Morgunblaðið - 19.05.2005, Page 2

Morgunblaðið - 19.05.2005, Page 2
2 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 12,3% ARÐSEMI Nýir útreikningar Vegagerðar- innar sýna að arðsemri tvíbreiðra Héðinsfjarðarganga er áætluð 12,3%. Áður höfðu legið fyrir út- reikningar á einbreiðum göngum upp á 14,5% arðsemi. Fjölmiðlar gagnrýndir Vikublaðið Newsweek er sakað um óvandaða blaðamennsku eftir að hafa birt frétt um að bandarískir hermenn hefðu vanhelgað Kóraninn, sem varð til þess að mótmæli og mannskæð átök brutust út í Afgan- istan. Blaðið dró fréttina til baka en í kjölfar málsins gagnrýnir Banda- ríkjastjórn fjölmiðla fyrir að birta ásakanir byggðar á upplýsingum frá ónafngreindum heimildarmönnum. Skipulögð glæpastarfsemi Fjögur ungmenni og fylgdar- maður þeirra voru á þriðjudag stöðvuð á Keflavíkurflugvelli með ólögleg ferðaskilríki. Voru þau að koma frá London og ætluðu að kom- ast ólöglega til Bandaríkjanna. Að sögn sýslumannsins á Keflavíkur- flugvelli, Jóhanns R. Benedikts- sonar, eru sterkar vísbendingar um að hér sé um skipulagða glæpastarf- semi að ræða. Nýr borgarstjóri í LA Antonio Villa- raigosa, sonur fá- tækra innflytj- enda frá Mexíkó, var í gær kjörinn borgarstjóri Los Angeles. Þetta er í fyrsta sinn í meira en 130 ár sem maður af rómönskum upp- runa er kjörinn borgarstjóri þar. Jarðvarmaveita í Kína Skrifað var undir samkomulag í Kína í gær um að Íslendingar taki þátt í að leggja hitaveitukerfi í nýtt hverfi í borginni Xianyang. Sam- starfið hefur verið í undirbúningi um nokkurn tíma. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 31/34 Úr verinu 14 Bréf 34 Erlent 18/19 Minningar 36/39 Höfuðborgin 23 Hestar 39 Akureyri 23 Dagbók 44 Landið 24 Víkverji 44 Austurland 24 Velvakandi 45 Listir 25 Staður og stund 46 Neytendur 26 Menning 47/53 Daglegt líf 27 Ljósvakamiðlar 54 Forystugrein 28 Veður 55 Viðhorf 30 Staksteinar 55 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                 ! " #         $         %&' ( )***                     NÝJAR rannsóknir á útbreiðslu skóga við land- nám sýna að útbreiðsla þeirra hefur líklega verið mun minni en áður hefur verið talið, eða um 8.000 ferkílómetrar í stað 25.000 ferkílómetra áð- ur. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri og uppfærðri útgáfu af íslenskum söguatlas, Ís- landssagan í máli og myndum, sem er að koma út hjá Máli og menningu. Samkvæmt þessu var Ís- land langt frá því skógi vaxið milli fjalls og fjöru, líkt og löngum hefur verið hermt um landnámið. Í þessum kafla bókarinnar er m.a. vitnað í rannsóknir Rannveigar Ólafsdóttur landfræðings og Árna Daníels Júlíussonar sagnfræðings, sem er annar höfundur bókarinnar ásamt Jóni Ólafi Ísberg sagnfræðingi. Þeir hafa nú að stórum hluta uppfært Söguatlas Iðunnar sem kom út í þremur bindum á árunum 1989–1993 undir þeirra ritstjórn og Helga Skúla Kjartanssonar. Ritverkið nú er stórt í sniðum, 530 blaðsíður með 900 ljósmyndum og teikningum og 500 kortum, þar sem greint er frá sögu Íslands frá upphafi til vorra daga. Ástand skóga svipað um langt skeið Í bókinni segir að samkvæmt útreikningum Rannveigar á útbreiðslu skóga sé miðað við út- breiðslu birkis sem var yfir tveir metrar á hæð og aðeins tekið tillit til hitastigs. Engu að síður sé ljóst að verulega hafi dregið úr útbreiðslu skóga þegar við landnám. Nýjar rannsóknir á út- breiðslu skóga á tímabilinu frá 1100–1500 sýni jafnframt að ástand skóga hafi verið mjög svipað því sem nú er, eða um 1% landsins þakið skóg- og kjarrlendi. Nýting skóga virðist hafa verið vand- lega skipulögð allt frá því skömmu eftir landnám. Árni Daníel segir í samtali við Morgunblaðið að þessar rannsóknir og mun fleiri í bókinni birt- ist nú í fyrsta sinn í alþýðlegu yfirlitsriti. Í bók- inni hafi verið bætt við nýjum rannsóknum á sviði sagnfræði, landfræði, jarðfræði, fornleifa- fræði, gróðurfræði og náttúrufræði, þar sem nýrri söguskoðun er komið á framfæri við al- menning. Varðandi nýjar upplýsingar um gróðurfarið bendir Árni Daníel á að rannsókn Margrétar Hallsdóttur hafi sýnt að uppskera birkifræja hafi fallið um 90% á fyrstu 50 árum landnáms. „Menn hafa ekkert botnað í því hvernig getur staðið á þessu, þar sem löngum hefur verið hald- ið að skógurinn hafi smám saman eyðst. Síðan kemur í ljós, þegar miðaldaheimildir um skóga eru skoðaðar, að ekki er talað um aðra skóga en þá sem eru uppi nú á tímum. Fyrstu 50 ár land- námsins virðast menn hafa unnið skipulega í því að eyða skógi en síðan var afgangurinn látinn meira og minna í friði í þúsund ár. Þetta hefur komið mörgum á óvart,“ segir Árni Daníel. Upplýsingar um gróðurfar á Íslandi í nýrri bók um Íslandssöguna Ísland var ekki allt skógi vaxið milli fjalls og fjöru Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is SEGJA má að rétt hafi verið úr Laugaveginum við Hlemmtorg, og var gatan opnuð fyrir umferð í gær eftir framkvæmdir. Búið er að gera talsverðar breytingar á gatnakerf- inu við Hlemm, og eru enn fram- kvæmdir á Rauðarárstíg, á milli Laugavegar og Skúlagötu. Reiknað er með að framkvæmdum á svæð- inu ljúki 12. júní. Framkvæmdirnar eru nokkurn vegin á áætlun, segir Höskuldur Tryggvason, deildar- stjóri á framkvæmdasviði Reykja- víkurborgar, en vinna við lagnir tók heldur lengri tíma en reiknað var með. Lagfæringar á Hlemmi voru forsenda þess að nýtt leiða- kerfi Strætó bs. yrði tekið í notkun. Morgunblaðið/Jim Smart Opnað hefur verið fyrir umferð um Laugaveginn við Hlemm eftir framkvæmdir undanfarið. Laugavegurinn opnaður við Hlemm ÍSLENSKUR flugumferðarstjóri kom í veg fyrir hugsanlegan árekst- ur þegar tvær erlendar flugvélar stefndu hvor á aðra vestur af land- inu. Flugatvikið varð 1. ágúst 2003 og í skýrslu, sem Rannsóknarnefnd flugslysa, RNF, gaf út í gær, kemur fram að önnur flugvélin hafi ekki verið í réttri hæð og henni því skipað að lækka flugið. Mættust vélarnar með þúsund feta hæðaraðskilnaði en átta mílur voru á milli þeirra þegar skipun um lækkun var gefin. Önnur vélin var eins hreyfils af gerðinni Piper Malibu, í einkaeigu í Bandaríkjunum, en hin af gerðinni BAe146-200, fjögurra hreyfla þota í eigu færeyska flugfélagsins Atlantic Airways. Fyrrnefnda vélin var á leið frá Narssarssuaq á Grænlandi til Reykjavíkur en sú síðarnefnda á leið frá Reykjavík til Narssarssuaq. Báð- ar vélarnar voru í radarsambandi við íslensku flugstjórnarmiðstöðina í Reykjavík. Minni vélin var í tilskil- inni 23 þúsund feta hæð og færeyska vélin átti að vera í 24 þúsund feta hæð en hafði síðan verið beðin að vera í 22 þúsund feta hæð. Tók ekki eftir mistökunum Annar flugmaðurinn, sá sem ann- aðist fjarskiptin, staðfesti móttöku á þeim fyrirmælum en stimplaði 23 þúsund fet inn í sjálfstýringuna án þess að hinn flugmaðurinn tæki eftir mistökunum. Þegar flugumferðar- stjóri sá að vélarnar stefndu hvor á móti annarri í sömu hæð gaf hann þeirri færeysku fyrirskipun um að lækka í 22 þúsund feta hæð og var brugðist umsvifalaust við því. Niðurstaða RNF er að samkvæmt verklagi í flugrekstrarhandbókum flugfélagsins hefði flugmaðurinn sem flaug vélinni þá stundina átt að stimpla inn hæðarfyrirmæli í sjálf- stýringuna þegar vél er flogið á sjálf- stýringu en ekki sá flugmaður sem sá um fjarskiptin og tók við fyrir- mælunum. Þegar upplýsingarnar voru komnar í sjálfstýringuna var vélin þar með komin í ranga hæð, þá sömu og vélin á móti. Flugumferð- arstjóri sá yfirvofandi hættu og gaf fyrirmæli um að leiðrétta flughæðina tafarlaust. RNF beinir þeim tilmæl- um til Atlantic Airways að við gæða- eftirlit skuli leggja áherslu á að flug- menn fylgi verklagi fyrirtækisins. Erlendar flugvélar stefndu hvor á aðra í sömu flughæð Náði að koma í veg fyrir að árekstur gæti orðið NÝ sjónvarpsstöð á vegum 365ljósvakamiðla fer í loftið íágústmánuði. Meðal þeirra dagskrárgerðarmanna sem hafa verið ráðnir til stöðvar- innar er Valgerður Matthías- dóttir, Vala Matt, sem er að hætta með þátt sinn á Skjá ein- um, Innlit–útlit. Að sögn Gunnars Smára Eg- ilssonar, forstjóra 365 ljós- vakamiðla, er nýju stöðinni ætlað að höfða til yngra fólks og munu útsendingar nást á suðvesturhorni landsins og helstu þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni. Bæði innlent og erlent dagskrárefni verður sent út. Gunnar Smári segir að þessa dagana sé verið að ráða dagskrárgerðarmenn en hann upplýsir ekki um fleiri að sinni./52 Ný sjón- varpsstöð í loftið í haust PÁLL Skúlason háskólarektor segir að ekkert hafi verið rætt við háskóla- yfirvöld um að staðsetja bensínstöð á lóð í Vatnsmýrinni, í nágrenni við nýjan spítala og háskólabyggingar. Hann segir að Háskóli Íslands muni mótmæla þessari staðsetningu mjög eindregið. „Við komum algerlega af fjöllum um þetta mál og mér finnst það raun- ar allt stórfurðulegt. Í allri umræðu spítalans, háskólans og borgarinnar hefur verið rætt um að reisa þarna lífvísindasetur eða byggingar sem tengja saman háskólann og spítal- ann. Ég trúi því ekki öðru en að þetta sé einhver misskilningur,“ sagði Páll. Páll sagðist ekki sjá að það geti farið saman að vera með bensínstöð á þessum stað og þá spítala- og vís- indastarfsemi sem þarna væri fyrir- huguð. Hann sagði að þar að auki væri Vatnsmýrin viðkvæmur staður. Miklar mengunarvarnir hefðu verið gerðar í tengslum við byggingar sem þar hefðu verið reistar á síðustu ár- um. Munu mót- mæla bens- ínstöð í Vatnsmýri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.