Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Að minnsta kosti 73 Írakar týndu lífi og meira en 160 særðust í fjölda hryðjuverkaárása í Bagdad og víðar í landinu í gær. Hefur þessum árás- um, stórum og smáum, stórfjölgað eftir tilkomu nýrrar ríkisstjórnar í landinu, eru nú um 70 á dag og mannfallið það, sem af er mánuðin- um, líklega komið á fimmta hundr- aðið. Á sama tíma halda bandarískir hermenn uppi mikilli sókn gegn skæruliðum í vesturhluta landsins og segjast hafa fellt allt að 100 þeirra. Fyrsta bílsprengjan sprakk á markaðstorgi í Tikrit, heimabæ Saddams Husseins, fyrrverandi for- seta, og varð hún 31 manni að bana, aðallega óbreyttum borgurum, og um 66 særðust. Var skelfilegt um að litast eftir sprenginguna, sundur- tætt lík og hlutar úr bílnum, fatn- aður og blóð um allt. „Þetta á ekkert skylt við heilagt stríð,“ sagði Zeid Hamad, sem varð vitni að blóðbaðinu. „Hér voru hvorki bandarískir né íraskir her- menn, aðeins óbreyttir borgarar að leita sér að vinnu til að geta fram- fleytt sér og fjölskyldunni.“ Sagt er, að árásarmaðurinn hafi ekið inn í mannfjöldann eftir að ör- yggisráðstafanir komu í veg fyrir, að hann gæti náð til lögreglustöðvar skammt frá. Í bænum Hawija, 240 km norður af Bagdad, komst maður með sprengju innanklæða framhjá ör- yggisvörðum og inn á skráningar- stöð írösku lögreglunnar og hersins. Þar sprengdi hann sig upp innan um fjölda manns og varð að minnsta kosti 30 að bana. Um 35 særðust. Aukið mannfall meðal Bandaríkjamanna Í Bagdad sprungu fjórar bíl- sprengjur og voru sjálfsmorðsárás- armenn í þremur þeirra. Sprakk ein þeirra við lögreglustöð og týndu þar fjórir menn lífi og 14 slösuðust. Í borginni Basra í Suður-Írak eyði- lagðist stór áburðarverksmiðja í mikilli sprengingu en ekki var vitað um nema eitt dauðsfall þar. Á þriðja tug manna særðist. Hér hafa aðeins verið tíndar til alvarlegustu árásirn- ar en þær voru miklu fleiri vítt og breitt um Írak. Árásirnar að undanförnu hafa einkum beinst að íröskum her- og lögreglumönnum og að sjítum, óbreyttum borgurum. Mannfall meðal bandarískra hermanna hefur hins vegar líka aukist mikið en að- eins á tveimur eða þremur dögum, frá laugardegi fram á mánudag, hafa 15 þeirra fallið í valinn. Aukin spenna og öryggisleysi Eru þessar árásir farnar að valda öryggisleysi og vaxandi ótta meðal Íraka en Bayan Baqir Jabr, hinn nýi innanríkisráðherra, sagði í gær, að nefnd lögreglu- og herforingja hefði verið falið að hrinda í framkvæmd áætlun um vernd íraskra borga. Hann nefndi þó ekki í hverju hún yrði fólgin eða hvenær hún kæmi til. Bandaríkjamenn hafa frá því á laugardag haldið uppi sókn gegn skæruliðum og stuðningsmönnum hryðjuverkamannsins Abu Musab al-Zarqawis en þeir hafa hreiðrað um sig í Anbar-héraði við sýrlensku landamærin. Talið er, að margir þeirra hafi flúið þangað eftir atlögu Bandaríkjamanna að borgunum Fallujah og Ramadi og svæðið er sagt ein helsta inngönguleið er- lendra skæruliða til Íraks. Skæruliðar í einkennisbúningum? Bandaríkjamenn segjast hafa fellt allt að 100 skæruliða en fréttir eru um, að mótspyrna þeirra hafi verið óvenjulega hörð. James Conway, verkefnastjóri hjá bandaríska her- ráðinu, sagði í Washington í gær, að frést hefði, að sumir skæruliðanna hefðu verið í einkennisbúningum og með skotheld vesti. Vekti það grun- semdir um, að þjálfun þeirra væri önnur og meiri en skæruliða austar í landinu. Skæruliðar rændu í fyrradag hér- aðsstjóranum í Anbar, Raja Nawaf Farhan al-Mahalawi, og sögðu fjöl- skyldu hans, að honum yrði ekki sleppt fyrr en bandarískir hermenn kæmu sér burt. Blóðbaðið í Írak eykst stöðugt Meira en 70 manns týndu lífi í gær og meira en 400 síðasta hálfa mánuðinn  Árásirnar hafa verið að meðaltali um 70 á dag að undanförnu og vaxandi spennu farið að gæta í landinu Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is Reuters Bandarískir hermenn á vettvangi eftir bílsprengingu í Mansour-hverfinu í Bagdad. Breitt hefur verið yfir lík eins þeirra sem þar létu lífið.                                      !"  #$$  !  "   " %&   ! ""   !"  " %  ' (  ) &   *+ *, -$ *$ * * *. ,, -- -$ /    0123      ’Þetta á ekkert skyltvið heilagt stríð. Hér voru hvorki bandarískir né íraskir hermenn, að- eins óbreyttir borgarar að leita sér að vinnu til að geta framfleytt sér og fjölskyldunni‘ Miami. AFP. | Stjórnvöld í Bandaríkjunum standa nú frammi fyrir erfiðu máli, sem er Posada Carriles, kúbverskur andstæðingur Castros Kúbuforseta, en hann hefur nú sótt um hæli í Bandaríkjunum. Á Kúbu og í Venesúela er hins vegar litið á hann sem hryðjuverkamann og hann sakaður um að hafa sprengt upp kúbverska farþegaþotu 1976 með 73 mönnum innanborðs. Yfirvöld á Kúbu og í Venesúela hafa kraf- ist þess, að Carriles verði framseldur og segja, að verði það ekki gert, sé ljóst, að hryðjuverkastríð George W. Bush Banda- ríkjaforseta sé bara „skrípaleikur“. Ekki bætir úr skák fyrir Bandaríkja- mönnum í þessu máli, að í bandarískum skjölum, sem leyndinni var svipt af nú í vik- unni, er gefið í skyn, að Carriles hafi komið að hryðjuverkinu 1976. Í skjölum, sem dag- sett eru daginn eftir hryðjuverkið, er haft eftir ónefndum heimildamanni, að Carriles og maður að nafni Orlando Bosch hafi skipulagt sprenginguna í farþegaþotunni. Í enn öðrum skjölum segir, að Carriles hafi verið á launaskrá CIA, bandarísku leyni- þjónustunnar, að minnsta kosti frá 1965 til 1976. Slapp úr fangelsi og komst hjá réttarhöldum Carriles, sem er efnafræðingur að mennt, var á sínum tíma handtekinn í Venesúela en tókst að flýja áður en réttarhöld áttu að hefjast yfir honum 1985. Síðar var hann handtekinn í Panama fyrir samsæri um að myrða Castro á leiðtogafundi í Panamaborg en var síðan náðaður af þáverandi forseta landsins, Mireya Moscoso. Castro Kúbuforseti hefur boðað til mikils útifundar í Havana í næstu viku vegna þessa máls en Carriles er einnig sakaður um að hafa skipulagt sprengjutilræði í hót- elum þar í borg 1997 en þau urðu meðal annars einum ítölskum ferðamanni að bana. Segjast ekki vita um verustað Carriles Tom Casey, talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins, sagði á mánudag, að ekki væri vitað hvar Carriles væri niður- kominn en Castro hæddist að þeirri yfirlýs- ingu í fyrradag. Sagði hann, að Bandaríkja- menn hefðu 15 njósnastofnanir með 180.000 manns til að gæta öryggis lands og þjóðar en hefðu samt ekki hugmynd um verustað Carriles. Því tryði ekki nokkur maður. Bandaríska stórblaðið New York Times fjallaði um þetta mál í fyrradag og skoraði á Bandaríkjastjórn að framselja Carriles svo hann yrði látinn svara til saka fyrir hryðju- verk, sem blaðið sagði, að hann hefði sjálfur viðurkennt. Að öðrum kosti væri kominn upp hættulegur tvískinnungur í hryðjuverkastríðinu. Bandaríkjastjórn í erfiðri klípu Kúba og Venesúela krefjast framsals manns sem sakaður er um hryðjuverkastarfsemi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.