Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 45 Kringlunni — Smáralind (Jack & Jones) Útskriftartilboð Paki jakkaföt kr. 16.900 E N N E M M / S ÍA FORSALA á Star Wars Episode III: Re- venge of the Sith hófst í gær samtímis í sex kvikmyndahúsum um land allt. Myndin verður frumsýnd 20. maí. Þetta eru kvikmyndahúsin Smárabíó, Regnboginn og Laugarásbíó í Reykja- vík og Borgarbíó Akureyri, Selfossbíó og Sambíóin Keflavík. Myndin verður reyndar frum-frumsýnd í kvikmynda- húsinu Skjaldborg á Patreksfirði hinn 18. maí, en Patreksfirðingar hafa ný- lokið við að endurnýja húsið og sýning- artæki og af því tilefni var ákveðið að Vestfirðingar yrðu fyrstir landsmanna til að berja dýrðina augum. Aldrei hefur verið meira sætafram- boð í boði yfir opnunarhelgi á kvik- mynd á Íslandi, alls 24.289 sæti, og aldrei hefur verið boðið upp á eins marga sýningartíma á einni opn- unarhelgi, en yfir 100 sýningar standa landsmönnum til boða fyrstu sýning- arhelgina. Stemningin í kringum þessa síðustu mynd Stjörnustríðsbálksins er mikil og aðdáendur um allan heim eru nú í miðju kafi við að undirbúa hátíð- arhöldin. Fyrstu umsagnirnar um Re- venge of the Sith hafa flestar verið já- kvæðar, ólíkt umsögnum gagnrýnenda um síðustu tvær myndirnar í röðinni, Attack of the Clones og The Phantom Menace en forsýningar fyrir gagnrýn- endur hafa staðið yfir að undanförnu. Forsala á Revenge of the Sith Reuters Þessi stormsveitarmaður ákvað að drepa tímann fram að frumsýningu með búðarápi. L eiðtogi bandarísku neð- anjarðarrokksveit- arinnar Brian Jon- estown Massacre, Anton Newcombe, er staddur hérlendis um þessar mundir. Auk þess að vera mik- ilvirkur tónlistarmaður er hann plötusnúður og ætlar að koma fram sem slíkur á Sirkusi við Klapparstíg í kvöld. Hann burð- aðist með margar þungar plötu- töskur með sér til landsins, þrátt fyrir langt ferðalag en Anton er búsettur í Los Angeles. Henrik Björnsson, forsprakki Singapore Sling, er tengiliður Antons á Ís- landi. Þeir komust í kynni vegna þess að hljómsveitir þeirra spiluðu saman á tónleikum í New York. Anton kom á sunnudagsmorgni til Íslands og dvelur hér frameftir maí. Hann var ekki lengi aðgerð- arlaus því hann bauðst til að standa vaktina við plötuspilarana á Sirkusi á mánudagskvöldið og fékk góðar viðtökur. Vænta má að stuðið verði ekki minna í kvöld. „Henrik var að spila á fyrstu æfingunni með nýjum trommara svo ég vildi draga mig í hlé. Ég ákvað að fara aftur á Sirkus og spyrja hvort ég mætti spila tónlist ókeypis og það var samþykkt,“ segir Anton en Henrik upplýsir að nýi trommarinn í Singapore Sling heiti Björn Viktorsson. „Það var rosalega mikið stuð og mikið af fólki. Þetta minnti á helg- arstuð og fólk virtist vera að skemmta sér. Ég kom með svona margar plötur til að geta deilt þessari tónlist sem ég elska með öðrum.“ Hvernig tónlist spilarðu? „Ég hef áhuga á allri tónlist nema kannski þungarokki. Ég get spilað tónlist sem ég hef ekki gaman af en aðrir elska. Mér finnst gaman að skipta á milli tegunda. Ég fer kannski úr djassi í hústónlist en það kunna ef til vill ekki allir að meta það. Fólk getur verið til- gerðarlegt hvað smekk á listum varðar,“ segir hann en bætir við að kjarninn sé alltaf rokk og ról. Anton segist alltaf vera að vinna að einhverjum verkefnum og er plata með Brian Jonestown Massacre væntanleg. „Ég tek vinnuna mjög alvarlega og legg mikið á mig. En samt er þetta ekki eins og venjuleg vinna því ég elska að gera þetta. Ég er hepp- inn að fá að starfa við þetta,“ seg- ir hann. Viðtalið fór fram á kaffihúsi í miðborginni um hádegisbilið en planið var hjá Henriki og Antoni að fara í bíltúr um Suðurland síð- ar um daginn. Anton vill endilega sjá eitthvað af landinu auk þess að kynnast menningarlífinu. „Við Henrik erum líka að plana samstarf. Mig langar líka að hjálpa honum að koma Singapore Sling frekar á framfæri í Banda- ríkjunum, þetta er svo stórt land,“ segir hann. „Ég kynntist tónlist Singapore Sling í gegnum plötu- fyrirtækið sem ég var hjá. Ég hlustaði á tónlistina áður en hún kom út í Bandaríkjunum. Ég kunni líka að meta tónlistina því við eigum ýmislegt sameiginlegt.“ Antoni finnst mikilvægt að styðja við upprennandi hljóm- sveitir. „Ég tek peningana sem ég hef fengið útúr tónlistinni minni og nota þá til að gefa út nýjar hljómsveitir. Mér finnst mikilvægt að styðja við ungar hjómsveitir. Þetta er eins og lífkerfi og það þarf ýmislegt til að skapa rétta umhverfið.“ Hvað hefurðu lært um Ísland síðan þú komst? „Ég hef lært að maður þarf að setja tvo poka utan um vodka þegar maður kaupir flösku. Það varð slys og tveir lítr- ar brotnuðu á gangstéttinni og lak útum allt. Ég held ég reyni þetta ekki aftur.“ Tónlist | Forsprakki Brian Jonestown Massacre spilar á Sirkusi í kvöld Rokk og ról Morgunblaðið/Eyþór Anton Newcombe er staddur hérlendis til að kynna sér íslenskt menning- arlíf og gerir það m.a. með því að spila á Sirkusi í kvöld. Anton Newcombe þeytir skífum á Sirkus við Klapparstíg í kvöld. www.brianjonestownmassacre- .com Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur ingarun@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.