Morgunblaðið - 19.05.2005, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
BEINT áætlunarflug Icelandair
til San Francisco hófst í gær þeg-
ar Boeing 767 breiðþota félagsins
fór á loft frá Keflavíkurflugvelli
kl. 18.40. Í hópi 250 farþega voru
Halldór Ásgrímsson, forsætisráð-
herra og Steinunn Valdís Óskars-
dóttir, borgarstjóri, sem taka
munu þátt í hátíðardagskrá í San
Francisco. Brottför var frestað
um tvær klukkustundir, til kl.
18.40, vegna seinkunar á komu
flugvélarinnar hingað til lands.
Mikið var um dýrðir í Leifsstöð
áður en lagt var upp í flugið. Þar
sungu Flugfreyjukórinn, undir
stjórn Magnúsar Kjartanssonar,
og kvartettinn Undan vindi, sem
er skipaður flugstjórum. Jón Karl
Ólafsson, verðandi forstjóri Ice-
landair, söng með kvartettinum í
lokin.
Halldór Ásgrímsson forsætis-
ráðherra klippti á borða og hélt
ræðu. Rifjaði hann m.a. upp að sig
hefði ekki órað fyrir því þegar
hann var í sveit í Suðursveit á
æskuárum, ásamt Sigurði Helga-
syni forstjóra Icelandair, að þeir
ættu eftir að fljúga saman til San
Francisco síðar á ævinni. Sagði
hann að Sigurður hefði oft fengið
að gista á bernskuheimili hans
meðan beðið var eftir að fært yrði
yfir fljótið í sveitina.
Sigurður Helgason, forstjóri
Icelandair, segir að flugið til San
Francisco í gær marki ákveðin
tímamót í sögu félagsins og sam-
göngusögu landsins. „Við erum
með þessu flugi að opna nýja leið
til og frá einhverri þekktustu og
vinsælustu borg heims. Með því
að taka langdræga breiðþotu inn í
áætlunarflugið og þróa tengistöð
okkar á Keflavíkurflugvelli erum
við að leggja grunn að enn frekari
útrás. Bókanir til og frá San
Francisco eru í samræmi við áætl-
anir og við erum vongóð um fram-
haldið.“
Ljósmynd/Víkurfréttir
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra klippti á borða í Leifsstöð í tilefni af opnun nýju áætlunarflugleiðar-
innar. Í ávarpi rifjaði hann upp þegar þeir Sigurður Helgason, forstjóri Icelandair, voru saman í sveit.
Sveitadrengirnir úr Suður-
sveit voru í broddi fylkingar
Ljósmynd/Baldur Sveinsson
Boeing 767-breiðþota Icelandair mun sinna hinni nýju áætlunarflugleið
félagsins til San Francisco á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna.
FULLTRÚAR ríkisstjórnar og
námsmanna í stjórn Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna (LÍN) hafa náð
samkomulagi um nýjar úthlutunar-
reglur fyrir skólaárið 2005–2006.
Taka reglurnar gildi 1. júní nk. Í
framhaldi af nýjum reglum er áætl-
að að tæplega 10.000 manns fái
8.000 milljónir króna í námslán á
næsta ári. Áætluð aukning útlána
milli ára er 855 milljónir króna, eða
12%. „Þessar breytingar voru sam-
þykktar einróma í stjórn og náðist
full samstaða milli fulltrúa ríkis-
stjórnar og námsmanna sem er auð-
vitað gleðilegt,“ segir Steingrímur
Ari Arason, framkvæmdastjóri
LÍN. Hann segir að ráð sé gert fyrir
fjölgun meðal lánþega. Meðallánið á
hvern lánþega verður því um 800
þúsund krónur.
Samstarfsnefnd námsmanna-
hreyfinganna bendir á að með af-
námi frítekjumarks sé ljóst að lág-
tekjunámsmenn hagnist ekki á
þessum breytingum, en gera megi
ráð fyrir að kjör um 85% náms-
manna batni við breytinguna. Nú
hafi vegir námsmanna opnast fyrir
vinnu og ljóst sé að námsmenn á Ís-
landi muni nýta sér það. Náms-
mannahreyfingarnar skora á náms-
menn til þess að nýta sér þessa
breytingu og afla sér þeirra tekna
sem þeir geta því tekjuvítahringur
námsmanna sé nú rofinn.
Námsmannahreyfingarnar benda
jafnframt á að breytingarnar á út-
hlutunarreglum LÍN séu stórt skref
til batnaðar en taka þó fram að þetta
sé aðeins fyrsta skrefið í átt að
tekjufrjálsu umhverfi fyrir náms-
menn. Þá leggja þær þunga áherslu
á að einnig sé nauðsynlegt að hækka
grunnframfærsluna meira en sem
nemi verðlagsþróun.
Segir lánþega aldrei hafa
haft jafn mikið svigrúm
Steingrímur Ari Arason bendir á
að með hækkun lána og minna
tekjutilliti en áður sé gert ráð fyrir
að nýjar úthlutunarreglur tryggi
námsmönnum að meðaltali 7%
hækkun ráðstöfunarfjár milli ára.
Með breytingunum séu reglur
sjóðsins einfaldaðar og svigrúm
námsmanna til að ná endum saman
stórlega aukið. Því sé óhætt að full-
yrða að lánþegar hafi aldrei frá
stofnun sjóðsins árið 1961 haft jafn-
mikið svigrúm og nú til að auka ráð-
stöfunartekjur sínar með sumar-
vinnu eða annarri vinnu samhliða
lánshæfu námi. Jafnframt tryggja
breytingarnar námsmönnum aukinn
rétt til lána út á sumarnám búi þeir
við skerta tekjumöguleika eða vilji
flýta námslokum.
Helstu breytingar á reglunum eru
eftirfarandi:
Grunnframfærsla er hækkuð um
3,8% eða úr 79.500 kr. í 82.500 kr.
Fjölmargir þættir námsaðstoðar-
innar taka mið af grunnframfærsl-
unni og hækka samhliða henni, s.s.
lán vegna maka og barna.
Reglum um tekjur sem koma til
lækkunar námsláni er gjörbreytt. Í
stað þess að 33% tekna eftir skatt
umfram svokallað frítekjumark
(300.000 kr.) komi til lækkunar
koma nú einungis 14% heildartekna
til lækkunar á útreiknuðu láni. Frí-
tekjumarkið er afnumið og engu
máli skiptir lengur hvort námsmað-
ur er að koma úr námshléi eða ekki.
Tillit til tekna er hið sama hvort
heldur námsmaður býr í foreldra-
húsnæði, leiguhúsnæði eða eigin
húsnæði.
Reglur um sumarlán eru rýmk-
aðar. Slakað er á námsframvindu-
kröfum og lánþegum auðveldað að
flýta námslokum með sumarnámi.
Námsmenn erlendis þurfa ekki
lengur að framvísa farseðlum til að
fá ferðalán og fá þau nú afgreidd í
kjölfar lánsumsóknar með öðrum
lánum.
Hámark skólagjaldalána hækkar
vegna náms í Bandaríkjunum úr
33.000 dölum í 38.000 dali og á Bret-
landi úr 23.335 pundum í 25.600
pund.
Sjálfsfjármögnun námsmanna
vegna innritunar- og skólagjalda er
hækkuð úr 35.000 kr. í 45.000 kr.
Nýjar úthlutunarreglur Lánasjóðs íslenskra námsmanna
Frítekjumark afnumið
Eftir Jón Pétur Jónsson
jonpetur@mbl.is
SIGRÍÐUR Anna Þórðardóttir um-
hverfisráðherra undirritaði á þriðju-
dag tvo samstarfssamninga við kín-
versk stjórnvöld, annan á sviði
jarðskjálfta, hinn á sviði umhverfis-
verndar.
Í fréttatilkynningu frá umhverfis-
ráðuneytinu segir að markmið
samningsins um samstarf á sviði
jarðskjálfta sé að þróa samvinnu og
miðla þekkingu á sviði jarðskjálfta,
eldfjalla, jarðeðlisfræði, jarð-
skjálftaverkfræði og varna gegn
jarðskjálftavá.
„Það er nú þannig að Kínverjar
sendu sendinefnd til Íslands fyrir
þremur árum til að kynna sér þessi
mál heima og það er alveg greinilegt
að þetta hefur vakið áhuga þeirra,“
sagði Sigríður Anna í gær. „Þeir eru
mjög áfram um að gera slíka samn-
inga.“
Hún kvaðst telja að Íslendingar
hefðu mikið fram að færa á þessu
sviði. „Við höfum langa og mikla
reynslu. Við höfum mjög færa vís-
indamenn. Og við ætlum bæði að
eiga samstarf um mælingar og vökt-
un.“
Vísindamenn milli landa
Hún sagði að Kínverjar vildu að
við efldum fyrst og fremst samstarf
okkar vísindamanna og þeirra, efld-
um upplýsingastreymi á milli og
hvor þjóð læri af annarri. Samstarfið
mun fela í sér að vísindamenn fari á
milli landanna til rannsókna á vett-
vangi, skiptist á upplýsingum og
gögnum á sviði jarðskjálfta og eld-
virkni og skipuleggi sameiginlega
vinnufundi og fyrirlestra.
Sigríður Anna sagði að samning-
urinn um umhverfisvernd snerist
um nokkur atriði. „Það er til dæmis
umhverfisvernd og landgræðsla,
endurnýting og förgun úrgangs og
ýmislegt, sem tengist endurnýjan-
legri orku og þá
bæði orkunýtingu
og orkuvinnslu,
og svo tækni á
sviði umhverfis-
mála, eins og
mælingum og
öðru því tengdu.“
Hún sagði að
mengunarvanda-
mál Kína yrðu
rædd á fundum
hennar hér. „Það er engin spurning
að hér í Kína, þar sem er þessi
gríðarlega mannmergð, er þessi
málaflokkur vaxandi og þeir þurfa
að beina kröftunum að því að hafa
þessi mál í lagi hjá sér,“ sagði Sigríð-
ur Anna. Hún sagði að umhverfismál
hefðu verið ofarlega á baugi heima
og fólk væri sér meðvitað um mikil-
vægi þeirra. „Þar að auki höfum við
mjög mikla sérstöðu, til dæmis í
notkun endurnýjanlegrar orku þar
sem engin þjóð í veröldinni kemst
með tærnar þar sem við höfum hæl-
ana. Við höfum því margt fram að
færa á þessu sviði og þá nefni ég sér-
staklega jarðhitanýtingu. Ég tel að
það séu mjög mörg tækifæri fólgin í
þessum samningum, sem við erum
að gera á umhverfissviðinu, ekki ein-
göngu fyrir stofnanir umhverfis-
ráðuneytisins og stofnanir í Kína,
heldur einnig fyrir íslensk fyrirtæki,
sem vilja sækja fram í Kína, og þá vil
ég til dæmis nefna orkumálin, það er
orkufyrirtækin okkar, og svo er svo
ótalmargt fleira, eins og í endur-
vinnslumálum sem tengjast um-
hverfismálum.“ Hún segir að ekki sé
orðið ljóst hversu víðtækt samstarfið
verði. Það velti á því hvernig takist
að nýta þau tækifæri sem samning-
arnir bjóði upp á. Samningarnir eru
til fimm ára og endurnýjast náttúru-
verndarsamningurinn sjálfkrafa
verði honum ekki sagt upp.
Samningar við kínversk stjórnvöld á
sviði jarðskjálfta og umhverfisverndar
Samstarf eflt
og streymi upp-
lýsinga aukið
Sigríður Anna
Þórðardóttir