Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Heiðar Alberts-son fæddist í Skrúð í Skerjafirði 4. mars 1948. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut hinn 4. maí síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Albert Gunn- laugsson frá Móa- felli í Fljótum, f. 27.12. 1897, d. 1.10. 1988, og Katrín Ket- ilsdóttir frá Gýgjar- hóli í Biskupstung- um, f. 12.3. 1910, d. 2.1. 1999. Heiðar átti þrjú systkini. Þau eru: Guðni, f. 27.1. 1941; Þórkatla, f. 21.8. 1942; og Guðlaug, f. 29.4. 1945. Hinn 7. febrúar 1970 kvæntist Heiðar Guðbjörgu Ragnheiði Sigurðardóttur, f. 10.12. 1949, d. 25.6. 1997, og eiga þau þrjú börn. Þau eru: 1) Ingibjörgu Þóra, f. 12.7. 1971, gift Guðmundi Jón- assyni og eiga þau tvo syni, þá Heiðar Óla, f. 4.1. 2002, og Aron Birki, f. 8.10. 2003. 2) Lilja Björk, f. 8.2. 1974, sam- býlismaður Guð- mundur Stefánsson og eiga þau tvö börn, þau Ragnheiði Theodóru, f. 18.6. 1997, og Halldór Rafn, f. 18.11. 1998. 3) Jón Grétar, f. 29.7. 1979, sam- býliskona Hólmfríð- ur Björnsdóttir og eiga þau tvær dæt- ur, þær Jónu Guð- björgu, f. 23.9. 2002, og Agnesi Brá, f. 28.11. 2004. Núlifandi sambýliskona Heið- ars er Margrét Sigurðardóttir, f. 14.3. 1949, og á hún fjögur börn: þau Sigurrós, Guðmund, Pál Inga og Helgu Sif. Heiðar lauk gagnfræðaprófi árið 1965. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk svo vélstjóranámi 1972. Útför Heiðars verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Elsku besti pabbi minn. Nú þegar þú hefur kvatt þetta jarðlíf, eftir stutta en harða baráttu við þennan illvíga sjúkdóm, setur mann hljóðan. Það er rosalega skrítið að þurfa að kveðja annað foreldri úr sama sjúk- dóm við sömu aðstæður. En eitt er víst að mamma var tilbúin hinum megin og tók vel á móti þér. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann við þessar aðstæður. Við systkinin vorum nú svo heppin að hafa alist upp í Fljótum í Skagafirði, þar sem mamma var heimavinnandi og pabbi nánast líka. Fyrir vikið vor- um við öll mjög náin og er það eflaust það sem bjargar okkur systkinunum núna. Oft hefur verið gert grín að því hversu kröfuharður pabbi var við okkur og ekki síst hvað varðaði skólabækurnar. Það mátti ekkert gera nema með reglustiku. En þótt maður væri oft pirraður skiljum við öll í dag hver tilgangurinn var. Við reynum allavega öll að gera okkar besta í öllu sem við tökum okkur fyrir hendur. Í seinni tíð, sérstaklega eftir að mamma dó, hefur þú verið okkur stoð og stytta í gegnum þykkt og þunnt. Þú fylgdist alltaf með öllu sem við vorum að gera og tókst mikinn þátt í lífi okkar. Alltaf var gaman að fara upp í sumarbústað með þér, sem var hugarfóstur þitt frá A til Ö. Við munum gera okkar besta til að klára það, þó það taki tíma. Jæja, elsku pabbi, við vitum að þér líður vel núna, laus við þjáningar sjúkdómsins og kominn til mömmu. Við sitjum eftir með sár en vitum að lífið heldur áfram og við brosum á ný. Ég bið samt guð að styrkja okkur öll á þessum erfiðu tímum. Minning þín er ljósið í lífi okkar. Þín dóttir Inga. Elsku pabbi. Margar minningar koma upp í huga mér þegar ég hugsa til þín. Allar þær ferðir sem við fórum saman á vélsleða og allar veiðiferð- irnar okkar saman. Man ég þar sérstaklega eftir einni vélsleðaferð þegar við vorum nýbún- ir að kaupa sleðann. Þá var ég 14 ára. Ég var búinn að vera að leika mér á sleðanum við Lambanesreyki þegar ég brunaði upp á fjallið fyrir ofan bæ- inn og fór þar af sleðanum og skoðaði mig um og kom svo heim aftur. Þið mamma komuð bæði út á hlað, mamma alveg stjörf af hræðslu, en þú sagðir bara: „Geturðu tekið mig þangað upp eftir líka?“ Við höfum átt margar góðar sam- verustundir saman, þ.á m. í veiðiferð- inni síðastliðið haust með vélstjórun- um á Gnúpnum, sem var mér mjög dýrmæt stund með þér, og þær áttu að verða miklu fleiri hjá okkur. Hér kveð ég þig, elsku pabbi minn. Þinn sonur Jón Grétar. Elsku Heiðar. Þú varst tekinn frá okkur alltof fljótt. Þar sem það var nýbúið að greina þig með sjúkdóm þinn þá héldum við samt að tíminn með þér yrði lengri og að við gætum allavega gert eitthvað öll saman í sumar. En krabbinn lagði þig að velli á mjög stuttum tíma, og þar sem þú varst sjómaður þá trúi ég varla að þú sért farinn og bíðum við alltaf eftir því að þú hringir og segist vera á leið- inni í land. Þú varst mjög góður maður og þín verður sárt saknað og barnabörnin þín missa af miklu að fá ekki að kynn- ast þér. Elsku Heiðar, ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér og takk fyrir allar yndislegu samveru- stundirnar okkar, sérstaklega öll áramótin í Laugarlindinni. Þín tengdadóttir Hólmfríður Björnsdóttir. Elsku afi. Hér er smá kveðja til þín: Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti, sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu, halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eir.) Við söknum þín. Jóna Guðbjörg og Agnes Brá, Heiðar Óli og Aron Birkir, Ragnheiður Th. og Halldór Rafn. Dauðinn skilur eftir skörð hvar sem hann fer og þessi skörð er oft erfitt að fylla. Það er tilfinnanlega svo á þessari stundu þegar vinur minn til margra ára, Heiðar Alberts- son, er látinn langt um aldur fram. Dauðinn skilur okkur líka eftir með minningar um góða menn og konur sem við höfum kynnst á lífsleiðinni. Ég kynntist Heiðari árið 1975 þegar við eiginkona mín Sigríður Björns- dóttir fluttum ung að árum norður í Skagafjörð til að taka við búi á Stóru Brekku í Fljótum. Heiðar og eigin- kona hans Guðbjörg Sigurðardóttir fluttust í Fljótin stuttu síðar þegar hann tók við starfi stöðvarstjóra við virkjunina á Skeiðsfossi. Á þessum tíma var vakning í sveitum landsins og það kom margt ungt fólk í þessa afskekktu og snjóþungu sveit þar sem lífsbaráttan var ekki alltaf auð- veld. Vegna þessara eiginleika sveit- arinnar varð mannlíf á margan hátt nánara en ella hefði verið. Þarna fann Heiðar sig afar vel því hann var mik- ill atorku- og framfaramaður. Hann var líka óvenjulega fylginn sér í þeim málum sem voru honum hugleikin. Atvikin leiddu til þess að við urðum nánir samstarfsmenn árum saman en við vorum báðir kjörnir í hrepps- nefnd Fljótahrepps sem var fámenn- ur og félítill. Meðal þeirra verkefna sem Heiðar lagði lið var uppbygging grunnskólans á Sólgörðum sem var ekki auðvelt verkefni en þar tókst að sameina skólahald tveggja hreppa undir sama þaki. Áhugasvið okkar lágu líka saman á margan hátt. Við vorum báðir miklir áhugamenn um uppbyggingu Fljóta- ár og unnum sameiginlega að því marki. Ég sem formaður veiðifélags árinnar en hann sem stöðvarstjóri virkjunarinnar. Við deildum einnig miklum áhuga á brids og áttum mörg spilin í gegnum tíðina. Árið 1986 urðu þáttaskil í lífi okkar þegar við réðumst í það verkefni að hrinda af stað laxeldisstöð Miklalax í Fljótum. Enn á ný var starfsvett- vangur okkar Heiðars náinn því hann var stjórnarformaður fyrirtækisins en ég framkvæmdastjóri þess. Þarna sáum við leið til að viðhalda búsetu og efla þessa sveit sem átti svo mjög undir högg að sækja. Þetta reyndist afar erfitt starf og krafðist mikilla fórna. Ýmsir erfiðleikar steðjuðu að rekstrinum og þar kom dugnaður og ósérhlífni Heiðars vel fram, því hann spurði aldrei hvað klukkan var held- ur vann þau verk sem vinna þurfti þar til þeim var lokið. Þessum rekstri lauk árið 1994 og árið eftir hætti Heiðar starfi sínu sem stöðvarstjóri og þau Guðbjörg fluttust til Sauðár- króks þar sem hann var við sjó- mennsku næstu árin á togurum Fisk- iðjunnar Skagfirðings. En áfall dundi yfir tilveru þeirra þegar Guðbjörg greindist með alvarlegan sjúkdóm sem dró hana til dauða árið 1997. Þetta var Heiðari mikil og erfið lífs- reynsla en hana bar hann af því æðruleysi sem einkenndi hann. Skömmu fyrir dauða Guðbjargar fluttust þau suður á höfuðborgar- svæðið þar sem Heiðar starfaði áfram við sjómennsku hjá Þorbirn- inum í Grindavík, allt til dauðadags. Heiðar kynntist árið 1999 Mar- gréti Sigurðardóttur. Þau felldu hugi saman og hófu búskap. Eitt af áhuga- efnum þeirra var að reisa sér sum- arhús á Laugum í Biskupstungum. Þau eyddu þar löngum stundum á sumrin. Vilji þeirra stóð til þess að reisa stærra húsnæði sem hægt væri að búa í allt árið um kring. En örlögin gripu í taumana þegar Heiðar greindist í janúar síðastliðnum með sjúkdóm þann er dró hann til dauða á svo skömmum tíma. Það sem segir mest um þennan vin minn er í mínum huga hversu heil- steyptur maður hann var. Hann var sannarlega vinur sinna vina og ætíð reiðubúinn að veita hjálparhönd án þess að hlífa sér hið minnsta. Hann var einnig búinn óvenjulegum heið- arleika sem lýsti sér í öllum hans gerðum. Heiðar var mikill fé- lagshyggjumaður og bar rétt þeirra sem minna mega sín fyrir brjósti. En enginn var hann ofstækismaður í þeim efnum frekar en öðru. Það var ætíð gott að leita til Heið- ars vinar míns því hann var jafnan tilbúinn að ræða það sem manni lá á hjarta hverju sinni. Skipti þá engu máli hvernig málum var skipað hjá honum sjálfum. Annar vinur okkar, Kristinn Hermannsson, greindist með alvarlegan sjúkdóm um sama leyti og Heiðar. Það lýsir kannski Heiðari vel að þegar ég heimsótti hann á sjúkrahúsið síðustu dagana spurði hann ætíð fyrst um hvað væri að frétta af Krissa og heilsu hans. Ég hef misst einn minn nánasta vin og félaga í lífinu en áfram lifir minning um góðan dreng sem sárt er saknað. Við Sigríður og börn okkar vottum Margréti sambýliskonu Heiðars og börnum hans þeim Ingu, Lilju og Jóni Grétari okkar dýpstu samúð. Gunnar Reynir Pálsson. Ég átti því láni að fagna á barns- árum mínum að dvelja í þrjú sumur í sveit með Heiðari vini mínum og frænda. Þar hef ég líklegast lært hvað mest að horfa björtum augum til framtíðar frekar en að líta til baka og fárast yfir því sem orðið var. Í öll- um okkar samtölum og samskiptum kom skýrt í ljós að heiðarleiki var hans æðsta boðorð og mátti hann ekki vamm sitt vita í viðskiptum við aðra menn. Á þessum árum gerðum við frændur okkar framtíðardrauma, sumir hafa náð fram að ganga, aðrir ekki. Heiðar var glaðvær og kátur að eðlisfari og það ríkti ávallt gleði og fjör ef hann var mættur á staðinn. Í sveitinni var mikill áhugi á hesta- mennsku og tók allt heimilisfólkið virkan þátt í þeirri skemmtun. Seinna lágu leiðir okkar saman þegar hann gerðist stöðvarstjóri við Skeið- fossvirkjun í Fljótum. Báðir höfðum við gaman af að spila bridge og eydd- um oft drjúgum tíma við þá iðju. Nú þegar ég hef aftur snúið mér að hestamennsku vorum við búnir að hugsa okkur að endurnýja fyrri sam- verustundir okkar í hestamennsk- unni. Gerði Heiðar sér sérstaka ferð í sínum miklu veikindum til að sjá hesthúsið mitt með von um að geta notið þess síðar. Heiðar lagðist inn á sjúkrahús fyr- ir örfáum mánuðum. Þegar ég heim- sótti hann leist mér illa á útlit hans en hann hughreysti mig og sagði með sínum alkunna sannfæringarkrafti og bjartsýni: „Nonni minn, þetta er ekkert mál, ég verð snöggur að ná mér upp úr þessu,“ og þannig yfirgaf ég vin minn í þetta skipti, bjartsýnn að vanda. Eftir því sem heimsóknum mínum fjölgaði eftir þetta sá ég að þetta var vonlaus barátta þó svo að Heiðar gæfist aldrei upp enda var það ekki hans eðli. Það er mikill harmur kveðinn að öllum þeim sem kynntust Heiðari og nutu samvista við hann. Möddu, börnum, tengdabörnum og barna- börnum votta ég mína dýpstu samúð og vona að góður Guð gefi þeim styrk í sorginni og veit að góðar minningar um góðan og glaðlyndan mann muni yfirgnæfa sorgina þegar fram líða stundir. Hvíldu í friði, kæri vinur. Jón Sigurbjörnsson. Mikill harmur er að okkur kveð- inn. Hann Heiðar mágur okkar er all- ur. Snarpri og harðri baráttu við ill- vígan sjúkdóm er lokið, en minning um góðan dreng lifir. Heiðar Albertsson fæddist vorið 1948 í Skrúði í Skerjafirði þar sem hann átti síðan eftir að slíta barns- skónum. Albert faðir hans var alinn upp í Fljótum í Skagafirði og Heiðar var ekki hár í loftinu þegar leið hans lá þangað. Sex ára gamall fór hann í sveit til föðurbróður síns að Móafelli í Fljótum, undurfallegri sveit nyrst á Tröllaskaganum. Síðar áttu Fljótin eftir að skipa stóran sess í lífi hans. Þegar Heiðar var ungur maður réðst hann í vélsmiðjuna Héðin og lauk þaðan vélvirkjanámi. Leið hans lá síðan í Vélskóla Íslands þar sem hann lauk fullnaðarvélstjórnarrétt- indum. Það var árið 1975 sem Heiðari bauðst starf stöðvarstjóra við Skeiðs- fossvirkjun í Fljótum, en hann var þá vélstjóri á bv. Bjarna Benediktssyni frá Reykjavík. Heiðar og kona hans, Guðbjörg R. Sigurðardóttir (Gugga) sem er nú látin, tóku saman föggur sínar og fluttu norður í sveit. Ætl- unin var að vera fyrir norðan í tvö ár. En faðir okkar, Sigurður Sigur- björnsson, sagði við þau: „Krakkar mínir, ef þið verðið tvö ár í þessari sveit, þá munu þau verða tuttugu.“ Þetta voru orð að sönnu því Heiðar og Gugga bjuggu tuttugu og tvö ár á Norðurlandi, þar af átján í Fljótum. Minningar frá Skeiðsfossi streyma fram, en hvergi var betra að koma en til Guggu og Heiðars. Þar fóru miklir höfðingjar og öllum var tekið opnum örmum. Á hverju sumri var stefnan tekin á Fljótin til að njóta samveru þeirra hjóna, dásemda sveitarinnar og tína berin blá sem gerast ekki betri þó víðar væri leitað. Þar var ávallt glatt á hjalla, enda kraftmikið og skemmtilegt fólk. Börn okkar systkina vildu hvergi annars staðar vera en hjá frændsystkinum sínum á Skeiðsfossi. Heiðar var greiðvikinn og raun- góður, athafnasamur og kappsamur, maður sem ætíð varð að hafa nóg fyr- ir stafni. Best leið honum við að lag- færa og dytta að einhverju í virkj- uninni, svo ekki sé minnst á ef bilun varð í vélbúnaðinum. Heiðar hrædd- ist heldur ekki að takast á við nýja hluti í lífinu. Í Fljótum er ekki marg- menninu fyrir að fara og verður því hver og einn að leggja sitt af mörkum til flestra mála. Heiðar og Gugga tóku fullan þátt í félagsstörfum innan sveitarinnar og eignuðust trausta og góða vini á þessum árum. Heiðar sagði starfi sínu lausu við virkjunina árið 1989 og flutti fjöl- skyldan þá að Lambanes-Reykjum, einnig í Fljótum. Þar starfaði Heiðar við laxeldisstöðina við Miklavatn. Það voru erfið ár og sú saga verður ekki rakin frekar hér. En óhætt er að segja að Heiðar og Gugga stóðu ávallt þétt saman í lífsins ólgusjó. Árið 1994 yfirgaf fjölskyldan Fljót- in og flutti á Sauðárkrók þar sem Heiðar tók við starfi vélstjóra á togaranum Skafta. Vera þeirra á Króknum varð ekki löng, en á þeim tíma greindist Gugga með illkynja sjúkdóm sem dró hana til dauða 1997. Síðar hóf Heiðar sambúð með Margréti Sigurðardóttur (Möddu) og farnaðist þeim vel þau ár sem þau áttu saman. Það veitti Heiðari ómælda ánægju þegar hann og Madda ásamt börnum hans réðust í byggingu sumarbústaðar í landi Reykjavallar í Biskupstungum. Því miður entist honum ekki tími til að ljúka því verki og njóta afraksturs þess. Madda er sterk og góð kona sem studdi mann sinn í veikindum HEIÐAR ALBERTSSON Skemmuvegi 48, Kópavogi. Simi 5576677 www.steinsmidjan.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.