Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Sigurður Jónssonfæddist í Reykja- vík 4. janúar 1925. Hann lést á Land- spítala – háskóla- sjúkrahúsi í Fossvogi 3. maí síðastliðinn. Faðir hans var Jón Sigurðsson raffræð- ingur, f. 22. febr. 1884, d. 4. júlí 1928, sonur Sigurðar Jens- sonar prófasts í Flat- ey á Breiðafirði, og Guðrúnar Sigurðar- dóttur. Móðir Sig- urðar var Ólöf Guð- rún Sigurðardóttir, f. 7. febr. 1903, d. 14. júní 1954, dóttir Sig- urðar Bjarnasonar, sjómanns í Reykjavík, og Oddnýjar Sigríðar Jónasdóttur. Fósturfaðir Sigurð- ar var Albert P. Goodman sendi- ráðsfulltrúi, f. 22. okt. 1906, d. 24. júní 1967, sonur Lárusar Guð- mundssonar og Ingibjargar Guð- mundsdóttur í Winnepeg í Kan- ada. Systir Sigurðar er Oddný Sigríður Jónsdóttir, f. 28. okt. 1926. Sigurður kvæntist 11. ágúst 1951 Guðlaugu Ágústu Hannes- dóttur, f. 4. mars 1926. Börn þeirra eru: 1) Jón Sigurðsson, f. 11. nóv. 1954, kvæntur Unu Ey- þórsdóttur, f. 23. febr. 1955; dæt- ur þeirra eru Hjördís og Ásdís. 2) Hannes Sigurðsson, f. 3. mars 1960, kvæntur Sesselju Guð- mundsdóttur, f. 29. sept. 1961; dætur þeirra eru Guðný og Hug- rún. 3) Ólöf Guðrún Sigurðardótt- ir, f. 17. okt. 1961. 4) Albert Páll Sigurðs- son, f. 17. okt. 1961, kvæntur Rannveigu Sigurðardóttur, f. 3. nóv. 1962. Dóttir Al- berts er Ingibjörg, móðir Iðunn Gests- dóttir. Albert og Rannveig eiga börn- in Sigurð Jens, Þor- stein Ívar og Guð- laugu Evu. Sigurður lauk stúdentsprófi frá stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík 1945. Hann lauk námi í lyfjafræði (Exam. pharm) frá Há- skóla Íslands 1949. Hann var í verknámi í Ingólfsapóteki árin 1946–1949 og lauk Cand. pharm námi frá Danmarks Farmaceut- iske Høgskole 1953. Sigurður var aðstoðarlyfjafræðingur í Apóteki Vestmannaeyja og Ingólfsapóteki 1949–1951. Hann var lyfjafræð- ingur í Ingólfsapóteki 1953–l955 og í Vesturbæjarapóteki l955– 1967. Sigurður hóf störf hjá H. Ólafsson & Bernhöft fyrir Ho- echst Danmark A/S árið 1967 og vann við það fyrirtæki til starfs- loka 1993. Sigurður var prófdómari í lyfjafræði lyfsala við Háskóla Ís- lands 1964–1967 og ritari Lyfja- fræðingafélags Íslands 1959– 1960. Útför Sigurðar verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Af eilífðar ljósi bjarma ber, sem brautina þungu greiðir. Vort líf, sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir. Og upphiminn fegri en augað sér mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Ben.) Í dag kveðjum við elskulegan tengdaföður til margra ára, Sigurð Jónsson. Þegar við kynntumst hon- um fyrst var hann á miðjum aldri, börnin komin til manns og barna- börnin að koma til sögunnar. Það sem einkenndi Sigurð, eða Sigga eins og hann var jafnan kall- aður í okkar hópi, var áhuginn á öll- um nýjungum, sérstaklega ef það tengdist vísindum eða tæknibúnaði. Ljósmyndun var á árum áður eitt af hans helstu áhugamálum, enda hafði hann næmt auga fyrir myndefninu. Hann var góður faðir og ávallt reiðubúinn til þess að aðstoða og út- rétta fyrir börnin sín og síðar barna- börn. Siggi var einstaklega blíður og tilfinninganæmur maður og sagði sjálfur að falleg tónlist gæti auð- veldlega grætt hann. Það var einnig stutt í glettnina og var hann hrókur alls fagnaðar á mannamótum. Allt sem hann tók sér fyrir hend- ur var gert af mikilli fagmennsku og nákvæmni, sama hvaða málefni voru tekin fyrir voru þau skráð í tölvuna og afrit sett í skjalaskáp. Siggi starf- aði sem lyfjafræðingur í apóteki Vestmannaeyja, Ingólfsapóteki og Vesturbæjarapóteki. Síðar starfaði hann hjá H. Ólafsson & Bernhöft fyrir þýska fyrirtækið Hoechst hér á Íslandi og gerði það af mikilli trú- mennsku og alúð, enda fannst fjöl- skyldunni stundum nóg um þegar umræður um fyrirtækið og velferð þess áttu sér stað innan veggja heimilisins. Líf Sigga var ekki alltaf dans á rósum því hann missti föður sinn þriggja ára gamall og varð móðir hans ekkja aðeins 25 ára með tvö lít- il börn, Sigurð og systur hans Odd- nýju á öðru ári. Það var einkar kært á milli systkinanna og nutu þau um- hyggju Guðrúnar föðurömmu, Ólaf- ar föðursystur og manns hennar Ólafs Sveinssonar í Garðastræti þar sem þau bjuggu öll. Síðar giftist móðir hans Alberti P. Goodman og gekk hann þeim systkinum í föður- stað og reyndist þeim góður faðir. Siggi sagði okkur oft frá sveitar- dvöl sinni í Breiðuvík á Snæfellsnes- inu þar sem hann var ein níu sumur. Sú dvöl mótaði hann og skildi eftir sig góðar minningar, enda heimsótti Siggi sveitina sína á hverju ári. Leiðin lá í Menntaskólann í Reykja- vík og hefði hann fagnað 60 ára stúd- entsafmæli á þessu ári. Að loknu stúdentsprófi fór hann í lyfjafræði við Háskóla Íslands og eftir útskrift vann hann í nokkur ár til þess að geta farið í framhaldsnám í lyfja- fræði til Danmerkur, en þaðan út- skrifaðist hann 1953 við góðan orðs- tír. Ekki verður rætt um Sigga án þess að minnast á lífsförunaut og eiginkonu hans Guðlaugu Ágústu Hannesdóttur, sem var án efa mesta gæfa hans í lífinu. Þau hjónin voru samtaka í því að koma börnum sín- um til manns og höfðu með sér óformlega verkaskiptingu í því efni. Siggi sá um útréttingar en Lauga um uppeldið og hélst sú skipting alla tíð. Ekki verður þó annað sagt en að þetta samstarf hafi heppnast með ágætum og má sjá árangurinn í frambærilegum börnum og sterkum fjölskylduböndum. Okkur tengda- dætrunum var einstaklega vel tekið og hefur það veitt okkur mikla ánægju að verða hluti af fjölskyld- unni. Við kveðjum góðan tengdaföður með söknuði og þökkum fyrir sam- veruna. Minning þín er ljós í lífi okk- ar. Una Eyþórsdóttir, Sesselja Guðmundsdóttir, Rannveig Sigurðardóttir. Við barnabörnin minnumst afa Sigga af mikilli ást og hlýhug og fannst okkur hann vera besti afi í heimi. Hann sýndi okkur ætíð blíðu og væntumþykju og var óspar á að hrósa okkur og hvetja. Afi Siggi var glaðlyndur og skemmtilegur. Hann elskaði tæki og tól og augu hans ljómuðu þegar hann sagði okkur frá nýjustu tækni og vísindum. Afi var mikill sælkeri og deildi þeim áhuga með barna- börnunum. Hann var einnig mikill dýravinur og náttúruunnandi. Við áttum margar góðar stundir með afa og ömmu heima hjá þeim þar sem við gistum oft og ýmislegt var brallað og einnig á ferðalögum um landið. Við minnumst góðra stunda í Flatey á Breiðafirði með afa Sigga, Ossý frænku og fjölskyldum þeirra þegar unnið var að uppbygg- ingu Klausturhóla, sem afi þeirra systkina, séra Sigurður Jensson, hafði byggt. Afi var mjög veikur síðustu mán- uðina og fannst okkur hann kveðja allt of fljótt. Við munum sakna hans innilega, en minningin um góðan afa lifir áfram. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring, sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Hvíldu í friði, elsku afi. Hjördís, Ásdís, Guðný, Hugrún, Ingibjörg, Sigurður Jens, Þorsteinn Ívar, Guðlaug Eva. Andlát Sigurðar Jónssonar mágs míns kom ekki óvænt. Hann hafði átt við alvarleg veikindi að stríða undanfarin misseri, sem unnið höfðu hægt og bítandi á þreki hans og lífs- þrótti. Margar eru þær minningar, sem upp í hugann koma eftir yfir hálfrar aldar kynni eða frá því er systir mín Guðlaug og hann gengu í hjónaband sumarið 1951. Þá kynnt- ist ég Ólöfu móður Sigurðar og fóst- urföður Alberti Goodman og hinu glæsilega og listræna heimili þeirra í Garðastræti. Í sama húsi bjó föð- ursystir Sigurðar, Ólöf Sigurðar- dóttir og maður hennar Ólafur Sveinsson, skipaskoðunarstjóri. Það var mikill lærdómur og reynsla, sem fylgdi því að tengjast fjölskylduböndum þessu merka fólki. Ljúfmennska Ólafar móður Sigurðar og Alberts manns hennar var einstök og miklir höfðingjar voru þau heim að sækja. Minnisstæð eru mér málverkin eftir okkar fremstu myndlistarmenn, sem prýddu veggi heimilisins. Afi Sigurðar var Sigurður Jens- son prófastur í Flatey á Breiðafirði. Einhver fallegasta mannlýsing, sem ég hef augum litið, er lýsing Hall- dórs Kiljans Laxness á séra Sigurði. Honum kynntist Halldór innan við tvítugt, þegar hann kom til Flateyj- ar í fyrst sinn. Í bók sinni Dagleið á fjöllum segir hann frá kynnum sín- um „af þessum þögula höfðings- anda, þessum suðræna öðlingi með SIGURÐUR JÓNSSON Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Okkar elskulegi faðir, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir og mágur, JÓN B. KVARAN loftskeytamaður, Laugarásvegi 66, Reykjavík, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut miðvikudaginn 4. maí. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 13. maí kl. 11.00. Hrafnhildur E.K. Egilsson, Gunnar Ó. Kvaran, Sigríður Þ. Kvaran, Elísabet M. Kvaran, Þorvaldur G. Kristjánsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KRISTINN GUÐLAUGUR HERMANNSSON, Jörfalind 4, Kópavogi, áður til heimilis Molastöðum, Fljótum, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 13. maí kl. 13.00. Inga Jóna Stefánsdóttir, Sigríður Sóley Kristinsdóttir, Bjarni Heimir Traustason, Heiðrún Meldal Kristinsdóttir, Selma Hrönn Kristinsdóttir, Ólafur Kári Júlíusson, Stefán Þór Kristinsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, teng- dafaðir og afi, SIGFÚS MAGNÚS STEINGRÍMSSON, Fossvegi 15, Siglufirði, verður jarðsunginn frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 14. maí kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á Krabbameinsfélag Íslands. Sædís Eiríksdóttir, Steingrímur Sigfússon, Kolbrún Jónsdóttir, Ester Sigfúsdóttir, Jón Jónsson, Eiríkur Sigfússon, Margrét Kristinsdóttir og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, JÓNA M. SIGURJÓNSDÓTTIR, Skildinganesi 4, Reykjavík, verður jarðsungin frá Neskirkju föstudaginn 13. maí kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarsjóði barna. Þórður M. Adólfsson, Sólborg H. Þórðardóttir, Atli Karl Pálsson, Sigurjón Þórðarson, Hrafnhildur Garðarsdóttir, Ragnheiður M. Þórðardóttir, Jón Oddur Magnússon, Gróa María Þórðardóttir, Baldvin Kárason, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, ELÍN J. JÓNASDÓTTIR kennari, Sóltúni 2, Reykjavík, lést þriðjudaginn 10. maí sl. Jarðarförin fer fram frá Háteigskirkju miðviku- daginn 18. maí kl. 13.00. Jónas Finnbogason, Kristín Arnalds, Edda Finnbogadóttir, Guðgeir Pedersen, Matthías Axelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.