Morgunblaðið - 19.05.2005, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
VIKUBLAÐIÐ Newsweek hefur
verið sakað um óvandaða blaða-
mennsku eftir að það dró til baka
frétt um að fangaverðir í bandarísku
herstöðinni í Guantanamo á Kúbu
hefðu vanhelgað Kóraninn, helgirit
múslíma. Málið hefur vakið á ný um-
ræðu meðal fjölmiðlamanna í
Bandaríkjunum og víðar um hvernig
fjalla eigi um ásakanir heimildar-
manna sem vilja ekki láta nafns síns
getið.
Scott McClellan, talsmaður
George W. Bush Bandaríkjaforseta,
sagði að frétt Newsweek hefði valdið
ímynd Bandaríkjanna erlendis
„óbætanlegum skaða“. McClellan
notaði einnig tækifærið til að gagn-
rýna fréttaflutning annarra fjöl-
miðla. „Eitt af áhyggjuefnunum er
að nokkrir fjölmiðlar hafa notað
ónafngreinda heimildarmenn, sem
fela sig á bak við nafnleyndina, til að
kalla fram skaðlegar árásir“.
Newsweek kennt um
blóðsúthellingar
Newsweek baðst fyrst afsökunar
á fréttinni og dró hana síðan til baka
eftir að hafa orðið fyrir miklum
þrýstingi frá bandarískum stjórn-
völdum. Í fréttinni var haft eftir
ónafngreindum heimildarmanni að
rannsókn hefði leitt í ljós að fanga-
verðir hefðu sturtað eintaki af Kór-
aninum niður um salerni til að nið-
urlægja fanga og trú þeirra.
Heimildarmaðurinn dró síðar í land
með þetta og kvaðst ekki vera viss
um að þetta kæmi fram í skýrslu um
rannsóknina.
Stjórnvöld í Washington kenna nú
Newsweek um mótmæli gegn
Bandaríkjunum í Afganistan í vik-
unni sem leið þegar lögreglumenn
skutu um það bil fimmtán mótmæl-
endur til bana.
Nokkrir fjölmiðlar í Bandaríkjun-
um hafa tekið undir gagnrýni stjórn-
ar Bush, þeirra á meðal bloggarar á
Netinu sem hafa gert harða hríð að
Newsweek og sakað blaðið um að
bera ábyrgð á blóðsúthellingunum.
Jeff Jarvis, sem heldur úti blogg-
inu BuzzMachine á Netinu og fjallar
þar um fjölmiðla, segir frétt News-
week vera enn eitt dæmið um
„skelfilega“ blaðamennsku. „Þessi
mistök kostuðu mörg mannslíf… og
eru álitshnekkir fyrir blaðaheiminn
sem er þegar rúinn trausti.“
Undir smásjá bloggara
Bloggarar, sem brjóta fréttaflutn-
ing hefðbundinna fjölmiðla til
mergjar, eiga sinn þátt í því að
blaða- og fréttamenn eiga nú undir
högg að sækja í Bandaríkjunum og
víðar.
Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS
vék til að mynda fjórum af yfir-
mönnum sínum úr starfi í janúar eft-
ir að bloggarar komust að því að um-
deild fréttaskýring um herþjónustu
Bush forseta byggðist á gögnum
sem talin eru fölsuð. Í fréttaskýring-
unni var fullyrt að Bush hefði verið
vikið úr flugsveit þjóðvarðliðsins í
Texas í Víetnam-stríðinu.
Eason Jordan, yfirmaður frétta-
deildar CNN, neyddist einnig til að
segja af sér í febrúar eftir að blogg-
ari greindi frá því að hann hefði sagt
á ársfundi World Economic Forum í
Davos í Sviss að bandarískir her-
menn í Írak hefðu vísvitandi ráðist á
blaðamenn.
Hægrimenn í Bandaríkjunum
skírskota oft til þessara mála þegar
þeir gagnrýna fjölmiðla og saka þá
um að hneigjast til þess að trúa því
versta á stjórn Bush.
Vinnureglum breytt
Stórblaðið The New York Times
þurfti einnig að ganga í gegnum
mikinn hreinsunareld fyrir tveimur
árum þegar einn blaðamanna þess,
Jayson Blair, varð uppvís að stór-
felldri fréttafölsun. Í ljós kom meðal
annars að hann spann upp viðtöl við
fólk sem hann hafði aldrei hitt.
Blaðið skipaði nefnd til að skoða
vinnubrögð ritstjórnarinnar ofan í
kjölinn og leggja fram tillögur um
úrbætur til að endurheimta traust
lesenda. Meðal annars var ákveðið
að setja reglur sem takmörkuðu
notkun upplýsinga frá ónafngreind-
um heimildarmönnum.
Ritstjórn The Washington Post
hefur einnig endurskoðað vinnu-
brögð sín þótt blaðið hafi ekki lent í
slíkum hremmingum. „Við erum
miklu varkárari en áður gagnvart
ónafngreindum heimildum,“ hafði
fréttavefur BBC eftir Glenn Frank-
el, fréttaritara The Washington Post
í London. „Ritstjórar krefjast nú
þess að fá nöfn heimildarmanna og
biðja blaðamenn að rökstyðja nafn-
leynd.“
Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur
einnig breytt vinnubrögðum sínum
eftir að Hutton lávarður gagnrýndi
þau í skýrslu um rannsókn á máli
vopnasérfræðingsins Davids Kellys,
sem fyrirfór sér eftir að greint var
frá því að hann var heimildarmaður
fréttamanns sem sakaði bresku
stjórnina um að hafa vísvitandi ýkt
hættuna af vopnum Íraka.
Að sögn BBC hefur vinnureglun-
um verið breytt þannig að yfirmenn
útvarpsins hafa rétt til að biðja
fréttamenn um nöfn heimildar-
manna sem óska nafnleyndar. Sam-
kvæmt reglunum hafa áheyrendur
einnig rétt til að vita eins mikið og
mögulegt er um heimildarmennina.
Þurfi heimildarmaður ásökunar að
njóta nafnleyndar eigi fréttamenn
að veita áheyrendum eins nákvæm-
ar upplýsingar um hann og mögu-
legt er án þess að rjúfa trúnað við
heimildarmanninn.
Blaðamennska máttlaus
án nafnleyndar
Lee Wilkins, bandarískur sér-
fræðingur í fjölmiðlasiðfræði, viður-
kennir að varasamt geti verið að
birta fréttir án þess að nafngreina
heimildarmennina en telur að stjórn
Bush eigi að nokkru leyti sök á
vanda fjölmiðlanna. „Þegar stjórn
hefur lagt jafnmikla áherslu á leynd
á svo mörgum sviðum og stjórn
Bush er erfitt fyrir uppljóstrara að
vinna með blaðamönnum og gera
slík mál opinber,“ hafði fréttastofan
AFP eftir Wilkins. „Það getur verið
mjög afdrifaríkt fyrir embættis-
menn að veita blaðamönnum upplýs-
ingar án nafnleyndar eins og ástand-
ið er um þessar mundir.“
Tom Goldstein, prófessor í fjöl-
miðlafræði við Kaliforníu-háskóla,
er á sama máli og segir að í sumum
tilvikum sé óhjákvæmilegt að birta
ásakanir ónafngreindra heimildar-
manna. „Blaðamennska sem stydd-
ist aldrei við ónafngreinda heimild-
armenn væri dauðyflisleg og
máttlaus blaðamennska.“
Hefðbundnir fjölmiðlar
bíða enn álitshnekki
Reuters
Námsmaður stekkur yfir brennandi hjólbarða við skyndibitastað McDon-
ald’s í indónesísku borginni Makassar þar sem hundruð námsmanna mót-
mæltu í gær meintri vanhelgun Kóransins í fangelsum Bandaríkjahers.
Stjórn Bandaríkjanna hefur gagnrýnt fjölmiðla
fyrir að birta ásakanir, sem byggjast á upplýs-
ingum frá ónafngreindum heimildarmönnum, eftir
að Newsweek þurfti að draga til baka frétt um að
bandarískir hermenn hefðu vanhelgað Kóraninn.
Bogi Þór Arason kynnti sér málið.
’Blaðamennska semstyddist aldrei við
ónafngreinda heimild-
armenn væri dauðyfl-
isleg og máttlaus.‘
New York. AFP. | CBS-sjónvarpsstöðin
bandaríska hefur ákveðið að leggja
niður miðvikudagsútgáfu frétta-
skýringarþáttarins „60 mínútur“ á
hausti komanda.
Þátturinn lenti í nokkrum
hremmingum á síðasta hausti þeg-
ar hann flutti mjög neikvæða frétt
um þátttöku George W. Bush for-
seta í þjóðvarðliðinu á dögum Víet-
nam-stríðsins en hún reyndist
byggð á fölsuðum gögnum. Baðst
Dan Rather afsökunar á þessu og
hætti skömmu síðar sem frétta-
stjóri eftir 24 ára starf. Hann hélt
þó áfram í „60 mínútum“ og verður
áfram í sunnudagsútgáfu þáttarins.
Talsmaður CBS sagði, að þetta
mál hefði ekkert með ákvörðunina
að gera, heldur hitt, að áhorf á
þáttinn hefði minnkað.
Önnur útgáfa
„60 mínútna“
lögð niður
Washington. AP, AFP. | Luis Posada
Carriles, sem stjórnvöld á Kúbu og
í Venesúela segja hryðjuverka-
mann, var handtekinn á Miami í
Flórída í fyrradag. Er þess beðið
með eftirvæntingu hvað um hann
verður en í margra augum er það
nokkurs konar prófsteinn á hryðju-
verkabaráttu George W. Bush
Bandaríkjaforseta og stjórnar
hans.
Carriles var handtekinn tveimur
klukkustundum eftir að hann hafði
haldið blaðamannafund á Miami en
í skjölum CIA, bandarísku leyni-
þjónustunnar, sem birt voru í síð-
ustu viku, er hann tengdur við tor-
tímingu kúbverskrar farþegaþotu
yfir Venesúela 1976. Með henni fór-
ust 76 menn.
Stjórnin í Venesúela hefur kraf-
ist þess, að Carriles verði fram-
seldur og einnig stjórnvöld á Kúbu
en þau saka hann um skipulagt
sprengitilræði í hótelum í Havana
1997.
Carriles var á launaskrá CIA á
árum áður en árið 2000 var hann
dæmdur í fangelsi í Panama fyrir
að skipuleggja banatilræði við Fid-
el Castro, forseta
Kúbu, á leiðtogafundi
þar í borg. Hann var
síðan náðaður á síð-
asta ári.
Virðist ekki
hafa áhyggjur
„Þetta er hið versta
mál fyrir Bush-stjórn-
ina. Hún vill ekki
framselja menn til
óvinanna á Kúbu og í
Venesúela en getur
samt ekki leyft Carr-
iles að fara frjálsum
ferða sinna í Banda-
ríkjunum. Carriles
virðist hins vegar ekki hafa neinar
áhyggjur af því, að hann verði
framseldur,“ sagði Dan Erickson,
sérfræðingur í málefnum Kúbu hjá
hugveitunni Inter-American Dia-
logue.
Erickson sagði, að
kostirnir, sem blöstu
við, væru meðal ann-
ars að hafa Carriles í
haldi, í einhvers konar
lagalegu tómarúmi
þar sem hann hefði
ekki verið ákærður í
Bandaríkjunum, eða
reyna að finna eitt-
hvert þriðja land til að
taka við honum. „Síð-
an er auðvitað hugs-
anlegt að rétta yfir
honum í Bandaríkjun-
um þar sem hann yrði
kannski sýknaður.“
William Rogers,
fyrrverandi aðstoðarráðherra með
málefni Ameríkuríkja sem sér-
grein, segir, að það muni verða
Bandaríkjastjórn „dýrkeypt“, verði
Carriles ekki framseldur.
„Það mun einfaldlega verða túlk-
að þannig, að hún láti sér vel líka
hryðjuverk svo fremi þau beinist
gegn ríkisstjórnum, sem hún er
andvíg,“ segir Rogers og Philip
Peters, Kúbusérfræðingur við Lex-
ington-stofnunina, segir, að verði
Carriles ekki framseldur, muni það
hafa alvarlegar afleiðingar í för
með sér. „Það jafngilti yfirlýsingu
um það til umheimsins, að þegar
kæmi að kosningahagsmunum
flokks og stjórnar, yrði hryðjuver-
kastríðið að víkja.“
Hetja í augum
Kúbverja á Miami
Með þessu á Peters við það, að í
augum Kúbverja á Miami er Carri-
les hetja og þeir eru aftur miklir
stuðningsmenn Repúblikanaflokks-
ins og Jeb Bush ríkisstjóra, bróður
Bandaríkjaforseta.
Dan Erickson segir, að spurn-
ingin snúist um það hvort Banda-
ríkjastjórn líti á hryðjuverk, sem
beinist gegn Kúbu, allt öðrum aug-
um en þau hryðjuverk, sem hún er
að berjast gegn.
„Fram að þessu virðist svarið
vera já,“ segir Erickson.
Luis Posada Carriles
Hvað verður um Posada Carriles?
Í margra augum er málið nokkurs
konar prófsteinn á hryðjuverka-
baráttu bandarísku stjórnarinnar
Bogota. AP. | Yfirvöld í bænum Ico-
nonzo í Kólumbíu hafa skorið upp
herör gegn kjaftasögum og bæj-
arbúar sem gerast sekir um að bera
út slúður eiga yfir höfði sér allt að
fjögurra ára fangelsi og sekt að
andvirði tíu milljóna króna.
„Fólk þarf að gera sér grein fyrir
því að skæðar tungur eru eins og
dýnamít í munninum,“ sagði bæj-
arstjóri Icononzo, Jesus Ignacio
Jimenez. Hann bætti við að slúður
gæti haft mjög alvarlegar afleið-
ingar í Kólumbíu. „Það er alvana-
legt að slúður breiðist út um litla
bæi og það er hluti af lífinu, en það
sem veldur mér áhyggjum er að
fólk er fangelsað eða jafnvel myrt
vegna slúðurs.“
Hann nefndi mál manns sem var
drepinn vegna slúðurs um að hann
væri í vinstrisinnaðri uppreisn-
arhreyfingu. Öðrum hefur verið
varpað í fangelsi vegna svipaðra
ásakana. Dæmi eru um að bæj-
arbúar fari heim til sín áður en
vinnudegi lýkur og læsi sig inni
vegna gróusagna um að uppreisn-
arhreyfing ætli að ráðast á bæinn.
Hörð viður-
lög við slúðri