Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 52
ÞAÐ getur tekið á að halda á lambi og þá kannski sérstaklega ef það er ekki mikið minna en maður sjálfur. Krakkarnir á Nóa- borg fengu að reyna það í gær þegar þau heimsóttu Grjóteyri í Kjós en á sumrin heim- sækja þúsundir leikskólabarna sveitabæi víðs vegar um landið. Hildur Axelsdóttir, húsmóðir á Grjóteyri og leikskólakennari, segir þau hjónin hafa tekið á móti leikskólabörnum á hverju vori í þrjátíu ár. Hildur segir að foreldrar fylgi oft börnunum og giskar á að það séu á milli fimm og sex þúsund manns sem heimsæki Grjóteyri á vorin. Dýrin láta þetta ekki á sig fá enda eru þau sem eldri eru orðin vön tíðum heimsóknum. „Við erum búin að gera þetta svo lengi að dýrin okkar þekkja ekki annað. Hundarnir bíða rólegir við hliðið þegar rúturnar koma og ekki ein einasta belja baular.“ Hildur segir að mikið sé lagt upp úr því að börnin fái að snerta dýrin og að hver hópur hafi góðan tíma með dýrunum. „Það er kannski helsti munurinn á þessu og Hús- dýragarðinum. Hér klappa börnin dýrunum og fá að halda á þeim ef þau geta,“ segir Hildur. Bændur framtíðarinnar? Morgunblaðið/Golli MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Opið 8-24 alla daga í Lágmúla og Smáratorgi FÆRRI komust að en vildu í skuldabréfaútboði Kaupþings banka sem lauk í gær. Alls seldi fyr- irtækið eigin skuldabréf á alþjóðlegum markaði fyrir 1 milljarð evra sem jafngildir rúmum 83 milljörðum króna. Þetta er langstærsta skulda- bréfaútgáfa sem íslenskur útgefandi hefur ráðist í hingað til. Alls keyptu 78 alþjóðlegir fjárfestar frá ellefu löndum skuldabréfin, sem eru til fimm ára. Að sögn Kristínar Pétursdóttur, framkvæmdastjóra fjárstýringar Kaupþings banka, eru skuldabréfin á góðum kjörum fyrir Kaupþing banka og segir hún að það undirstriki sterka stöðu bankans á al- þjóðlegum fjármálamarkaði. Útgáfan er liður í fjármögnun bankans og segir Kristín að hún verði fyrst og fremst notuð til að fjármagna vöxt bankans erlendis./B1 Skuldabréf fyrir 83 milljarða LÖGREGLAN í Reykjavík stöðvaði mann sem ók á 184 kílómetra hraða á Vesturlandsvegi í gær- kvöld. Hámarkshraði þar er 90 km/klst og mað- urinn ók því 94 km of hratt. Maðurinn verður sennilega sviptur ökuleyfi um tíma og á yfir höfði sér háa fjársekt. Í fyrrinótt stöðvaði lögreglan á Snæfellsnesi ökumann sem einnig ók á 184 km. Tveir teknir á 184 kílómetra hraða FRUMVARP um breytingar á lög- um um fjarskipti var samþykkt sem lög á Alþingi í gærkvöldi með breyt- ingum sem meirihluti samgöngu- nefndar lagði til að gerðar yrðu. Tek- ið var mið af athugasemdum Persónuverndar og var m.a. gerð sú breyting að sá tími sem fjarskipta- fyrirtæki er gert skylt að varðveita lágmarksupplýsingar í þágu lög- reglurannsóknar og almannaöryggis var styttur úr einu ári í sex mánuði. Þá var samþykkt sú breyting að dregið verði úr hve nákvæmlega skuli skrá fjarskipti þannig að í stað tímasetningar og tímalengdar verði aðeins krafist að skráð verði dag- setning fjarskiptanna og að í stað þess að krefjast skráningar á magni gagnaflutnings til og frá notanda verði aðeins skylt að skrá gagna- flutninga til notanda. Felld var brott sú skylda kaup- enda fjarskiptakorta að framvísa skilríkjum og Póst- og fjarskipta- stofnun þess í stað veitt heimild til að setja reglur um skráningu notenda slíkra korta í samráði við Neyðar- línu, lögreglu og farsímafyrirtæki. Komið til móts við gagnrýni Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti við um- ræður í gær andstöðu við grein sem gerir ráð fyrir að fjarskiptafyrir- tækjum sé skylt að veita lögreglu, í þágu rannsóknar opinbers máls, upplýsingar um hver sé skráður eig- andi ákveðins símanúmers og/eða eigandi eða notandi ip-tölu tölvu. Greiddi hann atkvæði gegn um- ræddu ákvæði við atkvæðagreiðslu eftir aðra umræðu í gærkvöldi. Í nefndaráliti minnihluta sam- göngunefndar sagði að breytingarn- ar komi mjög til móts við gagnrýni og séu almennt til bóta en þrátt fyrir það geti minnihlutinn ekki stutt frumvarpið, allra síst 9. gr. þess. Breytingar á fjarskiptalagafrumvarpi Dregið úr hve nákvæmlega skuli skrá fjarskipti Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is GUNNAR Örlygsson lýsti því yfir á þingfundi um ellefuleytið í gærkvöld að hann hefði sagt sig úr þingflokki Frjálslynda flokksins og gengið til liðs við þingflokk sjálfstæðismanna. Skömmu áður hafði þingflokkur sjálfstæðismanna samþykkt sam- hljóða ósk Gunnars um að ganga til liðs við flokkinn. Gunnar sagðist hafa tekið þessa ákvörðun að vandlega athuguðu máli og að hann fyndi skoðunum sínum bestan farveg í Sjálfstæðisflokknum. Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, kvaddi sér hljóðs og las upp úr síðustu þing- ræðu Gunnars, sem þingmanns Frjálslynda flokksins, þar sem hann gagnrýndi harðlega samkeppn- isfrumvarp ríkisstjórnarinnar. Vitn- aði Sigurjón m.a. í þau orð Gunnars þar sem hann sagði að áherslur stjórnarliða hefðu síðustu árin einatt leitt til ójöfnuðar og misskiptingar. Gunnar skuldaði þó ekki þingmönn- um Frjálslynda flokksins skýringar, heldur kjósendum sínum. Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði við frétta- menn eftir þingflokksfundinn að sjálfstæðismönnum fyndist ánægju- legt að Gunnar hefði óskað eftir því að ganga til liðs við flokkinn. Hann sagði aðspurður að Gunnar væri góður fengur fyrir flokkinn. „Ég tel að þetta sé góð viðbót fyrir flokkinn og ég vona að hann eigi eftir að starfa vel innan flokksins og líka vel samstarfið þar. Þetta náttúrlega styrkir ríkisstjórnina, því meirihluti hennar á þinginu eykst.“/12 Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fagnaði inngöngu Gunnars Örlygssonar í Sjálfstæðisflokkinn „Styrkir ríkisstjórnina“ Morgunblaðið/Þorkell Davíð sagði við Gunnar er sá síðarnefndi gekk inn í þingflokksherbergi sjálfstæðismanna í gærkvöld: „Komdu sæll, gott að fá þig.“ Eftir Örnu Schram arna@mbl.is ÍSLENSKA ríkið bauð fram sátt í máli Ramins og Jönu Sana en þau höfðuðu mál gegn ríkinu og kröfðust þess að staða þeirra sem flóttamenn yrði viðurkennd. Sáttatillaga ríkisins felur í sér að hjónin fái dvalarleyfi í hálft þriðja ár gegn því að málið verði fellt niður. Ramin er frá Afganistan en Jana frá Úzbek- istan. Þau komu til Íslands árið 2003 og sóttu um hæli sem flóttamenn. Því var neitað en þeim var veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum til eins árs. Í kjölfarið höfðuðu þau mál gegn ríkinu. Jana og Ramin hafa fallist á tillögu ríkisins en í reglugerð um útlendinga segir að útlendingi sem hefur dvalið hér samfellt í þrjú ár megi veita ótímabundið búsetuleyfi ef hann uppfyllir ákveðin skilyrði, t.d. að hann hafi stundað nám í íslensku./4 Ríkið setti fram sáttatillögu um dvalarleyfi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.