Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.003 WWW.BORGARBIO.IS Frá leikstjóra Die Another Day  Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.I 12 ÁRA Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. B.I 12 ÁRA  TV Kvikmyndir.is KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM Ridley Scott, leikstjóri Gladiator, færir okkur eina mögnuðustu mynd ársins!  ÓÖH DV Orlando Bloom, Liam Neeson og Jeremy Irons fara á kostum í epískri stórmynd. Missið ekki af þessari KINGDOM OF HEAVEN ORLANDO BLOOM Ridley Scott, leikstjóri Gladiator, færir okkur eina mögnuðustu mynd ársins! Orlando Bloom, Liam Neeson og Jeremy Irons fara á kostum í epískri stórmynd. Missið ekki af þessari Sýnd kl. 4 og 6. m. ísl taliSýnd kl. 10.15 . B.i. 14 ára. Sýnd kl. 8 og 10.30. Skráðu þig á bíó.is Sýnd kl. 5.45 og 8. kl. 4, 7 og 10. Sýnd kl. 5, 8 og 11. B.i. 16 ára. Frá leikstjóra Die Another Day Sýnd kl. 5.20 , 8 og 10.45. B.I 16 ÁRA  HL mbl  HL mbl l   DIARY OF A MAD BLACK WOMAN P latan Army of Sound- waves er frumraun rokksveitarinnar Lok- brár, sem hefur vakið athygli fyrir kraftmikla spilamennsku. Platan er komin í búðir og er formlegur útgáfudagur hennar í dag, á afmælisdegi móður Trausta Laufdal Aðalsteinssonar, söngvara og gítarleikara sveit- arinnar. Þessi plata á sér nokkurn aðdrag- anda en sveitin hefur starfað í nokk- ur ár eins og Trausti og Óskar Þór Arngrímsson trommuleikari upp- lýsa í viðtali. Upphafið var samstaf Baldvins Albertssonar hljómborðs- leikara og Óskars en þeir störfuðu saman að gerð tölvutónlistar þegar þeir rákust á Trausta, sem þá var í hljómsveitinni Moðhaus. „Við sáum þarna gríðarlega hæfileika og stál- um honum. Við urðum að fá hann,“ segir Óskar en þá tók við leit að bassaleikara. Oddur Ingi Þórsson smellpassaði inn í hljómsveitina og hafa þeir starfað fjórir saman sem einn mað- ur síðustu þrjú árin eða svo. „Við vorum búnir að sætta okkur við engan bassaleikara og vorum farnir að spila með hljómborð, gítar og trommur. Oddur krafðist þess að mæta á æfingu og við sömdum Nos- irrah þá. Eftir þetta kvöld var hann endanlega kominn í bandið,“ segir Trausti en lagið sem hann ræðir um er „Nosirrah Egroeg“ (George Harrison afturábak), og naut mik- illa vinsælda síðasta sumar. „Við vorum allir að syrgja Harrison mik- ið en þetta var skömmu eftir að hann dó. Við ákváðum að búa til lag honum til heiðurs,“ segir Óskar. Óslítanleg keðja Samstarfið gengur vel og líkir Óskar sambandinu við „óslítanlega keðju,við erum orðin heildin sem við vorum að leitast eftir að vera“ og kallar Trausti sambandið „fullkom- inn her“. „Við pössum saman fé- lagslega og andlega, getum hangið saman öllum stundum,“ segir Óskar og tekur Trausti undir þetta, „við erum tengdir við sömu bylgjuna“ en þessi samstilling skilar sér á tón- leikum. Strákarnir eru líka fæddir sama ár, 1983, og fagna því 22 ára afmæli á árinu. „Baldvin og Trausti eru fæddir sama dag, 1. maí, þannig að við erum byltingarbörn,“ segir Ósk- ar. Lögin á plötunni eru sum nokkuð gömul. „Fólk getur hlustað á plöt- una og farið yfir ágrip af síðustu þremur árum hjá okkur,“ segir Ósk- ar en elsta er „Nosirrah Egroeg“ en það yngsta er „Stop the music“, sem komst hátt á lista hjá Xfm og hefur myndband við lagið líka verið í spil- un á PoppTíví. „Rás 2 gerir mikið fyrir íslenska tónlist og Xfm er byrjað að spila mikið af nýrri íslenskri tónlist. Ís- lendingar hafa áhuga á Íslendingum og hvað þeir eru að gera. Fólk vill heyra íslenska tónlist,“ segja þeir. „Stop the music“ er tekið upp síð- asta sumar þegar dansrokkararnir í Franz Ferdinand hljómuðu hvar- vetna. „Þetta er svo mikið sumarlag. Við vorum í diskófílíng,“ segir Ósk- ar. „Við gátum ekki losnað við hann fyrr en við gáfum lagið út,“ bætir Trausti við. Strákarnir í Lokbrá pæla mikið í tónlist og segjast þeir lifa og hrær- ast í tónlist. „Við verðum að prófa allt, hvort sem það er sinfónía eða sítar, söngkonur eða tölvutónlist, þó það sé ekki nema eitt lag,“ segir Trausti enda prófar Lokbrá sig áfram með ýmsar tónlistarstefnur á plötunni. „Þetta er kántrí, diskó, rokk og ról, blús, þjóðlagatónlist, ballöður, popp,“ segir Óskar en samt sem áður hefur Lokbrá mjög ákveðinn hljóm. Áhrifavaldarnir eru margir en þeir segjast líka hafa áhrif hver á annan. „Fyrst vorum við að leita eft- ir áhrifum en núna hlustum við á hver annan. Við spilum mikið á til- finningar okkar og leitum meira inná við en útávið. Við erum alltaf að reyna að bæta okkur sem menn,“ segja þeir. Spila með hjartanu „Við liggjum ekki yfir neinum nótum,“ segir Óskar og Trausti bætir við: „Venjulega þegar við tök- um lög sem við eigum ekki er okkur bent á að við séum að spila þau vit- laust. Okkur er alveg sama. Við för- um ekki eftir neinum kerfum. Við brjótum reglurnar og búum til okk- ar eigin,“ segir hann og skýtur inn að það geti verið ástæðan fyrir Lok- brárhljómnum. „Við spilum nákvæmlega það sem okkur langar til að spila. Það er eng- in músíklögregla sem bannar okkur að gera eitthvað,“ segir Óskar. „Maður heyrir muninn á lærðum hljómsveitum og hljómsveitum eins og okkur sem kunna ekkert svo mikið. Við þurfum að spila á tilfinn- ingarnar,“ segir Trausti og Óskar tekur við: „Þetta er spurningin hvort þú spilar með hausnum eða hjartanu.“ „Við vorum ekkert rosalega klárir þegar við hittumst fyrst,“ segir Trausti. „Það nennti enginn að spila með mér og ég nennti ekki að spila einn. Það var svo gaman að hitta þessa menn sem nenntu að spila og mæta á æfingar og voru með metn- að. Maður varð betri og betri með hverri æfingunni,“ segir Óskar. Þeir segjast læra mikið á því að hlusta á eigin tónlist. „Við höfum lært að hlusta á það sem maður er að gera, ekki bara spila það,“ segir Óskar. „Við hlustum mikið á okkur sjálfa og pælum mikið í okkar eigin tón- list. Það er fátt sem ég hlusta á meira en okkur. Það er gaman ef maður getur lært af sjálfum sér,“ segir Trausti en vinnuferlið fer því oft fram á milli æfinga. „Við erum alltaf með hugann við Lokbrá. Þetta gefur okkur svo mikið,“ segir Óskar Þeir semja því lögin í sameiningu en Trausti semur textana enda syngur hann þá. „Það væri meiri uppgerð ef maður væri alltaf að syngja annarra manna texta.“ „Þetta er órjúfanlegur hringur, það er enginn stóri kallinn eða litli Tónlist | Fyrsta plata Lokbrár, Army of Soundwaves, kemur út í dag Hamingjusöm hljómsveit Trausti Laufdal Aðalsteinsson og Óskar Þór Arngrímsson úr Lokbrá upplýsa Ingu Rún Sigurðardóttur um hvernig ung rokksveit í Reykjavík starfar og segja frá hvernig her hljóðbylgnanna myndaðist. Ljósmynd/Sigurjón Guðjónsson Óskar, Baldvin, Oddur og Trausti í íslenskri fjöru en þessi mynd prýðir umslagið á nýju plötunni. Lokbrá hefur tekið þjóðlög á tónleikum og hefur séríslenskan hljóm og er þjóðlegt umslag því við hæfi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.