Morgunblaðið - 19.05.2005, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 25
MENNING
!"#$
%&'(
")#*+)%&,-
. !
/.,0.12/.,0/.& +
JESSICA Morgan, sýningarstjóri hjá Tate
Modern í London, er manneskjan að baki
þess yfirgripsmikla sýningarhalds sem
Listahátíð stendur fyrir í ár, og hverfist um
stóra sýningu á verkum Dieters Roth, sem
Listasafn Íslands, Listasafn Reykjavíkur og
fleiri sýningarstaðir taka þátt í. Jessica
Morgan er sýningarstjóri myndlistarþáttar
Listahátíðar og hefur unnið mánuðum sam-
an að undirbúningnum. Fjölmörg söfn og
sýningarstaðir bæði á höfuðborgarsvæðinu
og um landið allt eru þátttakendur í þessu
stóra myndlistarverkefni, sem ber yf-
irskriftina: Tími, rými, tilvera.
Markmiðið var að sýningin á verkum
Dieters Roth yrði kjarni sýningarhaldsins,
en að aðrar sýningar tengdust henni á ein-
hvern máta en misfast þó. Jessica Morgan
var hér um helgina þegar sýningarnar voru
opnaðar, en er nú komin aftur til Lundúna.
Aldrei hefur verið ráðist í jafnviðamikið
myndlistarverkefni hér á landi, og spurning
hvernig sýningarstjóranum þyki hafa tekist
til.
„Þótt það séu bara örfáir dagar liðnir frá
opnunum, og ég varla farin að ná áttum, get
ég þó sagt að ég sé mjög ánægð með það
hvernig hefur tekist til, og árangurinn hef-
ur að mörgu leyti farið fram úr mínum
björtustu vonum. Margir myndlistarmann-
anna sem ég fékk til að vinna verk á sýn-
ingarnar, hafa verið að skapa listaverk sem
eru að mínu mati þau bestu sem ég hef séð
frá þeim. Það er auðvitað mjög gefandi
reynsla.“
Allir hafa lagst á eitt
Jessica Morgan segir að það geti verið
erfitt að sjá hvort markmiðum um heild-
arsvip eða tengsl sýninganna hafi verið náð,
bæði sé stutt frá opnun þeirra, og enn ekki
liðinn sá tími sem fólk þarf til að melta þær
og meta. Þá hafi líka alltaf verið gert ráð
fyrir því að hver og ein þeirra stæði full-
komlega fyrir sínu upp á eigin spýtur.
„Hugmyndin um tengsl og heildarsvip hefur
sýnt sig best að mínu mati í því hvernig
gjörvallt myndlistarumhverfið á Íslandi hef-
ur brugðist við og lagst á eitt og unnið sam-
an að þessu verkefni Listahátíðar. Það hef-
ur verið stórkostlegt. Það sem hefur glatt
mig hvað mest er að sjá hvað listamennirnir
hafa allir tekið áskoruninni heilshugar og
skapað virkilega fín verk. Það er oft erfitt
að ímynda sér fyrirfram hvernig útkoman
verður á svona stórri sýningu, en ég er
mjög ánægð. Þá hafa sýningarstaðirnir líka
lagt óhemju vinnu í undirbúninginn með
listamönnunum og hver þeirra um sig er að
sýna sitt besta.“
Þegar Jessica Morgan tók verkefnið að
sér, byrjaði hún á því að velja sér listamenn
til að vinna með, og með það föruneyti hóf
hún viðræður við sýningarstaðina, lagði
fram sínar hugmyndir og fékk þeirra hug-
myndir á móti. „Í sumum tilfellum gekk
þetta fullkomlega upp, og þeir listamenn
sem ég stakk uppá, voru einmitt þeir sem
viðkomandi sýningarstaðir höfðu áhuga á að
sýna. Þetta átti til dæmis við um Ný-
listasafnið og Thomas Hirschhorn. Í öðrum
tilfellum þurfti aðeins meira til, en aðal-
áherslan var auðvitað alltaf lögð á það að
sýningin heppnaðist sem best. Það voru
mörg sjónarmið sem komu upp og ólík sjón-
armið sem á endanum réðu á hverjum stað.
John Bock vildi til að mynda skapa alveg
nýtt stórt verk, og það krafðist mikils af
sýningarstaðnum, sem í því tilfelli var Kling
og Bang, og þar var lögð mikil vinna í fram-
leiðslu verksins með listamanninum.“
Jessica Morgan segir að óvæntustu uppá-
komurnar hvað sjálfa sig áhrærði hefðu ver-
ið listamannspörin sem teflt var fram á
nokkrum stöðum, – því ómögulegt hefði
verið að segja til um hvernig þau myndu
vinna saman og hvernig verk þeirra myndu
spila saman. Þetta segir hún hafa átt við
þau Hrein Friðfinnsson og Elínu Hans-
dóttur sem sýna á Ísafirði; – hann marg-
reyndan listamann, en hana unga og enn að
skapa sér nafn; en líka þau Matthew Barn-
ey og Gabríelu Friðriksdóttur sem sýna á
Akureyri. „Mig hafði langað mjög til að
tefla þessum ólíku listamönnum saman,
þegar ég hafði séð tengslin í verkum þeirra,
en hafði ekki hugmynd um hvernig til
myndi takast. Ég varð alveg agndofa að sjá
hve vel listamennirnir spiluðu saman. Sýn-
ing Gabríelu og Matthews Barneys er alveg
frábær, og merkilegt að sjá hve ólíkar leiðir
þessir listamenn fara, þótt hugmyndir
þeirra séu um margt líkar. Á Ísafirði hefur
líka skapast mjög sterkt tilfinningasamband
milli verka Elínar og Hreins, þótt þau séu
af mjög ólíkum kynslóðum listamanna. Sýn-
ingar þeirra eru í sterkum tengslum hvor
við aðra. Það var áhætta að tefla þessu fólki
saman, en ég er afar hamingjusöm með hve
vel þetta hefur heppnast.“
Reynsla sem hægt er að læra af
Jessica kveðst vona að með þessari stóru
myndlistarhátíð Listahátíðar hafi skapast
hér á landi reynsla sem hægt er að horfa til
í framtíðinni og vinna úr á ýmsan máta.
Hún telur myndlistina ekki hafa notið sín
jafnvel og aðrar listgreinar hér á landi, og
því sé reynslan sem skapast hefur nú mjög
mikilvæg. „Það væri gaman að sjá áfram-
haldandi þróun og nýsköpun í samstarfi og
tengslum stofnana, áhorfenda og lista-
manna. Það má líka líta á þetta verkefni
sem eins konar hyllingu á framlagi Dieters
Roth til íslenskrar myndlistar og sá fögn-
uður verður kannski best túlkaður með því
sem listamenn á Íslandi eru að gera í dag.“
Jessica segir mikilvægt að svo margir er-
lendir gestir hafi komið hingað gagngert til
að skoða sýningarnar, þótt þeir hafi auðvit-
að líka komið til að kynnast landi og þjóð.
Hún segir það hafa skipt miklu að geta ver-
ið með svo veglega sýningu á verkum Diet-
ers Roth, en það hafi verið afar gagnlegt
fyrir útlendingana sem þekktu verk hans
fyrir, að sjá list hans í samhengi við ís-
lenska list, í því landi þar sem hann starfaði
svo lengi og hafði svo mikil áhrif. „Ég held
að erlendu gestirnir hafi notið þess mjög að
sjá Dieter Roth í þessu ljósi, eins og Björn
sonur hans kaus að sýna hann, og sjá þann
þráð í hans list sem lifir ennþá í list nem-
enda hans og samverkamanna og annarra
sem hann hafði áhrif á. Það hafði líka mikil
áhrif að geta sýnt verk þeirra íslensku lista-
manna sem hafa látið að sér kveða á alþjóð-
legum vettvangi, eins og Hreins Friðfinns-
sonar og Kristjáns Guðmundssonar, og um
leið að sýna að sporgöngumenn þeirra í
yngstu kynslóðum íslenskra myndlist-
armanna, hafa þegar náð þeim árangri að
geta borið sig saman við bestu listamenn
hvar sem er í heiminum.“
Án stuðnings Listahátíðar og krafta
starfsmanna hennar hefði ekkert af þessu
getað orðið að veruleika að mati Jessicu
Morgan. „Það er ekkert smámál að vera
með stórt sýningarverkefni dreift á svo
marga staði, um allt land; – það er mjög
flókið. Listahátíð vann að því hörðum hönd-
um að leysa úr öllum þeim samræming-
arþáttum sem greiða varð úr við sýning-
arhald á meira en tuttugu sýningarstöðum
um allt landið. Það hefði verið einfalt og
þægilegt að setja upp eina sýningu á einum
stað, – en svona verkefni hefur auðvitað
miklu meiri áhrif að öllu leyti.“
Myndlist | Jessica Morgan sýningarstjóri á Listahátíð er ánægð með hvernig til hefur tekist
Margir að skapa
sín bestu verk
Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson
Jessica Morgan: Margir myndlistarmannanna sem ég fékk til að vinna verk á sýningarnar,
hafa verið að skapa listaverk sem eru að mínu mati þau bestu sem ég hef séð frá þeim.
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
KRISTINN Sigmundsson söngvari
og Jónas Ingimundarson píanóleik-
ari eru á tónleikaferðalagi á Norð-
urlöndunum þessa dagana. Í fyrra-
kvöld komu þeir fram í Den Store
Diamant í Kaupmannahöfn, í
Nybrokajen 11 í Stokkhólmi í gær-
kvöldi og annað kvöld verða þeir í
Tempelplatsens kyrka í Helsinki.
Dagskráin er fjölbreytt. Flutt eru
m.a. íslensk þjóðlög og ljóðasöngur,
úrval úr sígildri tónlist og brot úr
óperum.
Sendiráð Íslands í Kaupmanna-
höfn, Stokkhólmi og Helsinki hafa
unnið að undirbúningi og skipu-
lagningu tónleikanna. Í Kaup-
mannahöfn voru tónleikarnir
haldnir á vegum sendiráðsins, Kon-
unglega bókasafnsins í samvinnu
við Dansk-Islandsk Samfund. Þeir
sem styrkja fyrrgreinda tónleikana
eru utanríkíkisráðuneytið, mennta-
málaráðuneytið, Norræni menning-
arsjóðurinn og Icelandair. Auk
þeirra styrkja tónleikana í Kaup-
mannahöfn Baugur Group, DFDS,
Eimskip, FIH Erhvervsbank, Kerfi,
Oticon Fonden, Pihl & Søn og Sam-
skip.
Í Stokkhólmi eru það Baugur
Group, Debenhams í Stokkhólmi og
Kauþing og í Helsinki, Norræni
fjárfestingarbankinn og Kaupþing.
Kristinn syngur
á Norðurlöndunum
Ljósmynd/Friðrik Jónsson
Kristinn og Jónas á tónleikum í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld.