Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 68
Morgunblaðið/Golli
Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda
flokksins, á landsþingi flokksins í gær.
„SÆKJUM fram út frá miðjunni, bæði til
hægri og vinstri,“ sagði Guðjón A. Krist-
jánsson, formaður Frjálslynda flokksins, m.a.
í setningarræðu sinni á landsþingi flokksins
síðdegis í gær. Um hundrað landsþings-
fulltrúar hlýddu á ræðu formannsins á Kaffi
Reykjavík.
Guðjón sagði m.a. að flokkurinn vildi
standa fyrir einstaklingsframtaki og frelsi en
varaði við of mikilli hægri eða vinstri sveiflu.
„Látum ekki villa okkur sýn með of mikilli
hægri sveiflu né vinstri villu.“
Guðjón kom víða við í ræðu sinni. Hann
kynnti þar m.a. nýja tillögu í samgöngu-
málum sem lögð hefur verið fram á lands-
þinginu. Í henni er lagt til að átján til tuttugu
jarðgöng verði gerð á tuttugu árum. Sagði
hann að með slíkum samgöngubótum væri
hægt að spara mikla fjármuni til lengri tíma
litið. Þá kom fram í ræðu Guðjóns að flokk-
urinn væri skuldlaus í fyrsta sinn. Allar
ábyrgðir sem forystu- og miðstjórnarmenn
hefðu tekið á sig persónulega, hefðu verið
felldar niður.
Kosið í embætti í dag
Landsþingið heldur áfram í dag og fara þá
m.a. fram umræður um sveitarstjórnarmál og
stjórnmálaályktanir flokksins. Jørgen Nicla-
sen, varaformaður Fólkaflokksins og fyrrver-
andi sjávarútvegsráðherra Færeyja, flytur
einnig ávarp og svarar fyrirspurnum.
Kosið verður í helstu embætti flokksins
eftir hádegi. Tveir keppast um varafor-
mannsembættið, því Gunnar Örlygsson þing-
maður hefur boðið sig fram á móti sitjandi
varaformanni, Magnúsi Þór Hafsteinssyni
þingmanni.
„Sækjum út frá miðjunni,
bæði til hægri og vinstri“
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Heilsukoddar
Heilsunnar vegna
Opi› í dag laugardag
frá kl. 11-16
LYFJAVAL opnar í dag bílaapó-
tek í Hæðarsmára í Kópavogi og
er það fyrsta apótek sinnar teg-
undar á Íslandi. Verða þar af-
greidd lyf samkvæmt lyfseðlum,
sem og lausasölulyf, í gegnum
bílalúgur.
Þorvaldur Árnason lyfsali í
Lyfjavali segir þetta hafa í för
með sér aukna þjónustu við þá
sem eru hreyfihamlaðir, eru með
börn í bílnum eða velja þessa leið
þægindanna vegna. Hann segir að
meira en 60% apóteka í Banda-
ríkjunum séu nú með bílalúgur en
þetta sé fyrsta slíka apótekið á
Norðurlöndum./14
Fyrsta bílaapótek landsins verður opnað í dag við Hæðarsmára í Kópavogi
Morgunblaðið/Þorkell
Lyfin fást
afgreidd
í bílalúgu
HJÖRLEIFUR Stefánsson arkitekt segir í
viðtali við Lesbók í dag að umræða um
verndun gamalla húsa sé komin í öngstræti
hér á landi. „Hún snýst um átök þeirra sem
vilja rífa og hinna sem vilja vernda og varð-
veita. Mér þykir eðlilegt að gömul hús í
bænum séu endurnýjuð, ef svo má kalla.“
Hjörleifur telur að í ljósi þess að gömlum
timburhúsum hér á landi hafi iðulega verið
margbreytt í gegnum tíðina sé eðlilegt að
haldið sé áfram að byggja við þau og breyta
þeim. Ástæðulaust sé að vernda þau í því
ástandi sem þau séu nú, enda sé það sjaldn-
ast upprunalegt, og það hafi jafnframt
ótvírætt gildi að hlífa þessum húsum við
niðurrifi.
Umræðan komin
í öngstræti
FÉLAGSMENN í Verzlunar-
mannafélagi Reykjavíkur munu
hver og einn eignast sinn eigin sér-
eignasjóð hjá félaginu, svonefndan
VR-varasjóð, verði tillaga stjórnar
félagsins þar um samþykkt á aðal-
fundi 14. mars.
Lagt er til að hluti félags-, sjúkra-
og orlofssjóðsiðgjalda félagsmanna
renni í sérgreinda eign hvers fé-
lagsmanns í varasjóði og er gert ráð
fyrir að um 1.100 milljónir króna
verði lagðar til sjóðsins í upphafi.
Skilaði 660 milljónum í hagnað
Sjóðinn getur svo hver og einn
nýtt til ákveðinna verkefna að eigin
vali svo sem símenntunar, ýmissa
orlofsmála, forvarna og endurhæf-
ingar eða til framfærslu t.d. við at-
vinnumissi, heilsubrest eða við
starfslok vegna aldurs, vegna fæð-
ingarorlofs o.fl. Þessir fjármunir
hafa hingað til
runnið óskiptir í
sameiginlega
sjóði VR.
Afkoma VR
hefur verið
mjög góð og
skilaði félagið
660 milljóna kr.
hagnaði á sein-
asta ári. „Það er
ekki hlutverk
okkar að safna í digra sjóði,“ segir
Gunnar Páll Pálsson, formaður VR.
„Við veltum því fyrir okkur hvort
við ættum að lækka gjöldin en nið-
urstaðan varð sú að það væri
kannski ekki svo mikið hjá hverjum
og einum og réttara væri að beina
þessum fjármunum inn á þessar
brautir.“
Gert er ráð fyrir að 350 til 400
milljónir króna renni árlega í VR-
varasjóði félagsmanna, sem eru um
22.000 talsins. Munu félagsmenn
þannig eignast sjóð með um 45.000
kr. inneign að meðaltali – sumir
meira, aðrir minna. Upphafsstaða
hvers og eins er reiknuð út frá
greiðslum til félagsins og því hve
mikið viðkomandi hefur nýtt sér
styrki og niðurgreiðslur úr sjóðum
þess undanfarin ár.
„Það má líkja þessu við útvíkkun
á séreignasparnaði hjá lífeyrissjóð-
unum, en menn geta opnað þá fyrr,“
segir Gunnar Páll.
Er þetta í fyrsta skipti sem stétt-
arfélag hér á landi gefur fé-
lagsmönnum sínum kost á endur-
greiðslu iðgjalda inn á sérgreindan
sparnaðarreikning með þessum
hætti, skv. upplýsingum hans.
Verði tillagan samþykkt tekur
varasjóðurinn til starfa um næstu
áramót.
Stjórn VR leggur til að hluti iðgjalda renni inn á sérgreindan sparnað
Félagsmenn fá tugi
þúsunda inn á reikning
Gunnar Páll
Pálsson
Stjórn VR áformar að setja 1.100 milljónir í varasjóð
FÉLAGSMAÐUR í VR sem er
með 280 þúsund kr. á mánuði
safnar árlega rúmum 17.000 kr.
í varasjóðinn eftir skatt. Eftir tíu
ár og miðað við sambærileg laun
og 5% ávöxtun er eign hans í
varasjóðnum komin í 240.000 kr.
og eftir 20 ár í rúmlega 600.000
kr.
Félagsmaður með 140.000 kr.
mánaðarlaun safnar árlega 8.500
kr. í varasjóðinn. Eftir tíu ár
yrði inneign hans 120.000 kr. og
eftir 20 ár 300.000 kr.
Lagt er til á aðalfundi VR að
sá hluti iðgjalda sem renni í
varasjóðinn verði 20% af fé-
lagsgjaldi, 30% af sjúkrasjóðs-
gjaldi og 80% af orlofssjóðs-
gjaldi.
Safnað í
varasjóð
KURT Kopecky tónlistarstjóri Íslensku
óperunnar andmælir því í grein í Lesbók í
dag að Óperan hafi eytt almannafé „í vit-
leysu“, eins og Jónas
Sen hafi haldið fram í
gagnrýni sinni á Óper-
una. Raunin sé sú að Ís-
lenska óperan hafi upp-
fyllt öll skilyrði samn-
ings síns við ríkið á
fimm ára gildistímabili
hans sem nú sé að renna
sitt skeið á enda.
„Íslenskir söngvarar
og tónlistarmenn hafa sýnt fram á það ár-
um saman að hægt er að setja upp vand-
aðar óperusýningar á Íslandi,“ segir Kurt
Kopecky.
Almannafé ekki
eytt í vitleysu
Kurt Kopecky
♦♦♦
♦♦♦
LYFJA hf. hefur keypt fyrirtækið Heilsu
ehf. sem rekur þrjá verslanir undir nafn-
inu Heilsuhúsið af stofnandanum, Erni
Svavarssyni.
Ingi Guðjónsson, framkvæmdastjóri
Lyfju, segir Heilsu vera góða viðbót fyrir
Lyfju. „Það er spennandi að fara inn á
þennan geira, því heilsufæði og lífrænt
ræktaður matur skiptir sífellt meira máli í
daglegri neyslu fólks. Þá samræmist það
mjög vel hlutverki Lyfju að selja vörur
sem stuðla að betri heilsu og vellíðan.“/14
Lyfja kaupir versl-
anirnar Heilsuhúsið
„ÉG tel mikilvægt hversu málinu var vel
tekið í ríkisstjórninni sem sýnir skilning á
nauðsyn þess að ráðast í þá nauðsynlegu
endurnýjun á tækjakosti
Landhelgisgæslunnar
sem svarar kröfum tím-
ans,“ sagði Björn
Bjarnason, dóms- og
kirkjumálaráðherra, en
ríkisstjórnin ákvað í gær
að hefja undirbúning að
því að endurnýja skipa-
og flugvélakost Land-
helgisgæslu Íslands.
Ríkisstjórnin ákvað að tillögu ráðherrans
að fela fulltrúum dóms- og kirkjumála-
ráðherra og fjármálaráðherra, að kanna
hvort leigja ætti eða kaupa varðskip og eft-
irlitsflugvél, semja útboðsgögn og undirbúa
málið að öðru leyti fyrir lokaákvörðun rík-
isstjórnarinnar. Björn Bjarnason segir að
fallið hafi verið frá þeirri hugmynd að ráð-
ast í sérsmíði varðskips fyrir Íslendinga og
í því felist ekki síst tímasparnaður. Mikið
hafi verið unnið í málinu að undanförnu í
ráðuneytinu og hjá Landhelgisgæslunni og
nú liggi fyrir að kanna nánar hvaða form
henti fyrirkomulagi á þessari endurnýjun,
t.d. kaup eða leiga og annað í þessu sam-
bandi./8
Undirbúa
endurnýjun skipa-
og flugkosts
Björn Bjarnason
♦♦♦