Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.04.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 29 NEYTENDUR krónur og svo næli ég mér þar stundum í sætar múffur með ávöxtum í til að hafa í desert á eft- ir. Með mér í kennsluna tek ég banana eða epli og forðast svo mat á kvöldin eftir að ég kem heim. Fæ mér í mesta lagi te og hnetur með kannski einni bíómynd eða svo áður en lagst er á koddann.“ Átak við yfirdráttinn Komið er að kassauppgjöri, en einbúinn segist ekki hafa vanið sig á að hafa bókhald í kringum mat- arreikningana. „Ég hef því ekki hugmynd um hvað ég eyði í mat á mánuði, en er alltaf bara voða feg- in ef ég á peninga fyrir því sem ég er að kaupa svo ekki þurfi að grípa til krítarinnar. Ég var einu sinni orðin svolítið pirruð á yfirdrætt- inum svo að ég tók lán til að greiða hann upp og píndi mig í tvo mánuði. Hann hvarf eins og dögg fyrir sólu og hefur ekkert komið aftur.“ Um helgar segist Ragnheiður stundum gera sér dagamun í mat og þá sé mexíkóskur matur á veit- ingastaðnum Cuilican eða kjúk- lingasalatið á American Style í miklu uppáhaldi. „Svo er hún Steinunn systir mín alveg svaka- lega dugleg við að bjóða mér í mat til sín, en hún býr ein eins og ég og hefur fengið öll húsmóður-genin í sig.“ Þótt Ragnheiður þvertaki fyrir myndarskap í eldhúsinu, var hún engu að síður beðin um að deila uppáhalds uppskriftunum með lesendum og varð hin fræga Baby Ruth-kaka fyrir valinu og spínat- pæ, sem hún segir að oft hafi verið búið til á þeim árum sem hún hafi nennt að stússast í eldhúsinu. join@mbl.is VORLAUKA er best að forrækta inni í pottum allt frá miðjum mars. Í byrjun maí er gott að herða laukana og setja þá út yfir dag- inn svo framalega sem ekki frystir. „Það er gott að forrækta lauk- ana inni þannig að þeir verði komnir af stað í maí og júní og standi í fullum blóma í júní og fram í júlí,“ segir Helga Steingríms- dóttir, garðyrkjufræð- ingur hjá Garðheimum. „Það er hægt að setja laukana beint út en þá blómstra þeir seinna, ekki fyrr en í ágúst eða september.“ Meðal vorlauka má nefna hjarta- blóm, dalíur, liljur og begóníur en langvinsælastar eru anemónur, þær eru skrautlegar og auðveldar í ræktun. Best er að leggja anemónu- laukana í bleyti í fimm til átta klukkustundir áður en þeir eru settir niður. „Þeim má planta beint út í beð frá miðjum apríl án þess að forrækta þær inni áður þó svo að kólni,“ segir Helga. Fjölæra lauka eins og dalíur og begóníur má taka upp á haustin og setja aftur niður að vori og koma þeim til á ný. Þrátt fyrir að mun meira úrval sé af haustlaukum er mikið sett niður af vorlaukum. „Margir eru spenntir að sjá laukana koma upp enda eru þeir auðveldari í ræktun en sum- arblóm þegar þau eru ræktuð upp af fræi,“ segir Helga.  GARÐYRKJA | Vorverkin í garðinum Morgunblaðið/Árni Sæberg Helga Steingrímsdóttir segir auðvelt að rækta vorlauka. Best að forrækta vorlaukana inni BERLIN - DRESDEN - LEIPZIG TOPPFERÐ ÁRSINS í EVRÓPU! Einstakt tækifæri 9.-20. júní í fylgd Ingimundar Sigfússonar og Ingólfs Guðbrandss. Ótrúleg ferð á tilboðsverði! Hvergi í Evrópu hefur átt sér stað önnur eins uppbygging og í BERLIN og lista- og menningarborgunum DRESDEN og LEIPZIG eftir fall Múrsins. Þessar borgir tengjast menningu Íslands með mjög sérstökum hætti, og eru afar forvitnilegar og gefandi áfangastaðir Íslendinga í dag. FERÐ Í SÉRFLOKKI.- Örfá sæti-Tilboð gildir fös. 22.04. Hnattreisan - 2 viðbótarsæti. Pantanir: HEIMSKRINGLA Nýr sími 893 3400 Ferðaklúbbur Ingólfs NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN Technology so advanced, it´s TURN-FREE TILBOÐ Amerískar lúxus heilsudýnur TURN-FREE Queen 153x203 cm Verð frá 72.000.- Skipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is sími: 566 6103 isfugl@isfugl.is • www.isfugl.is Skemmuvegi 48 • Kópavogi • S: 557 6677 www.steinsmidjan.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.