Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 27
urinn var alltaf góður … ítalskur matur er oftast svo góður! Staðurinn beint á móti hótelinu var fínn, Mira- monte.“ Hvað er best við svona skíðaferð? „Þetta eru skemmtlilegustu frí sem hægt er að fara í. Mikið um að vera og bara svo frábært að svífa um þessi æðislegu fjöll og ég tala nú ekki um þegar maður fær sex heið- skíra daga með sól og logni. Það er reyndar ekki gefið. Við höfum lent í miklu verra veðri í svona ferðum. Svo fer maður í gufu og slakar á áður en maður borðar góðan mat með skemmtilegu fólki. Sofnar svo snemma og endurtekur leikinn dag- inn eftir. Þessi bær er frekar skemmtilegur miðað við suma bæi sem við höfum farið til en oftast eru þetta bæir sem gera nær eingöngu út á skíðavertíðina þannig að maður upplifir ekki eðlilegt mannlíf. Í Madonna er allt dýrt og greini- lega mikið um að ríkir Ítalir séu í þessum bæ. Bílarnir þeirra báru þess merki og pelsarnir sem frúrnar spásseruðu í um göturnar.“ Er eitthvað sem er hægt að benda skíðaferðalöngum á að muna eftir að taka með sér? „Maður er auðvitað við öllu búinn þegar maður pakkar. Ýmiss konar aukahúfur, gleraugu, sólarkrem og varaáburður og aukahlífðarfatnaður sem maður notar stundum og stund- um ekki. Svo er íbúfen orðið viss passi hjá mér þar sem hnén eru farin að gefa sig.“ stjóra hjá Víkurverki ehf., sem flytur inn og selur fellihýsi, hjól- hýsi og húsbíla. Eigendaskipti urðu nýlega á fyrirtækinu og keypti Arnar Barðdal það af Jóni Jónssyni. Vaxandi eftirspurn Auk LMC-hjólhýsa flytur Vík- urverk inn svokölluð Burstner- hjólhýsi frá Þýskalandi, sem ekki eru jafnríkuleg að staðalbúnaði og LMC-húsin sem m.a. kemur fram í verðmun. Víkurverk hefur á und- anförnum árum verið stærsti að- ilinn í innflutningi á nýjum hús- bílum. Helstu tegundir hafa verið af gerðunum SEA, Benemar, Rimo, LMC og Elnagh og nú bæt- ast við húsbílar af Fíat-, Ford- og Bens-gerð. Fyrirtækið býður einn- ig upp á mikið úrval aukahluta og búnaðar sem tengjast ferðavögn- um. „Sala húsbíla tók stórt stökk í fyrra og virðist sem eftirspurn eftir slíkum ferðavögnum aukist jafnt og þétt. Það er engin ástæða til annars en bjartsýni á komandi ferðasumar því sala í hjólhýsum og húsbílum er nú þegar komin á gott skrið og lofar góðu. Stækk- andi markaður fyrir hjólhýsi virð- ist einnig vera fyrir hendi sem skýrist m.a. af bættu vegakerfi landsins. Að sama skapi hafa öku- tækin batnað og orðið kraftmeiri og eiga því auðveldara með að draga vagnana,“ segir Kristín. Batnandi tjaldsvæði Nýi lúxusvagninn hennar Krist- ínar kostar um 2,9 milljónir króna, vegur um 1.630 kíló og er rúmlega 8,8 metrar að lengd og því er öfl- ugur jeppi nauðsynlegur drátt- arklár. Þegar Kristín er að lokum spurð hvaða uppáhaldsstaði hún eigi sér á landinu svarar hún því til að þeir séu margir. „Það er eitthvað um að vera um hverja einustu sumarhelgi einhvers stað- ar og því getur maður í reynd ver- ið á þreytingi á milli hátíða, t.d. danskra daga í Stykkishólmi, fær- eyskra daga í Ólafsvík og svo framvegis.“ Tjaldsvæðin fari batn- andi ár frá ári og því sé alls stað- ar gott að vera í rólegheitunum með fjölskyldunni eða í góðra vina hópi auk þess sem þessi ferðamáti sé kjörinn til að kynnast nýju fólki. „Ég fer oft austur fyrir fjall og bý þá gjarnan á Laugarási í Biskupstungum og svo finnst mér tjaldsvæðið á Kirkjubæjarklaustri hreint til fyrirmyndar.“ join@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 27 FERÐALÖG Grikklandsferð Sigurður A. Magnússon auglýsti al- síðustu SAM-ferð til Grikklands á liðnu ári, en þar eð hámarksfjöldi var 47 manns, urðu ýmsir frá að hverfa og létu skrá sig á biðlista fyr- ir næsta ár, ef ske kynni að farin yrði önnur ferð. Nú hefur verið ákveðið að efna til þriggja vikna ferðar um Grikkland frá 30. maí til 20. júní. Sem fyrr er hámarksfjöldi þátttakenda 47. Ferðatilhögun verður þannig að flogið verður beint til Krítar og það- an haldið til eyjanna Santóríní, Paros og Samos. Frá Samos verður siglt til Kusadasi og Efesos í Tyrk- landi. Eftir ferðalagið um eyjarnar hefst meginlandsferðin í Aþenu. Þaðan er fyrst haldið í hringferð um Pelopsskaga: Kórinþa, Mýkena, Epídavros, Navplíon og Ólympía. Frá Ólympíu er ekið yfir Kór- inþuflóa norður til Delfí og þaðan til Kalambaka og strýtuklaustranna á Meteóra, loks til Þessalóníku, Pellu og Vergínu. Síðan aftur til Aþenu og Krítar og þaðan heim til Íslands. Ferðin kostar 170.000 krónur á mann. Innifalin eru flugfargjöld til og frá Krít, gisting ásamt morgun- verði (auk máltíðar í Ólympíu og Delfí), farmiðar með rútum og ferj- um og aðgöngumiðar að söfnum og fornleifum. Sigurður hefur verið leiðsögu- maður íslenskra ferðamanna í Grikklandi síðan 1962 og hóparnir sem hann hefur leiðsagt komnir á fimmta tuginn. Undanfarin 10–15 ár hefur hann skipulagt ferðirnar sjálf- ur í samvinnu við grískar ferðaskrif- stofur. Morgunblaðið/Kristinn Sólsetur í Aþenu. Sigurður biður þá, sem áhuga hafa á næstu ferð, að hafa samband við sig sem fyrst í síma 552-5922 milli hádegis og miðnættis eða á netfanginu sambar@isl.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.