Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJULISTAHÁTÍÐ verður haldin í 10. skipti dagana 20.–28. ágúst 2005 og hefst á menning- arnæturdegi í Reykjavík. Hingað til hefur hátíðin verið haldin um hvíta- sunnu þau ár sem ekki er listahátíð í Reykjavík en nú þegar sú hátíð verður árlega hefur Kirkjulistahátíð verið fundinn nýr tími síðsumars. Einkunnarorð þessarar hátíðar eru Salt og ljós og vísa þau til orða frels- arans í fjallræðunni í Matteusarguð- spjalli: Þér eruð salt jarðar… Þér eruð ljós heimsins. Hátíðina sækja um 110 erlendir listamenn, flestir til að taka þátt í flutningi þessara stóru verka. Auk ofantalinna eru það hinn heimskunni organisti David Sanger, sem heldur tónleika í Hallgrímskirkju og stýrir meistaranámskeiði og Astrid Söder- bergh Widding, prófessor í kvik- myndafræðum við Stokkhólmshá- skóla, til að taka þátt í málþingi um kvikmyndaskáldið Andrei Tar- kovskí. Að venju eru margir tónlistar- viðburðir á dagskrá, en hæst ber flutning á tveimur passíum byggð- um á Matteusarguðspjalli, þ.e. meistaraverk Johanns Sebastians Bachs og verk frá 1986 eftir norska tónskáldið Trond Kverno. Matteusarpassía J.S. Bachs Matteusarpassía J.S. Bachs verð- ur nú flutt hér í fyrsta skipti með upprunalegum hljóðfærum. Verkið er samið fyrir tvo kóra, drengjakór, tvær hljómsveitir og sjö einsöngvara og það eru kórar Hallgrímskirkju sem skipta með sér kórhlutverk- unum, Mótettukórinn, Drengjakór Reykjavíkur og Unglingakór Hall- grímskirkju. Alþjóðlega barokk- hljómsveitin í Haag leikur og stjórn- andi er Hörður Áskelsson. Þýski tenórsöngvarinn Markus Brutscher fer með hlutverk guðspjallamanns- ins en hann vakti mikla hrifningu í þessu hlutverki í Hamborg nú í dymbilviku. Með hlutverk Jesú fer Andreas Schmidt sem er Íslend- ingum að góðu kunnur frá fyrri há- tíðum. Noemi Kiss syngur sópr- anaríur verksins og enski kontratenórinn Robin Blaze alt- aríurnar. Gunnar Guðbjörnsson syngur tenóraríur verksins og Þjóð- verjinn Jochen Kupfer bassaaríur. Með hlutverk Pílatusar fer Benedikt Ingólfsson bassi. Matteusarpassían verður flutt tvisvar sinnum, sunnu- dag og mánudag, 21. og 22. ágúst. Hátíðinni lýkur hins vegar sunnu- daginn 28. ágúst með því að Dóm- kórinn í Ósló flytur Matteusar- passíu, verk eftir norska tónskáldið Trond Kverno fyrir kór og 10 ein- söngvara og verður tónskáldið við- statt flutninginn. Einsöngvarar eru Marianne E. Andersen, Marianne Hirsti, Njål Sparbo, Ian Partridge, Joseph Cornwell, David Martin, John English, Gabriel Crouch, Colin Campbell og Adrian Peacock. Rúrí myndlistarmaður hátíðarinnar Opnun 10. kirkjulistahátíðarinnar verður í tengslum við 10. menning- arnóttina í Reykjavík, þar sem fjöldi listamanna mun koma fram og sýn- ing Rúríar í kirkjuskipi og forkirkju Hallgrímskirkju verður opnuð, en Rúrí sýnir nú í fyrsta sinn í kirkj- unni. Þá verður tónlistarveisla í Hallgrímskirkju á Menningarnótt, þar sem boðið verður upp á einsöng, orgelleik og valda kórkafla úr óra- tóríunni Messíasi eftir Händel, þar sem almenningi gefst færi á að taka þátt í flutningnum. Tónlist hefur frá upphafi skipað veglegan sess á hátíðinni og á vegum hennar hafa fjölmörg tónverk verið frumflutt. Að þessu sinni verður frumflutt verk eftir John A. Speight „Drottinn er minn styrkur“, tónverk fyrir einsöng, kór, 12 málmblásara og orgel. Þá flytur Hamrahlíðarkór- inn íslenska tónlist á tónleikum sín- um undir stjórn Þorgerðar Ingólfs- dóttur, m.a. verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Atla Heimi Sveins- son og Hafliða Hallgrímsson. Trúlega Tarkovskí Sú nýbreytni var á síðustu hátíð að efnt var til málþings um trúarstef í kvikmyndum Ingmars Bergmans og sýndar myndir hans í samstarfi við Bæjarbíó í Hafnarfirði, rann- sóknarhópinn Deus ex cinema og Kvikmyndasafn Íslands. Þetta gafst vel og nú er komið að Andrei Tar- kovskí og kvikmyndum hans. Sýnd- ar verða myndir hans, Æska Ívans frá 1962 og Fórnin frá 1986. Einnig verður efnt til málþings um kvik- myndaskáldið Andrei Tarkovskí með yfirskriftinni Deus absconditus – á mörkum hins sýnilega og ósýni- lega í kvikmyndum Tarkovskís. Sér- stakur gestur málþingsins er Astrid Söderbergh Widding, prófessor í kvikmyndafræðum við Stokk- hólmsháskóla. Kirkjulistaspjall með kaffihúsastemningu Boðið verður í fyrsta skipti til óformlegs kirkjulistaspjalls með gestum í suðursal Hallgrímskirkju þar sem vikið er að túlkun fagnaðar- erindisins í guðspjöllunum í ljósi listanna með hlið- sjón af einkunn- arorðum hátíð- arinnar, salt og ljós. Umræðum stýra Ævar Kjart- ansson og dr. Sig- urður Árni Þórð- arson. Halldór Hauksson og sr. Haukur Ingi Jón- asson ræða um Matteusarpassíur Bachs og Kvernos; Terje Kvam, kór- stjóri, sem stjórnað hefur báðum verkunum, mun segja frá reynslu sinni af þeim. Margrét Eggerts- dóttir cand. mag. og dr. Gunnar Kristjánsson guðfræðingur ræða um Hallgrím Pétursson og guðspjöllin. Þóra Kristjánsdóttir listfræðingur og dr. Pétur Pétursson víkja að guð- spjöllunum með augum myndlist- armanna og loks fjallar Oddný Sen um kvikmynd Pasolinis, Matteus- arguðspjall sem sýnd verður að spjalli loknu. Hátíðarmessa með fjallræðunni Lokadag hátíðarinnar verður há- tíðarmessa með fjallræðunni þar sem biskup Íslands, herra Karl Sig- urbjörnsson, prédikar. Þar verður frumflutt nýtt tónverk eftir John A. Speight sem fyrr er nefnt, Drottinn er minn styrkur. Dómkórinn í Ósló syngur undir útdeilingu undir stjórn Terje Kvam. Á hverjum degi hátíðarinnar er tónlistarandakt í hádegi þar sem prestur fer með bæn og hlýtt er á tónlistarflutning þar sem fram koma m.a. nemendur á organistanám- skeiði Davids Sangers. Nú hefur hátíðinni verið fundinn staður síðla sumars og því verður nú efnt í fyrsta skipti til uppskeru- markaðar á Hallgrímstorgi síðari helgi hátíðarinnar með ein- kunnarorðunum „Með gleðisöng koma þeir aftur og bera kornbindin heim“. Markaðurinn verður í sam- starfi við Sólheima og Reykjavík- urborg. Að hátíðinni standa Listvinafélag Hallgrímskirkju, sóknarnefnd Hall- grímskirkju og Biskup Íslands. For- maður stjórnar er Þóra Kristjáns- dóttir listfræðingur. Framkvæmdastjóri er Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari og listrænn stjórnandi Hörður Áskelsson, org- anisti Hallgrímskirkju. Hátíðin var fyrst haldin vorið 1987. Hátíðir | Kirkjulistahátíð haldin í tíunda skipti í ágúst „Þér eruð salt jarðar“ Morgunblaðið/Ásdís Rúrí J.S. BachHörður 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími Rómuð gestasýning! Græna landið Eftir Ólaf Hauk Símonarson Gestasýning frá Þjóðleikhúsinu Fös 13. 5 kl. 20 Lau 14. 5 kl. 15 Leiklistarnámskeið í sumar. Námskeið fyrir alla aldursflokka. Nánari upplýsingar á www.leikfelag.is Skráning stendur yfir. Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 28/5 kl 20 Síðasta sýning HÉRI HÉRASON snýr aftur - Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Í kvöld kl 20 - Aukasýning BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Í kvöld kl 20, Fö 13/5 kl 20 - UPPSELT, Lau 14/5 kl 20 - UPPSELT, Fi 19/5 kl 20, Fö 20/5 kl 20 - UPPSELT, Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20, Lau 28/5 kl 20 HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Fö 13/5 kl 20, Su 22/5 kl 20, Fi 26/5 kl 20 Síðustu sýningar DRAUMLEIKUR eftir Strindberg Samstarf: Leiklistardeild LHÍ Fö 20/5 kl 20, Fö 27/5 kl 20 Síðustu sýningar RIÐIÐ INN Í SÓLARLAGIÐ e. Önnu Reynolds Í samstarfi við Leikhópinn KLÁUS Fö 13/5 kl 20, Lau 14/5 kl 20 Síðustu sýningar TERRORISMI e. Presnyakov bræður Í kvöld kl 20, Fö 20/5 kl 20 - Síðustu sýningar KALLI Á ÞAKINU e. Astrid Lindgren Í samstarfi við Á þakinu Lau 14/5 kl 14 - UPPSELT, Su 22/5 kl 14 - UPPSELT, Lau 4/6 kl 14 - UPPSELT, Su 5/6 kl 14 - UPPSELT, Su 12/6 kl 14, Su 12/6 kl 17, Lau 18/6 kl 14, Su 19/6 kl 14, Su 26/6 kl 14 PURPURI - TÓNLEIKAR FABULU Margrét Kristín Sigurðardóttir Í kvöld kl 21 AUTOBAHN Á LISTAHÁTÍÐ Leiklestur nýrra þýskra verka Þri 17/5 kl 17 Falk Richter og Theresia Walser Mi 18/5 kl 17 Marius von Mayenburg og Ingrid Lausund Umræður við höfunda á eftir Ókeypis aðgangur Rauð tónleikaröð #6 Hljómsveitarstjóri ::: Vladimir Ashkenazy Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Ashkenazy stýrir svanasöng Mahlers HÁSKÓLABÍÓI Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30 LAUS SÆTI Gustav Mahler ::: Sinfónía nr. 9 9. sinfónía Mahlers var frumflutt rúmu ári eftir andlát tónskáldsins við frábærar undirtektir. Sagt var um 1. þátt verksins að hann væri „hið allra dýrðleg- asta sem Mahler samdi.“ Það er enginn annar en Vladimir Ashkenazy sem mun stýra hljómsveitinni. Samverustund Vinafélagsins hefst kl. 18.00 í Sunnusal Hótel Sögu. Árni Heimir Ingólfsson tónlistar- fræðingur kynnir efnisskrá kvöldsins. Verð 1000 kr. Súpa og brauð innifalið. Allir velkomnir. ÞÓRUNN Sigurðardóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykja- vík, opnaði í gær vef um samtíma- myndlist á slóðinni www.tim- irymi.is. Vefurinn var unninn á vegum Menningarráðs Austur- lands í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og hefur að geyma upp- lýsingar um myndlistarhluta Listahátíðar í Reykjavík, sýning- arstaði, sýnendur og fleira.Vef- urinn er styrktur af mennta- málaráðuneytinu og er unninn af fyrirtækjum á Austurlandi og verður í framtíðinni menningar- og listavefur fyrir Austurland. Vefur Listahátíðar opnaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.