Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Er mamma þín heima, strákstauli? Mikil gróska hefurverið í lóðaúthlut-unum stærstu sveitarfélaganna á höfuð- borgarsvæðinu síðustu misseri, framboð af ný- byggingum er mikið og hlutur sérbýla fer vaxandi. Að sögn Ellýjar Er- lingsdóttur, formanns skipulags- og byggingar- ráðs Hafnarfjarðar, er áformað að úthluta a.m.k. hátt í 800 íbúðum á þessu ári en þær voru 830 í fyrra. Á Norðurbakkanum, bryggjuhverfi Hafnfirð- inga, er gert ráð fyrir að rísi sam- tals 440 íbúðir, 78 við Reykjavík- urveg og Flatarhraun og 425 á Völlum V og 220 á Völlum VI. Þá er stefnt að því að ljúka skipulagi á svæðunum Ásland 3 og 4, samtals um 550 íbúðir, þannig að lóðirnar verði tilbúnar til úthlutunar á þessu ári eða því næsta. Ellý segir þetta gert í ljósi gríðarlegrar spurnar eftir sérbýlishúsalóðum, en mikið er af þeim í Áslandi 3 og 4. Þá gera fyrstu hugmyndir ráð fyrir að um 320 íbúðir rísi á svo- nefndu „Olíudreifingarsvæði“ á Holtinu árið 2006. Svæðið er í eigu einkaaðila sem eru með áform um uppbyggingu næstu árin. Ellý seg- ir að sú stefna hafi verið tekin að flýta skipulagsvinnu á óbyggðum svæðum vegna mikillar eftir- spurnar eftir lóðum. Samkvæmt tölum yfir lóðaút- hlutanir í Reykjavík var samtals úthlutað lóðum undir 428 íbúðir á síðasta ári, þar af 264 fjölbýlis- húsaíbúðir, 98 rað/parhús og 13 einbýli. Þar af var 375 íbúðum ráð- stafað í Norðlingaholti. Ekki liggja fyrir tölur um úthlutanir fyrir árið í ár en Dagur B. Eggertsson, for- maður skipulagsráðs, segir stefna í metár hvað úthlutanir snertir. Flestar úthlutanir eru sem fyrr í Norðlingaholti, og við Úlfarsfell. Þó ber að gæta þess að tölur yfir úthlutanir lóða gefa ekki rétta mynd af byggingaráformum. Ef litið er til fullgerðra íbúða skv. töl- um frá byggingarfulltrúa, þ.m.t. nýbyggingar, smáíbúðir (náms- manna-, hjúkrunaríbúðir) og íbúð- ir sem áður voru atvinnuhúsnæði, sést að þær voru í Reykjavík 454 árið 2002, 962 árið 2003 og 885 í fyrra. Samkvæmt tölum yfir fok- heldar íbúðir (hafin smíði á nýjum íbúðum) voru þær 682 árið 2002, 735 árið 2003 og 885 í fyrra. Þá er ótalin uppbygging 98 námsmanna- íbúða á Lindargötu og 200 í Graf- arholti. Samtals gerir Dagur ráð fyrir að á bilinu 1.400–1.500 íbúðir verði staðfestar á skipulagi fyrstu sex mánuði þessa árs. Á næstu árum eru m.a. áform um uppbyggingu 500 íbúða á Slippasvæði-Mýrargötu og síðar á árinu er stefnt að því að ganga frá samningum um uppbyggingu tón- listar- og ráðstefnuhúss og skipu- lagi við Austurhöfn þar sem rými skapast fyrir hundruð nýrra íbúða. Þá er ótalin uppbygging á Lauga- vegi, Hverfisgötu og Skuggahverfi og víðar auk þess sem verið er að skoða nýtingu hafnarsvæða undir íbúðabyggð frá Örfirisey í vestri að Elliðavogi í austri. Mikil uppbygging hefur verið í Kópavogi undanfarin ár. Í Kóra- hverfi er gert ráð fyrir 1.100 íbúð- um og að hverfið verði fullbyggt 2008. Að sögn Birgis H. Sigurðs- sonar, skipulagsstjóra Kópavogs, hefur einbýlishúsabyggð farið vel af stað og byggst hraðar upp en áætlanir gerðu ráð fyrir. Reiknað er með að norðursvæði Vatns- endahverfis verði svo til fullbyggt í haust og að Hvörfin verði sömu- leiðis fullbyggð í ár. Gert er ráð fyrir að í svonefndu Þingahverfi rísi 280 íbúðir og öldrunarþorp á vegum Hrafnistu og að meginupp- byggingin verði 2007 en fram- kvæmdir hefjast á næsta ári. Þá er áformað að hefja framkvæmdir í Lundahverfi á næsta ári en þar munu rísa 380 íbúðir. Einnig er verið að leggja lokahönd á skipu- lag Bryggjuhverfis Kópavogs í ut- anverðum Fossvogi. Birgir segir gróft á litið mega reikna með að 750 nýjar íbúðir verði fullbyggðar í árslok 2005, þ.e. sem framkvæmd- ir hafa staðið við sl. 2 ár. 1.900 íbúðir í Blikastaðalandi Að sögn Haraldar Sverrissonar, formanns skipulags- og bygging- arnefndar Mosfellsbæjar, er gert ráð fyrir að um 1.900 íbúðir rísi á svonefndu Blikastaðalandi í eigu Íslenskra aðalverktaka til ársins 2024, þar af verður helmingur (900 íbúðir) fullbyggður 2012. Rúmur þriðjungur húsa þar verður sér- býli og tæpir 2⁄3 hlutar fjölbýli. Þá er gert ráð fyrir 800 nýjum íbúð- um í Helgafellslandi, sem er einnig í eigu einkaaðila, fyrir árið 2012. Þá áformar bærinn að úthluta 200 íbúðum í Krikahverfi í haust, og gert er ráð fyrir uppbyggingu 50 íbúða í Grænumýri 2006–8. Í Garðabæ stendur yfir uppbygging í Sjálandi en þar er gert ráð fyrir að rísi alls um 750 íbúðir. Þá eru áform um upp- byggingu 470 íbúða í Akrahverfi, þar af 141 einbýlishúsalóð, sem byggist upp á árunum 2006–9. Landið er í einkaeigu. Þá er gert ráð fyrir um 50–60 íbúðum í par- og raðhúsum í Hraunsholti en deiliskipulagið hefur enn ekki ver- ið auglýst. Fréttaskýring | Lóðaframboð og íbúða- framkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu Mikil spurn eftir sérbýli Stefnir í 1.500 staðfestar íbúðir á skipu- lagi borgarinnar fyrstu 6 mánuði ársins Horft er til uppbyggingar kringum Hlemm. 1.000 nýjar íbúðir á Hlemmi Plús  Vinna er að hefjast við rammaskipulag fyrir „Hlemm Plús“ svæðið við Snorrabraut og Borgartún með allt að 1.000 nýj- um íbúðum á komandi árum. Nokkrir reitir eru nú í hags- munaaðilakynningu, s.s. Baróns-, Bílanaustsreitur, en ætlunin er að skipuleggja svæðið í heild út frá umferð, útivistarsvæðum, verslun, þjónustu, o.fl. Dagur B. Eggertsson segir svæðið næsta „háhitasvæði“ Reykvíkinga. Eftir Kristján Geir Pétursson kristjan@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.