Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 55 DAGBÓK Rauðagerði 26 Sími 588 1259 Opið í Rauðagerði 26 í dag kl. 10-18 Eldri vörur seldar með miklum afslætti Komið og fáið frían bækling Vorlínan 2005 er komin Riddarinn með raunasvipinn NÝKOMINN heim úr ferð sé ég að birst hefur í dálkum þessum hinn 12. febrúar sl. lærður pistill frá Birni Jónssyni til áréttingar fyrri vandlætingu sinni yfir því að ýmsir menn, svo fávísir sem há- menntaðir, hafi tekið upp á þeim skramba að kalla æðsta yfirmann Sþ. framkvæmdastjóra í stað að- alritara, sbr. titil „höfðingja ýmissa kommúnistaflokka austantjalds“. Tilefnið nú hjá B.J. er að undirrit- aður hafði svarað þessu (7. febr- úar), tætt í sig „aðalritara“ og hnjóðað í „ráðherra“. Einnig hafði mér orðið það á að kalla B.J. fyrr- verandi kollega. Don Quijote, «El caballero de la triste figura» (sbr. fyrirsögn), las yfir sig af riddarasögum miðalda. Glæstur ferill hans sjálfs sem far- andriddara hófst svo með hetju- legri atlögu að vindmyllum. Ekki gat mig grunað að hið sakleysislega orð „kollega“ gæti haft á nokkurn mann sömu áhrif og of stór skammtur af riddarasögum, en hér sannast víst enn að orð geta verið máttug. B.J. nefnir til þýðingu á „útlenskuslettunni“, en þýðingin er því miður ónothæf hér. Mér er ekki kunnugt um að við B.J. höfum nokkurn tíma verið starfsbræður heldur í hæsta lagi kollegar úr al- þjóðaþjónustu. B.J. til frekari skýr- ingar skal þess getið að ég brúkaði orðið aðallega til að sjá það rétt haft á prenti og ekki með skakkri endingu eins og sumir hafa það, líklega einhverjir þeir sömu og segja vodki. Fleiri útlenskuslettur eru í málinu. Mér detta í hug orðin messa og obláta, bæði úr latínu eins og kollega, og franska orðið kurteisi sem beygist ekki frekar en kollega og kemur sennilega til með að ríða íslensku máli að fullu á lymskulegan hátt þar sem fólk átt- ar sig ekki alltaf undir eins á því að orðið er útlenskt. Mér finnst það engum til skammar að vera kallaður fram- kvæmdastjóri þótt einhver hafi ver- ið framkvæmdastjóri skipadrátt- arbrautar árið 1912. Eins er mér öldungis sama þótt Páll Melsted hafi kallað einhvern Reverdil að- alritara konungs fyrir hálfri ann- arri öld, það gerir ekki Kofi Annan að aðalritara nema síður væri, enda þjónar hann ekki undir kónga. Þá er komið að „ráðherra“. Til upprifj- unar skal þess getið enn að lat- neska orðið minister þýðir þjónn en ekki herra. Eins er það að konur eru fyrir löngu sestar í ríkisstjórn og sækja á um embætti þar sem betur fer. Vel fer á, finnst mér, að kalla konur flugmenn, bílstjóra, flugstjóra og skólastjóra eftir því sem við á, en seint verða þær herr- ar, að ég tel. Frú forseti er sagt á alþingi þegar kona er í forsetastól en annars herra. Enn hefur engin kona, held ég, orðið skipherra hjá Landhelgisgæslunni, en þegar að því kemur vandast málið. Konur eru sendiherrar en bjargast við út- lendan titil, a.m.k. erlendis. Enga veit ég um sem hefur verið borð- herra. Elsta dæmi um „ráðherra“, samkvæmt rannsókn B.J., er úr þýðingu Odds á Nýja testamentinu frá 1540 „og hefur síðan verið not- að óspart upp frá því“, segir B.J. Ætli það sé ekki einmitt meinið? Orðið hefur verið notað „óspart“. Þannig á ekki að umgangast orð. Mig langar að síðustu í öllu lít- illæti, og B.J. til hughreystingar, að segja að ég tel óverulegar horfur á að „góðum“ og gildum orðum verði „kastað“ fyrir róða þótt ég finni að því þegar mér þykja þau sett í skakkt samhengi eða höfð um eitt- hvað annað en þau í rauninni merkja. Þórður Örn Sigurðsson. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Árnaðheilla dagbók@mbl.is 60 ÁRA afmæli. Í dag, laugardag-inn 5. mars, verður sextug Hólmfríður Geirdal, Unufelli 27. Hún er að heiman. 50 ÁRA afmæli. Í dag, 5. mars, erfimmtug Sigrún Kjærnested skrifstofumaður. Hún og eiginmaður hennar, Ívar Magnússon, eru á Kan- aríeyjum á afmælisdaginn. 80 ÁRA afmæli. Áttræður er í dag,5. mars, Sigurvaldi Guðmunds- son, Vogatungu 27 í Kópavogi. Jafn- framt eiga hann og eiginkona hans, Guðbjörg Björgvinsdóttir, 55 ára brúðkaupsafmæli. Í tilefni dagsins gleðjast þau með ættingjum og vinum í Gjábakka, félagsheimili eldri borgara í Kópavogi, frá kl. 15 í dag. Samtök um aðskilnað ríkis og kirkju(SARK) efna til opins aðalfundar áHótel Lind við Rauðarárstíg í dag kl.13. Fyrir utan hefðbundin aðalfund- arstörf munu Ögmundur Jónasson og Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmenn flytja er- indi um það hvers vegna aðskilnaður ríkis og kirkju sé svo erfitt pólitískt mál að stjórn- málaflokkarnir þori vart að snerta á því. Sark eru á móti einhliða trúfræðslu í grunn- skólum og sjálfkrafa skráningu fólks í trúfélög við fæðingu. Þá vilja samtökin m.a. að grafreit- ir séu færðir undir forsjá og rekstur sveitarfé- laga. „SARK er félagsskapur Þjóðkirkjufólks, fólks úr öðrum kristnum söfnuðum, ásatrúar- fólks, búddista, múslima og annarra ókristinna trúfélaga, fólks í óskráðum trúfélögum og fólks utan trúfélaga, sem allt á það sameiginlegt að vilja jafnræði í trúmálum og vera á móti úrelt- um stjórnarskrárbundnum forréttindum eins tiltekins trúfélags. Ég skora á fólk að mæta á aðalfund SARK í dag og láta sig málið varða,“ segir Friðrik Þór Guðmundsson, varaoddviti SARK, en að hans mati er aðskilnaðurinn brýnn, þar sem hér sé um að ræða spurningu um jafnræði og mannréttindi frekar en trúar- brögð. „Í SARK eru bæði trúaðir og vantrúaðir einstaklingar sem sammála eru um, að mis- munun felist í því að eitt trúfélag, hin evang- elíska lúterska þjóðkirkja, njóti forréttinda um- fram önnur trúfélög og trúlausa,“ segir Friðrik. „Brýnt er að afnema slíka mismunun úr stjórn- arskránni, því hún beinist að öllum þeim fjölda landsmanna sem ekki eru í þjóðkirkjunni, en það eru tæplega 43 þúsund manns. Það er álíka og íbúar Kópavogs og Hafnarfjarðar samanlagt og því aldeilis ekki um fámenni að ræða. Það er í raun móðgun við trú og hugmyndafræði alls þessa fólks að ríkið setur það í annan og óæðri flokk en meðlimi þjóðkirkjunnar.“ Hverra hlutverk er að fræða börn um trú? „SARK ber virðingu fyrir bæði trúarlífi fólks og viðhorfum þeirra sem ekki vilja trúa á nokk- urn æðri mátt. SARK telur það hins vegar ekki hlutverk hins opinbera, sem á að gæta jafn- ræðis, að fræða um ein trúarbrögð umfram önnur, hvað þá boða þá trú með beinum eða óbeinum hætti. Almenn trúarbragða- og siðafræðsla er sjálf- sögð í grunnskólum, en trúboð og trúarinnræt- ing eiga þar ekki heima. Það er fyrst og fremst heimilanna, sem svo kjósa, að boða börnum trú og þá í samvinnu við það trúfélag sem fyrir val- inu hefur orðið. Trú á að vera einkamál en ekki opinber stefna.“ Trúmál | Opinn aðalfundur Samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju á Hótel Lind Hið opinbera á ekki að boða trú  Friðrik Þór Guð- mundsson fæddist í Reykjavík 1956. Friðrik Þór útskrifaðist 1985 með BA-próf í stjórn- málafræði og hefur síð- an stundað blaða- mennsku, en nýverið hóf hann meistaranám í blaða- og frétta- mennsku við Háskóla Íslands. Friðrik er kvæntur Kristínu Dýrfjörð lektor. Þau áttu tvo syni, Trausta Þór, háskólastúdent, og Sturlu Þór, sem lést árið 2001. FÉLAG skólasafnskennara hefur tilnefnt Ragnheiði Gestsdóttur, rit- höfund og myndlistarkonu, til Nor- rænu barnabókaverðlaunanna af Íslands hálfu í ár. Ragnheiður er tilnefnd fyrir höf- undarferil sinn en sérstaklega þó unglingabókina Sverðberann sem kom út fyrir síðustu jól. Hún hefur skrifað og myndskreytt fjölda bóka fyrir börn og hlotið margvíslegar viðurkenningar á þeim vettvangi, m.a. verðlaun Fræðsluráðs Reykja- víkur 1999. Tvær bækur hennar hafa unnið til verðlauna; Leikur á borði hlaut Íslensku barna- bókaverðlaunin árið 2000 og ung- lingasagan 40 vikur hlaut verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur sem besta barnabókin 2001. Ragnheiður er sem stendur formaður Síung, samtaka íslenskra barna- og ung- lingabókahöfunda. Ragnheiður Gestsdóttir tilnefnd til Norrænu barnabókaverðlaunanna Kaktusmjólk er önnur sýning Kvenfélagsins Garps, sem stofnað var vorið 2003 af nokkrum ungum leikkonum með það að markmiði að setja upp sýningar sem endurspegla hlutverk og stöðu kvenna sem og að skoða birtingarmyndir valds í þeim heimi sem við búum í. Með hlutverkin í Kaktusmjólk fara leikkonurnar Maríanna Clara Lúthersdóttir og Sólveig Guð- mundsdóttir. Hægt er að panta miða í símum 6965521 og 6611492 og í Klink og Bank klukkutíma fyrir sýningu. KVENFÉLAGIÐ Garpur frum- sýnir í kvöld kl. 20 verkið Kaktus- mjólk í Klink og Bank. Um er að ræða spunaverk sem unnið er upp úr textum eftir Beckett, Pinter, Söruh Kane og Matei Visniec. Leikstjóri verksins, Graeme Mal- ey er frá Skotlandi, en hann er list- rænn stjórnandi LLT-Liverpools New writing Theatre og hefur verið sjálfstætt starfandi leikstjóri í ýms- um leikhúsum á Englandi, t.d. Traverse Theatre, Awarehaus Theatre og The Royal Court. Sýn- ingin fer fram á ensku. Morgunblaðið/Þorkell Kaktusmjólk í Klink og Bank
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.