Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 27 hvernig hægt er ir þó ekki ein- landslag, heldur staða þess r sálfræði sem tiltekinn stað. gu máli hversu afskekktur hann ætíð fyrir gu sem Jöklu- nast allur fyrri nar mun brátt að – eða staði – engur til. Það má rungna dramatík gildi staðarins ð að jafnaði í rás, hvort held- lli minnisins eða órnmálalegra Það er þó sjald- kenndum hætti n hverfa, það er r af því við „lit- kvum honum i aðgengilegur er það óumflýj- ar og þess og náttúruna. Leggja áhersluna á umræðu um hvaða gildi eigi að velja til að stýra skilningi okkar á rými og stöðum – umræðu um hvernig samfélagið kýs að nota rými. É g held að við stöndum nú á krossgötum hvað varðar skilning okkar á rými. Við færumst frá skilningi módernistanna þar sem horft var til notagildis rýmis og fram- leiðslugetu þess. Þ.e.a.s. þessarar klass- ísku módernísku hugmyndar að vel heppnað rými (stað- ur) sé það sem getur af sér einhverskonar viðfang. Við erum sem sagt að hverfa frá þessari hugmynd að ann- arri þar sem vel heppnað rými er það sem felur í sér svigrúm fyrir mannleg eða félagsleg tengsl. Ef við heimfærum þetta yfir á enn kunnuglegri stað, má segja að hugmyndir okkar um vel heppnaða krá hafi áður markast af því hvort hún halaði inn mikla peninga eða ekki. Í dag snúast skilgreiningar okkar á vel heppn- uðum bar frekar um það hvort hægt er að eiga þar ánægjulega samfundi við annað fólk – peningarnir eru ekki alveg út úr myndinni en þeir eru afleiðing frekar en markmið. Við getum einnig notað Netið sem dæmi því í upphafi gætti þess misskilnings að fjárfesting í Netinu myndi skila arði af einhverskonar afurð – í mód- ernistískum skilningi – en það gerðist auðvitað ekki. Seinna kom ný hugsun til sögunnar er menn uppgötv- uðu að möguleikar Netsins fólust fyrst og fremst í því hvernig það tengir fólk. Það sama gildir um landslag. Framtíðarmöguleikar stórkostlegs landslags felast í því hvaða gildi við veljum að nota til að auka skilning okkar á rýminu. Þessi nýju gildi snúast ekki endilega um það sem við höfum hingað til horft til hvað varðveislu landslags varðar; það sem ég myndi vilja sjá er að rýmisleg gæði séu nýtt til þess að tengja fólk. Í stuttu máli; þá vil ég hverfa frá því að beita einungis viðhorfum notagildis og framleiðslu gagnvart náttúrunni. Að náttúruna beri að sigra, temja eða þróa þannig að hún gefi af sér peninga. Þetta á einnig við um viðhorf til hafsins og fiskveiða. Samt sem áður vil ég heldur ekki hallast að öfgunum í hina áttina; falla í þá gryfju að gefa náttúrunni rómantískan blæ, líta á hana sem frelsun eða hefja hana á stall sem goð- sögn. Ég vil skoða þriðju leiðina – vonandi nýja leið – og líta á landslag sem rými sem er sambærilegt við hvaða annað rými í samfélaginu; borgarrými, einka- rými, almenningsrými og þar fram eftir götunum. Hverju einasta rými af þessu tagi fylgir gildismat. Og við þurfum að gera það upp við okkur hvaða gildismati við beitum þegar við tölum um, notum, eða tengjumst hvort öðru í einhverju þeirra. Ég held því fram að eitt mikilvægasta gildi sem landslag hefur séu möguleik- arnir sem það býr yfir við að tengja fólk. Þetta hljómar auðvitað afstætt,“ segir Ólafur og hlær, „en er engu að síður satt!“ S kilningur okkar á rými er auðvitað afstæður, eins og Ólafur bendir á, enda þeir þættir sem við notum til að upplifa það og skilja mjög af- stæðir, ekki síst minnið og tilfinningar tengd- ar persónulegri reynslu. En þeirri fortíð- arþrá sem felst í því að vilja halda hlutum fullkomlega stöðugum – eins og þeir voru í gamla daga – hafnar Ólafur. Hann vill að landslagið hafi hlutverk sem kallast á við hlutverk annarra rýma í lífi okkar, en sé ekki að- skilið sem eitthvað upphafið og ósnertanlegt. „Það þýðir þó ekki að ég geti ekki tekið þátt í mun „línulegri“ umræðu um grundvallaratriði,“ segir hann, „ég vil gjarnan ræða siðfræði, ábyrgð og hverjir hafi rétt til að gera svo róttækar breytingar á einhverju sem í undirstöðuatriðum tilheyrir fólki framtíðarinnar. Það má merkja að hið almenna ástand landslagsins, náttúrunnar, þjóðgarða er vissulega metið meira en áð- ur. Þar að auki hafa hugmyndir okkar um náttúruna, stöðu hennar og verðgildi breyst hratt vegna þess hversu ósnortnum víðernum í heiminum fækkar ört. En samt sem áður er það svo að ef við lítum náttúruna þessum hefðbundnu augum, út frá ágengum, óbil- gjörnum sjónarmiðum hagnýtingar svæðis sem er jafn- viðkvæmt og sérstakt og víðernin á Íslandi, þá erum við að vísa til umræðu sem nær langt út fyrir þann pólitíska og hagræna ramma sem notaður var á Íslandi þegar ákvarðanir voru teknar um Kárahnjúkasvæðið. Sú umræða snýst ekki einungis um tiltekna eyðilegg- ingu, heldur einnig vegakerfin, raflínurnar og allt sem snertir eða skerðir hið einstaka ástand óbyggða Ís- lands. Í þessari umræðu þyrfti að horfa fjörutíu eða fimmtíu ár fram í tímann og reyna að meta hvaða verðgildi ósnortin náttúran muni hafa þá. Mín skoðun er sú að það verðgildi verði miklum mun meira heldur en ávinningurinn af því að hagnýta þetta landsvæði nú getur nokkurn tíma orðið. S ú staðreynd að Ísland er mótað af hugs- unarhætti eyjaskeggja, er ef til vill mikið ólán í þessu tilliti. Þjóðina skorti tilfinn- anlega hæfileikann til að sjá sig utan frá, sjá hversu lítið landið er í samhengi við um- hverfið. Afleiðingin er sú að hér eru teknar vanhugs- aðar ákvarðanir. Fólk er blint fyrir þeirri staðreynd að það situr á gullnámu. Mér finnst ég geta sagt þetta vegna þess að ég hef skráð landið þvert og endilangt í ljósmyndaseríum sem hafa verið sýndar um allan heim undir ýmsum kringumstæðum. Ég hef því fylgst með þeim viðbrögðum sem þær vekja utan Íslands. Í raun hef ég engan áhuga á náttúrunni sem slíkri heldur á því vægi sem fólk álítur hana hafa. Og hvað Ísland varðar þá þarf ekki að horfa á náttúruna í rómantísku ljósi fortíðarþrár, heldur einungis að varðveita það sem til er – ávaxta þá innistæðu sem þegar er fyrir hendi. Ég veit að þetta hljómar svolítið eins og umvöndunar- pistill, þó það sé ekki ætlun mín. Mig langar bara til að hefja umræðu sem getur orði til þess að eitthvað sé af- gangs fyrir kynslóðir framtíðarinnar. Nú er hreinlega verið að eyða um efni fram hvað náttúruna varðar á Ís- landi.“ Eins og Doreen Massey fjallar um í sinni grein má segja að samkvæmt vestrænni fræðahefð hafi rýmið sjálft (auða síðan) verið helgað ritmálinu og skráðum heimildum, en tíminn – vegna þess hve afstæður hann er sem þriðja víddin – hafi frekar verið tengdur hinni óáþreifanlegu munnlegu hefð; þeim hluta menningar- legrar arfleifðar sem lá í þagnargildi eða jafnvel glat- aðist. Þau Ólafur eru í raun sammála um að það séu einungis þegar þessir tveir þættir skarast sem mögu- legt er að nýta kosti góðs rýmis þannig að það færi fólki raunveruleg lífsgæði. „Skrifað mál er athyglisvert vegna þess að það breytir skilningi okkar á rými – eða landslagi – bæði í fortíð og framtíð. Rituð heimild er heillandi vegna þess að hún breytir í einu vetfangi upplifun manns á þeim stað sem maður stendur á,“ segir Ólafur. Hann bendir á að eitt einkenni rýmis sem býr yfir örlæti á borð við það sem einkennir íslensk víðerni sé „hversu breytanlegt það er í eðli sínu. Svona staðir búa yfir undraverðum eiginleikum til að „endur- skrifa“ – eða endurskapa – sögu sína, rétt eins og mannkynssagan sjálf. Landslag sem við sáum fyrir ári er orðið öðruvísi í minningunni, það breytist með tím- anum. Mín tilfinning er þó að slíkt ferli tengist ein- ungis gjöfulu landslagi – önnur rými veita okkur ekki svigrúm til þess að nálgast raunveruleikann á þennan hátt. Þegar við setjum landslag í spennitreyju á borð við þá sem heldur öllu í skefjum handan við stíflugarð þá eyðileggjum við margræðni afstæðari þátta lands- lagsins. Og hvaða rétt höfum við til þess að eyðileggja þann raunveruleika sem býr í skapandi samspili lands- lagsins og minnis okkar?“ m þau eru löng eða stutt; á framandi slóðir eða kunnugar, þá er ljóst að veigamikill þáttur í lífi nútímamannsins er möguleikinn á því að komast dslag og í raun umhverfið sem heild hafa breyst í kjölfarið – nánast engir staðir eru okkur óviðkomandi, allir staðir eru til á korti. Það er auðvelt að otinu eða samkvæmt eigin reynslu – eða jafnvel uppgötva „sannleikann“ um þá. Í verkinu Jökluserían, fjallar Ólafur Elíasson myndlistarmaður um t óskrifað blað í huga flestra, en hefur að undanförnu verið tekist á um með hatrömmum hætti. Fríða Björk Ingvarsdóttir ræddi við hann um verk- um um staði og landslag. Afstæðar hugmyndir sem samt sem áður geta umbylt umhverfinu á mjög áþreifanlegan og afdrifaríkan hátt. naflsvirkjunar] frá árinu 2000. á leið í spennitreyju 997 leiðir Ólafur saman náttúruna og hið manngerða, er hann býr til mikið vatnsflóð í hefðbundnu borgarrými. fbi@mbl.is Ljósmyndir/Ólafur Elíasson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.