Morgunblaðið - 19.05.2005, Page 10

Morgunblaðið - 19.05.2005, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRAMTÍÐARHÓPUR Samfylkingarinnar kynnti í gær tillögur sjö starfshópa sem hófu störf í byrjun árs. Er hér um „seinni lotuna“ í vinnu Framtíðarhópsins að ræða en sú fyrri, þ.e. niðurstöður úr vinnu fyrstu sex starfshóp- anna, voru kynntar á flokksstjórnarfundi í október í fyrra og verða lokaútgáfur þeirra lagðar fyrir landsfund Samfylkingarinnar til afgreiðslu nú um helgina. Tillögurnar, sem kynntar voru í gær, verða einnig teknar til umfjöllunar á landsfundinum en Framtíðarhópurinn mun gera það að tillögu sinni að þeim verði vísað til áframhaldandi meðferðar innan flokksins og afgreiðslu á sér- stöku stefnuþingi sem fram fer næsta vetur. Hópurinn óskar eftir endurnýjuðu umboði Upphaflega stóð til að lokaútgáfa bæði fyrri og seinni lotunnar yrðu lagðar fyrir landsfund- inn en eftir að hann var færður fram í maí var ljóst að þess yrði ekki kostur. Framtíðarhóp- urinn hefur því farið fram á endurnýjað umboð á landsfundinum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Framtíðarhópsins, segir mikilvægt að hafa í huga að tillögur hópsins séu ekki hugsaðar sem útfærð stefnuskrá, heldur sé með þeim verið að setja ramma um ákveðin markmið. Gert sé ráð fyrir að tillögurnar verði teknar saman í heildstæða stefnulýsingu á stefnu- þinginu næsta vetur. „Síðan þarf að útfæra þetta í einstökum at- riðum í kosningastefnuskrá, hvort sem það er fyrir sveitarstjórnar- eða þingkosningar,“ seg- ir Ingibjörg. Augljós þörf að ræða upptöku evru Komið er inn á fjölmörg atriði í tillögum starfshópanna sjö. Meðal annars er stungið upp á því að erfið pólitísk mál verði leyst með aðstoð ríkissáttasemjara og byggt verði á kan- adískum hugmyndum við ráðningu hæstarétt- ardómara, en í því felst að matsnefndir munu sjá um ráðninguna. Framtíðarhópurinn gerir ekki tillögu um breytingar á stefnu Samfylkingarinnar í Evr- ópumálum en komið er inn á þau á nokkrum stöðum. Í tillögum hóps sem fjallaði um Sam- fylkingu sem flokk atvinnulífs segir m.a. að augljós þörf sé á að ræða upptöku evru í sam- hengi við óstöðugleika gengis, vaxta og verð- lags vegna íslensku krónunnar. Tekið er fram að upptaka evru sé vart framkvæmanleg án eiginlegrar Evrópusambandsaðildar og að óstöðugleikinn knýi á um að því máli verði hreyft. Í skýrslu hópsins segir einnig að brýnt sé að hagsmuna Íslands innan Evrópusam- bandsins sé betur gætt, enda komi verulegur hluti þeirrar löggjafar sem Alþingi samþykkir og varðar atvinnulífið frá stofnunum ESB. Þá segir hópurinn sem fjallaði um Ísland í samfélagi þjóða í tillögum sínum að Ísland ætti að kappkosta að taka virkan þátt í starfi ýmissa alþjóðastofnana og er Evrópusam- bandið þar á meðal. Í tillögum starfshóps um menningu og listir segir að lýðræðishalli einkenni menningar- sviðið á Íslandi. Hér sé verndarstefna allsráð- andi og mikið sé talað um ógn sem réttlæti frekari skrifvæðingu og sérfræðingaveldi. Ingibjörg Sólrún sagði á fundinum í gær að með þessu væri átt við að menning hér á landi næði ekki til allra hópa í þjóðfélaginu, sem þyrfti að breyta. Hún segir að hér kveði við nokkuð nýjan tón og býst við um þetta verði eflaust skiptar skoðanir. Aukin athygli vegna formannskjörs Vinna Framtíðarhópsins er nú langt komin og Ingibjörg segist vera ánægð með hvernig til hafi tekist en tímaskortur hafi valdið nokkrum vanda. Vinna hópsins hafi verið ákveðin tilraun og hún telji að svona vinna eigi í raun alltaf að vera í gangi. Aðspurð hvort tillögurnar verði umdeildari en ella vegna þeirrar gagnrýni sem Össur Skarphéðinsson hefur sett fram á vinnu hópsins, segist Ingibjörg ekki telja svo vera en tillögurnar njóti ef til vill meiri athygli fyrir vikið. „Ég á von á því að fólk setjist yfir þetta og hafi skoðanir á þessu alveg óháð formanns- kjörinu.“ Morgunblaðið/Jim Smart Af fundi Framtíðarhópsins. Jón Gunnarsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kristrún Heimis- dóttir, Þorbjörn Guðmundsson og Heiða Björg Pálmadóttir skýra frá tillögunum. Tillögur til frekari um- fjöllunar eftir landsfund Framtíðarhópur Samfylkingarinnar skilar af sér „seinni lotunni“ Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Velferðarríkið sem hagstjórnarhugmynd  Skattgreiðsla skapi aukinn rétt í velferðar- kerfinu – stigvaxandi virkni tekjutenginga. Þjónustugjöld fremur til stýringar en fjár- mögnunar.  Jöfnun lífeyrisréttinda. Lífeyriskerfið verði sjálfbært, áhættudreift og starfi á ábyrgð samningsaðila á vinnumarkaði.  Skilið milli veitenda og greiðenda þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Lýðræði og jafnrétti  Formlegir samningar með aðstoð sátta- semjara til að leysa erfið pólitísk deilumál.  Skýr lög um ráðherraábyrgð og styrkja eftirlitshlutverk Alþingis – Aðskilnaður lög- gjafarvalds og framkvæmdavalds.  Nýjar hugmyndir um skipan hæstaréttar- dómara m.a. sóttar til Kanada.  Breytingar á stjórnarskránni bornar beint undir þjóðaratkvæði. Mannauður, framsækni og jöfnuður  Grunnmenntun sem svarar til allt að fjög- urra ára náms á framhaldsskólastigi á ábyrgð og kostnað samfélagsins, hvort sem menntunin er sótt innan eða utan hins form- lega skólakerfis.  Sett verði skýr, mælanleg markmið um hvernig brugðist verði við brottfalli úr grunnmenntakerfinu á næstu 5 árum. Ísland í samfélagi þjóða  Efla þarf fastanefndir Íslands hjá fjölþjóða- stofnunum en draga úr útgjöldum til hefð- bundinna sendiráða.  0,7% af vergri þjóðarframleiðslu renni til þróunarsamvinnu árið 2015. Menning og listir  Skilgreina ber menntunarhlutverk allra menningarstofnana, ekki síst gagnvart börn- um og unglingum.  Endurskoða þarf stjórnsýslu menningar á Íslandi því forystu skortir. Samfylkingin er flokkur atvinnulífs  Einföldun opinbers eftirlits og endur- skoðun opinberra gjalda í verslun og þjón- ustu.  Augljós þörf er á að ræða upptöku evru í samhengi við óstöðugleika gengis, vaxta og verðlags vegna íslensku krónunnar. Leikreglur viðskiptalífsins  Efla þarf fjármálaeftirlitið og veita því frekari heimildir til að vara við opinberlega þegar talin er þörf á úrbótum.  Nauðsynlegt er að greina betur en nú er milli fyrirtækja sem eru skráð á hlutabréfa- markað og annarra fyrirtækja. Úr tillögum Framtíðarhópsins IMG Gallup hefur sent frá sér yfir- lýsingu í tilefni af auglýsingu Fréttablaðsins í gær, þar sem Morgunblaðið var sakað um rang- færslur í auglýsingu, sem byggðist á niðurstöðum fjölmiðlakönnunar IMG Gallup. Í yfirlýsingunni kemur fram að sama sé hvaða aðferð sé notuð; munur á lestri sérblaða Morgunblaðsins og Fréttablaðsins um atvinnu sé svipaður. Í könnun- inni kom fram að atvinnublað Morgunblaðsins væri meira lesið en atvinnublað Fréttablaðsins. Í auglýsingu Fréttablaðsins sagði m.a.: „Morgunblaðið hefur ekki farið eftir þeirri hefðbundnu aðferð að ganga út frá því að hlut- fallsleg skipting þeirra sem segjast lesa eða ekki lesa atvinnublöðin sé eins og meðal þeirra sem svara ekki spurningunni. Þessari hefð kýs Morgunblaðið að sleppa í úrvinnsl- unni og auglýsingin birtir því ranga útkomu.“ Yfirlýsing IMG Gallup er svo- hljóðandi: „Í dagbókarmælingum á fjöl- miðlanotkun, sem IMG Gallup framkvæmir fyrir samstarfshóp helstu fjölmiðla, samtök auglýs- ingastofa (SÍA) og samtök auglýs- enda (SAU), er spurt um lestur á dagblöðum fyrir hvern dag vikunn- ar. Í framhaldi af því er spurt um lestur á sérblöðum og/eða efnis- þáttum blaðanna fyrir hvern dag (15 liðir hið mesta). Spurningin hljóðar svona: „Last/ flettir þú eftirtöldu sérblaði eða efn- isþætti?“. Svarmöguleikarnir sem svarendur eiga að merkja við eru; „Allt“, „Að hluta“ og „Ekkert“. Svörin við þessari spurningu fyr- ir sérblöð um atvinnu í sunnudags- útgáfum Fréttablaðsins og Morg- unblaðsins í síðustu dagbókar- könnun, vikuna 7. til 13. apríl voru sem hér segir (sjá töflu): Eins og sést af töflunni hér að of- an svarar hluti svarenda, sem lásu aðalblað hvors miðils á sunnudeg- inum, því ekki hvort þeir lásu með- fylgjandi sérblað um atvinnu eða ekki. Hjá Morgunblaðinu er þetta hlutfall 9,5% (eða 77 svarendur) en fyrir Fréttablaðið eru þetta 11,5% (eða 92 svarendur). Eins og alltaf þegar við stöndum frammi fyrir því að hluti svarenda gefur ekki upp svar við einstökum spurningum eru tveir möguleikar við útreikninga niðurstaðna. Við verðum að gefa okkur ákveðnar for- sendur hvora aðferðina sem við veljum. Í fyrsta lagi er hægt að reikna hlutfall eingöngu af þeim sem gáfu svar. Í þessu tilfelli gefum við okkur að ekki sé vitað um hegðun þeirra sem svöruðu ekki og ekki rétt að áætla það á neinn hátt (9,5% fyrir Morgunblaðið og 11,5% fyrir Fréttablaðið) og því sé réttast að sleppa þeim í útreikningunum. Ef þessi aðferð er notuð reiknast lest- ur á sérblöðin um atvinnu eftirfar- andi: Fréttablaðið (sérblað um at- vinnu) 25,3% Morgunblaðið (sérblað um at- vinnu) 27,9% Mismunur 2,6% Í annan stað er hægt að gefa sér að engin ástæða sé að ætla að þeir sem svöruðu séu frábrugðnir þeim sem svöruðu ekki um lestur á sér- blöðum um atvinnu. Þá eru svör þeirra sem ekki merktu við spurn- inguna reiknuð (áætluð) inn í nið- urstöðuna í sömu hlutföllum og hjá þeim sem svöruðu. Ef þessi aðferð er notuð reiknast lestur á sérblöð um atvinnu eftirfarandi: Fréttablaðið (sérblað um at- vinnu) 31,5% Morgunblaðið (sérblað um at- vinnu) 33,7% Mismunur 2,2% Eins og sést gefur seinni aðferðin hærri lestrartölur fyrir bæði blöðin en sú fyrri, sem skýrist af því að fleiri svör (raunsvör + áætluð) eru notuð. Hins vegar, eins og sést af útreikningum hér að ofan, er óveru- legur munur á hlutfallslegri stöðu blaðanna eftir því hvor aðferðin er notuð. Fyrri aðferðin gefur 2,6% mun en sú seinni 2,2% mun og því munar bara 0,4% á þessum aðferð- um á heildina litið. Báðar aðferðir eru gildar en ekki er hægt að fullyrða að önnur að- ferðin sé réttari en hin. IMG Gallup hefur hingað til ekki gefið út ákveðnar tölur fyrir lestur á sér- blöðum og efnisþáttum dagblað- anna úr fjölmiðlakönnunum, enda verið litið á þetta sem viðbótarupp- lýsingar, heldur birt niðurstöðurn- ar á því formi sem sést í töflu 1 hér að ofan. Ef það er ósk samstarfs- hóps um fjölmiðlarannsóknir að IMG Gallup reikni slíkar lestrartöl- ur um sérblöð og efnisþætti þarf samstarfshópurinn að ákveða hvora aðferðina á nota við útreikningana.“ Lestur atvinnublaðs Morgunblaðsins er meiri burtséð frá aðferðinni      ! "  #  $ # %  # &  ' ' ' '   ' ' ' ' '   '          (  $ #  )*  $ #  %+ ,  - ). /#%  /  IMG Gallup sendir frá sér yfirlýsingu vegna fjölmiðla- könnunar sem fyrirtækið birti í síðustu viku

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.