Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.05.2005, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2005 11 FRÉTTIR Opið mánudaga-föstudaga frá kl. 12-18 og laugardaga frá kl. 12-15 Skólavörðustíg 2 – sími 544 8880. Útsala Höfum einnig fengið nýjar vörur Laugavegi 41, sími 561 4465. Opið mán.-föst. frá kl. 10-18, laugard. frá kl. 10-16. Fatnaður úr hrásilki kominn aftur Fjórir litir Ýmis tilboð Nýjar vorvörur Sími 544 2140 Mbl.is | BOBBY Fischer settist í fyrsta sinn í gær við borðið, sem þeir Borís Spasskí tefldu á einvígi sitt um heims meistaratitilinn í skák árið 1972, síðan einvígið fór fram. Borðið er varðveitt í hlið- arherbergi í Þjóðmenningarhúsinu. Atvikið átti sér stað að loknum fundi RJF-hópsins um mál Arons Pálma Ágústssonar sem setið hefur í fangelsi í Texas, en einhver hreyf- ing virðist vera að komast á það mál, að sögn Einars S. Einarssonar, talsmanns RFC-hópsins. Bobby Fischer, sem setið hefur fundi nefndarinnar, er eindreginn stuðningsmaður þess að allt sé gert sem hægt er til að vinna að farsælli lausn þessa máls. Í lok fundarins var Bobby sýnt borðið fræga, sem hann barði nú augum í fyrsta sinn frá því hann reit nafn sitt á það rétt áður en hann hvarf af landinu fyrir næstum 33 árum síðan. Áritun hans á borðið er orðin nokkuð farin að dofna og orðin máð af sólarljósi. Honum fannst undirskriftir þeirra Borís Spasskí og hans á borðið hafa verið misráðnar og spilla minjagildi þess, því þær hefðu ekki verið þar, þá er þeir tefldu einvígi aldarinnar sæll- ar minningar. Samkvæmt upplýsingum Val- gerðar Hermannsdóttur, móð- ursystur Arons Pálma, var hann beðinn í síðustu viku, af hálfu rík- isstjóraembættisins í Texas, að staðfesta skriflega að nýju ósk sína um að mega fara til Íslands og ljúka afplánun dóms síns þar. Fischer fannst áritunin spilla minjagildi einvígisborðsins Ljósmynd/Einar S. Einarsson Bobby Fischer situr við einvígisborðið í Þjóðmenningarhúsinu og fyrrver- andi forseti Skáksambandsins, Guðmundur G. Þórarinsson, stendur hjá. TILLAGA samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssonar, að samgöngu- áætlun fyrir árin 2005 og 2008 var samþykkt á Alþingi í gær, með 31 at- kvæði stjórnarliða og Krisjáns L. Möllers, þingmanns Samfylkingar- innar gegn þremur atkvæðum þing- manna Samfylkingarinnar, Marðar Árnasonar, Katrínar Júlíusdóttur og Ástu R. Jóhannesdóttur. Tuttugu og þrír þingmenn sátu hjá. Þar á meðal Gunnar I. Birgisson, Sjálfstæðis- flokki og Kristinn H. Gunnarsson, Framsóknarflokki. Áður en samgönguáætlun ráð- herra var samþykkt voru breyting- artillögur Gunnars I. Birgissonar, við áætlunina, felldar með atkvæð- um stjórnarliða. Í tillögunum var m.a. lagt til að Héðinsfjarðargöngin yrðu slegin af og að fé til vegamála á höfuðborgarsvæðinu yrði aukið. Gunnar greiddi einn atkvæði með tillögum sínum. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingar, greiddi þó atkvæði með tillögu hans um aukið vegafé til suðurkjördæmis. Þing- menn Samfylkingarinnar á höfuð- borgarsvæðinu fóru upp í atkvæða- greiðslunni og óskuðu eftir því að sérstök atkvæðagreiðsla yrði um til- lögur Gunnars um aukið vegafé til höfuðborgarsvæðisins. Forseti þingsins varð hins vegar ekki við þeirri ósk. Þingmennirnir sögðu að þar með hefðu þeir ekki getað sýnt stuðning sinn við umræddar tillögur Gunnars. Áhersla á Sundabraut Þingmenn Samfylkingar voru þó ekki einu þingmenn höfuðborgar- svæðisins sem gerðu sérstaka grein fyrir afstöðu í atkvæðagreiðslum um samgönguáætlun ráðherra. Guðlaugur Þór Þórðarson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, tók fram að hann sem og sjálfstæðisþingmennirnir Sigurður Kári Kristjánsson, Bjarni Bene- diktsson og Birgir Ármannsson, fögnuðu yfirlýsingu formanna stjórnarflokkanna og samgönguráð- herra um að fjármögnun Sunda- brautar yrði tryggð með sérstökum hætti. Sundabrautin væri stærsta einstaka verkefnið á sviði samgöngu- mála á höfuðborgarsvæðinu. Til- koma hennar myndi létta á umferð og auðvelda samgöngur. „Sam- gönguáætlun er eins og nafnið gefur til kynna áætlun og reynslan hefur sýnt okkur að henni hefur oft verið breytt umtalsvert,“ sagði Guðlaug- ur. „Við áskiljum okkur allan rétt til að berjast fyrir því að vegabótum innan höfuðborgarsvæðisins verði flýtt og auknir fjármunir færðir til vegaframkvæmda á svæðinu.“ Jónína Bjartmarz, þingmaður Framsóknarflokks í Reykjavík, sagði að nauðsynlegt væri að ráðast í Sundabraut hið fyrsta. Nauðsynlegt væri að leita sérstakra leiða við fjár- mögnun hennar, utan samgöngu- áætlunarinnar. Forystumenn stjórn- arflokkanna hefðu tekið undir það. Í því ljósi hefðu þingmenn Framsókn- arflokksins á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að styðja samgönguáætlun ráðherra, þótt hlutur höfuðborgar- svæðisins væri rýr. Samgönguáætlun ráðherra samþykkt á Alþingi Breytingartillögur Gunnars felldar Eftir Örnu Schram arna@mbl.is „VIÐ ætlum að beita okkur fyrir því að sparað verði á öðrum svið- um svo hægt sé að framkvæma meira í vegamálum á höfuðborg- arsvæðinu,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson en hann hefur ásamt öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins Sigurði Kára Kristjánssyni, Bjarna Benediktssyni og Birgi Ár- mannssyni sent út yfirlýsingu þar sem því er fagnað að for- menn ríkisstjórnarflokkanna og samgönguráðherra hyggist tryggja fjármögnun Sunda- brautar. Guðlaugur Þór segir að mörg brýn verkefni bíði í Reykjavík og að Sundabrautin ein og sér leysi ekki umferðarvandann heldur þurfi að leggja mislæg gatnamót. „Það var ótrúleg staða þegar ríkið bauðst til að veita þrjá og hálfan milljarð í mislæg gatnamót við Kringlu- mýrarbraut og Miklubraut en borgin hafnaði því,“ segir Guð- laugur og bendir á að önnur brýn verkefni séu t.d. tvöföldun Vesturlandsvegar og mislæg gatnamót við Reykjanesbraut. Í yfirlýsingu fjórmenning- anna er bent á að ekkert eigi að geta komið í veg fyrir að fram- kvæmdir við Sundabraut hefjist um leið og skipulagsyfirvöld í Reykjavík hafa lokið undirbún- ingsvinnu. „Samgönguáætlun er eins og nafnið gefur til kynna áætlun og reynslan hefur sýnt okkur að henni hefur oft verið breytt umtalsvert. Við áskiljum okkur allan rétt til að berjast fyrir því að vegabótum innan höfuðborgarsvæðisins verði flýtt og að auknir fjármunir verði færðir í arðbærar vegafram- kvæmdir á svæðinu,“ segir í yf- irlýsingunni. Vilja meiri vega- framkvæmdir í Reykjavík FRUMVARP viðskiptaráðherra, Valgerðar Sverrisdóttur, til nýrra samkeppnislaga var samþykkt á Al- þingi í gærkvöld, með þrjátíu at- kvæðum stjórnarliða gegn 26 at- kvæðum stjórnarandstæðinga og Kristins H. Gunnarssonar, þing- manns Framsóknarflokks. Ráðherra sagði í atkvæðagreiðslu um frumvarpið, fyrr um daginn, að þetta væri eitt merkasta mál þings- ins. „Ákvörðunarvald í samkeppnis- málum er í raun fært frá fimm manna pólitískt skipuðu ráði, sam- keppnisráði, til sjálfstæðrar eftirlits- stofnunar, Samkeppniseftirlitsins. Auk þess eru fjárframlög til mála- flokksins aukin verulega.“ Ráðherra sagði að stjórnarand- staðan hefði því miður lagst lágt í málflutningi sínum í málinu. Hún vísaði því á bug að í frumvarpinu fæl- ist hefndaraðgerð gagnvart Sam- keppnisstofnun vegna olíumálsins. „Í umræðunni hefur öllu verið snúið á haus,“ sagði hún og bætti við: „Ég segi eins og oft á við: Sá hlær best sem síðast hlær.“ Áður en þessi orð féllu gagnrýndu stjórnarandstæðingar frumvarpið harðlega. Lúðvík Bergvinsson, þing- maður Samfylkingarinnar, sagði m.a. að ekkert hefði komið fram um að núverandi fyrirkomulag í sam- keppnismálum væri ekki að virka. Markmið frumvarpsins væri að veikja samkeppnislögin, ná pólitísk- um tökum á samkeppnisyfirvöldum og refsa þeim fyrir olíumálið. Að lok- um sagði hann að gjörvöll stjórnar- andstaðan og allur almenningur myndi fylgjast með hverri hreyfingu ráðherra í þessum málum. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar-græns fram- boðs, sagði mikinn ágreining um frumvarpið, bæði innan þings og ut- an. „Þá hafa komið fram ásakanir um að ríkisstjórnin sé að refsa sam- keppnisyfirvöldum fyrir framgöngu þeirra í umdeildum málum á sviði ol- íusamráðs og annarra mála,“ sagði hann. Að síðustu sagði Guðjón A. Kristjánsson, þingmaður Frjáls- lynda flokksins, m.a. að með frum- varpinu væri verið að auka áhrif ráð- herra í samkeppnismálum. Pétur H. Blöndal sagði hins vegar í atkvæðagreiðslunni að frumvarpið væri til bóta. „Sá hlær best sem síðast hlær“ Frumvarp til nýrra samkeppnislaga arna@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.