Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT HÁTT SETTUR sýrlenskur emb- ættismaður sagði í Moskvu í gær að stjórnvöld í Sýrlandi myndu brátt birta áætlun um brottflutning her- afla síns frá Líbanon. Fréttinni fylgdi að ráðamenn í Líbanon hefðu lýst yfir ánægju sinni vegna áætl- unarinnar. Walid al-Muallim, aðstoðarutan- ríkisráðherra Sýrlands, skýrði frá þessu eftir að hafa átt viðræður við Sergeij Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. „Ég hafði með mér til- tekna áætlun sýrlenskra stjórn- valda. Ég tel að þið [fulltrúar fjöl- miðla] munuð brátt fá fregnir af áætlun þessari, af samkomulagi milli Sýrlands og Líbanon,“ sagði sýr- lenski embættismaðurinn. Hann bætti við að hann væri bjartsýnn um að áætlunin hlyti blessun ríkja Ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna liggur fyrir ályktun, númer 1559, sem felur í sér kröfu þess efnis að Sýrlendingar kalli heim liðsafla sinn í Líbanon. Í máli Sergeijs Lavrovs kom fram að Rússar væru ánægðir vegna áforma stjórnvalda í Sýrlandi. Verður heraflinn fluttur í Bekaa-dalinn? Sýrlendingar sendu herafla inn í nágrannaríkið Líbanon árið 1975 þegar skálmöld upphófst í landinu sem stóð í 15 ár og kallaði hörmung- ar og eyðileggingu yfir landsmenn. Fyrr um daginn hafði líbanskur ráðamaður tjáð AFP-fréttastofunni að búist væri við því að Bashar al- Assad Sýrlandsforseti myndi í dag, laugardag, greina frá því að ákveðið hefði verið að flytja sýrlenska liðs- aflann í landinu, um 15.000 menn, inn í Bekaa-dalinn í austurhluta Líb- anons. Heraflinn yrði því færður nær landamærunum án þess þó að til þess kæmi að hann yrði kallaður heim. Sagði þessi heimildarmaður að búist væri við því að sjálfir liðs- flutningarnir færu fram fyrir 23. þessa mánaðar þegar leiðtogar Arabaríkja koma saman. Hvað al- gjöran brottflutning frá Líbanon varðaði lægi fyrir að slík ákvörðun yrði einungis tekin eftir að sýrlensk stjórnvöld hefðu ráðfært sig við ráðamenn í þessum heimshluta. Stjórnvöld í Damaskus vildu að fyrir lægju ákveðnar tryggingar áður en til heimkvaðningar gæti komið. Sýrlendingar hafa sætt miklum og vaxandi þrýstingi um að kalla herlið- ið heim eftir að Rafiq Hariri, fyrrum forsætisráðherra Líbanons, var myrtur í höfuðborg landsins, Beirút, 14. fyrra mánaðar. Morðið kallaði fram fjölmenn götumótmæli gegn afskiptum Sýrlendinga af málefnum Líbanons sem lyktaði með því að rík- isstjórn landsins neyddist til að segja af sér. Áætlun um brottflutning her- liðs Sýrlendinga frá Líbanon? Sagt að Sýrlandsforseti boði e.t.v. flutning á herliðinu í Bekaa-dalinn Moskvu. AFP. NÆSTUM 90 milljónir Afríkubúa gætu smitast af HIV-veirunni næstu 20 árin verði ekkert gert til þess að reyna að hefta útbreiðslu sjúkdóms- ins, að því er fram kom í rannsókn sem Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) birtu í gær. Nú eru um 25 milljónir manna í Afríku smitaðar af HIV-veirunni, sem veldur alnæmi. SÞ meta það svo að á næstu tveimur áratugum gætu komið upp um 89 milljónir nýrra til- fella sjúkdómsins í Afríku – en sú tala samsvarar um 10% íbúa álfunnar. Eina lausnin, að mati SÞ, er ný, um- fangsmikil herferð gegn HIV-smiti og alnæminu sem af því hlýst. Segja höfundar skýrslunnar að slík herferð muni kosta um 200 milljarða Bandaríkjadollara, sem jafngildir um 12.200 milljörðum íslenskra króna. Mæla samtökin með því að nýtt átak gegn alnæmi verði hafið í Afríku. Verði gripið til aukinna aðgerða gegn sjúkdómnum í Afríku væri hægt að bjarga lífi um 16 milljóna manna og koma í veg fyrir að um 43 milljónir manna smituðust af sjúk- dómnum, að því er fram kemur í skýrslunni. Í niðurstöðum skýrslunnar segir að fari svo að milljónir Afríkubúa þurfi enn að búa við það hlutskipti ár- ið 2025 að smitast af HIV-veirunni verði ástæðan „ekki sú að það hafi verið óumflýjanlegt“. Tíundi hver Afríkubúi gæti smitast af alnæmi Genf. AFP. Reuters Afrísk börn við minningarathöfn um eitt fórnarlamb alnæmisins. ÞYBBNIR lögregluþjónar í Stokkhólmi hafa nú ærna ástæðu til að megra sig því að þeir komast ekki inn um nýjan öryggisinngang höfuðstöðva sænsku ríkislögreglunnar ef þeir eru of þungir. Í innganginum er innbyggð vog, sem á að tryggja að að- eins einn komist inn í einu, en vegna handvammar verða lög- regluþjónarnir fyrir þeirri sneypu að komast ekki inn um dyrnar ef þeir eru þyngri en 105 kíló. „Stans! Einn í einu!“ glymur þá í hátalara og dyrn- ar opnast ekki. Ætlunin var að miða við 160 kíló og talsmaður lögreglunn- ar sagði að þetta yrði lagfært. „Hér eru margir stórir og sterkir karlar.“ Stans! Einn í einu! Stokkhólmi. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.