ættu
að vera, hvar þeir eigi að liggja og
hvernig vegi eigi að byggja? Flokka
má notkunina í þrennt. Fyrir ferða-
mennsku, almenningssamgöngur og
vöruflutninga. Ferðamennskunni
duga lágir sumarvegir eða óbreytt
ástand. Almenningssamgöngur
gætu nýtt lága sumarvegi með
bundnu slitlagi og uppbyggða heils-
ársvegi, en vöruflutningar þyrftu
uppbyggða heilsársvegi.
Síðan ræddi Sigmundur um hvern
veg fyrir sig og byrjaði á Kaldadals-
leið. Hún tengir Vesturland og Suð-
urland. Hann taldi Kaldadalsleið
fyrst og fremst koma ferðamönnum
til góða, því lega hennar í gegnum
Þingvallaþjóðgarð takmarkaði frek-
ari uppbyggingu vegarins. Hann sá
fyrir sér tiltölulega óbreytt vegstæði
nema við Tröllháls og að þetta verði
lágur sumarvegur.
Kjalvegur tengir Norðurland og
Suðurland. Sigmundur sér fyrir sér
að vegurinn geti nýst fyrir allar
gerðir notkunar. Lagði hann til að í
framtíðinni muni Kjalvegur liggja
austan Bláfellsháls að sunnanverðu
og þegar norðar dregur sunnan
Blöndulóns, um Gilhagadal og Mæli-
fellsdal og niður í Skagafjörð. Þessi
vegur myndi stytta leiðina milli
Reykjavíkur og Akureyrar um 34
km, en milli Akureyrar og Selfoss
um 140 km.
Sigmundur og félagar vörpuðu
fram hugmynd um breytta legu
Sprengisandsleiðar frá Vatnsfells-
virkjun vestan núverandi leiðar að
sunnanverðu, en austan núverandi
leiðar að norðanverðu og endi í Mý-
vatnssveit í staðinn fyrir Bárðardal
nú. Þessi Sprengisandsleið myndi
stytta leiðina milli Egilsstaða og
Reykjavíkur um 116 km. Einnig er
mögulegt að leggja veg af Sprengi-
sandsleið um Vegskarð og austur á
hringveginn á Hólsfjöllum, sem
myndi stytta leiðina milli Reykjavík-
ur og Egilsstaða um 157 km. Helsti
ókostur Sprengisandsleiðar er veð-
urfarið. Telur Sigmundur mjög ólík-
legt að Sprengisandsleið verði lík-
legur valkostur sem heilsársvegur
fyrir vöruflutninga, af þeim sökum.
Fjallabaksleið nyrðri liggur að
miklu leyti um Friðland að fjallabaki
og um náttúruverndarsvæði. Sig-
mundur telur ólíklegt að leyfi fáist til
að gera neinar verulegar breytingar
á veginum frá virkjunum að norð-
anverðu og suður í Eldgjá.
Sigmundur taldi ólíklegt að lagt
verði í mikla uppbyggingu vega á
Kaldadalsleið og Fjallabaksleið
nyrðri, vegna náttúruverndarsjón-
armiða. Þörf er á mun meiri rann-
sóknum á veður- og vatnafari á
Sprengisandsleið og Kjalvegi, að
mati Sigmundar og félaga, hyggist
menn á annað borð leggja í viða-
mikla uppbyggingu vega á leiðunum.
Spurning hve lengi ársins
vegirnir gætu verið opnir
Þeir fjórir hálendisvegir sem byggja á upp sam-
kvæmt Samgönguáætlun liggja sumir um þjóð-
garða og náttúruverndarsvæði. Hugmyndir um
gerð jarðganga á höfuðborgarsvæðinu ætti að
skoða, m.a. með umhverfissjónarmið í huga. Kom
þetta m.a. fram á ráðstefnu um samgöngumál.
0* *
0&*
2 6
(**,!*
&'(
Vegagerðin á langan listayfir óskir og kröfur umjarðgöng víða um land.Ýmsar hugmyndir hafa
t.d. verið settar fram um jarðgöng
og vegstokka á höfuðborgarsvæð-
inu. Þetta kom fram í máli Hreins
Haraldssonar, framkvæmdastjóra
þróunarsviðs Vegagerðarinnar, á
Samgönguráðstefnunni sem fram
fór sl. fimmtudag. Telur hann að
skoða þurfi jarðgöng sem mann-
virkjakost á höfuðborgarsvæðinu.
Sem dæmi um hugmyndir um slík
mannvirki nefndi hann Ásfjall
sunnan við Hafnarfjörð, Digranes-
háls í Kópavogi þar sem hætt var
við hraðbraut um Fossvogsdal, en í
staðinn settir á skipulag jarð-
gangamunnar vegna ganga sem
reiknað var með að gætu legið frá
Lundi að Reykjanesbraut við
Staldrið eða sunnar. Einna alvar-
legust hefur umræðan að sögn
Hreins verið um jarðgöng undir
Hlíðarfót, undir sunnanverðri
Öskjuhlíð. Eins hefur verið velt
upp hugmynd um jarðgöng undir
Þingholtin. Þá hefur verið rætt um
að setja Miklubraut í stokk hjá
Miklatúni og vegstokk á Hring-
brautinni. Rætt hefur verið um að
færa Geirsgötu undir yfirborðið
við Reykjavíkurhöfn til að slíta
ekki nýja hafnarsvæðið frá mið-
borginni. Varðandi Sundabraut og
þverun Kleppsvíkur hefur verið
rætt um botngöng sem valkost við
brúarmannvirki. Á tímabili veltu
menn einnig fyrir sér mögulegri
jarðgangaleið frá Gufunesi og nið-
ur að Borgartúni. Hreinn sagði að
þótt þessar hugmyndalínur á kort-
inu séu margar sé fróðlegt að bera
þær saman við Vestfjarðagöngin.
Þau séu 9 km löng og jafnist að
lengd á við helstu hugmyndir um
jarðgöng sem menn hafi varpað
fram á höfuðborgarsvæðinu.
Lengstum hugsuð sem
lausn á þröskuldum
Hann sagði að jarðgöng hafi
lengstum verið hugsuð hérlendis
sem lausn á þröskuldum í vega-
kerfinu úti á landi. Vestfjarða-
göngin, sem tekin voru í notkun
1996, komu í staðinn fyrir þrösk-
uldinn Breiðadalsheiði, svo dæmi
séu tekin og gjörbreyttu mannlífi í
fjórðungnum. Jarðgöng hafa einn-
ig verið gerð til að stytta vega-
lengdir og eru Hvalfjarðargöngin
þeirra þekktust.
Jarðgöng eru notuð í þéttbýli,
bæði til að létta á umferðarþunga
og vegna umhverfissjónarmiða. Þá
geta þau verið tæknileg lausn við
vegarlagningar, eins og komið hef-
ur í ljós í umræðunni um valkosti
vegna Sundabrautar.
Jarðgöng í þéttbýli eru vel þekkt
víða um heim. Þau eru á margan
hátt frábrugðin þeim sem gerð
hafa verið hér, að sögn Hreins.
Venjulega eru þéttbýlisgöng tvö-
föld ekki einföld, eins og jarðgöng
eru á landsbyggðinni.
Rökin fyrir hugmyndum um
jarðgöng í þéttbýli eru þau sömu
og í öðrum löndum. Það er þétting
byggðar og aukin umferð, skortur
á byggingarlandi miðsvæðis og
ekki síst umhverfissjónarmið, þ.e.
að draga úr neikvæðum áhrifum
umferðarinnar.
Niður með umferðina!
Hreinn sagði að jarðgöng hefðu
bæði kosti og galla, en líklega yrði
helst hægt að réttlæta slíkar fram-
kvæmdir á höfuðborgarsvæðinu
vegna umhverfisáhrifa. Í sumum
tilvikum gæti breytt umferð-
arflæði réttlætt slíka framkvæmd.
Þá myndu jarðgöng auka dýrmætt
landrými. Ókostir jarðganga í þétt-
býli væru líklega helstir hve dýr
þessi lausn væri.
Niðurstaða Hreins var sú að
þessi valkostur væri etv. ekki sá
brýnasti við úrlausn umferðarmála
en ætti að vera með í umræðunni
þegar umferðarskipulag höfuð-
borgarsvæðisins væri skoðað til
framtíðar. Hreinn lauk fyrirlestri
sínum með því að sýna mynd af
munna umferðarganga og
yfirskriftin var: Niður með um-
ferðina!
Skoða þarf jarðgöng sem mann-
virkjakost á höfuðborgarsvæðinu
!"#
%
% 6
%&
7,
8*%
*
0"2
()&'"($&( !$*(+&
andræða-
a farið að
ærið til að
ar á árið
nsks sjáv-
útvegs
sson, for-
óstöðug-
greininni
verið að
og hóta
ann sem
verið lagt
p um að-
en Norð-
ti að efla
sjávarút-
n að þessi
ldandi að
uga á ís-
rtækjum.
árfestar á
u síðustu
sjávarút-
hvort það
t væri að
gera langtímaáætlanir í rekstri fyr-
irtækjanna.
Þorsteinn sagði að þeir sem í
greininni störfuðu þyrftu í raun að
berjast á tveimur vígstöðvum. Ann-
arsvegar við kaupendur og neyt-
endur sjávarfangs úti í heimi en
hinsvegar við kjósendur og stjórn-
málamenn á Íslandi. Sagðist hann
telja að vel hefði tekist til á mörk-
uðunum erlendis en aftur á móti
hörmulega að byggja upp ímynd
sjávarútvegsins hér á landi. Gagn-
rýndi Þorsteinn harðlega hvernig
stjórnmálaflokkar hefðu notað
stjórnendur í sjávarútvegi til að
mála skrattann á vegginn rétt fyrir
kosningar. Sömuleiðis gagnrýndi
hann umfjöllun fjölmiðla, einkum
ríkismiðlanna, um sjávarútveg.
Þorsteinn Már sagði að greinin
þyrfti að fá frið og umræðan þyrfti
að komast í annan farveg. „Við
þurfum frið til að taka ákvarðanir
svo að greinin fái að stækka og
dafna,“ sagði Þorsteinn.
gerðar á Íslandi í 100 ár
Morgunblaðið/Árni Torfason
esen og Sjöfn Sigurgísladóttir.
hema@mbl.is
arfsfrið
eiri meðal
n-
kalandi,
eytenda
ði að
éði hvað
arins í
ri hag-
kum í
ðstæður
i sér-
ðlag á
gert væri
ti á
n legðu
verð
du engu
r um gæði
i að jafn-
an væri litið á fisk sem mikilvægan
hluta af hollu mataræði, jafnvel svo
að margir neyti fisks án þess að
þykja hann neitt sérstaklega góður.
Fiskur væri auk þess talinn örugg
og náttúruleg vara, einkum í ljósi
kjötfáranna sem riðið hafa yfir Evr-
ópu á undanförnum árum. Sagði
Lindenberg að neysla á fiski gæti
því verið mun meiri í Evrópu ef
hann væri auðveldari í matreiðslu.
„Meira, hraðar, betra
og fjölbreyttara“
Magnús Gústafsson, forstjóri Ice-
landic USA, ræddi á ráðstefnunni
horfur í sölu á sjávarafurðum í
Bandaríkjunum. Þar er gert ráð
fyrir að sala á sjávarafurðum muni
aukast um 10% á næstu 5 árum,
sem þýðir að sögn Magnúsar um
220 þúsund tonn af fiskmeti eða um
650 þúsund tonn af afla. Sagði hann
að þessari aukningu yrði fyrst og
fremst mætt með fiskeldi. Íslend-
ingar þyrftu samt sem áður ekki að
hafa áhyggjur af lækkandi fisk-
verði, því villtur fiskur verði í fram-
tíðinni alltaf dýrari en eldisfisk-
urinn. Þannig spáði Magnús því að
villtur þorskur yrði allt að tvöfalt
dýrari en eldisþorskur.
Magnús ræddi einnig bandaríska
neytendur á ráðstefnunni, sem
hann sagði vera nokkuð frábrugðna
þeim evrópsku. Þeir gerðu þannig
ekki jafn mikla kröfu um ferskleika,
heldur væri krafan um þægindi
þeim mun harðari, um „meira,
hraðar, betra og fjölbreyttara“.
þægindi
nberg