Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 23 MINNSTAÐUR 800 7000 - siminn.is Stundum er betra að senda SMS! úr heimasíma Ekki þarf að greiða fyrir SMS sendingar úr heimasíma til 1. apríl 2005 Þingeyjarsveit | Áhugamannafélag sem af- markar viðfangsefni sín við Goðafoss, Þingey og Þorgeirskirkju hefur verið stofnað í Þing- eyjarsveit. Tilgangurinn er einkum sá að afla nýrrar þekkingar, safna saman og miðla sögu- þekkingu á svæðinu. Stofnfundurinn var hald- inn í Þorgeirskirkju og eru félagar orðnir nær þrjátíu talsins og fer fjölgandi. Félagið heitir Þingeyskur sagnagarður og samkvæmt drögum að samþykktum er m.a. gert ráð fyrir að meginmarkmiðið verði að stuðla að varðveislu forn- og menningarminja, efla rannsóknir og skapa styrkari forsendur fyrir menningartengdri ferðamennsku á svæð- inu með markvissri upplýsingamiðlun og við- burðum. Tekið á móti ferðafólki í Þorgeirskirkju Á fundinum gerðu Jóhann Guðni Reynisson, Jón Aðalsteinn Baldvinsson og Þórhallur Bragason grein fyrir tilurð félagsins, en þeir unnu að undirbúningi stofnunar þess ásamt Unnsteini Ingasyni. Þá færði Dögg Matthías- dóttir hinu nýja félagi ritgerð sína um Þingey sem hún gerði við Framhaldsskólann á Laug- um og Indriði Ketilsson flutti ljóð föður síns, Ketils Indriðasonar, um eyjuna. Í stjórn fé- lagsins voru kosin þau Jóhann Guðni, Jón Að- alsteinn og Margrét Snorradóttir. En hvað skyldi hafa orðið til þess að þetta félag var stofnað? Að sögn Jóhanns Guðna, áhugamanns og sveitarstjóra í Þingeyjarsveit, kom þessi hugmynd fram í fyrra þegar hann og sr. Jón Aðalsteinn, vígslubiskup á Hólum, hittust á Laugum og fóru að ræða framtíð Þorgeirskirkju og Ljósavatnsprestakalls. Ræddu þeir þá um mikilvægi þess að vinna veg og vanda kirkjunnar sem varð til þess að sveitarfélagið og þjóðkirkjan gerðu með sér samkomulag. Það leiddi m.a. af sér að á kom- andi sumri verður í kirkjunni fastur starfs- maður á vegum þjóðkirkjunnar sem tekur á móti ferðamönnum, sýnir þeim kirkjuna og segir sögu staðarins auk þess að standa fyrir ýmsum viðburðum. Jóhann Guðni segir að þessar hugmyndir sem menn höfðu hafi smám saman spunnið upp á sig og farið var að tengja saman Goða- foss, Þingey og Þorgeirskirkju sem nokkurs konar þríhyrning. Þetta sé sannkallaður „sagnagarður“, staður þar sem heiðni og kristni mættust á sínum tíma og ef til vill megi þróa hugmyndina betur með tímanum, eftir því sem tilefni gefist til. Hið þingeyska fornleifafélag, sem stofnað var á sl. ári, hefur sýnt þessu svæði mikinn áhuga og vill auka rannsóknir í samvinnu við Þingeyskan sagnagarð með aðstoð t.d. Forn- leifastofnunar. Jóhann Guðni segir að nú sé lag og mikilvægt sé að komast að því hvar þingstaðurinn hafi verið í Þingey og nauðsyn- legt að merkja þá staði sem eitthvað hefur gerst á, í framhaldi af rannsóknum. Þannig séu hugsanlega tóftir af hofi Þorgeirs Ljós- vetningagoða í túnfætinum á bænum Ljósa- vatni sem þyrfti að merkja. Þá sé það fagn- aðarefni að í vor eigi að koma veglegt upplýs- ingaskilti við veginn að Þorgeirskirkju. Draumurinn um héraðsgarð að rætast Bætt aðgengi að helstu stöðum í sagnagarð- inum segir Jóhann Guðni mjög mikilvægt og eitt fyrsta í því er gerð gönguleiðar frá Goða- fossi að kirkjunni. Þá hefur nokkuð verið rætt um aðgengi að Þingey og hafa menn hug- myndir um göngubrú eða kláf en telja óvar- legt að hleypa þangað bílaumferð. Mjög gam- an sé fyrir fólk að geta komist út í eyjuna til þess að komast í nánd við það umhverfi sem verið er að ræða um. Jóhann Guðni hefur og mikinn áhuga á að stuðlað verði að hinum ýmsu viðburðum tengdum sagnagarðinum, þ.m.t. tónlistar- viðburðum og leikritum. Hann nefnir einnig skólabúðirnar í Bárðardal þaðan sem nem- endur gætu komið og notið góðs af tilvist sagnagarðsins. Til greina komi jafnframt að ferðafólk fái teknar myndir af sér undir „feldi Þorgeirs“ og að jafnvel megi lýsa upp Goða- foss, t.d. í tengslum við tónlistarflutning. Á Fosshóli er nú rekin öflug ferðaþjónusta og verslun sem vaxið hefur upp á síðakastið með nýrri viðbyggingu. Þar er einnig upplýs- ingastofa ferðamanna og það sem best er, seg- ir Jóhann Guðni, er að landeigendur á svæðinu virðast mjög jákvæðir. Hann segir að hér sé líklega gamli draum- urinn um héraðsgarð að rætast og væntir þess að eiga gott samstarf við fyrirtæki, mennta- stofnanir, sveitarstjórn og þjóðkirkjuna og það takist að skapa spennandi fólkvang þar sem íslenskur menningararfur, hagsmunir ferðaþjónustunnar og almennur áhugi fari saman. Þingeyskur sagnagarður tengir saman Goðafoss og Þingey í Skjálfandafljóti og Þorgeirskirkju Vill bjóða ferðafólki undir feld Þorgeirs Morgunblaðið/Atli Vigfússon Frumkvæði Jóhann Guðni Reynisson er mikill áhugamaður um þingeyskan sagnagarð. Hér er hann við einn hluta væntanlegs héraðsgarðs, Þorgeirskirkju við Ljósavatn. LANDIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.