Morgunblaðið - 19.05.2005, Qupperneq 22
Reykjavík | Ekkert lát er á
sólskininu sem landsmenn
hafa notið að undanförnu og
er útlit fyrir að bjart verði
áfram næstu daga. Útivist-
arsvæðin eru því mikið notuð,
ekki síst Nauthólsvík þar sem
hægt er að svamla í sjónum.
Þessar stúlkur létu fara vel
um sig í skjóli og sólskini á
meðan þær gæddu sér á nest-
inu.
Morgunblaðið/Jim Smart
Í skjóli og sól
Útivist
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi
Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir,
maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís
Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust-
urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is,
sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Úr
bæjarlífinu
Varp í seinna lagi | Varp í Ingólfshöfða
byrjar seinna í vor en verið hefur og eru fá-
ir lundar búnir að verpa. Sömu sögu er að
segja af mávnum sem oft fer að verpa um
20. apríl. Sigurður í Hofsnesi lætur þá skoð-
un í ljósi á Samfélagsvef Hornafjarðar að
sjávarkuldinn við höfðann valdi þessu.
Hvergi er sjórinn við Ísland eins heitur og
við Ingólfshöfða og hefur varp þar venju-
lega hafist fyrr en annars staðar.
Um 50 þúsund lundapör verpa í Ingólfs-
höfða en í heild er talið að um 400 þúsund
lundar séu þar. Lundarnir fara ekki að
verpa fyrr en þeir eru orðinn 5–8 ára og
þeir verða 40–60 ára gamlir. Fuglalíf er af-
skaplega fjölskrúðugt í höfðanum einkum
sjófugla og er þar langmest af lunda.
Sigurður fer með ferðafólk í skoð-
unarferð út í Ingólfshöfða, á dráttarvél með
heyvagni. Ferðirnar eru hafnar á þessu vori
en farið er frá Hofsnesi klukkan 11 alla
daga.
Kynningarfundur | Samtökin Lands-
byggðin lifi heldur kynningarfund í Stjórn-
sýsluhúsinu á Ísafirði í kvöld, fimmtudag,
klukkan 20.30. Á fundinum flytur fram-
söguerindi Ragnar Stefánsson, jarð-
skjálftafræðingur á Laugasteini í Svarf-
aðardal, formaður LBL. Hann mun
aðallega fjalla um markmið og starfshætti
samtakanna. Sveinn Jónsson, bóndi á Ytra-
Kálfsskinni á Árskógsströnd og varafor-
maður LBL, mun fjalla um reynsluna af
starfi Framfarafélags Dalvíkurbyggðar,
sem er aðili að LBL. Eftir stuttar fram-
sögur verða almennar umræður og fyr-
irspurnir
Landsbyggðin lifi, LBL, er hreyfing
fólks sem vill efla byggð um land allt.
Áhersla er lögð á að tengja fólk saman,
mynda samstarfsvettvang fyrir ein-
staklinga og hvers konar áhugamannafélög,
sem hafa það á stefnu sinni að styrkja
heimabyggðina.
Stjórn fulltrúaráðsSjálfstæðisfélag-anna í Reykja-
nesbæ hefur sent frá sér
yfirlýsingu þar sem hún
harmar þau ummæli Val-
gerðar Sverrisdóttur iðn-
aðarráðherra að ekki beri
að fagna viljayfirlýsingu
um athugun á hagkvæmni
álvers í Helguvík.
Vakin er athygli á þeim
ummælum ráðherrans að
stjórnvöld muni áfram
vinna að því að álver rísi á
Norðurlandi og að hún
vonist til að samkomulagið
þrýsti á Norðlendinga um
að sýna samstöðu. Segir
stjórn félagsins að þessi
ummæli beri því merki að
ráðherrann líti á sig sem
ráðherra Norðurlands en
ekki allrar þjóðarinnar.
Mótmæla
ráðherra
Víða er unnið að hreinsun eftir veturinn. Í sveit-unum veitir ekki af því plast hefur víða fokið ágirðingar og tré og er ljótt að sjá. Bæði er um
að ræða rúlluplast, akrýldúk vegna grænmetisrækt-
unar og plastpoka.
Í Hrunamannahreppi hefur verið boðað til rusladags
næstkomandi föstudag, eins og lengt hefur verið gert á
vorin. Þar lætur Ragnheiður Karlsdóttir rusla-
málaráðherra sjálfboðaliðana taka til hendinni, meðal
annars við rífa plastið af girðingum og trjánum sem
farin eru að setja mjög svip sinn á Flúðir og nágrenni.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Plastið fýkur í trén
Halldór Blöndal varmeð fjölskyldusinni í Árbót í
Aðaldal yfir hvítasunn-
una. Veðrið var bjart og
gott og hann undi sér vel
niðri við ána:
Kjaftfor ropar karrinn
úti í mónum.
Mikið hreykir sólin sér.
Sjáðu! bleikjan vakir hér.
Annars er snjallasta vísan
úr veiðiför í Laxá eftir
Jón Þorsteinsson bónda á
Arnarvatni:
Flugu minni fleygði ég,
en fár varð gróði:
á mig leit úr ölduflóði
urriði með köldu blóði!
Egill Jónasson á Húsavík
orti þegar hann fékk
konu sinni silungstitt sem
hann hafði sargað upp úr
Laxá:
Eigðu þetta, yndi mitt,
ánni gekk ég nærri.
Það er skömm að þessum titt,
þú hefur séð þá stærri.
Ort við Laxá
pebl@mbl.is
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Hola í höggi | Grímur Lúðvíksson, félagi í
Golfklúbbi Bolungarvíkur, varð í fyrradag
fyrstur til að fara holu í höggi á Syðridals-
velli í Bolungarvík, að því er fram kemur á
vef Bæjarins besta á Ísafirði. Þessu
draumahöggi náði hann á 5. holu. Hann not-
aði 4-járn á teig og lenti kúlan framan við
grínið, og skoppaði síðan og rúllaði ofan í
holuna.
Fyrir þremur árum vissi Grímur varla
hvað golf var. Þá mætti hann á byrjend-
anámskeið í íþróttinni og hefur síðan ekki
verið samur maður. Hann hefur að und-
anförnu haslað sér völl í innflutningi golf-
vara og selur þær í verslun sinni Golf-
skúrnum í Bolungarvík.
Árborg | Árleg menningar- og fjöl-
skylduhátíð Sveitarfélagsins Árborgar
hefst í kvöld með hátíðartónleikum.
Stendur hátíðin fram á sunnudag. Til-
gangur hátíðarinnar er „að efla menn-
ingarlíf í sveitarfélaginu og koma fjöl-
breyttri listsköpun í Árborg á
framfæri,“ segir Ragnheiður Thorlacius,
framkvæmdastjóri Fjölskyldumiðstöðvar
Árborgar.
Núverandi bæjarstjórn í Árborg efndi
til fyrstu menningarhátíðarinnar með
þessu nafni á sínu fyrsta ári og er hátíð-
in nú sú þriðja. Að sögn Ragnheiðar er
áhersla lögð á að virkja íbúa sveitarfé-
lags til þátttöku. Frá upphafi hafi lista-
menn í sveitarfélaginu sinnt hátíðinni
mikinn áhuga og segir hún að í þessu
þrjú skipti hafi fjöldi heimamanna á öll-
um aldri og úr hinum ýmsu listgreinum
lagt hönd á plóginn auk þess sem fengn-
ir hafa verið góðir gestir til að koma
fram á hátíðinni.
Fjölbreytt dagskrá
Dagskráin er afar fjölbreytt en hana
er hægt að skoða í heild sinni á vef
sveitarfélagsins, www.arborg.is. Hátíðin
verður sett á hátíðartónleikum sem hefj-
ast klukkan 20 í kvöld í menningarsal
Hólmarastarhússins á Stokkseyri. Við
það tækifæri verða afhentar menningar-
viðurkenningar sveitarfélagsins. Þétt
dagskrá er síðan á föstudag, laugardag
og sunnudag á ýmsum stöðum í sveitar-
félaginu. Sýnd eru leikrit og opnar list-
sýningar af ýmsu tagi, vinnustofur og
gallerí, fyrirtæki og félagasamtök eru
með kynningar og uppákomur, tónleikar,
gönguferðir og fleira. Veitingahúsin eru
með tilboð og dansleikir eru á kvöldin.
Meðal dagskráratriða á föstudag má
nefna tónleika Stefáns Hilmarssonar og
Eyjólfs Kristjánssonar í Selfosskirkju,
klukkan 21, en tónleikarnir eru í sam-
starfi við tónleikaröðina Kvöld í Hveró.
Skrúðganga verður frá Sigtúnsgarð-
inum á Selfossi að Árvegi á laugardag
og hefst gangan klukkan 14. Við athöfn-
ina verður meðal annars flöskuskeytum
fleytt á Ölfusá og keppt í hinu margróm-
aða Jórustökki. Klukkan hálfþrjú hefjast
útitónleikar í Sigtúnsgarðinum þar sem
fjöldi unglingahljómsveita kemur fram.
Á laugardagskvöldið leikur Tangósveit
lýðveldisins á tangókvöldi í Lista- og
menningarhúsinu á Stokkseyri.
Þá má nefna að í ár er efnt til kvik-
myndahátíðar enda kvikmyndahús nú
starfrækt í nýjum sal á Selfossi. Sýndar
eru íslenskar kvikmyndir.
Íbúar
virkjaðir til
þátttöku
Menningarhátíðin
Vor í Árborg sett í kvöld
Og merkt fla› rétt?
Vi› stærri byggingar flarf a› gera rá› fyrir a›gengi hreyfi-
hamla›ra. 1% bílastæ›a skal vera sérstaklega merkt og
gert fyrir hreyfihamla›a, fló aldrei minna en eitt stæ›i.