Morgunblaðið - 21.04.2005, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 21.04.2005, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. APRÍL 2005 29 NEYTENDUR krónur og svo næli ég mér þar stundum í sætar múffur með ávöxtum í til að hafa í desert á eft- ir. Með mér í kennsluna tek ég banana eða epli og forðast svo mat á kvöldin eftir að ég kem heim. Fæ mér í mesta lagi te og hnetur með kannski einni bíómynd eða svo áður en lagst er á koddann.“ Átak við yfirdráttinn Komið er að kassauppgjöri, en einbúinn segist ekki hafa vanið sig á að hafa bókhald í kringum mat- arreikningana. „Ég hef því ekki hugmynd um hvað ég eyði í mat á mánuði, en er alltaf bara voða feg- in ef ég á peninga fyrir því sem ég er að kaupa svo ekki þurfi að grípa til krítarinnar. Ég var einu sinni orðin svolítið pirruð á yfirdrætt- inum svo að ég tók lán til að greiða hann upp og píndi mig í tvo mánuði. Hann hvarf eins og dögg fyrir sólu og hefur ekkert komið aftur.“ Um helgar segist Ragnheiður stundum gera sér dagamun í mat og þá sé mexíkóskur matur á veit- ingastaðnum Cuilican eða kjúk- lingasalatið á American Style í miklu uppáhaldi. „Svo er hún Steinunn systir mín alveg svaka- lega dugleg við að bjóða mér í mat til sín, en hún býr ein eins og ég og hefur fengið öll húsmóður-genin í sig.“ Þótt Ragnheiður þvertaki fyrir myndarskap í eldhúsinu, var hún engu að síður beðin um að deila uppáhalds uppskriftunum með lesendum og varð hin fræga Baby Ruth-kaka fyrir valinu og spínat- pæ, sem hún segir að oft hafi verið búið til á þeim árum sem hún hafi nennt að stússast í eldhúsinu. join@mbl.is VORLAUKA er best að forrækta inni í pottum allt frá miðjum mars. Í byrjun maí er gott að herða laukana og setja þá út yfir dag- inn svo framalega sem ekki frystir. „Það er gott að forrækta lauk- ana inni þannig að þeir verði komnir af stað í maí og júní og standi í fullum blóma í júní og fram í júlí,“ segir Helga Steingríms- dóttir, garðyrkjufræð- ingur hjá Garðheimum. „Það er hægt að setja laukana beint út en þá blómstra þeir seinna, ekki fyrr en í ágúst eða september.“ Meðal vorlauka má nefna hjarta- blóm, dalíur, liljur og begóníur en langvinsælastar eru anemónur, þær eru skrautlegar og auðveldar í ræktun. Best er að leggja anemónu- laukana í bleyti í fimm til átta klukkustundir áður en þeir eru settir niður. „Þeim má planta beint út í beð frá miðjum apríl án þess að forrækta þær inni áður þó svo að kólni,“ segir Helga. Fjölæra lauka eins og dalíur og begóníur má taka upp á haustin og setja aftur niður að vori og koma þeim til á ný. Þrátt fyrir að mun meira úrval sé af haustlaukum er mikið sett niður af vorlaukum. „Margir eru spenntir að sjá laukana koma upp enda eru þeir auðveldari í ræktun en sum- arblóm þegar þau eru ræktuð upp af fræi,“ segir Helga.  GARÐYRKJA | Vorverkin í garðinum Morgunblaðið/Árni Sæberg Helga Steingrímsdóttir segir auðvelt að rækta vorlauka. Best að forrækta vorlaukana inni BERLIN - DRESDEN - LEIPZIG TOPPFERÐ ÁRSINS í EVRÓPU! Einstakt tækifæri 9.-20. júní í fylgd Ingimundar Sigfússonar og Ingólfs Guðbrandss. Ótrúleg ferð á tilboðsverði! Hvergi í Evrópu hefur átt sér stað önnur eins uppbygging og í BERLIN og lista- og menningarborgunum DRESDEN og LEIPZIG eftir fall Múrsins. Þessar borgir tengjast menningu Íslands með mjög sérstökum hætti, og eru afar forvitnilegar og gefandi áfangastaðir Íslendinga í dag. FERÐ Í SÉRFLOKKI.- Örfá sæti-Tilboð gildir fös. 22.04. Hnattreisan - 2 viðbótarsæti. Pantanir: HEIMSKRINGLA Nýr sími 893 3400 Ferðaklúbbur Ingólfs NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN Technology so advanced, it´s TURN-FREE TILBOÐ Amerískar lúxus heilsudýnur TURN-FREE Queen 153x203 cm Verð frá 72.000.- Skipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is sími: 566 6103 isfugl@isfugl.is • www.isfugl.is Skemmuvegi 48 • Kópavogi • S: 557 6677 www.steinsmidjan.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.