Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 1
Hvað er í matinn? Dagur B. Eggertsson kaupir fisk á Freyjugötunni | Daglegt líf Viðskipti | Heimilin skulda bönkunum 369 milljarða Google skoðar Kína Calidris á flugi Svipmynd Íþróttir | Olga úr leik Örn ekki með í Andorra Tite og Roland í Stjörnuna Gjafadagar Nýtt kortatímabil Opið til 21 í kvöld 12. - 22. maí LESBÓK Morgunblaðsins, sem fylgir blaðinu að jafnaði á laug- ardögum, kemur út í sérútgáfu í dag sem helguð er listsköpun Ólafs Elías- sonar myndlistarmanns. Þessi óvenjulega Lesbók er afrakstur sam- starfs þriggja að- ila við listamann- inn, en þeir eru KB banki og Eiðastóll, auk Morgunblaðsins. Ólafur Elíasson hefur vakið vax- andi athygli á undanförnum ár- um fyrir myndlist sína, en eftir vel heppnaða sýningu hans í Túrbínusal Tate Modern í London haustið 2003 hefur hann notið heimsfrægðar fyrir óvenjuleg verk sem oft á tíðum hverf- ast um samþættingu vísinda, náttúru, samfélags og skynrænnar upplifunar. Samstarf í fyrsta sinn Samstarf atvinnulífsins og list- heimsins hefur aukist umtalsvert hér á landi á undanförnum árum og nú er svo komið að atvinnulífið kemur að kostun á list og menningarfram- leiðslu með margvíslegum hætti, bæði beint og óbeint. Þetta er í fyrsta sinn sem Morgunblaðið gengur til samstarfs við utanaðkomandi aðila til þess að framleiða blað með þessum hætti, en það er óvenju veglegt, 104 síður, og hannað sem ein listræn heild. Textar eru bæði á íslensku og ensku, enda verður blaðinu dreift er- lendis í nokkur þúsund eintökum. Í blaðinu gefur að líta ljós- myndaverk Ólafs, Jökluseríuna – skrásetningu listamannsins á Jökulsá á Dal [Jöklu] frá jökulrótum að svæð- inu þar sem verið er að byggja stífl- una við Kárahnjúka og töluvert langt áleiðis niður að sjó. Jökluserían mun einnig koma við sögu á Listahátíð í Reykjavík sem hefst um helgina, en hún verður til sýnis í 101 gallery. Eins og fram kemur í viðtali við lista- manninn í blaðinu í dag, hefur hann á undanförnum árum gert fjölmargar ljósmyndaseríur af íslensku lands- lagi. Þessi sería hefur þó í hugum margra annarskonar vægi þar sem um er að ræða landsvæði sem mikill styr hefur staðið um og brátt mun hverfa sjónum manna undir vatn. Lesbókin helguð listsköpun  Landslag/miðopna London. AP, AFP. | Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, var ákaft fagnað og þykir hafa bætt verulega stöðu sína í Verkamannaflokknum í gær er þingflokkurinn kom saman í fyrsta sinn eftir kosningarnar. And- stæðingar Blairs höfðu krafist þess að hann viki sem fyrst, hann væri orðinn baggi á flokknum þar sem ljóst væri að margir kjósendur hefðu viljað refsa Blair fyrir Íraksstríðið. Meirihluti flokksins í neðri deildinni er nú aðeins 67 sæti en var 161. „Sérhver sem leyfði sér að segja að Blair væri eitthvað minna en full- kominn var hrópaður niður,“ sagði Ken Purchase, einn af þingmönnun- um í gær. „Eftir þriðja kosningasig- ur Verkamannaflokksins í röð er ekki undarlegt að fólk slái um hann [Blair] skjaldborg.“ Blair minnti á að stjórn hans hefði þrátt fyrir allt haldið velli. „Ef við látum eins og þetta hafi verið ósigur, ekki sigur, verður niðurstaðan ekki annars konar Verkamannaflokkur heldur Íhaldið,“ sagði Blair og hvatti til þess að flokkurinn héldi áfram að treysta stöðu sína á miðjunni en ekki „þjóta í þessa átt eða hina“. Hann tjáði þingmönnunum að hann myndi vinna að því að leiðtoga- skipti í flokknum, þegar þar að kæmi, færu vel fram. Almennt er bú- ist við því að Gordon Brown fjár- málaráðherra taki við af Blair. Blair sagði að Verkamannaflokkurinn gæti unnið fjórða kjörtímabilið í röð ef flokksmenn stæðu saman. Þingmenn hylltu Blair ákaft MJÖG mikill verðmunur var á hæsta og lægsta verði nær allra vörutegunda í verð- könnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í tólf matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Af 44 vörum sem kannað var verð á var yfir 100% munur í 15 tilvikum og yfir 50% munur í 39 tilfellum. Bónus var langoftast með lægsta verðið eða í 36 tilvikum af 44. Tíu-ellefu var oftast með hæsta verðið eða í 29 tilfellum. Sjaldan hefur munað jafnmiklu og nú fyrir neytendur á því hvar þeir gera innkaupin til heimilisins, segir Henný Hinz, verkefnisstjóri hjá verðlagseftirliti ASÍ. Bilið breikkar Verðkönnun í tólf matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu  Bónus með /24 VIRTASTA kvikmyndahátíð heims, Cannes-hátíðin, hófst í gær og lýkur 22. maí næstkomandi. Hundruð kvikmynda eru sýndar á hátíðinni og eru tuttugu og ein mynd í aðalkeppni hátíðarinnar. Um 40.000 manns streyma ár hvert til hátíðarinnar og umturnast þá Cannes, sem er lítill og friðsæll bær við suður- strönd Frakklands, í mikið markaðs- og menningartorg þar sem framsækin kvik- myndagerð af öllu tagi er á borð borin. Skarphéðinn Guðmundsson, blaðamað- ur Morgunblaðsins, er á staðnum og seg- ir frá opnun hátíðarinnar sem sett var í 58. sinn í gær./48 Hátíðin hafin EITT af þrem málverkum eftir simpans- ann Congo frá árinu 1957 sem verða til sölu á uppboði í London í júní. Congo var eitt sinn nefndur „Cezanne apanna“. Gagnrýnendur skilgreindu á sínum tíma verkin sem abstrakt expressionisma. AP Sígildur simpansi Jalalabad. AP, AFP. | Hermenn voru látnir taka sér stöðu á götum Jalalabad í austanverðu Afganistan í gær eftir að fjórir féllu og tugir manna slösuðust í átökum við lögreglu sem urðu vegna frétta um að bandarískir hermenn hefðu svívirt Kóraninn, helg- asta rit múslíma. Á það að hafa gerst í Guantanamo- fangabúðum Bandaríkjamanna á Kúbu. Talsmenn stjórnvalda í Washington segja að verið sé að rann- saka hvort orðrómurinn eigi við rök að styðjast. Fullyrt er að Kóraninn hafi verið svívirtur við yf- irheyrslur á stríðsföngum í búðum Bandaríkjahers við Guantanamo-flóa á Kúbu til að skjóta föngunum skelk í bringu. Fréttirnar birtust fyrst í tímaritinu Newsweek en þar kom fram að í eitt skipti hefði síð- um úr ritinu verið sturtað niður úr klósetti í búð- unum. Frásögnin af meðferðinni á Kóraninum hefur valdið mikilli gremju víða í löndum múslíma. Fólkið í Jalalabad brenndi brúðumyndir af Hamid Karzai, forseta Afganistans, og George W. Bush Banda- ríkjaforseta og æpti „Niður með Bandaríkin!“ Lög- reglan hóf að skjóta upp í loftið til að dreifa mann- fjöldanum en fólkið kveikti í tugum húsa, m.a. í pakistönsku ræðismannsskrifstofunni og húsnæði sænskra hjálparsamtaka. Varð mikið eignatjón í átökunum og hafa flestir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna á staðnum verið fluttir á brott, að sögn AFP-fréttastofunnar. Tvö hús samtakanna voru brennd. Kóraninn svívirtur? Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FUNDUM Alþingis var frestað í gærkvöld fram til september- loka. Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra las upp forseta- bréf þess efnis á tólfta tímanum. Áður hafði Alþingi samþykkt fjölmörg lagafrumvörp. Halldór Blöndal stýrði sínum síðasta fundi í gær sem forseti þingsins. Gert er ráð fyrir því að Sólveig Pétursdóttir, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, taki við starfi hans næsta haust. Ögmundur Jón- asson, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, notaði tækifærið í gær til að þakka Halldóri fyrir prýðilegt samstarf og fyrir framlag hans til þingsins. Sagð- ist Ögmundur ekki hirða um að ræða um hitt. „Mistök eru til að læra af þeim og vítin eru til að varast þau,“ sagði Ögmundur. Hló þá þingheimur enda hefur Halldór í forsetatíð sinni vítt Ögmund fyrir ummæli sem hann lét falla í umræðum á þingi. Morgunblaðið/Þorkell Þingmenn hylltu Halldór Blöndal, en hann stýrði sínum síðasta fundi í gær sem forseti Alþingis. Alþingi slitið Viðskipti, Íþróttir, Lesbók ♦♦♦ ♦♦♦ STOFNAÐ 1913 127. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.