Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR www.plusferdir.is N E T Hlí›asmára 15 • 201 Kópavogur • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is á Elimar í 7 nætur.á Pil Lari Playa í 7 nætur. Verð frá 35.800 kr.* Portúgal 13. júní, 11. júlí og 1. ágúst 48.200 kr. ef 2 ferðast saman. Verð frá 34.930 kr.* Mallorca 1. júní, 13. júlí og 10. ágúst 46.730 kr. ef 2 ferðast saman. á Santa Clara í 7 nætur. Verð frá 39.560 kr.* Costa del Sol 9. júní, 7. júlí og 18. ágúst 49.830 kr. ef 2 ferðast saman. á Res Madrid í 7 nætur. Verð frá 46.620 kr.* Feneyska Rivieran 1. júní, 6. júlí og 17. ágúst 63.620 kr. ef 2 ferðast saman. Innifalið er flug, gisting, fararstjórn erlendis og flugvallarskattar. *Verðdæmi miðast við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman. KÓRANINN SVÍVIRTUR? Efnt var til mótmæla í Jalalabad í Afganistan í gær vegna fréttar í Newsweek um að bandarískir her- menn á Kúbu hafi svívirt Kóraninn til að hrella múslímafanga. Fjórir féllu í átökunum og mikið eignatjón varð í borginni. Sumarið er komið á Alþingi Fjöldi frumvarpa varð að lögum í gær á lokadegi 131. löggjafarþings. Alþingismenn eru nú farnir í sum- arfrí og snúa ekki aftur fyrr en í október. Hylltu Blair Tony Blair, leiðtoga Verkamanna- flokksins og forsætisráðherra Bret- lands, var ákaft fagnað á fyrsta fundi þingflokksins eftir kosningar í gær. Andstæðingar Blairs í flokknum hafa krafist þess að hann viki. Vinstra frjálslyndi? Gunnar Örn Örlygsson vill meina að Frjálslyndi flokkurinn sé vinstri flokkur. Þess vegna hefur hann ákveðið að yfirgefa flokkinn og ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Stærsta skuldabréfaútgáfa Kaupþing seldi skuldabréf fyrir rúma 83 milljarða króna í gær. Það er stærsta skuldabréfaútgáfa sem íslenskur útgefandi hefur ráðist í. Færri komust að en vildu en skuldabréfaútboðinu lauk í gær. Y f i r l i t Kynningar – Með Morgunblaðinu í dag fylgir blaðið Norðurland 2005. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #           $         %&' ( )***                    Í dag Sigmund 8 Forystugrein 25 Fréttaskýring 8 Viðhorf 28 Úr verinu 14 Umræðan 28/30 Erlent 16/17 Minningar 30/36 Minn staður 18 Myndasögur 40 Höfuðborgin 19 Dagbók 40/42 Austurland 19 Staður og stund 42 Akureyri 20 Leikhús 44 Suðurnes 20 Bíó 46/49 Menning 21, 43/44 Ljósvakamiðlar 50 Neytendur 22/23 Veður 51 Daglegt líf 24/25 Staksteinar 51 * * * KVIÐDÓMUR í Flórída í Banda- ríkjunum hefur dæmt Sebastian Young fyrir að myrða Lucille Yvette Mosco, hálfíslenska konu, á heimili hennar og fyrir að reyna að myrða son hennar sem þá var 16 ára. Eftir er að taka afstöðu til þess hvort hann verður dæmdur til dauða eða til ævilangrar fangelsisvistar án möguleika á reynslulausn. Sebastian Young, fyrrverandi eig- inmaður Lucille, braust inn til henn- ar 14. mars 2003 og skaut hana til bana með haglabyssu. Syni hennar, Jóni Atla Júlíussyni, tókst að flýja út úr húsinu en á flóttanum skaut Young hann í bakið, barði hann með byssuskeftinu og stakk hann nokkr- um sinnum. Jón Atli bar vitni gegn Young og í samtali við Pensacola News Journal sagðist hann vonast til að Young yrði dæmdur til dauða. „Hvert bein í líkama mínum kallar á að hann verði dæmdur til dauða,“ sagði hann. „Undanfarin tvö ár hafa verið þau verstu í lífi mínu.“ Lucille Mosco átti íslenska móður og var íslenskur ríkisborgari. Hún fæddist í Bandaríkjunum árið 1965 og fluttist ung til Íslands og árið 1989 giftist hún íslenskum manni og eignaðist með honum soninn Jón Atla. Þau skildu og árið 1995 fluttist hún til Pensacola í Flórída. Hún giftist síðar Sebastian Young en þau höfðu slitið samvistum þegar hann réðst inn á heimili hennar. Áður hafði hann hótað henni lífláti og of- sótt í talsverðan tíma og strax eftir morðið gagnrýndu ættingjar hennar lögreglu fyrir að taka hótanir hans ekki alvarlega. Málið hefur vakið upp efasemdir um hvaða vernd dómskerfið getur veitt konum sem verða fyrir ofbeldi af hálfu maka síns. Tvö nálgunarbönn Í frétt PNJ kemur fram að Luc- ille Mosco hafði tvívegis óskað eftir og fengið sett nálgunarbann á Yo- ung eftir líflátshótanir hans og varð hann að halda sig í a.m.k. 500 feta fjarlægð frá heimili hennar. Hann var handtekinn eftir að hann braut gegn nálgunarbanni en var fljótlega sleppt aftur með þessum hörmulegu afleiðingum. „Það var mjög mikil- vægt að fá þennan dóm,“ sagði Dav- id Rimmer saksóknari. Mosco „hefði gripið til allra þeirra lagalegu úr- ræða sem hún hafði. Hann (Young) hélt einfaldlega áfram að brjóta gróflega gegn úrskurðum dómskerf- isins. Hann var ákveðinn í að enginn dómur myndi stöðva hann. Hann of- sótti hana þar til hann varð henni að lokum að bana,“ sagði hann. Í fréttinni kemur einnig fram að haglabyssuna, sem Young beitti, hafði Lucille Mosco fengið að gjöf frá bróður sínum sjálfri sér til verndar. Dæmdur fyrir morð á hálfíslenskri konu Eftir að skera úr um hvort dauðarefsingu verður beitt FRUMFLUTNINGUR á verki hins þekkta þýska listamanns, kvik- myndagerðarmanns og leikstjóra Christoph Schlingensief verður í Klink og Bank á laugardaginn á opn- unardegi Listahátíðar í Reykjavík. Verkið ber heitið Animatograph, Iceland edition „House of Obsess- ion“ og hefur listamaðurinn unnið það að hluta til hér á landi. Þetta verkefni er framlag austur- rísku hertogaynjunnar Francescu von Habsburg og stofnunar hennar, T-B A21 í Vín, í samstarfi við Lands- banka Íslands, til Listahátíðar og Klink og Bank. Schlingensief, Francesca von Habsburg og Björgólfur Guðmunds- son, formaður bankaráðs Lands- bankans, kynntu verkið og samstarf- ið um frumflutning þess hér á landi á fréttamannafundi í Klink og Bank í gær. Verður sýnt í fjölmörgum löndum á næstu mánuðum Alls koma 18 manns að uppsetn- ingu verksins hér, m.a. allmargir ís- lenskir listamenn, bæði frá Klink og Bank og Þjóðleikhúsinu, sem er einnig samstarfsaðili að verkefninu. Schlingensief sagði að dvöl hans hér á landi hefði verið mjög áhuga- verð og lærdómsrík. Hann sagðist koma til Íslands bæði sem listamað- ur og sem ferðamaður og hann hafi lært margt af ungu listafólki sem hann hefur unnið með hér. „Ég finn að hér er mikil orka,“ sagði hann. Verkið er að hluta til kvikmynd, sem varpað er á hringsvið þar sem ýmsar verur eru á kreiki. Kom fram á kynningunni í gær að kvikmynda- tökurnar eru að mestu teknar á Ís- landi. Vinnur leikstjórinn út frá ýmsum minnum úr verkum Wagn- ers, afrískum trúarhefðum, Íslend- ingasögunum og íslenskum sam- tíma. Þegar hefur verið ákveðið að nýja verkið verði sýnt í Vín, Berlín og New York og Schlingensief greindi frá því í gær að hann færi einnig með Animatograph til Namibíu í október eða nóvember. Mun verkið þróast og breytast á hverjum stað. Kom fram í máli von Habsburg að óskir hefðu borist frá ýmsum fleiri aðilum í öðr- um löndum um að fá verkið til sýn- ingar, m.a. í Los Angeles. Hún sagð- ist vonast til að frumflutningur verksins á Íslandi yrði mikilsvert framlag til Listahátíðar í Reykjavík, sem hefði þegar skipað sér sess sem alþjóðlegur listviðburður. Björgólfur sagði mjög ánægjulegt fyrir Landsbankann að fá að vera með í samstarfi um þetta alþjóðlega verkefni og það væri sérstaklega spennandi að frumflutningur verks- ins skuli eiga sér stað á Íslandi. Morgunblaðið/Þorkell ALLT klárt fyrir frumsýningu Animatograph. Listamaðurinn Christoph Schlingensief í hópi samstarfs- og stuðn- ingsmanna í listasmiðju Klink og Bank í gær. F.v. Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka Ís- lands, Karen Widt, sem tekur þátt í flutningi verksins, Nína Magnúsdóttir, hússtýra í Klink og Bank, Francesca von Habsburg, hertogaynja í Austurríki, Christoph Schlingensief og Klaus Bayer, sem leikur í verkinu. Nýtt verk Schlingensief frumflutt í Klink og Bank SÚ nýbreytni verður nú á Hátíð hafsins í Reykjavík, að öllum gefst kostur á því að taka þátt í hinum árlega kappróðri, sem ann- ars hefur verið einskorðaður við áhafnir fiskiskipa og starfsfólk fiskvinnslustöðva. Boðið er upp á báta til æfinga og leiðbeiningar. Hátíð hafsins verður að vanda haldin fyrstu helgina í júní – Hafnardagur á laugardeginum og sjómannadagurinn á sunnudeg- inum, en þetta er í sjöunda skipt- ið sem þessir tveir viðburðir mynda saman Hátíð hafsins. Eins og undanfarin ár verður margt um að vera á Miðbakka Reykja- víkurhafnar; furðufiskasýning, sjómannalög – ný og gömul, ljós- myndasýningar, dorgveiðikeppni, kynning á iðnaði og íþróttum tengdum hafi og sjósókn – auk ýmissa skemmtiatriða. Líkt og áður er eitt aðalatriði dagskrár sunnudagsins róðr- arkeppnin í Reykjavíkurhöfn. Til að auka enn á spennu keppninnar verður almenningi nú gert auð- veldara fyrir að taka þátt í keppninni. Í fyrsta sinn er boðið upp á æfingaaðstöðu í ár í Naut- hólsvík á vegum Sigluness frá 11. maí fyrir 18 ára og eldri. Sjö manns skipa áhöfn hvers báts, sex róa og einn stjórnar. Væntanlegir keppendur hafa því þrjár vikur til að koma sér í keppnisform og halda heim með verðlaunapen- inga og glæsilegan bikar. Starfsfólk Sigluness mun að- stoða áhafnir bátanna við æfingar með búnað og leiðsögn. Æfing- artímarnir verða kl. 17–21. Allir geta nú tekið þátt í kappróðri á sjómanna- daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.