Morgunblaðið - 19.03.2005, Síða 40

Morgunblaðið - 19.03.2005, Síða 40
Lifun 40 matur 40 lifun ferskur og frískur Eftir þennan morgunverð er maður sannarlega til í allt. Það örlar nefnilega á skynsemi fyrir þá sem ekki vilja sleppa sér alveg í stemmningunni. kaldur eplagrautur með höfrum 75 g haframjöl 2 1/2 dl mjólk 1-2 epli safi úr sítrónu 4-5 msk hunang Hrærið saman mjólk og haframjöl og látið standa í 20 mín. Þvoið eplin vel (magn epla fer eftir smekk), kjarnhreinsið og skerið í smærri bita. Hrærið sítrónusafa og hunang saman við eplin. Blandið því næst eplum út í hafra- grautinn. Kælið vel áður en þið berið fram. (fyrir 2). bláberjamuff ins 2 bollar hveiti 2 tsk lyftiduft 1/2 tsk salt 1/2 bolli flórsykur 2 egg 1/3 bolli olía 1 bolli sýrður rjómi 1 bolli fersk eða frosin bláber Einfaldasta af öllu – setjið allt hráefnið, fyrir utan berin, í matvinnsluvél eða hrærivél og hrærið vel. Blandið berjunum saman við. Setjið í muffinsform og bakið á 180 gráðum í 25 mín. Best volg. melónu- og kókosdrykkur 1 lítil hunangsmelóna nokkur fersk myntublöð skvetta af kókosmjólk, eftir smekk ísmolar Setjið allt í blandara og maukið þar til mjúkt. (magn í 2 stór glös eða 4 lítil).

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.