Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Þeir eru ófáir, góðu tónlist-armennirnir sem hafa leikiðí sal Norræna hússins í Reykjavík gegnum tíðina. Rúss- neski píanóleikarinn Alexander Vaulin bætist senn í hópinn, þar sem hann held- ur tónleika í dag kl. 17. Á efnisskrá tón- leikanna eru verkin Frá tíma Holbergs (Svíta í gömlum stíl) op. 40 eftir Edvard Grieg, Fantasía op. 35 eftir Louis Glass, Kyllikki – Þrjú lýrísk verk op. 41 eftir Jean Sibelius og Sónata í g-moll eftir Wilhelm Stenhammar.    Á efnisskrá Vaulins á tónleikumdagsins í dag eru því róm- antísk verk frá fjórum Norð- urlöndum; Svíþjóð, Finnlandi, Nor- egi og Danmörku, en enn hefur hann ekki glímt við íslensk verk. Það er einmitt hluti af tilgangi ferðar hans hingað til lands, að safna að sér íslenskri píanótónlist, og segist hann hafa orðið sér úti um þó nokkuð af tónlist í ferðinni, sem hann mun skoða á næstunni. „Ég er mjög spenntur fyrir því að bæta íslenskum verkum á efnis- skrá mína,“ segir Vaulin sem hefur gefið út tvo geisladiska með nor- rænni tónlist, en annar þeirra kom út í október og inniheldur sömu efnisskrá og heyrist á tónleikunum í dag. „Ég mun áreiðanlega setja saman fleiri efnisskrár með nor- rænni tónlist eingöngu og vil þá gjarnan hafa íslenska tónlist með.“    Alexander Vaulin býr og starfarí Danmörku, en er fæddur og uppalinn í Moskvu. Hann hóf tón- listarnám sjö ára að aldri við Tón- listarskóla Gnesins og stundaði síð- ar nám við Tchaikovsky-tónlistarakademíuna þar í borg, undir leiðsögn Ninu Lelchuk, Kirill Vinogradov og Piotr Romanovsky. Eftir að námi lauk stundaði hann meistaranám hjá Paul Badura-Skoda í Vín. Þó að eingöngu norræn verk verði á efnisskrá hans hér á landi segist Vaulin leika jöfnum höndum rússneska tónlist fyrir píanó, auk franskrar tónlistar. „Yfirhöfuð hef ég mest gaman af að spila tónlist sem sjaldan heyrist, bæði nýrri og eldri,“ segir hann.    Meðal yfirlýstra áhrifavalda í pí- anóleik Vaulins er Vladimir Ashkenazy, sem er Íslendingum auðvitað að góðu kunnur. Vaulin segir hann stórkostlegan tónlistar- mann sem hafi haft mikil áhrif á sig. „Hann var í raun óbeint kenn- ari minn,“ segir Vaulin. „Ég kynntist honum sjálfur aðeins lít- illega vegna þess að hann flutti frá Rússlandi þegar ég var fremur ungur. En hann var náinn vinur eins kennara míns, Ninu Lelchuk, og hafði mikil áhrif á hana, sem aftur hafði áhrif á mig. Hann er stórkostlegur píanóleikari og per- sónuleiki.“ Nafn Ashkenazys var útilokað eftir að hann fór frá Sovétríkj- unum á sínum tíma, og segist Vaul- in því sjaldan hafa fengið tækifæri til að heyra hann spila meðan hann bjó þar sjálfur. „Eftir að ég flutti til Danmerkur gat ég hins vegar notið þess að heyra upptökur með honum og oft og tíðum. Það var mjög ánægjulegt að endurnýja kynnin við þennan tónlistarmann, sem ég ber svo mikla virðingu fyr- ir,“ segir hann. Til heiðurs Norðurlöndum ’Meðal yfirlýstraáhrifavalda í píanóleik Vaulins er Vladimir Ashkenazy, sem er Ís- lendingum auðvitað að góðu kunnur. ‘ AF LISTUM Inga María Leifsdóttir ingamaria@mbl.is Morgunblaðið/RAX Alexander Vaulin heldur píanó- tónleika í Norræna húsinu í dag. Hjá Máli og menningu er komin út Vísindabókin. Vísindabókin er aðgengilegt og ríkulega myndskreytt rit um sögu vísindanna. Hér er greint frá 250 merkum vísindaafrekum frá upphafi vega til dagsins í dag í máli og myndum. Þannig fæst einstæð og yfirgripsmikil sýn á það hvernig skilningur mannsins á umhverfi sínu hefur þróast í tímans rás. Bókin varpar ljósi á það að vís- indaleg hugsun hefur ekki aðeins gjörbreytt hvers- dagslífi okkar, heldur líka skyn- bragði okkar á það hver við erum og hvernig heim- urinn er. Fjallað er um merkileg framfara- spor í líffræði, eðlisfræði, stjörnu- fræði, heimsfræði, jarðfræði, lækn- isfræði og stærðfræði og er gerð grein fyrir hverjum atburði, uppgötv- un eða uppfinningu á einni opnu með ljósum og liprum texta og lýs- andi myndverki. Vísindabókin er bók sem á erindi til allra sem vilja fræðast um vísindi og sögu mannsandans. Bókin er 528. bls. Útgefandi: Mál og menning. Þýðandi: Ari Trausti Guðmundsson. Fullt verð: 4990 kr. Tilboðsverð í mars: 3490 kr. Nýjar bækur Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 6/3 kl 14 - UPPSELT Lau 2/4 kl 14 – AUKASÝNING Su 3/4 kl 14 – AUKASÝNING SÍÐUSTU SÝNINGAR HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20 AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Su 6/3 kl 20 - Umræður á eftir Su 13/3 kl 20 Ath: Miðaverð kr 1.500 AUSA - Einstök leikhúsperla BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Fi 10/3 kl 20, Fö 11/3 kl 20, Lau 12/3 kl 20 - UPPSELT Lokasýningar AMERICAN DIPLOMACY eftir Þorleif Örn Arnarsson Í samstarfi við Hið lifandi leikhús Fö 11/3 kl 20, Fö 18/3 kl 20. SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson, Í samstarfi við TÓBÍAS Fi 10/3 kl 20, Fi 17/3 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Lau 12/3 kl 20, Lau 19/3 kl 20 HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana Mi 23/3 kl 20, Fi 24/3 kl 15, Fi 24/3 kl 20, Lau 26/3 kl 15, Lau 26/3 kl 20 SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Su 6/3 kl 20, Su 13/3 kl 20, Lau 19/3 kl 20, Su 20/3 kl 20. LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Su 6/3 kl 20 - UPPSELT, Fö 11/3 kl 20, Su 12/3 kl 20, Fö 18/3 kl 20 - UPPSELT, Lau 19/3 kl 20 HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Su 13/3 kl 20, Fi 17/3 kl 20, Fi 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20 DRAUMLEIKUR eftir Strindberg Samstarf: Leiklistardeild LHÍ Aðalæfing Fi 10/3 kl 20 - kr. 1.000, Frumsýning Fö 11/3 kl 20, Lau 12/3 kl 20, Lau 19/3 kl 20, Su 20/3 kl 20 ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN SÝNIR: OPEN SOURCE eftir Helenu Jónsdóttur Su 6/3 kl 20 SÍÐASTA SÝNING AUSA OG GUÐFRÆÐIN - umræður Pétur Pétursson prófessor Sr. Guðný Hallgrímsdóttir prestur fatlaðra Sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur Guðrún Ásmundsdóttir stjórnar umræðum Su 6/3 kl 20:50 - á eftir sýningu 15:15 TÓNLEIKAR - CAMMERARCTICA Í dag kl 15:15 geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON ☎ 552 3000 www.loftkastalinn.is “HREINLEGA BRILLJANT” • Föstudag 18/3 kl 20 LAUS SÆTI Takmarkaður sýningafjöldi Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 EB DV Lau 05.3 Sun 06.3 Fim 10.3 Fös 11.3 Upplýsingar og miðapantanir í síma 555 2222 www.hhh.is Brotið sýnir eftir þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur Bachmann Það sem getur komið fyrir ástina Sýningar hefjast kl. 20.00 Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga. 8. sýn. 6. mars kl. 19 – Uppselt 9. sýn.12. mars kl. 19 – Uppselt – Síðasta sýning AUKASÝNING: Fim. 10. mars kl. 20 – Styrkt af Vinafélagi Íslensku óperunnar Örfá sæti laus Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýningin hefst Miðasala á netinu: www. opera.is 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími Síðustu sýningar Óliver! Eftir Lionel Bart Lau. 05.3 kl 20 UPPSELT Sun. 06.3 kl 14 UPPSELT Fös. 11.3 kl 20 Laus sæti Lau. 12.3 kl 20 Laus sæti Lau. 26.3 kl 14 Laus sæti Lau. 26.3 kl 20 Laus sæti Allra síðustu sýningar Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! 22öngskólans í ReykjavíkS SalurinnKópavogisunnudaginn6. marskl. 16sími 5 700 400Eingöngu miðasala á netinuþar til 1 klst. fyrir sýninguwww.salurinn.isaglR skar– ucciniP sýnir PATATAZ fjölmenningarlegan fjölskylduleik Höfundur: Björn Margeir Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson Sýnt í Stúdíó 4, Vatnagörðum 4 Sun. 6. mars frumsýning Fös. 11. mars Fös. 18. mars Lau. 19. mars Sýningar hefjast kl. 20.00. Miðapantanir í s. 551 2525 midasala@hugleikur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.