Morgunblaðið - 19.05.2005, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 19.05.2005, Qupperneq 11
HVATNINGARVERÐLAUN Vís- inda- og tækniráðs voru afhent við hátíðlega athöfn á Grand hótel í gær. Formaður ráðsins, Halldór Ásgríms- son forsætisráðherra, afhenti verð- launin sem nema tveim milljónum króna. Hlutskarpastur ungra vís- indamanna í ár varð dr. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur á Norrænu eldfjallastöðinni við Jarð- vísindastofnun Háskóla Íslands. Verðlaunaathöfnin var lokaþáttur í Rannsóknaþingi sem stóð yfir fram að athöfninni. Sjálf athöfnin var snaggaraleg og á léttu nótunum en hún byrjaði með söngatriði og voru þekktir, sígildir söngtextar sérsniðn- ir að viðburðinum. Eftir stutta syrpu af Evróvisjónlögum í glæsilegri klassískri útsetningu sem endaði á hinu danska „Fly on the wings of love“ vakti Hans Kristján Guð- mundsson, forstöðumaður Rannís (Rannsóknamiðstöð Íslands), athygli á því að hvatningarverðlaunin væru einmitt ætluð til að hefja unga vís- indamenn til flugs. Verðlaunin til að hvetja unga vísindamenn til dáða Áslaug Helgadóttir, formaður dómnefndar, sagði verðlaunin til þess veitt að hvetja unga vísinda- menn til dáða, en ekki síður almenn- ing til að fylgjast með þróun á vís- indasviðinu. Í ræðu sinni vakti hún jafnframt máls á því að í samfélaginu styddust ákveðin öfl við órökræna bókstafstrú. Í andrúmslofti hræðslu og efa eigi vísindi undir högg að sækja og það verði að fyrirbyggja. Vísindaleg hugsun í nútímasam- félagi eigi að vera einn af hornstein- um lýðræðisins. Hvatningarverð- launin eigi að vera vegleg og ungum vísindamönnum keppikefli enda hafi þau ótvírætt gildi fyrir verðlauna- hafa. Blaðakona Morgunblaðsins átti spjall við Freystein og vildi vita hvað hefði hvatt hann áfram fram að þessu. „Hvatning er spurning um umhverfi. Ég heillaðist fyrst af land- inu okkar og fékk þannig áhuga á jarðvísindum. Sú umgjörð sem vís- indasamfélaginu er sett skiptir svo öllu máli. Innviði vísindasamfélags- ins þarf markvisst að styrkja. Stuðn- ingur aðila á borð við stjórnmálafólk og Rannís skiptir þar miklu máli. Einnig er mikilvægt að eiga fjöl- skyldu sem styður við bakið á manni. Ég er svo heppinn að eiga góðan hóp samstarfsaðila. Mikil samvinna á sér stað meðal bæði íslenskra og er- lendra sérfræðinga í mínu fagi og öðrum skyldum sem hefur gert okk- ur kleift að nýta sameinaða krafta og fjármuni í stærri verkefni.“ Freysteinn segist ekki hafa vitað um verðlaunin fyrr en fyrir stuttu. Hann hafi því ekki gefið sér tíma enn til að ákveða hvernig hinu tveggja milljóna króna verðlaunafé verði ráðstafað. Auk þess gefst honum ekki langur tími hérlendis í bili, því hann er nýkominn frá starfi við ráð- gjöf fyrir Mannúðarmálaskrifstof- una á Súmötru vegna flóðbylgjunnar í Indlandshafi í desember sl. og hélt strax síðdegis í gær til vísindastarfa í Frakklandi. Freysteinn segist hafa átt í góðu samstarfi við vísindamenn í Toulouse og frönsku geimvísinda- stofnunina og mun í Frakklandi skoða með gervitunglatækni hvernig jarðskorpuhreyfingar verða á Ís- landi og tognar á landinu vegna færslu Evrasíu og Norður-Ameríku flekanna. Heillaðist af landinu og fékk áhuga á jarðvísindum Morgunblaðið/Eyþór Verðlaunahafinn dr. Freysteinn Sigmundsson ásamt Halldóri Ásgrímssyni. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 11 FRÉTTIR DR. FREYSTEINN Sigmundsson er jarðeðlisfræðingur á Norræna eldfjallasetrinu við Jarðvís- indastofnun Háskóla Íslands. Hann er fæddur 1966. Lauk B.Sc. prófi í jarðeðlisfræði í HÍ. Síðan dvaldist hann í ár við Colorado-háskóla í BNA. Hlaut meistaragráðu frá HÍ árið 1990 og lauk doktorsprófi frá Colorado árið 1992, einungis 26 ára að aldri. Í doktorsritgerð sinni birti hann niðurstöður mælinga á jarð- skorpuhreyfingum og þróun úr- vinnsluaðferða á GPS mæligögnum frá Íslandi og Afarsvæðinu í Afríku. Freysteinn varð sérfræðingur á Norrænu eldfjallastöðinni og for- stöðumaður hennar frá 1999-2004 eða allt þar til stofnunin samein- aðist HÍ. Hann er vel þekktur á al- þjóðlegum vettvangi fyrir rann- sóknir sínar á jarðskorpuhreyfingum og eld- fjallavöktun. Lauk doktors- prófi 26 ára Freysteini Sigmundssyni veitt hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is FULLTRÚAR flokkanna þriggja sem standa að Reykjavíkurlistanum hittust fjórða sinni í fyrradag, á rúmum mánuði, til að ræða fram- hald samstarfsins í Reykjavík. Stefnt er að því að niðurstöður „könnunarviðræðnanna“ eins og fulltrúar flokkanna kjósa að nefna þær, liggi fyrir um eða eftir næstu mánaðamót. Þá geti bakland flokkanna m.ö.o. tekið afstöðu til frek- ari viðræðna. Viðræðurnar eru skammt á veg komnar, skv. upplýsingum Morgunblaðsins. Hingað til hafa „þetta aðallega verið þreifingar“, eins og einn heimildarmaður blaðsins orðaði það. Enn hefur ekki reynt á það hvort uppi sé alvarlegur málefnalegur ágreiningur innan viðræðuhóps- ins. Á hinn bóginn gætu verið í uppsiglingu deilur um hlut flokkanna á framboðslista R- listans. Fulltrúar Samfylkingarinnar hafa, skv. heimildum Morgunblaðsins, komið fram með þær hugmyndir að þeir fái fleiri örugg sæti en áður. Þar vísi þeir m.a. til fylgis síns í Reykja- víkurkjördæmunum skv. skoðanakönnunum og síðustu alþingiskosningum. Fulltrúar Vinstri grænna hafa hins vegar lagt ríka áherslu á frá upphafi að allir flokkar fái jafn- mörg sæti. Reykjavíkurfélög flokkanna þriggja, þ.e. Samfylkingarinnar, Framsóknarflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, til- nefndu hver þrjá fulltrúa í viðræðuhópinn um framtíð R-listans. Þar af eiga ungliðahreyfing- ar flokkanna í Reykjavík sína fulltrúa. Þess má geta að ungliðahreyfingar Vinstri grænna og Samfylkingarinnar í Reykjavík ályktuðu nýlega að flokkar sínir ættu að bjóða fram í eigin nafni í næstu borgarstjórnarkosn- ingum. Hrafn Stefánsson, formaður Ungra jafnað- armanna í Reykjavík, segir að ungliðarnir vilji, þrátt fyrir ályktunina, koma sínum sjónarmið- um á framfæri í nefndinni. Meginsjónarmiðið sé að Samfylkingin bjóði fram í eigin nafni í Reykjavík. Gangi það ekki eftir vilji þeir hafa áhrif á viðræðurnar um framtíð R-listans. Freyr Rögnvaldsson, formaður Ungra vinstri grænna í Reykjavík, segir sömuleiðis að ungliðar Vinstri grænna vilji koma sínum sjón- armiðum á framfæri í nefndinni. „Ef ekki fæst stuðningur við þau og R-listinn heldur áfram viljum við hafa áhrif á það hvernig staðið verð- ur að þeim málum,“ segir hann. Viðræður um framtíð Reykjavíkurlistans eru í fullum gangi Deilur um hlut flokkanna gætu verið í uppsiglingu Morgunblaðið/Árni Torfason Fulltrúar flokkanna sem mynda R-listann ræddu um framhald samstarfsins á þriðjudag. Eftir Örnu Schram arna@mbl.is DAGUR B. Eggertsson, borgarfulltrúi R- listans, segir það ekki rétt að hann sé genginn í Samfylkinguna, eins og Grímur Atlason, fulltrúi í stjórn VG í Reykjavík, heldur fram í nýlegum pistli í Morgunpósti VG. Grímur segir í pistlinum að það sé umhugs- unarefni fyrir þá sem styðja R-listann að nú sé sá, sem talinn var óháður í síðustu kosningum, orðinn liðsmaður Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur og genginn í Samfylkinguna. „Er þetta eðlilegt?“ spyr Grímur. „Er hægt að sætta sig við svona lagað? Ekki mikið lengur.“ Fleiri stuðningsmenn Vinstri grænna í Reykjavík velta því einnig fyrir sér hvort Dag- ur sé genginn í Samfylkinguna og hvort það þýði að Samfylkingin hafi þar með fjóra borg- arfulltrúa af átta en ekki tvo, eins og miðað var við þegar R-listinn bauð fram í síðustu borgarstjórnarkosningum. Fyrst hafi Ingi- björg Sólrún gengið í Samfylkinguna og nú Dagur. Vísa þeir m.a. í grein sem Dagur ritaði í Morgunblaðið nýverið um formannskjör Samfylkingarinnar. Dagur segir hins vegar að greinin sé ekki til marks um að hann sé genginn í Samfylk- inguna. Hann hafi áður ritað greinar til stuðn- ings Ingibjörgu Sólrúnu. Hann hafi í greininni m.a. verið að benda á fyrir hvað Ingibjörg Sól- rún hafi staðið sem borgarstjóri. Hann segir að margir sinna félaga í R-listanum hefðu lík- lega getað skrifað undir greinina. Hann hefði þó sennilega meira frelsi til þess þar sem hann væri óflokksbundinn. Dagur segist vera Reykjavíkurlistamaður í einu og öllu. Spurður hvort hann hyggist gefa kost á sér sem óflokksbundinn í næstu kosningum eða bjóða sig fram undir merkjum Samfylkingar, segir hann of snemmt að ræða næstu kosningar Ekki genginn í Samfylkinguna Í TILEFNI af 10 ára afmæli Leon- ardó starfsmenntaáætlunar Evr- ópusambandsins efnir Lands- skrifstofa Leonardó á Íslandi til hátíðardagskrár í Ráðhúsi Reykja- víkur í dag kl. 14–16.30. Litið verður yfir farinn veg í máli og myndum og kynnt þau áhrif sem Leonardó-áætlunin hef- ur haft hér á landi síðastliðinn áratug. Meðal þeirra sem koma fram eru Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir menntamálaráðherra, Sölvi Sveinsson skólameistari, Gunnar Páll Pálsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavík- ur, Sergio Corti, fulltrúi fram- kvæmdastjórnar ESB, og alþing- ismennirnir Anna Kristín Gunnarsdóttir og Hjálmar Árna- son. Í lok dagskrár mun afmæl- isbarnið afhenda verðlaun í Leon- ardó-samkeppninni um myndverk eða hlut sem byggir á hönnun eða verkum Leonardo da Vinci. Í tilefni af afmælinu stendur Landsskrifstofan einnig fyrir af- mælisdagskrá í Ráðhúsinu um helgina. Nánari upplýsingar um dagskrána er að finna á vef Landsskrifstofu Leonardó, www.leonardo.is. Afmælishátíð Leonardó í Ráðhúsinu UNNIÐ er að endurbótum á leit- armöguleika símaskrárinnar á Net- inu og býður Síminn almenningi nú aðgang að þróunarsíðu fyrir síma- skrána. Þar er hægt að prófa nýju leitarvélina og hafa áhrif á þróun símaskrár á Netinu með því að senda ábendingar til Símans. Ábendingarnar verða síðan not- aðar til frekari þróunar á skránni. Síminn segir að með breyting- unum hafi einfalda leitin verið end- urbætt og sé nú mun auðveldara að finna símanúmer fólks eftir póst- númerum, götuheitum eða jafnvel stöðum á landinu. Slóðin á þróun- arsvæðin er http://beta.simaskra.is Notkun símaskrár á Netinu hefur aukist jafnt og þétt. Meðalfjöldi notenda á mánuði á simaskra.is fyrstu 4 mánuði ársins 2005 var 161.055. Símaskráin á Netinu bætt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.