Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 57 DAGBÓK Opið hús: laugardag 5/3 kl. 11 - 16sunnudag 6/3 kl. 11 - 16 Hér erum viðbrautatasgata gu r Ba ró ns stí gu r álsgataugata Skarphéð.gKarlagVífilsg MánagSkeggj Sn or ra br au t Ra uð ar ár st íg ur Þv er ho lt Ei nh oltMeða Stórholt Stangarho Skipholt Brautarholt Nó atú n Laugavegur Hátún Miðtú Samtú Borg H öf ða tú n Sæt únSkúlatún Skúlagata Steintún HLEMMUR M jö ln is h. Eldaskálinn Brautarholti 3 105 Reykjavík Sími: 562 1420 eldaskalinn@simnet.is www.invita.com Hefðbundin og framúrstefnuleg. Invita er með lausnina. Invita „persónulega eldhúsið“. Skipuleggjum, teiknum, heimsækjum, mælum. Rífum, breytum og setjum upp. Komdu og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. Helgartilboð Invita + Brandt heimilistæki með innréttingum á sértilboði þessa helgi Val um 160 mismunandi hurðagerðir Stórmót í Hollandi. Norður ♠– ♥K107654 V/En- ginn ♦D76 ♣9875 Vestur Austur ♠G54 ♠D982 ♥ÁD9 ♥32 ♦ÁG10852 ♦K94 ♣10 ♣KG63 Suður ♠ÁK10763 ♥G8 ♦3 ♣ÁD42 Sterkt alþjóðlegt sveitakeppnismót fór fram í Utrecht í Hollandi um síðustu helgi (White House International Top Teams). Hollensk sveit undir forystu Berry Westra vann, en með honum spiluðu Vincent Ramondt, Bart Nab og Gert-Jan Paulissen. Jafnir að stigum – en þó í öðru sæti vegna taps í innbyrðis viðureign við Westra – urðu rússnesku og pólsku félagarnir Andy Gromov, Al- exander Debunin, Adam Zmudzinsky og Cezary Balicki. Spilið að ofan er frá viðureign toppsveitanna: Vestur Norður Austur Suður Dubunin Westra Gromov Ramondt 1 tígull 2 hjörtu Dobl 2 spaðar Dobl Allir pass Rússarnir leggja mikið á spilin – full mikið, því engin leið er að fella tvo spaða. Dobl Gromovs í austur var til út- tektar (neikvætt) og hálfpartinn lofaði spaðalit, sem skýrir hvasst sektardobl vesturs. Út kom einspilið í laufi og sagn- hafi fékk fyrsta slaginn á drottninguna. Hann spilaði strax þrisvar spaða og gat ekki farið villur vega eftir þá byrjun. Sagnir voru stórfurðulegar á hinu borðinu: Vestur Norður Austur Suður Nab Zmudzinski Paulissen Balicki 1 tígull Pass 1 spaði Pass 2 spaðar Pass 3 tíglar 3 spaðar ! Pass Pass Pass Allt fer eðlilega af stað, austur svarar á fjórlitnum sínum í spaða og vestur kýs að lyfta á þrílitinn. En þegar austur hopaði af hólmi í þrjá tígla fóru að renna tvær grímur á Balicki – hann óttaðist að verið væri að „stela“ af sér spaðalitnum og ætlaði ekki að líða slíka ósvífni. Eng- inn doblaði þrjá spaða (Zmudzinski til mikils léttis), en Balicki komst ekki hjá því að gefa fimm slagi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 c6 2. Rc3 d5 3. Rf3 dxe4 4. Rxe4 Rf6 5. Rxf6+ gxf6 6. d4 Bg4 7. Be2 Dc7 8. 0–0 e6 9. h3 h5 10. c4 Rd7 11. Da4 Bd6 12. He1 Bf5 13. Rh4 Be4 14. Bf3 Bd3 15. Db3 Bh7 16. Bxh5 0–0–0 17. Bxf7 Bg8 18. Bxg8 Hdxg8 19. Rf3 Hxh3 20. c5 Rf8 21. cxd6 Dg7 22. d7+ Rxd7 23. Bg5 Hhh8 24. Hxe6 fxg5 25. De3 g4 26. Rh2 g3 27. Dxg3 Dxd4 28. Dd6 Dg7 29. g4 Staðan kom upp á ítalska meist- aramótinu sem lauk fyrir nokkru í Montecatini Terme. Carlo Rossi (2.367) hafði hvítt gegn Giampaolo Buchicchio (2.288). 29. … Hxh2! 30. f3 hvítur stæði upp með gjörtapað tafl einnig eftir 30. Kxh2 Dxg4. 30. … Hgh8 31. He8+ Hxe8 32. Dxh2 Hh8 33. Dg2 Dd4+ 34. Kf1 Dd3+ 35. Kf2 Re5 36. Hh1 Hf8 37. Hh3 Dd4+ og svartur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Fabio Bruno (2.379) 6½ vinning af 9 mögulegum. 2.–4. Daniel Contin (2.371), Carlo Rossi (2.367) og Paolo Vezzosi (2.366) 5½ v. 5.–6. Pier- luigi Piscopo (2.344) og Giampaolo Buchicchio (2.288) 5 v. 7.–8. Andrea Cocchi (2.290) og Christian Cacco (2.282) 4 v. 9. Calogero Di Caro (2.397) 3½ v. 10. Corrado Sabia (2.173) ½ v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Félagsstarf Bólstaðarhlíð 43 | Benedikt S. Lafleur verður með námskeið í glermálun sem byrjar 11. mars ef næg þátttaka fæst, upp- lýsingar og skráning í síma 535-2760. Félag eldri borgara, Reykjavík | Föstu- daginn 11. mars verður fræðsluferð í Osta- og smjörsöluna. Gert er ráð fyrir að þátt- takendur mæti að Bitruhálsi 2 fyrir klukk- an 15, en þá hefst kynningin. Gefst færi á að fræðast um framleiðslu osta, undir leiðsögn forsvarsmanna Osta- og smjör- sölunnar, kynningunni lýkur kl. 16.30. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Göngu- hópur fer frá Kirkjuhvolskjallaranum kl. 10.30. Hríseyingafélagið | Páskaeggjabingó verður í Skipholti 70, kl. 14. sunnudaginn 6. mars góðir vinningar m.a. páskegg og matur. Hæðargarður 31 | Gönguhópur Háaleit- ishverfis fer frá Hæðargarði 31, kl. 10. Boðið upp á teygjuæfingar og vatn að göngu lokinni. Tilvalin samverustund fyrir alla fjölskylduna. Upplýsingar í síma 568- 3132. Lífeyrisdeild Landssambands lögreglu- manna |Sunnudagsfundurinn verður á morgun sunnudag kl. 10 í Brautarholti 30. Kirkjustarf Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Bæna- stund kl. 20. Einnig er bænastund alla virka morgna kl. 7–8. Allir velkomir. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos LISTVINAFÉLAG Hallgrímskirkju opnar í dag kl. 17 sýningu á verkum Vignis Jóhannssonar. Sýningin er í forkirkju Hallgrímskirkju og sam- anstendur af gler- og ljósinnsetningu. Vignir sýnir nú í fyrsta sinn á veg- um Listvinafélagsins og stendur sýn- ing hans til 10. maí. Listvinafélag Hallgrímskirkju stendur fyrir 4 myndlistarsýningum á ári og er þetta önnur sýning 23. starfsárs félagsins. Hún leysir af hólmi sýningu Jóns Reykdals sem opnuð var í aðventubyrjun í lok nóv- ember á síðasta ári. Mikill fjöldi gesta nýtur þeirra myndlistarsýninga, sem boðið er upp á í Hallgrímskirkju og er forkirkjan að sögn félagsmanna orðin eftirsóttur sýningarstaður myndlist- armanna og biðlisti eftir að komast þar að með sýningar. Vignir Jóhannsson hefur verið af- kastamikill í myndlistinni, haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum, bæði hérlendis sem erlendis, á ferilskrá hans má telja um 100 sýningar. Auk þess hefur Vignir hannað leikmyndir fyrir margar leik- sýningar hjá atvinnuleikhúsum landsins. Innsetningar Vignis Jóhannssonar hafa á undanförnum 15 til 20 árum byggst á lýsingu og endurteknum sporöskju- eða hringlaga formum sem óbeint endurvarpa ljósinu um nágrenni sitt. Hið eiginlega verk er því ljósið sjálft, hinn efniskenndi bjarmi sem er óáþreifanlegur og hverfur á andartaki eða birtist Ef að- stæðurnar breytast, ljósið slokknar eða ef skugga ber fyrir gerist ef til vill hið óvænta. Vignir Jóhannsson sýnir glerinnsetningar SÖLUSÝNING á verkum listakonunnar Önju Theosdóttur var opnuð í Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, Þjóðarbókhlöðu á dögunum, en þar er um að ræða myndir sem birtust í barnabókinni Meðan þú sefur árið 2003. Bókin kom út samtímis á Íslandi og í Þýskalandi. Anja Theosdóttir er þýsk að uppruna en hefur dvalið hér á landi und- anfarin ár. Hún hefur lokið fimm ára námi frá Staatliche Akademie der Bildenden Künste í Stuttgart. Anja vinnur nú að bók um íslenska jólasveininn sem kemur út á haust- dögum 2005. Einnig vinnur hún diska með sömu skreytingu. Sýningin Meðan þú sefur stendur til fyrsta apríl næstkomandi. Meðan þú sefur í Þjóðarbókhlöðunni MYNDLISTARMAÐURINN JBK Ransu opnar í dag kl. 16 sýninguna Virðingarvottur til staðgengilsins: Hluti I – Kenning um skynjun (Hom- age to the proxy: Part I – Theory of perception) í Slunkaríki á Ísafirði. Um er að ræða fyrsta hluta af þremur og er óður bæði veggja til gestaltfræða sem höfðu mikil áhrif á þróun strangflat- armálverksins snemma á síðustu öld og kvikmyndarinnar The Hudsucker Proxy eftir þá Cohen bræður, Joel og Ethan. Kvikmyndin náði ekki mikilli lýðhylli á sínum tíma, út frá markaðs- mælingum kvikmyndaheimsins, þegar hún var frumsýnd árið 1994 en hún varpar írónísku ljósi á vandamál sem takmörkun geometrísks og mínimal- ísks myndmáls hefur í för með sér. Þá hefur hún öðlast nokkurs konar „költ“- stöðu í kvikmyndasögunni. Yfirskrift þríleiksins vísar annars vegar til kvikmyndarinnar og hins vegar til verka þýska gestalt-lista- mannsins Josefs Albers, Virðingar- vottur til ferningsins (Homage to the square). Annar hluti þríleiksins verður sýnd- ur á Akureyri í apríl og sá þriðji í Reykjavík í maí. Ransu sýnir virðingarvott til staðgengilsins í Slunkaríki SÝNING myndlistarkonunnar Jón- ínu Guðnadóttur „Vötnin kvik“ opn- ar í dag kl. 15 í aðalsal Hafnar- borgar, en þar má sjá lágmyndir og innsetningu sem allar eru unnar á árunum 2004 til 2005. Jónína er menntuð við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Konst- fack í Stokkhólmi. Hún hefur tekið þátt í samsýningum og haldið marg- ar einkasýningar, m.a. í Norræna húsinu, á Kjarvalsstöðum og í lista- safninu á Akureyri. Þetta er fimmta sýning hennar í Hafnarborg. Einnig opnar í dag sýning á verk- um Barböru Westman, „Adam og Eva“ og „Minnismyndir frá Vest- mannaeyjum.“ Vötnin kvik í Hafnarborg AUÐUR Inga Ingvarsdóttir opnar í dag myndlistarsýningu á Kaffi Sól- on, Bankastræti 7. Þetta er fimmta einkasýning Auðar, en að þessu sinni sýnir hún eingöngu olíu- myndir sem allar eru málaðar á síð- asta hálfa ári. Viðfangsefni Auðar á sýningunni, sem stendur til 2. apríl, eru form, ljós og skuggar. Form, ljós og skuggar á Sólon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.