Morgunblaðið - 05.03.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MARS 2005 43
MINNINGAR
Elsku mamma mín,
mig langaði að segja
þér hve mikils virði þú
ert mér og margar góð-
ar minningar koma upp
í hugann á svona stundu. Það var svo
gott að koma heim eftir skóla því þú
hafðir einstaklega gott lag á að breyta
þreytu í gleði með því að gefa mér
góða máltíð, það var þér ávallt mik-
ilvægt að fólk borðaði kjarngóða og
holla fæðu. Að læra var mikilvægt
sem og það að gefast aldrei upp þótt á
móti blási heldur horfa fram á veginn
og standa sig. Það sem við gátum
skemmt okkur við að taka létta dans-
sveiflu í eldhúsinu þegar ég var barn
er mér minnistætt enda hafðir þú
gaman af að dansa sem og því að
klæða þig upp og fara jafnvel í
Glæsibæ til að dansa, þú vildir vera
vel til fara og smekkleg. Þegar þú
keyptir föt var það praktískur og fal-
legur fatnaður sem varð fyrir valinu,
fatnaður sem eldist vel því þú fórst vel
með allt sem þú áttir hvort sem það
voru föt eða hlutir til heimilisins, allt
var vel varðveitt.
Ófáar ferðir voru farnar í sumarbú-
staðinn og þá var notað tækifærið og
spilað golf, þú fórst með okkur pabba
upp á völl og röltir með okkur hring-
inn þó svo þú spilaðir ekki sjálf, þú
MARÍA SIGUR-
STEINSDÓTTIR
✝ María Sigur-steinsdóttir
fæddist í Reykjavík
8. desember 1940.
Hún lést á heimili
sínu, Langholtsvegi
65, fimmtudaginn
24. febrúar síðastlið-
inn og var jarðsung-
in frá Áskirkju 4.
mars.
naust þess að vera úti í
náttúrunni, í kyrrðinni.
Snemma kenndirðu
mér að ávallt skyldi
klára verkefnin sem
byrjað var á og ekki að
skilja við hálfklárað
verk, sem og það að
stundísi er mikilvæg,
þetta hef ég haft að leið-
arljósi í lífinu.
Ég hef alltaf getað
treyst á það að þú hafir
á mér óbilandi trú í öllu
því sem ég tók mér fyrir
hendur sem barn sem
og því sem ég vinn að í
dag, á móti treystir þú á það að ég fari
réttu leiðina að settu markmiði og það
ætla ég mér.
Elsku mamma, það er svo margt
sem er ósagt, en þín hefur verið þörf á
öðrum stað.
Elsku mamma, ég þakka þér fyrir
allt sem þú ert mér.
Megi almáttugur guð yfir þér vaka,
hvíl í friði elsku mamma mín.
Þinn sonur Ási,
Ásmundur Vilhjálmsson.
Elsku Maja, ég ætla í nokkrum
orðum að minnast þín og þakka fyrir
samfylgdina í gegnum árin. Það var
fyrir 13 árum, þegar við Ási kynnt-
umst að ég hitti Maju fyrst. Mér var
vel tekið og fannst ég strax verða ein
af fjölskyldunni því fljótlega eftir að
við Ási fórum að vera saman þróaðist
það þannig að við vorum mikið hjá
Maju í Ljósalandinu. Þegar þú svo
flytur á Langholtsveginn flytjum við
Ási með og útbúum okkur notalegt
heimili hjá þér í kjallaranum, það var
nú oft ansi skemmtilegt hjá okkur þar
og kannski svolítið ítölsk stemmning,
vil ég meina, því við Ási fengum að
fikra okkur áfram við matseld í eld-
húsinu hjá þér, en aftur á móti þegar
alvöru matur var á borðum þá sást þú
um alla eldamennsku og við hrærðum
í pottunum. Svo fór Ási í matreiðslu-
nám, eftir það fengum við Maja bara
að hræra í pottunum.
Barnabörnin þín voru þér kær, á
síðastliðnum árum hefur hópurinn
þinn stækkað jafnt og þétt, alls orðin
sjö talsins og von á því áttunda með
vorinu.
Þegar þú tókst til við prjónana
urðu til fallegar flíkur og handbragðið
svo einstaklega fallegt, prjónarnir
hreinlega dönsuðu í höndum þér, allar
húfurnar, treflarnir og hosurnar sem
þú prjónaðir á barnabörnin, að ég tali
nú ekki um þegar þú prjónaðir vesti á
alla strákana í fjölskyldunni á nokkr-
um dögum og þeir notuðu þau við
jólafötin sín.
Það að stórfjölskyldan skyldi hitt-
ast í hádeginu á jóladag var hefð sem
þú hélst í heiðri, þá komum við öll og
borðuðum saman og áttum notalega
stund hjá þér á Langholtsveginum.
Hugljúfar minningarnar streyma
fram ásamt tárunum sem fylgja sár-
um söknuði. Mér hefur alltaf fundist
þú eiga svolítið í mér Maja mín, það er
góð tilfinning.
Elsku Maja, megi góður Guð þér
fylgja, minningin um þig mun ávallt
lifa.
Þín tengdadóttir Svana.
Svanhildur F. Jónasdóttir.
Síðast þegar ég sá ömmu Maju
bökuðum við saman Cappuccino köku
sem heppnaðist bara mjög vel. Þegar
við vorum búnar að baka buðum við
mömmu og pabba í kaffi og köku. Ég
ætlaði að fara til ömmu Maju síðast-
liðinn föstudag.
Ég vona að henni líði vel á himnum.
Þitt næst elsta barnabarn.
Valgerður Anna Einarsdóttir.
✝ Ingveldur Gísla-dóttir fæddist í
Flatey á Breiðafirði
4. apríl 1904. Hún
lést á hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð í
Kópavogi 21. febrúar
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru Gísli
Bergsveinsson, f.
13.7. 1877, d. 15.5.
1939, og Jóna Sigríð-
ur Guðmundsdóttir,
f. 30.6. 1867, d. 16.1.
1909. Ingveldur átti
tvö alsystkini, þau
Lárus Ágúst og Jónu
Sigríði, ein systir, Sigríður, dó ný-
fædd. Móðir hennar dó þegar hún
var fjögurra ára gömul og síðar
giftist faðir hennar Magðalenu
Kristjánsdóttur, f. 13.11. 1897, d.
2001, og var hún fóstra Ingveldar.
Gísli og Magðalena áttu saman
fimm börn. Ingveldur ólst upp í
Rauðseyjum á Breiðafirði.
Ingveldur giftist hinn 15. nóv-
ember 1925 Guðmundi Kristni
Kristjánssyni úr Bjarneyjum í
Breiðafirði, f. 20.7. 1900, d. 22.8.
1959, og var hann albróðir
Magðalenu. Ingveldur og Guð-
mundur settust að á Patreksfirði.
Hún var húsmóðir
og hann verslunar-
maður. Saman eign-
uðust þau tíu börn,
þau Gísla, f. 1925,
Kristján, f. 1927, d.
1974, Gyðu, f. 1928,
d. 2002, Höskuld, f.
1929, Erling, f. 1931,
Kristínu, f. 1932,
Ólínu, f. 1936,
Rögnu, f. 1938, Jón,
f. 1940, og Hrafn-
hildi, f. 1946. Áður
átti Guðmundur son-
inn Magnús, f. 1920.
Barnabörn Ingveld-
ar eru 35 og samtals eru niðjar
hennar 120.
Á Patreksfirði bjó hún til ársins
1968 en þá fluttist hún í Kópavog
og settist að á Álfhólfsvegi hjá
Rögnu, dóttur sinni. Eftir að hún
kom í Kópavoginn starfaði hún
nokkurn tíma hjá Útgerðarfélag-
inu Barðanum. Síðustu fjögur ár
ævi sinnar dvaldi hún á hjúkrun-
arheimilinu Sunnuhlíð.
Útför Ingveldar fór fram frá
Kópavogskirkju hinn 3. mars.
Jarðsett verður í Patreksfjarðar-
kirkjugarði í dag og hefst athöfn-
in klukkan 14.
Nú er komið að kveðjustund. Ingv-
eldur amma er fallin frá 100 ára göm-
ul. Hún flutti til okkar á Álfhólsveg-
inn þegar við vorum barnung og
saman gengum við veginn þar til við
fluttum úr foreldrahúsum.
Áður höfðum við farið í sumarleyf-
um vestur á Patró og dvalið í fína
húsinu hennar á Klifinu.
Hjá ömmu var alltaf glerfínt og
kattþrifið. Húsið hennar fyrir vestan
var ævintýraheimur. Allir hlutir á
sínum stað og allt svo fallegt.
Hjá henni var regla á öllum hlutum
og hún skammaði okkur umbúða-
laust þegar ekki var gengið frá eða
skónum raðað.
Hún var dugnaðarforkur. Eld-
snögg hljóp hún upp og niður stig-
ana, skrapp í búðina, og eins og hendi
væri veifað voru veitingar fram
reiddar.
Á Álfhólsveginum var ekki slórað.
Hún vann í fiskvinnslunni Barðanum
og oftar en ekki fór hún gangandi til
vinnu yfir móann og hoppaði yfir
lækinn.
Þar unnum við systurnar tvö sum-
ur og fylgdumst með henni að störf-
um. Hún var iðin og snyrti fiskinn
hratt og örugglega. Þegar heim var
komið var hún snögg að skipta um föt
og hengja vinnugallann út á snúru.
Hún var alltaf fín, átti peysuföt og
upphlut og keypti sér vandaðan fatn-
að. Hún sinnti félagslífinu í Kópavogi
af fullum krafti og eftir að við fengum
bílpróf fórum við ófáar ferðir með
ömmu í Félagsheimilið á mannfagn-
aði.
Amma naut þess að hafa nóg fyrir
stafni og hafa fólk í kringum sig. Hún
var gestrisin og þær voru margar
pönnukökurnar sem hún bakaði fyrir
gesti og heimilismenn. Hún var
reglumanneskja á vín og tóbak, en
bauð upp á slíkan munað við hátíðleg
tækifæri. Á aðfangadag, rétt fyrir
aftansöng, púaði hún vindil til þess að
fá jólalykt í húsið, eins og hún orðaði
það. Aðra daga notaði hún ekki tób-
ak.
Hún ferðaðist bæði heima og er-
lendis og hætti því ekki fyrr en hún
var orðin 95 ára en þá mjaðmabrotn-
aði hún og eftir það hrakaði heilsu
hennar.
Amma fagnaði 100 ára afmæli í
fyrra í hópi ættingja og vina. Margir
heiðruðu hana á afmælisdaginn og
sjálf var hún drottning dagsins og
bar aldurinn með reisn og prýði.
Amma kvartaði aldrei og var alltaf
sami skörungurinn.
Hennar er saknað en fari hún í
friði og í þökk fyrir allt og allt.
Jóhann, Rannveig,
Íris og Bergsveinn.
INGVELDUR
GÍSLADÓTTIR
Pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.250 kr. á mann.
Perlan
ERFIDRYKKJUR
Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir og afi,
GUÐMUNDUR EYJÓLFSSON,
Hrafnistu í Reykjavík,
áður til heimilis í
Álftamýri 49,
er lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn
24. febrúar, verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju mánudaginn 7. mars kl. 15.00.
Eyjólfur Guðmundsson, Eygló Úlfhildur Ebeneserdóttir,
Hörður Guðmundsson, Anna Margrét Tryggvadóttir,
Sigrún Guðmundsdóttir, Vilhjálmur Sigurgeirsson,
Þórunn Guðmundsdóttir, Ólafur R. Vilbertsson,
Guðveig Nanna Guðmundsdóttir, Sigurður Grétar Geirsson,
Guðlaugur Björn Guðmundsson, Anna María Valdimarsdóttir,
Sigurjón Guðmundsson, Dagbjört Erla Ásgeirsdóttir
og afabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför elskulegs eiginmanns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
SVAFARS HELGASONAR,
Sauðármýri 3,
Sauðárkróki.
Guð blessi ykkur öll.
Gunnhildur Magnúsdóttir,
Hildur Svafarsdóttir, Jón Þór Ólafsson,
Ólöf Svafarsdóttir Wessman, Wilhelm Wessman,
Svavar Ásbjörnsson, Edda Björk Jónsdóttir,
Linda Wessman, Knútur Rúnarsson,
Róbert Wessman, Ýr Jensdóttir,
Gunnhildur Wessman, Arnar Haraldsson,
Arnþór Jónsson, Inga Lára Gylfadóttir,
Ómar Andri Jónsson
og langafabörn.
Ástkær faðir okkar, afi og langafi,
SVEINN VALDIMAR LÝÐSSON,
Snorrabraut 30,
sem andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans
við Hringbraut aðfaranótt mánudagsins
28. febrúar, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í
Reykjavík mánudaginn 7. mars kl. 13.
Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði.
Guðrún Sveinsdóttir,
Jón Kristinn Sveinsson,
Róbert Smári Guðjónsson,
Halldór Örn Guðjónsson,
Oktavía Hrund Jónsdóttir
og langafabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐRÚN JÚLÍA ELÍASDÓTTIR,
Aðalsteini,
Stokkseyri,
andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands að morgni
föstudagsins 4. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Sævar Gunnarsson, Kristbjörg Eðvaldsdóttir,
Auður Gunnarsdóttir, Geir Valgeirsson,
Andrea Gunnarsdóttir, Borgar Benediktsson,
Gunnar Elías Gunnarsson, Valgerður Gísladóttir
og ömmubörn.
Ástkær faðir okkar, bróðir, tengdafaðir og afi,
ÞÓRHALLUR BJÖRGVINSSON,
frá Þorgerðarstöðum
í Fljótsdal,
til heimilis að Útgarði 6,
Egilsstöðum,
lést miðvikudaginn 2. mars síðastliðinn.
Útförin mun fara fram frá Egilsstaðakirkju laugardaginn 12. mars næstko-
mandi kl. 14.00.
Börn, barnabörn, tengdabörn,
systkini og aðrir aðstandendur.