Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 12 síðna sérblað um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er að finna í miðopnu Morgunblaðsins í dag. Með Morgunblaðinu í dag FRAMKVÆMDANEFND um einkavæðingu bár- ust 14 tilboð í hlut ríkisins í Símanum frá 37 fjár- festum, innlendum sem erlendum. Tilboðin eru ekki bindandi en síðar í sumar geta þeir sem munu upp- fylla almennar kröfur og skilyrði einkavæðingar- nefndar gert bindandi tilboð sem opnuð verða í júl- ímánuði í viðurvist bjóðenda og fjölmiðla. Einkavæðingarnefnd upplýsir ekki um nöfn bjóð- enda á þessu stigi en að sögn Stefáns J. Friðriks- sonar, starfsmanns nefndarinnar, koma þessi 14 til- boð jafnt frá hópi fjárfesta sem einstökum fjárfestum. Um helmingur tilboðanna tengist er- lendum fjárfestum. Einkavæðingarnefnd mun á næstu dögum fara yfir tilboðin í samvinnu við fjár- mála- og ráðgjafarfyrirtækið Morgan Stanley. Í tilkynningu frá einkavæðingarnefnd segir, að við mat á óbindandi tilboðum verði meðal annars horft til verðs, fjárhagslegs styrks og lýsingar á fjármögnun, reynslu af rekstri fyrirtækja, hug- mynda og framtíðarsýnar varðandi rekstur Símans, starfsmannastefnu og þjónustu í þéttbýli og dreif- býli næstu fimm árin, svo og sjónarmiða bjóðenda hvað varðar markmið ríkisins með sölunni. Heild- stætt mat verði lagt á alla þessa þætti og verða nöfn bjóðenda gefin upp að því loknu, eða innan viku. Að lokinni yfirferð óbindandi tilboða verður þeim sem uppfylla almennar kröfur og skilyrði boðið að fá frekari upplýsingar um Símann í gegnum kynn- ingar, heimsóknir og áreiðanleikakannanir. Á grundvelli þeirra athugana geta aðilar gert bind- andi tilboð. Mynda þarf hópa kjölfestufjárfesta Í söluferlinu er gert ráð fyrir þeim möguleika að áhugasamir minnihlutaaðilar, sem ekki skiluðu inn óbindandi tilboðum, geti, að undirrituðum trúnað- arsamningi, tengst hópi kjölfestufjárfesta. Minnst tveimur vikum áður en bindandi tilboð verða lögð fram þurfa bjóðendur þó að hafa myndað hópa kjölfestufjárfesta, og þurfa þeir aðilar sem ekki voru valdir til síðara ferlis á grundvelli óbind- andi tilboða að fallast á framtíðarsýn og leiðir til að uppfylla markmið ríkisins er tilgreind voru í óbind- andi tilboðum þess/þeirra kjölfestufjárfesta, sem mynda meirihluta hóps og valdir voru á grundvelli mats á óbindandi tilboðum. Reglur þessar voru kynntar bjóðendum á fyrra stigi söluferlis, að því er segir í tilkynningu einkavæðingarnefndar. Við mat á bindandi kauptilboðum verður aðeins litið til verðs og verður gengið til viðræðna við hæst- bjóðendur. Til að tryggja „algert gagnsæi“ hyggst einkavæðingarnefnd sem fyrr segir opna þau bind- andi tilboð sem berast í viðurvist allra bjóðenda og fjölmiðla. Er stefnt að þessu í júlí næstkomandi. Verði aðeins 5%, eða minni, verðmunur á tilboðum hæstu bjóðenda verður viðkomandi aðilum gefinn kostur á að skila inn nýju og hærra verðtilboði síðar sama dag. Verða tilboðin opnuð á ný í viðurvist bjóðenda og fjölmiðla síðar þann dag. Berist ekki ný tilboð frá bjóðendum standa upphafleg tilboð. Fjórtán tilboð bárust í Símann frá 37 innlendum og erlendum fjárfestum Bindandi tilboð opnuð í sumar í votta viðurvist FLOSI Eiríksson, formaður kjör- stjórnar Samfylkingarinnar, telur að vel yfir tíu þúsund atkvæðaseðlar í formannskjöri flokksins séu komnir í hús. Hann segir að mjög mikið hafi verið að gera á skrifstofu flokksins í gær. „Fólk kom með seðla víða af landinu. Við vitum líka af mörgum kjörseðlum á leiðinni,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gær- kvöld. Frestur til að skila atkvæðum til skrifstofu flokksins rennur út kl. 18 í dag. Flosi segir að aðsend atkvæði verði borin saman við kjörskrá seinna í kvöld. Eftir það verða at- kvæðin sett í kassa sem verða inn- siglaðir. Þar verða þau geymd þar til talning hefst á laugardagsmorgun. Stefnt er að því að úrslitin í for- mannskjörinu verði kynnt kl. 12 þann sama dag. Vel yfir tíu þúsund atkvæði komin í hús MARGÆSIR hafa hér viðdvöl á leið sinni frá Írlandi til varpstöðvanna í norðausturhéruðum Kanada. Hér á landi er nú staddur 13 manna hópur vísindamanna frá Bretlandseyjum, auk fjögurra manna sjónvarps- teymis frá BBC í Norður-Írlandi, til að fylgjast með margæsunum. Starfa þeir í samvinnu við íslenska vísindamenn, m.a. Guðmund A. Guðmundsson, fuglafræðing hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Í vor hafa 38 margæsir verið fangaðar á Álftanesi til merkinga og mælinga. Af þeim voru fimm fuglar sem höfðu verið merktir á fyrri árum á Álftanesi. Þann 12. maí náðust 13 margæsir og reynd- ust þær vera að meðaltali 200 – til 300 grömmum þyngri en þyngstu margæsir sem vigtaðar voru á Ír- landi 1. apríl síðastliðinn. Að sögn Guðmundar er ætlunin að fanga fleiri gæsir hér til að meta þyngdaraukningu, mæla þær og merkja. Sett verða senditæki á sex gæsir til viðbótar fjórum sem þann- ig voru merktar á Írlandi 1. apríl s.l. Þrjár þeirra radíómerktu eru nú staddar hér á landi, en einn sendir- inn hætti að senda og óvíst hvar gæsin sem hann ber er stödd. Vitað er að steggurinn Finnur er á Álfta- nesi ásamt unnustu sinni, Mac er í Grunnafirði og Monty í Álftafirði á Snæfellsnesi. Þegar gæsirnar hafa safnað næg- um forða halda þær í langflug yfir Grænlandsjökul og alla leið til Kan- ada. Þær eru svo væntanlegar aftur hingað í haust á leið sinni til vetr- arstöðvanna. Morgunblaðið/RAX Ólafur Torfason með myndarlega margæs sem fönguð var á Álftanesi í gær, vegin og merkt. Í baksýn sést Guðmundur A. Guðmundsson fuglafræðingur. Margæsir safna mör ÍSLENSK erfðagreining (ÍE) hefur hafið lyfjaprófanir af öðrum fasa á nýju tilraunalyfi fyrirtækisins við astma. Fyrsti sjúklingurinn hefur þegar hafið lyfjatöku. Á innan við einu ári hefur ÍE hafið klínískar lyfjaprófanir við þremur mik- ilvægum sjúkdómum: Hjartaáfalli, æðakölkun og astma, að því er segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Tilraunalyfið við astma, sem nú eru hafnar prófanir á, hefur áhrif á starfsemi ensíms sem erfðarann- sóknir ÍE hafa sýnt að tengist líf- fræðilegum orsökum astma. Lyfið var í upphafi þróað af öðru lyfjafyr- irtæki og við öðrum sjúkdómi. Kári Stefánsson, forstjóri ÍE, seg- ir að astmi sé algengasti langvinni sjúkdómur vestrænna samfélaga. Tíðni hans hefur aukist mjög hratt. Segir Kári að það verði spennandi að sjá hvort niðurstöður prófana á lyf- inu verði í samræmi við væntingar ÍE og lyfið minnki bólgur í önd- unarvegi astmasjúklinga með sér- tækari hætti en þau steralyf sem nú eru helsta meðferðin við sjúkdómn- um. Þátttakendum í lyfjaprófunum verður skipt í fjóra jafnstóra hópa. Þrír þeirra fá misstóra skammta af tilraunalyfinu, en fjórði hópurinn fær lyfleysu til viðmiðunar. Hver þátttakandi mun taka inn lyf eða lyf- leysu í átta vikur. Astmi er langvinnur bólgu- sjúkdómur í lungum og önd- unarfærum og langalgengasti lang- vinni sjúkdómurinn í börnum og ungu fólki. Tíðni astma er á bilinu 10 – 30% í iðnvæddum löndum. Astma- köst orsakast af óeðlilegu og ýktu svari ónæmiskerfisins við ut- anaðkomandi áreiti á borð við frjó- korn, ryk, tóbaksreyk eða veirur. Astmaköstin geta hjá sumum sjúk- lingum falist í vægum hósta en í al- varlegustu sjúkdómstilfellum geta astmaköst verið lífshættuleg, því öndunarvegur lokast nær alveg. Virkasta meðferðin gegn astma felst nú í notkun steralyfja. Þau geta valdið alvarlegum aukaverkunum, einkum við langvarandi notkun. Eitt helsta markmið nýrra meðferð- arúrræða við astma hefur því verið að finna leiðir til að minnka bólgur í öndunarvegi, án þess að nota stera- lyf. ÍE prófar tilraunalyf við astma GUNNAR Örlygsson, fyrrum þingmaður Frjálslynda flokksins, er hvattur til þess í ályktun frá fundi frambjóð- enda og stuðningsmanna flokksins í Suðvesturkjör- dæmi að segja sig frá þing- mennsku. Fundurinn var haldinn í gær og í ályktuninni er það harmað að Gunnar hafi „snúið baki við félögum sínum“ í Frjálslynda flokknum og gengið til liðs við Sjálfstæð- isflokkinn. Með því hafi hann fyrirgert því trausti sem til hans var borið, að því er fram kemur í ályktun fundarins. Gunnar segi sig frá þing- mennsku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.