Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta ✝ Haraldur Guð-bergsson fæddist í Reykjavík 14. nóv- ember 1949. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 18. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans eru Guð- berg E. Haraldsson, f. í 30. september 1927, og Sigurlaug Júlíusdóttir, f. 11. september 1918, d. 20. ágúst 1991. Seinni kona Guð- bergs er Regína Birkis. Systkini Haralds eru Brynjar Pálsson, f. 10. júní 1936, Kolbrún Jóhannesdóttir, f. 28. febrúar 1940, og Páll Jóhann Guð- bergsson, f. 5. október 1953. Hinn 25. júlí 1970 gekk Harald- ur að eiga Ingibjörgu Guðbjarts- dóttur, f. 26. ágúst 1951. Foreldr- ar hennar eru Guðbjartur S. Kjartansson, f. 28. október 1912, d. 25. september 1967, og Val- gerður Ólafsdóttir, f. 2. nóvember 1929. Börn þeirra Haralds og Ingibjargar eru: 1) Guðbjartur Haraldsson, f. 1. maí 1970, kvæntur Jónu Kolbrúnu Árna- dóttur, f. 1975, og eiga þau tvær dætur, Sigurlaugu Ingu, f. 1997, og Gyðu Kolbrúnu, f. 2003. 2) Guðberg Ellert Haraldsson, f. 27. ágúst 1974, í sambúð með Auð- björgu Ósk Guðjóns- dóttur, f. 1984, og eiga þau soninn Har- ald Óla, f. 2004. 3) Brynhildur Olga Haraldsdóttir, f. 8. ágúst 1977, í sambúð með Eysteini Pétri Lárussyni, f. 1978, og eiga þau soninn Rúnar Inga, f. 2003. 4) Ingi Valur Har- aldsson, f. 26. mars 1991. Haraldur lauk námi frá Iðnskól- anum í Reykjavík og öðlaðist síðar meistararéttindi bæði í vélvirkjun og rennismíði. Árið 1972 fluttu þau Haraldur og Ingibjörg til Sauðárkróks þar sem þau byggðu sér framtíðarheimili. Árið 1986 stofnaði Haraldur ásamt félögum sínum Vélsmiðju Sauðárkróks ehf. sem hann stýrði frá stofnun. Haraldur var í stjórn Iðnaðar- mannafélags Sauðárkróks og var virkur félagi í Frímúrarareglunni á Íslandi frá 1977. Útför Haralds fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 11. Við ótímabært andlát Haraldar hvarflar hugurinn ósjálfrátt norður í Skagafjörð, í Barmahlíð 4 á Sauðár- króki þar sem Halli og Inga bjuggu. Segja má að heimili þeirra hafi verið miðstöð fjölskyldunnar. Þar voru allir velkomnir og tekið þannig á móti fólki að maður fann svo vel hvað mað- ur var velkominn. Halli og Inga voru einstaklega samrýnd og samhent hjón. Börnin fjögur ávallt í fyrirrúmi og þegar tengda- og barnabörnin bættust í hópinn eitt af öðru var ánægjan enn meiri. Halli var einstaklega jákvæður og hreinskiptinn maður, sá ávallt hið já- kvæða í lífinu og lifði eftir því. Hann var einstakur heimilisfaðir, vinur og félagi barna sinna og sinnti þeim heilshugar. Starf hans hjá Vélsmiðju Sauðárkróks sem hann stofnaði ásamt fleirum tók mikinn tíma og eins starfaði hann mikið með Frímúr- arareglunni á Sauðárkróki, en það var alltaf fjölskyldan sem var í fyr- irrúmi og fyrir hana hafði hann alltaf tíma. Það eru forréttindi að hafa fengið að lifa mörg góð ár með föður þessa góða manns og vera tekið eins vel af fjölskyldunni og raunin var, fyrir það verð ég eilíflega þakklát. Faðir hans syrgir nú eldri son sinn, en sagt er að foreldrar eigi ekki að þurfa að upplifa að börnin þeirra kveðji á undan. En enginn ræður för okkar hér nema sá sem öllu ræður og það verðum við að sætta okkur við. Við faðir hans trúum því varla að Halli sé farinn, en huggum okkur við minningu um góðan og heilsteyptan mann og að öll eigum við eftir að hitt- ast þegar okkar tími kemur. Við kveðjum þig, kæri Halli, og biðjum góðan guð að styrkja Ingu, börn, tengda- og barnabörn ykkar. Regína. Hann gekk hér um að góðra drengja sið, gladdi mædda, veitti þreyttum lið. Þeir fundu best sem voru á vegi hans vinarþel hins drenglundaða manns. Þó ævikjörin yrðu máski tvenn, hann átti sættir jafnt við Guð og menn. Við komum til að kveðja hann í dag, sem kvaddi löngu fyrir sólarlag. Frá manndómsstarfi á miðri þroskabraut, hann má nú hverfa í jarðarinnar skaut, sem börnum átti að búa vernd og skjól er burtu kippt af lífsins sjónarhól. Við burtför þína er sorgin sár af söknuði hjörtun blæða. En horft skal í gegnum tregatár í tilbeiðslu á Drottin hæða. Og fela honum um ævi ár undina dýpstu að græða. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæll á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. Við kveðjum þig með tregans þunga tár sem tryggð og kærleik veittir liðin ár. Þín fórnarlund var fagurt ævistarf og frá þér eigum við hinn dýra arf. (Guðrún Jóh. frá Brautarholti) Elsku Halli. Það er ótrúlega erfitt og sárt að þurfa að kveðja þig svona fljótt. Það var svo margt sem við fjöl- skyldan áttum eftir að gera með þér og verður skrýtið að fara á Krókinn í heimsókn og hitta þig ekki. Ég er samt sem áður svo þakklátur fyrir allar frábæru stundirnar með þér og hvað þið Inga tókuð mér vel þegar ég fór að venja komur mínar í Barma- hlíðina. Það var nú ekki laust við að einhver kvíði fylgdi því að hitta ykkur en hann reyndist ástæðulaus og ekki leið á löngu þar til þið buðuð mér að flytja inn til ykkar. Ég gleymi samt aldrei prakkaraglottinu á andlitinu á þér en það var alltaf jafn stutt í það og húmorinn. Ég mun aldrei gleyma hvað við höfðum gaman af því að skjóta upp flugeldum á gamlárskvöld og var ým- islegt brallað í kringum það. Oft var haft á orði að við hefðum yngst um mörg ár þegar kom að gamlársdegi. Eins eru mér minnisstæðar golfferð- irnar og hefðu þær mátt verða miklu fleiri. Og það er svo miklu meira sem fjölskyldan öll átti eftir að gera sam- an. Þú varst líka alltaf boðinn og bú- inn að hjálpa öllum og var ómetanleg hjálp þín þegar við Hilda vorum að standsetja fyrstu íbúðina okkar. Þú sást líka alltaf til þess að frysti- kistan væri stútfull hjá okkur og þannig varstu, hugsaðir fyrst um þína nánustu áður en þú hugsaðir um sjálfan þig, því þú vildir allt fyrir alla gera. En minningarnar sem koma upp í huga mér eru svo miklu fleiri og mun ég geyma þær í hjarta mínu um ókomna tíð og er ég ævinlega þakk- látur fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Þinn tengdasonur Eysteinn Pétur. Elsku tengdapabbi, það voru þung skref sem stigin voru út af spítalan- um hinn 18. febrúar eftir að þú hafðir skilið við okkur. Ég get ekki með nokkru móti skilið hver tilgangurinn með sviplegu andláti þínu er, en eitt er víst að þú hefðir verið stoltur af fjölskyldunni þinni, sem hefur staðið þétt saman á þessum erfiðu tímum. Ég áttaði mig reyndar fljótt á því þegar ég kom inn í fjölskylduna fyrir tæpum 13 árum að ég væri að koma inn í mjög samheldna fjölskyldu og samheldnari hjón hef ég ekki hitt. Aldrei var talað um ykkur sitt í hvoru lagi, það var alltaf Inga og Halli. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann þegar ég lít til baka, hvort sem það eru minningar um þig úti á verönd að grilla eða inni á skrifstofu að leggja kapal í tölvunni, þá ein- kennast þessar minningar allar af gleði, glettni og einlægni sem ávallt skein úr augum þínum. Já, það er sárt að sjá á eftir þér, Halli, það var svo margt sem þú áttir eftir ógert, allt sem þið Inga áttuð eftir að gera saman og allt golfið sem átti eftir að spila og fermingin hjá Inga Val í vor. Sárast finnst mér þó að litlu barna- börnin þín fá aldrei að kynnast afa sínum sem þótti svo vænt um þau. Litlu krílin sem hafa veitt okkur svo mikinn stuðning á þessum erfiðu tím- um, þau hafa með einlægni sinni og sakleysi gert okkur kleift að brosa í gegnum tárin og horfa til framtíðar. Ég vil þakka fyrir þann tíma sem ég fékk að þekkja þig og ég mun minn- ast þín með þakklæti og virðingu. Blessuð sé minning þín. Elsku Inga mín, missir þinn er mestur, guð gefi þér og okkur öllum styrk á þessum erfiðu tímum. Þín tengdadóttir Jóna Kolbrún. Vorið sem ég fermdist á Króknum fékk fermingarárgangurinn 1950 að fara til Reykjavíkur í skólaferðalag. Spenningurinn hjá mér var kannski meiri en hjá öðrum skólafélögum því nú átti ég að fá að sjá bróður minn, Harald, í fyrsta skipti en hann fædd- ist í vetrarbyrjun. Ég var stoltur þegar ég sá dreng- inn, myndarlegan og vel sprækan, í Rauðagerðinu hjá mömmu og Guð- bergi. Það var daprara ferðalagið til Reykjavíkur 55 árum síðar til að kveðja Harald þar sem hann lá á líkn- ardeild Landspítalans. Á unga aldri var Halli eins og vor- boðinn. Kom á Krókinn í heimsókn til afa og ömmu, var í sveit í Krossanesi hjá Sigga og Ólöfu og fór ekki suður fyrr en rétt áður en skólinn var settur að hausti. Margar ferðirnar fórum við bræðurnir niður á sandana og tókum þar nokkrar salibunur. Hann var ekki hár í loftinu þegar hann fékk að taka í og hélt vel slóðinni. Enda eignaðist Halli bróðir bíl um leið og hann fékk bílpróf og þær voru margar ferðirnar sem hann skaust norður og var snöggur á milli staða. Veiðiskapur var eitt af helstu áhugamálum Halla en hann var lunk- inn veiðimaður. Blanda var í uppá- haldi og best þótti okkur ef hún var mórauð og aldrei held ég að Halli hafi komið tómhentur úr slíkri ferð því oftar en ekki var kvótinn fylltur. Halli fluttist norður á Krók með Ingu og soninn Guðbjart árið 1972. Þau ætluðu aðeins að stoppa stutt við, kannski tvö til þrjú ár. Hann réðst til okkar á Vélaverkstæði KS, menntað- ur rennismiður og vélvirki, og árun- um á Króknum fjölgaði og fjölskyld- an stækkaði. Hann stofnaði ásamt fleirum Vélsmiðju Sauðárkróks og var þar í forsvari. Þangað leituðu margir með ýmis vandamál sem Har- aldur leysti góðfúslega því það var gott að leita til hans. Hann kom að mörgum félagsmálum á Króknum, var Frímúrari og vann reglunni vel. Inga Halla var bróður mínum ein- stakur lífsförunautur og barnalán þeirra er mikið. Við á Hólmagrund- inni sendum Ingu, Inga Val, Bjarti, Begga, Hildu og Guðbergi föður Halla og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Brynjar. Elsku Halli minn. „Einstakur“ er orð sem notað er þegar lýsa á því sem engu öðru er líkt, faðmlagi eða sólarlagi eða manni sem veitir ástúð með brosi eða vinsemd. „Einstakur“ lýsir fólki sem stjórnast af rödd síns hjarta og hefur í huga hjörtu annarra. „Einstakur“ á við þá sem eru dáðir og dýrmætir og hverra skarð verður aldrei fyllt. „Einstakur“ er orð sem best lýsir þér. Þetta kvæði Terri Fernandez finnst mér segja nánast allt sem þarf að segja um þig. Þú varst einstakur. Það var sama hvort um var að ræða fermingu, afmæli, útskrift eða bara hvað sem var, alltaf varstu tilbúinn að aðstoða okkur í fjölskyldunni. Þú varst mér í raun miklu meira en bara mágur. Þú varst mér eins og besti bróðir og traustur vinur. Þú skilur eftir þig djúpt skarð sem seint eða aldrei verður fyllt. En minningin um þig lifir í hugum okkar sem eftir erum. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín mágkona Herdís. Mér fannst ég hafa þekkt Harald löngu áður en ég hitti hann fyrst. Herdís mágkona hans hafði sagt mér svo margar góðar sögur af honum og systur sinni Ingu. Það var ljóst að þessi hjón, Inga og Halli, voru mið- punktur stórfjölskyldu og bjuggu yfir takmarkalausri gestrisni og enda- lausri umhyggju í garð gesta sinna. Herdís sagði sögur af Halla sem gæti gert allt og færi létt með það. Fljótlega eftir að við Herdís fórum að stinga saman nefjum naut ég þeirra forréttinda að kynnast fólkinu hennar á ættarmóti Þóru, móður- ömmu þeirra systra, sem haldið var að Stóru-Gröf í Skagafirði. Það fór ekkert á milli mála að Haraldur var aðal driffjöðrin í þeirri samkomu, hvort heldur var að reisa tjaldbúðir eða stýra grillveislu. Haraldur var alltaf tilbúinn að sinna gestum sínum, hvort heldur þurfti að gera við lúinn fararskjóta eða standa fyrir veislu. Það var alltaf veisla hjá þeim Ingu og Halla og mik- ill skóli að fá að vera í nálægð þeirra. Haraldur var einstaklega sterkur og lifandi persónuleiki, opinn og já- kvæður með fæturna á jörðinni. Þann stutta tíma sem ég þekkti hann fór ekki á milli mála að hann var einstak- ur heimilsfaðir og mikill félagi barna sinna og þeirra maka. Og afahlut- verkið fór honum vel. Hvers vegna hann er kallaður frá okkur svona skyndilega og svona óundirbúið í miðju dagsverki eigum við engin svör við. Staðreyndin er svo grimm og okkur öllum svo þung. Stórfjölskyldan stendur eftir hnípin í djúpri sorg. Ég þakka þér, Haraldur, frábæra viðkynningu þann alltof stutta tíma sem okkar leiðir lágu saman. Ég votta Ingu og öllu þeirra fólki mína dýpstu samúð. Guð veri með ykkur öllum. Friðrik Rúnar Guðmundsson. Þú horfinn ert héðan og hulinn sýn, því himnanna útverðir kalla, á móti þér dýrðin drottins skín. Í dulheimi sæluvist bíður þín, um aldur og eilífð alla. (Haraldur Jónsson.) Elsku afi, hjartans þakkir fyrir alla þína ást og umhyggju. Við munum ætíð minnast þín með hjálp foreldra okkar og biðjum góðan guð að passa þig. Sigurlaug Inga, Gyða Kolbrún, Rúnar Ingi og Haraldur Óli. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ágæti félagi og vinur. Á slíkri stund sem þessari streyma minning- ar fram, minningar um góð kynni og einlæga vináttu . Við vorum ung hjón á Króknum, þið Inga ung hjón að sunnan, sem áttuð ættir að rekja í Skagafjörð. Þið ákváðuð að kanna nýjar slóðir, flytja norður, og vera kannski í tvö ár. Árin liðu og hér hafið þið lifað og starfað, alið upp ykkar börn líkt og við og nú hefur okkar vin- skapur varað í rúm 30 ár, vináttan hefur færst yfir á næstu kynslóð og krakkarnir okkar sem fluttir eru suð- ur halda góðu sambandi. Svo skemmtilega vildi til að við eignuð- umst okkar fyrstu barnabörn á sama tíma, stelpur, sem bera sama nafnið, er tengist okkur ömmunum. Það er gott fyrir svo lítið samfélag eins og hér að hafa átt slíkan dreng sem þig, sem hafðir áhuga á störfum fólks og lést þér annt um velferð um- hverfisins. Þú varst einstaklega hjálpsamur og greiðvikinn, góður fagmaður hvort heldur var í renni- smíði eða vélsmíði, hafðir mikla þol- inmæði, vannst störf þín af vand- virkni og ekki síst leystir þú oft verk af hendi sem öðrum reyndust erfið. Við minnumst skemmtilegra sam- verustunda, ekki síst í félagsstörfum og ferðalögum þeim tengdum. Ungur gekkst þú í Frímúrararegluna og var sá félagsskapur þér mikils virði. Þar varst þú virkur félagi, vannst þar mjög svo óeigingjarnt starf, sem seint verður fullþakkað. Við vorum oft í daglegum sam- skiptum sem meðal annars tengdust vinnu í fyrirtækjum okkar. Það var alltaf gott að sjá þitt hressilega andlit í dyragættinni og drekka með þér kaffibolla, þá birti til í erli dagsins. Við minnumst þín með spaugsyrði á vör, við alla aldurshópa, alltaf stutt í HARALDUR GUÐBERGSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.