Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 31 MINNINGAR ✝ Lovísa RutBjargmundsdótt- ir fæddist í Reykjavík 13. september 1985. Hún lést af slysförum 5. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Sólveig Guð- laugsdóttir, f. 5. des- ember 1953, og Bjargmundur Gríms- son, f. 10. apríl 1950. Foreldrar Sólveigar eru Guðlaugur Guð- mundsson, d. 12. apr- íl 1991, og Ingibjörg Steinþórsdóttir, d. 28. ágúst 1998. Foreldrar Bjarg- munds eru Grímur Aðalbjörnsson, d. 2. febrúar 1987, og Lovísa Bjargmundsdóttir, f. 6. október 1918. Systkini Lovísu Rutar eru: a) Guðmundur Bjargmundsson, f. 27. ágúst 1978, sam- býliskona Hrafnhild- ur Guðmundsdóttir, f. 30. september 1979, b) Kolbrún Bjargmundsdóttir, f. 18. júlí 1988. Lovísa Rut lauk grunnskólanámi frá Árbæjarskóla vorið 2001 og stundaði m.a. nám við Iðn- skólann í Reykjavík um tveggja ára skeið. Hún starfaði á Veitingastaðnum Pizza Rizzo síð- ustu mánuði. Lovísa Rut verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Við erum öll harmi slegin yfir frá- falli kærrar frænku okkar, Lovísu. Hvern dag erum við minnt á það hversu lífið getur verið hverfult, flestir fá tækifæri en aðrir falla frá ungir í blóma lífsins. Lovísa var mjög glaðsinna og að mörgu leyti afar uppátækjasöm og þá sérstaklega í bernskunni. Hún var mjög fljót til og dugleg, mjög ung var hún farin að hjóla á tvíhjóli og brúka hjólaskauta svo undrum sætti. Þetta gekk auðvitað ekki þrautalaust fyrir sig en áfram hélt hún og náði mikilli færni í öllu því sem tengdist hreyfi- leikni. Lovísa ólst upp í Reykjavík, en var í reynd landsbyggðarbarn. Hún dvaldi oft á tíðum í Ólafsvík í Mýr- arholtinu hjá ömmu Ingu og þá sér- staklega á sumrin. Þar undi hún hag sínum vel. Þær systur, hún og Kolla, voru mikið úti við í leik, í fjörunni og inni við Bugsvaðal við að veiða síli, tína ber og dunda sér við annað er tengdist því að vera úti í náttúrunni. Það þótti einnig alveg tilheyra að fara með Helga í fjárhúsin enda er það ævintýraheimur út af fyrir sig. Þá sótti hún reiðnámskeið og gilti engu hvort bylturnar yrðu fleiri eða færri því Lovísa hafði áræði í eðlis- gerð sinni, alltaf fór hún aftur á bak og hafði bara gaman af. Dýrin áttu hug hennar allan og voru ófá heim- ilisdýrin sem hún átti í gegnum árin. Hennar helsti draumur var að verða dýralæknir, búa í sveit, hafa stóra hunda og mikið af dýrum í kringum sig Árin liðu og unglingsárin tóku við með öllu því sem þeim fylgir. Jafn- ingjahópurinn varð æ mikilvægari og breyttar aðstæður fækkuðu ferðun- um til Ólafsvíkur. Við fylgdumst með því að hún breyttist úr táningi í unga og glæsilega stúlku sem fór ekki allt- af troðnar slóðir. Hún var t.d. mjög virk í tölvusamfélagi Q3 (skjálfta) og þótti bera af hvað varðaði leikni á því sviði. Hún var vinsæl af öllum sem til hennar þekktu og bera skrif um hana á hugi.is þess glöggt vitni. Lovísa var afar góð og falleg stúlka með geislandi bros sem átti greiða leið inn í hjarta okkar og huga. Það fór ekki fram hjá þeim sem til hennar þekktu að þarna fór stúlka sem hafði mikið til brunns að bera. Þegar við lítum til baka þá eigum við margar yndislegar minningar um Lovísu, dýrmætar perlur sem við geymum með okkur. Svo yndislega æskan úr augum þínum skein. Svo saklaus var þinn svipur og sál þín björt og hrein. (Tómas Guðm.) Elsku Solla, Beggi, Kolla, Guð- mundur, Hrabba og aðrir aðstand- endur. Guð hjálpi ykkur í sorginni. Sonja, Óttar, Steinþór, Guðmunda, Rafn, Björg og Guðlaug Sandra. Ennþá finnst mér að mig sé að dreyma. Það að þú skulir hafa farið svo óvænt frá okkur öllum er einfald- lega eitthvað sem ég get ekki með- tekið. Sagt er að þeir deyi ungir sem guð- irnir elska. Þú varst of ung í anda til að verða nokkurn tímann tekin frá okkur og ást guðanna á þér gæti aldrei hafa jafnast á við ást okkar allra á þér. Tíminn á víst að lækna öll sár en miðað við allar þær góðu stundir sem við áttum saman, virðist sú lækning svo afskaplega fjarlæg. Aðeins minn- ingin um bros þitt, svo skært og mik- ið, er nægjanleg til að ég fæ ánægju- hroll og brosi með þér. Þú varst alltaf svo lífleg og fjörug að allt iðaði kring- um þig. Kannski hafðir þú ekki hugmynd um það en dagurinn snerist ávallt kringum þig. Við strákarnir lifðum fyrir bros þitt og reyndum okkar besta til að kalla það fram. Þér tókst að leysa svo mörg af okkar vanda- málum að dagurinn varð tvöfalt bjartari við það eitt að leysa eitt af þínum. Stuðbolti eða fjörkálfur eru lýsingarorð sem ekki eru megnug til lýsingar á þinni persónu. Ég reyndi sem best ég gat að gera þér lífið auðveldara og betra, vona ég að það hafi tekist meðan þú lifðir vegna þess að þú gerðir líf mitt betra. Traust þitt á mér er ómetanlegt og því fylgir tilfinning sem ég mun leita uppi um ókomna tíð. Enn óska ég þess að ég geti horfið aftur til fortíðar og breytt atburða- rásinni þennan hörmulega dag. Þú lofaðir að komast klakklaust heim en svo virðist sem æðri máttur hafi skorist í leikinn og hrifsað þig frá okkur. Manstu eftir loforðinu sem ég gaf þér áður en þú lagðir af stað heim? Ég mun halda þetta loforð eins lengi og þú vilt. Hvenær sem er, Lovísa mín, hvenær sem er. Vona ég að þér líði betur á þínum nýja stað og að þú getir glatt þá sem eru í kringum þig núna. Ég þykist viss um að þinn nýi staður sé í okkur sem þú gladdir svo mikið og enda- laust meðan þú lifðir. Þú munt gera okkur sterkari fyrir vikið. Þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, ég hlakka til að lesa bréfið frá þér, pyo. Dreymi þig vel. Þinn sætur Ágúst Sigurjónsson. Hinn 6. maí átti ég afmæli og var tilbúin að fagna þeim áfanga þegar ég fékk þær fréttir að æskuvinkona mín væri látin. Tárin tóku að streyma niður, og spurningin: ,,Af hverju svona ung?“ var óhjákvæmileg. En oft er sagt að þeir deyi ungir sem guðirnir elska en þó er það lítil hugg- un á svona stundu. Minningarnar fóru að hrannast upp og þar sem ég hafði þekkt Lovísu síðan ég man eftir mér voru þær ófáar. Við Lolla eins og hún var nefnd meðal vina vorum sannir vinir á stund sem sumir vilja kalla erfiða aldurinn, unglingsárin, þá stóðum við tvær saman í gegnum hvað sem var og á ég henni mikið að þakka fyrir það og man ég varla þann dag er við vorum ekki saman. Á unglingsárum var Lovísa mikill Korn-aðdáandi og mótaði tónlist líf okkar mikið þar sem tónlistarsmekkur okkar var sams konar. Við sátum oft úti í rólum og sungum og spjölluðum um allskonar pælingar enda var Lovísa mikið fyrir útiveru. Sjaldan gerðist það að við hefðum ekkert fyrir stafni vegna þess hve hugmyndarík Lovísa var, en á seinni tímum fórum við að hallast að tölv- unni og eyddum við þá miklum tíma í að spila tölvuleiki saman. Það kom svo að því að ég flutti burt með fjöl- skyldunni og byrjuðum við hvor í sín- um menntaskólanum sem varð til þess að stundir okkar saman urðu færri en annars hefði orðið. En ég vil þakka þér fyrir allt það frábæra sem við upplifðum saman, Lovísa, þú varst ein af þessum sjald- séðu traustu og einlægu vinkonum og það var það besta sem hefur hent mig að fá að njóta þess. Þú skilur eftir þig ótal margar minningar og munu þær fylgja mér um ókomna tíð. Elsku Lovísa mín, takk fyrir sam- fylgdina í gegnum árin. Guð blessi leiðina þína. Innilegar samúðar- kveðjur til Sólveigar, Bjargmundar og fjölskyldu og einnig þeirra sem syrgja sárt á þessum erfiða tíma í lífi okkar allra. Helena María Árnadóttir. Við viljum minnast æskuvinkonu okkar og skólasystur. Lovísa var alltaf hress og kát. Hún var mikill dýravinur og alltaf að prakkarast. Öll eigum við misjafnar sögur að segja um Lovísu en öll minnumst við hennar samt sem ynd- islegrar persónu sem vildi alltaf vera að prófa eitthvað nýtt. Útivera var eitt af því sem Lovísa elskaði mest, gátum við leikið okkur í fótbolta, snú snú og allt til þess að renna okkur á peysunum í snjónum í kirkjubrekkunni. Stundum jafnvel hékk hún út um gluggann á herberg- inu sínu og var að spranga ásamt vin- konum sínum. Lovísa gerði margar tilraunir á ýmsum hlutum eins og að klifra upp í tré til að sjá útsýni og detta niður eða festa sig við ljósa- staura. Lovísu þótti nú samt fátt skemmti- legra á sínum tíma en að leika sér í barbí eða bangsó og gátum við vin- konurnar leikið okkur dögunum sam- an úti sem og inni með þessar dúkk- ur. Þegar Lovísa eltist þá áttu tölvur og tónlist allan hennar áhuga. Bekkurinn okkar var mjög sam- rýndur og gerðum við margt skemmtilegt saman, eins og að fara á böll og halda afmæli en mest vorum við þó úti að leika okkur eða héngum heima hjá einum bekkjarbróður okk- ar tímunum saman. Þessi bekkur samanstóð af um 20 krökkum sem voru öll bestu vinir. Þó svo að leiðir hafi legið í allar áttir seinna meir þá erum við enn bestu vinir innst inni. Öll minnumst við Lovísu sem frá- bærrar manneskju. Höfum við alltaf haft hana í huga og oft hugsað til end- urfunda. Við viljum þakka Lovísu fyrir stórkostlegar minningar frá æskuárunum og munu þær aldrei gleymast. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Elsku Sólveig, Bjargmundur, Guð- mundur og Kolbrún. Við vottum ykk- ur okkar dýpstu samúð á þessum sorgartíma. Megi Guð geyma ykkur og gefa ykkur styrk um ókomna tíð. Kveðjur. Gamli MÍ-bekkurinn. LOVÍSA RUT BJARG- MUNDSDÓTTIR Ástkær dóttir okkar, JÓHANNA MARGRÉT SIGURÐARDÓTTIR, lést á heimili sínu mánudaginn 9. maí. Jóhanna Margrét verður jarðsungin frá Digraneskirkju þriðjudaginn 17. maí kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er vinsamlega bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Sigurður Már Andrésson, Guðmunda Kristjánsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÓLAFUR PÁLSSON, Kópavogsbraut 1B, áður Hlíðarhvammi 1, Kópavogi, andaðist á hjartadeild Landspítala við Hring- braut mánudaginn 2. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks fyrir góða umönnun. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlega bent á líknarfélög. Sigríður Vilhjálmsdóttir, Kristinn Richardsson, Kristín Þorvaldsdóttir, Vigdís Hulda Ólafsdóttir, Páll Ólafsson, Þóra Björk Hjartardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐGEIR ÁGÚSTSSON, Þverási 16, lést á Landspítala Fossvogi þriðjudaginn 10. maí. Sigríður Þorsteinsdóttir, Ólafur H. Guðgeirsson, Magný Jóhannesdóttir, Garðar Þ. Guðgeirsson, Sigrún Hrönn Ólafsdóttir, Jóhannes Árni Ólafsson, Magnús Geir Ólafsson. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, FANNEY G. JÓNSDÓTTIR, Böðvarsgötu 12, Borgarnesi, sem andaðist á Dvalarheimili aldraðra í Borgar- nesi 5. maí sl., verður jarðsungin frá Borgar- neskirkju laugardaginn 14. maí kl. 14.00. Sólveig Harðardóttir, Björn Á. Þorbjörnsson, Eygló Harðardóttir, Þorkell Þ. Valdimarsson, Hulda Karítas Harðardóttir, Jose Antonio Rodriquez Lora, Brynja Harðardóttir, Skúli G. Ingvarsson, Jóhannes Gunnar Harðarson, Steinunn Baldursdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Útför, MAGNÚSAR EINARSSONAR bifreiðastjóra frá Tjörnum, Strandaseli 11, Reykjavík, sem lést föstudaginn 6. maí, verður gerð frá Stóradalskirkju undir Eyjafjöllum laugardaginn 14. maí kl. 14.00. Sigurður Einarsson, Jón Einarsson, Kristján Einarsson, Sigurður Einarsson og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.