Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Georg HeiðarEyjólfsson fædd- ist í Reykjavík 28. ágúst 1954. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 2. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Aðalheiður Guðmundsdóttir, f. 24.5. 1932 og Eyjólf- ur Georg Guð- brandsson, f. 27.2. 1924, d 24.6. 1974, þau slitu samvistir. Systkini Georgs eru Bjarni, f. 15.11. 1948, Gunnar Ingi, f. 2.8. 1953, d. 27.5. 1993 og Sig- urrós Erna, f. 15.12. 1955. Hálf- systkini, sammæðra, eru Guð- mundur Ásgeir, Andrea Þórunn, Sveinn Jóhann og Björn Heiðar Björnsbörn. Sonur Georgs og Elínar Harð- ardóttur er Tryggvi Freyr, f. 12. febrúar 1976. Georg bjó ásamt föður sínum og Gunnari bróður sínum á heimili ömmu og afa, þeirra Guðrúnar Helgu Jónsdóttur og Guð- brandar Jóhannesar Jónassonar í Bræðraparti við Engjaveg, á Lang- holtsvegi 136 og að síðustu í Glaðheim- um 8 uppvaxtarárin. Þá átti hann alltaf víst skjól hjá Ernu systur sinni og fjöl- skyldu hennar eftir að afa og ömmu naut ekki lengur við. Georg lauk skyldunámi í Vogaskóla og hóf sjómennsku strax að því loknu, fyrst á síðutogurum og síðar á dagróðrabátum. Hann starfaði einnig við fiskvinnslu og almenn verkamannastörf víða um land. Útför Georgs fer fram frá Krossinum í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Eins og móðir huggar son sinn, eins mun ég hugga yður. (Jesaja 66:13.) Kæri Georg minn. Þú komst inn í mitt líf sumarið 2001, þegar ég kom í Byrgið sem vistmaður og þú varst þar sem starfsmaður, þjónn Guðs á jörðu. Milli okkar mynduðust strax mjög sterk bönd, í Jesú Kristi, sem héldust hvað sem á bjátaði. Oft síðan höfum við viljað eigast en aldrei á sama tíma bæði. Okkar mannlegu til- finningar eru ekki alltaf í samræmi við áætlanir Guðs, eins og segir í Jes. 55.8–9. Með skrifum mínum til þín, Georg, vil ég þakka það sem þú varst fyrir mig í Byrginu og eftir að ég fór það- an. Þú varst með bænastundirnar á morgnana og Hallelúja! hvað varir og tunga þín voru smurðar af heil- ögum anda. Þú varst sannur þjónn Guðs og mikið hefur Byrgið misst núna. Kæri Guðmundur og Helga og annað Byrgisfólk, mínar dýpstu samúðar- og kærleikskveðjur sendi ég ykkur. Nafnið sem þér var gefið, Georg, þýðir garðyrkjumaður og hvað gera garðyrkjumenn? Þeir sá og upp- skera. Mikil var gleðin hjá þér þegar þú skráðir þig í Krossinn í vetur. Við í Krossinum höfum misst mikið en ég veit að allir í Krossinum fela þig Drottni í bæn. Gerorg minn, þú hafðir svo rólega og fallega nærveru og við sem vorum í Byrginu upplifðum gjafir frá þér alla daga. Eftir að ég fór þaðan og eignaðist heimili aftur með sonum mínum, hvað þú samgladdist okkur. Oft varst þú gestur hjá mér og ég gleymi því aldrei þegar þú varst í mat og fórst með borðbænina hvað ég skynjaði sterkt að heilagur andi kom og fyllti okkur og heimili okkar af kærleika sínum og gleði. Ég get ekki kvatt þig án þess að minnast á fallegu bláu, bláu kærleiksaugun þín og hvað þú barst mikla umhyggju fyrir sonum mínum. Takk fyrir það, gullið mitt. Alltaf gat ég, þegar ég þurfti, hringt í þig og fengið ráð og Drottins orð frá þér í gegnum sím- ann eða þú komst að hjálpa mér. Þú varst sannur vinur, elskaðir mig án skilyrða – takk fyrir það, gullið mitt. Drottinn minn, ég veit lítið um að- standendur Georgs. Veit þó að hann átti systur, sem heitir Erna, sem honum þótti mjög vænt um og einn fullorðinn dreng sem hann hafði ekki kjark til að tengjast en drengur góð- ur, ef þú sérð þessar línur þá get ég sagt við þig, faðir þinn hafði stórt kærleikshjarta. Ég sendi öllum sem elskuðu Georg, í trú þessi vers: Jóh. 14.1–4 og þessa bæn: Í hendi Guðs Drottinn minn og Guð minn, þú gefur lífið og þú einn getur tekið það aftur. Þú hylur það eitt andartak í leyndardómi dauðans til að lyfta því upp í ljósið bjarta, sem eilífu lífi til eilífrar gleði með þér. Lít í náð til mín í sorg minni og söknuði. Lauga sorg mína friði þínum og blessa minningarnar, jafnt þær björtu og þær sáru. Lát mig treysta því að öll börn þín séu óhult hjá þér. Í Jesú nafni. Amen. (K.S.) Þú ert farinn inn í eilífðina, kæri Georg minn, hittumst síðar þar. Ég sit eftir og hugga mig við orðin því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. (Sálm 23:4.) Og að lokum þessi kveðjuorð: Þú mig leiðir, þú mig styður, þér ég fylgi í trú, allt, sem hjartað heitast þráir hefur þú. (F.RH./ S.S.) Þín systir í Jesú Kristi, Díana. Kæri Goggi, nú ertu farinn frá okkur og kominn til hins hæsta, og þar líður þér vel. Nú eruð þið saman, feðgarnir, Eyvi, Gunni, og Goggi og að ræða málin eins og þið gerðuð oft saman úti á sjó. Ég man að Eyvi, pabbi ykkar, sagði oft við strákana sína að þeir yrðu að hugsa betur um sig og þeir voru alltaf á því, en svona er lífið. Við höfum öll okkar byrðar að bera í þessu lífi, en eitt er víst að þarna ræddu saman góðir menn, sem vildu öllum vel. Við Goggi vorum saman á sjó í mörg ár á okkar yngri árum, bæði á togurum í Reykjavík og í Ólafsvík. Og alls staðar var Goggi í farar- broddi þegar átti að taka til hend- inni, hvort sem um var að ræða að bæta netin eða að gera að fiskinum. Þegar hann sá mannfjöldann, gekk hann upp á fjallið. Þar settist hann, og læri- sveinar hans komu til hans. Þá lauk hann upp munni sínum, kenndi þeim og sagði: ,,Sælir eru fátækir í anda, því að þeirra er himnaríki. Sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða. Sælir eru hógværir, því að þeir munu jörð- ina erfa. Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eft- ir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða. Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða. Sælir eru þeir, sem ofsóttir eru fyrir rétt- lætis sakir, því að þeirra er himnaríki. (Fjallræðan – Matteus 5:1–10.) Að lokum votta ég ættingjum og syni hans Gogga mína dýpstu samúð. Megi Guð almáttugur lina sorg ykk- ar og gefa ykkur frið. Verið viss um að Goggi er núna hjá Guði og hann Eyvi mun líta vel eftir strákunum sínum. Með vinarkveðju. Hákon Jónas Hákonarson. GEORG HEIÐAR EYJÓLFSSON UMRÆÐAN ÉG GLADDIST mjög þegar ég heyrði að Ágúst Ólafur Ágústsson alþing- ismaður hefði ákveðið að bjóða sig fram til embættis varafor- manns Samfylking- arinnar. Ágúst Ólafur hefur nefnilega sýnt það og sannað að þar er á ferð ákaflega dug- legur fulltrúi nýrrar kynslóðar í Samfylk- ingunni; þeirrar kyn- slóðar sem aldrei hefur starfað í öðr- um stjórnmálaflokki. Þó svo að Ágúst Ólafur hafi vissu- lega gert sig gildandi á hinum hefð- bundnu sviðum stjórnmálanna með öflugri þátttöku í umræðum um efnahags- og velferðarmál til að mynda, þá hefur hann þó ekki síður barist fyrir ýmsum öðrum góðum málum sem oft á tíðum hafa því mið- ur viljað verða út und- an við Austurvöll. Landsathygli hefur til dæmis vakið barátta hans fyrir því að af- nema fyrningu við kyn- ferðisafbrotum gegn börnum. Af öðrum mik- ilvægum málum sem hann hefur látið til sín taka má nefna að hann hefur verið talsmaður þess að rannsaka þung- lyndi meðal eldri borg- ara, lögfesta sérstakt refsiákvæði um heim- ilisofbeldi og að úrbætur verði gerð- ar í málefnum ungra fanga. Sannur baráttumaður Allt þetta sýnir að Ágúst Ólafur er sannur baráttumaður fyrir bættum hag fólksins í landinu – bæði betri kjörum og meira réttlæti. Hug- myndir hans um að setja málefni fjölskyldufólks í öndvegi eru mér einnig mjög að skapi. Þess vegna er mér ljúft að styðja Ágúst Ólaf til varaformanns Sam- fylkingarinnar. Ég hef starfað með honum í nokkur ár og veit hvers hann er megnugur. Ég hvet samfylkingarfólk til að styðja Ágúst Ólaf, hann er rétti maðurinn í starfið. Ágúst Ólaf til varaformanns Aðalheiður Franzdóttir fjallar um kjör varaformanns Sam- fylkingarinnar ’Ég hvet samfylking-arfólk til að styðja Ágúst Ólaf, hann er rétti maðurinn í starf- ið.‘ Aðalheiður Franzdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur. ÞAÐ ER full ástæða til að óska Akureyringum til hamingju með niðurstöðu dómnefndar í sam- keppninni um skipulag miðbæj- arsvæðisins. Tillaga skotanna Graeme Massie og Steve Beaty er frábær hugmynd og í raun óskilj- anlegt að engum skuli hafa dottið svona snjöll og einföld lausn í hug fyrr. Framkvæmd samkeppninnar var reyndar að öllu leyti til fyr- irmyndar. Ragnar Sverrisson kaupmaður á Ak- ureyri á auðvitað mestan heiðurinn af þessari samkeppni. Hann fékk fyrirtæki í bænum til að setja fjármagn í fram- kvæmdina og Ak- ureyrarbæ til liðs við sig. Svo var efnt til íbúaþings þar sem um 1600 íbúar eða 10% allra Akureyr- inga mættu og sögðu skoðanir sínar á framtíðarskipulagi bæjarins og ræddu málin vítt og breitt. Þá var efnt til samkeppni um tillögur og Netið skipaði þar veigamikinn sess og átti sinn þátt í því að svo margar tillögur bárust og þá sérstaklega erlendis frá. Dómnefndin var svo skipuð fag- fólki á sínu sviði og niðurstaðan er glæsileg. Miðbærinn tengist Eyrinni Það er athyglisvert að flestar tillögurnar gera ráð fyrir þéttingu byggðar í miðbænum og því að fjölga íbúðum án þess þó að byggja einhverja skýjakljúfa. Græn svæði eru tengd saman og áhersla lögð á göngustíga og hjól- reiðaleiðir í stað þess að hingað til hefur einkabíllinn alltaf verið í forgangi. Frábærasta hugmyndin er svo að gera síki frá pollinum þar sem fyrirhugað menningarhús á að rísa alveg inn í Hafnarstræti og þar myndast nokkurskonar Ný- höfn sem liggur þvert á ríkjandi vindáttir og suð- urhliðin verður eft- irsótt verslunargata með veitingastöðum, kaffihúsum og líflegu mannlífi. Auk þess tengist miðbærinn Eyrinni því það kem- ur brú á Glerárgötu sem auðvelt verður að ganga undir og fólk losnar þarmeð við að fara yfir þjóðveg númer eitt sem hefur hingað til skipt mið- bænum í tvennt. Hugmyndin er einföld og gengur fullkomlega upp því ekki þarf að rífa mörg hús til að hleypa vatni inn í miðbæinn og hægt verður að reisa mun fleiri hús sem koma til með að nýtast betur og verða verðmætari. Hug- myndir Skotanna eru til þess fallnar að lífga uppá miðbæinn og gera hann vænlegri kost fyrir íbúa og verslunareigendur. Aðrar til- lögur sem lenda í öðru og þriðja sæti eru svo með betri lausnir á byggð á Eyrinni. Samfelld byggð vestan Glerárgötu ásamt grænum svæðum allt að Glerártorgi og frá- bærri hugmynd að framlengja Eiðsvöllinn yfir Glerárgötu og tengja þarmeð miðbæinn við aðra bæjarhluta enn betur. Ein skemmtilegasta hugmyndin kemur frá Hollandi þar sem gert er ráð fyrir því að hringvegurinn númer 1 verði ekki lengur hringvegur heldur eigi upphaf við suðurenda miðbæjarins og liggi næstum allan hringinn um landið en endi við norðurenda miðbæjar Akureyrar en spottinn þar á milli verði vist- gata! Þegar svona góðar tillögur hafa verið hnýttar saman er hægt að fara að vinna eftir nýju skipulagi miðbæjarins í stað þess skipulags- leysis sem að undanförnu hefur ríkt á Akureyri. Þar hafa einstaka verktakar getað bent á lóðir og fengið skotleyfi á svæði til að plana og byggja háhýsi og dellu sem enginn vill sjá og úr var að verða einn alvarlegasti glundroði í einni bæjarmynd. En batnandi mönnum er best að lifa og nú er bara að taka saman höndum og fara að framkvæma hlutina og gera miðbæ Akureyrar að skap- andi og skemmtilegu svæði þar sem fólk vill vera. Glæsilegar verðlaunatillögur Hlynur Hallsson fjallar um verðlaunatillögur Akureyrar í öndvegi ’Þegar svona góðar til-lögur hafa verið hnýttar saman er hægt að fara að vinna eftir nýju skipulagi miðbæjarins í stað þess skipulags- leysis sem að und- anförnu hefur ríkt á Ak- ureyri.‘ Hlynur Hallsson Höfundur er myndlistarmaður og varaþingmaður VG. Verðlaunatillagan er frábær hugmynd sem gerir ráð fyrir síki sem myndar Nýhöfn upp í Hafnarstræti, þvert á ríkjandi vindáttir. Þorsteinn H. Gunnarsson: „Nauðsynlegt er að ræða þessi mál með heildaryfirsýn og dýpka um- ræðuna og ná um þessi málefni sátt og með hagsmuni allra að leið- arljósi, bæði núverandi bænda og fyrrverandi.“ Jóhann J. Ólafsson: „Lýðræð- isþróun á Íslandi hefur, þrátt fyrir allt, verið til fyrirmyndar og á að vera það áfram.“ „Þær hömlur sem settar eru á bíla- leigur eru ekki í neinu samræmi við áður gefnar yfirlýsingar fram- kvæmdavaldsins, um að skapa betra umhverfi fyrir bílaleig- urnar.“ Guðmundur Hafsteinsson: „Langbesti kosturinn í stöðunni er að láta TR ganga inn í LHÍ og þar verði höfuðstaður framhalds- og háskólanáms í tónlist í landinu.“ Dr. Sigríður Halldórsdóttir: „Skerum upp herör gegn heimilis- ofbeldi og kortleggjum þennan falda glæp og ræðum vandamálið í hel.“ Svava Björnsdóttir: „Til þess að minnka kynferðisofbeldi þurfa landsmenn að fyrirbyggja að það gerist. Forvarnir gerast með fræðslu almennings.“ Pétur Steinn Guðmundsson: Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.