Morgunblaðið - 19.05.2005, Síða 28

Morgunblaðið - 19.05.2005, Síða 28
28 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Lýðræði og mannréttindivoru meðal þess, semÓlafur Ragnar Grímsson,forseti Íslands, lagði áherslu á í ræðu, sem hann flutti fyrir framan fullan sal af háskóla- stúdentum í heimsókn sinni í Pek- ing-háskóla í gærmorgun. Forset- inn talaði í Peking-háskóla að eigin ósk og sagði í samtali við Morg- unblaðið að það hefði ekki verið til- viljun að hann hefði ákveðið að ræða mannréttindi og lýðræði í ræðu sinni í Peking háskóla. Stúd- entar við þennan háskóla hefðu einmitt leitt lýðræðisuppreisnina á Torgi hins himneska friðar árið 1989. „Í umræðum leiðtoga Íslands og Kína á undanförnum árum, í við- ræðum mínum við Hu Jintao for- seta í gær, á fundum mínum með Jiang Zemin forseta þegar hann heimsótti Ísland og á öðrum fund- um með leiðtogum landa okkar hefur mikilvægi lýðræðislegrar samræðu, mikilvægi réttar borg- arans, mikilvægi frelsisins til að segja skoðun sína opið og án ótta alltaf verið á dagskrá,“ sagði for- setinn í ræðu sinni í háskólanum. „Þróun lýðræðis mun án vafa halda áfram að vera mikilvægur þáttur í samræðum okkar, sérstaklega þar sem sterk gögn virðast benda til að sýn fleiri og fleiri þjóða snúist um lýðræði.“ Ólafur Ragnar vísaði til þeirrar þróunar, sem orðið hefði í lýðræð- isátt á undanförnum árum og ára- tugum. „Ég minni oft erlenda vini mína á það að á fyrstu árum ævi minnar voru færri en tíu lýðræðisríki í Evrópu. Nú er lýðræði í yfir 40 ríkjum í Evrópu. Satt að segja get- um við augljóslega sagt að í fyrsta sinn í sögunni ríkir lýðræði í allri Evrópu,“ sagði forsetinn. „Að sama skapi hefur lýðræði tekið við af ein- ræði herforingja í Rómönsku-Am- eríku og mikilvægar lýðræðis- hreyfingar hafa vaknað bæði í Afríku og Mið-Austurlöndum.“ Ólafur Ragnar lýsti því að hann hefði þegar hann var ungur þing- maður á níunda áratug liðinnar aldar notið þeirra forréttinda að þjóna í Evrópuráðinu þar sem fulltrúar þjóðþinga koma saman. „Þar gat ég orðið vitni að því hvað mannréttindi og réttarríkið skipta miklu máli í þróun Evrópu, hvernig íbúar í lýðræðislegri Evr- ópu eftir stríðið ákváðu að gera mannréttindi að hornsteini fram- tíðar okkar. Alla tíð síðan hafa þessi skilaboð vaxið að styrkleika og þjóðir um allan heim eru nú að gera sér grein fyrir því.“ Ólafur Ragnar gerði umhverfis- mál einnig að umræðuefni í ræðu sinni og beindi orðum sínum að stúdentunum í salnum þegar hann lagði áherslu á þann vanda, sem blasti við nýrri kynslóð. „Ógn lofts- lagsbreytinga af völdum mengunar er alvarlegasta mál okkar tíma og sennilega mesta verkefni, sem þið og börn ykkar munuð þurfa að tak- ast á við,“ sagði hann. Forsetinn vék að skýrslu Norð- urheimskautsráðsins, sem sýndi að afleiðingar þess, sem gerðist á norðurslóðum hefði áhrif á allan heiminn, einkum með því að hækka yfirborð sjávar um allan hnöttinn og með gagngerum breytingum á færibandi hafstraumanna, sem teygja sig frá Norður-Atlantshafi í Indlandshaf og áfram í Kyrrahafið. Hann taldi upp lið fyrir lið helstu hætturnar, sem vofðu yfir heim- inum, og bætti við: „Það verður brýnasta forgangsmál ykkar kyn- slóðar að skoða þessar hættur, rannsaka hinar vísindalegu sann- anir og taka þátt í umræðu meðal þjóðanna um hvernig eigi að bregðast við.“ „Það er afar mik- ilvægt að slík umræða um allan heim verði opin og lýðræðisleg og hver einn borgari ætti að hafa rödd, að hver námsmaður eða vís- indamaður geti haft áhrif á það hvernig brugðist verði við.“ Eftir ræðuna svaraði Ólafur Ragnar spurningum stúdenta og kaus þar að koma aftur að mann- réttindamálum og lýðræði og vék meira að segja að hinu mikilvæga hlutverki Netsins í einu svarinu. Smáar þjóðir og stórar geta unnið saman Það hlýtur að teljast óvenjulegt að þjóðhöfðingi taki mannréttindi upp með þessum hætti í opinberri heimsókn í Kína. Eftir blóðsúthell- ingarnar á Torgi hins himneska friðar hefur lítið farið fyrir um- ræðu um lýðræði í Kína, þótt nú sé farið að örla á henni aftur. Reynd- ar sagði Hu Jintao, forseti Kína, að „lýðræði [væri] sameiginlegt keppikefli mannkyni og öll ríki [yrðu] af alvöru að verja lýðræð- isleg réttindi manna“, þegar hann ávarpaði ástralska þingið árið 2003, en óhætt er að segja að þeim orð- um hafi ekki verið fylgt eftir. Ólafur sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa viljað koma nokkrum meginatriðum til skila í ræðu sinni í gær. „Eitt var það hvernig smáar þjóðir og stórar geta unnið saman á nýrri öld,“ sagði hann. „Í framhaldi af því nefndi ég ýmis atriði þar sem Ís- lendingar geta sannanlega lagt mikið af mörkum. Í því samhengi lagði ég líka áherslu á að viðskipta- tengsl Íslands og Kína verða ekki mæld bara á hinn gamla mæli- kvarða sem verslunarskýrslur fela í sér um bein viðskipti milli Íslands og Kína heldur að íslensk fyrirtæki gætu orðið eins konar ferðafélagar Kína gagnvart mörkuðum í Am- Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, fjalla Minnti stúden lýðræðis og Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Dorrit Moussaieff forsetafrú Eftir Karl Blöndal kbl@mbl.is Peking | Þegar Ólafur Rag í Peking-háskóla í gær vo skólanemar meðal þeirra Nemarnir heita Bergljót Magnúsdóttir, sem hófu n ing-háskóla í haust, Kare is nám í kínversku við Tu arháskóla Peking í haust Þórðardóttir, sem nú er a versku við Peking-háskól Þær sögðu að útlending saman innan háskólans og þannig að eftir að hafa se fjóra tíma í skólanum og dag vildi maður helst hví tala íslensku eða ensku. Berljót, Erla Karen og Bergljót Arnardóttir, nemi Þórðardóttir, nemi við Pek Með fulla HÚSKARLAR KERFISINS Enn reyna Bændasamtökin aðbregða fæti fyrir framtaks-sama bændur, sem vilja fram- leiða mjólkurvörur utan hins ríkis- styrkta velferðarkerfis bænda. Bændasamtök Íslands vilja koma í veg fyrir að bændur selji Mjólku ehf. um- frammjólk, sem framleidd er utan kvóta og án ríkisstyrkja. Forsvarsmenn Mjólku ætla að ráð- ast í framleiðslu á fetaosti, sem mun standa neytendum til boða um miðjan júní. Þeir hyggjast sjálfir framleiða alla sína mjólk án hjálpar skattgreið- enda og hafa boðizt til að kaupa um- frammjólk af öðrum bændum. Ólafur M. Magnússon, forsvarsmaður Mjólku, segir í Morgunblaðinu í gær, að margir mjólkurframleiðendur hafi sett sig í samband við samlagið og boðið fram mjólk. Bændasamtökin hafa sent frá sér tilkynningu, þar sem þau benda á ákvæði búvörulaga, um að flytja verði umframmjólk úr landi eða fá ella leyfi framkvæmdanefndar búvörusamninga til að selja hana á innanlandsmarkaði. Ætla þau að láta þar við sitja? Munu þau ekki næst klaga eigin félagsmenn til yfirvaldanna fyrir að sýna þá sjálfs- bjargarviðleitni að framleiða og selja mjólk án styrks frá skattgreiðendum? Það eru ekki sjálfstæðir bændur, sem svona tala, heldur húskarlar kerfisins. Morgunblaðið hefur áður bent á að það væri algjörlega fráleitt kerfi, sem bannaði mönnum að stunda atvinnu- starfsemi án ríkisstyrkja. Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur sem betur fer tekið af skarið um að ekkert í búvörulögum banni mönnum að framleiða mjólk utan kvóta- og styrkjakerfisins. Eins og Ólafur M. Magnússon segir í blaðinu í gær gengi slíkt þvert á sjálfa stjórnarskrána, sem verndar atvinnufrelsi manna. Erna Bjarnadóttir, sviðsstjóri hjá Bændasamtökunum, segir í Morgun- blaðinu í gær að með tilkynningu sinni vilji samtökin benda bændum á hvað segi í lögum um málið, þannig að þeir geti skoðað málin vel og vandlega og fullvissað sig um að þeir séu að fara að lögum. En landbúnaðarráðherra og þing- menn geta líka litið á tilkynningu Bændasamtakanna sem ábendingu um hversu fáránleg búvörulögin eru. Svo geta þeir tekið sig til og breytt þeim, þannig að það sé alveg tvímælalaust að bændum sé ekki refsað fyrir að framleiða og selja mjólk án ríkis- styrkja. Forysta Bændasamtakanna verður að átta sig á, að styrkirnir sem bænd- ur fá koma úr vösum skattgreiðenda og kjósenda í landinu. Ef hún hagar sér áfram með þessum hætti – að hvetja í raun til að þeir verði stopp- aðir af, sem vilja standa á eigin fótum og hafna aðstoð frá samborgurunum – mun þessa sömu skattgreiðendur og kjósendur skjótt bresta allan vilja til að hjálpa bændum. Framtak eigenda Mjólku er stór- merkilegt og sýnir að íslenzkur land- búnaður getur vel átt framtíð fyrir sér. Forysta Bændasamtakanna á að styðja sjálfstæða og bjartsýna menn eins og þá Eyjabændur í Kjós. „STYTTUR BÆJARINS“ SKEMMDAR Ögmundur Jónasson, alþingismað-ur, telur þannig að sér vegið sem borgara, vegna skemmdarverkanna sem unnin voru á einu verka Stein- unnar Þórarinsdóttur við Hallgríms- kirkju, að hann skrifar um það stutta grein í Morgunblaðið í gær og hvetur fólk til samstöðu gegn skemmdarverk- um. Ögmundur hefur vitaskuld full- komlega rétt fyrir sér og mælir þarna fyrir hönd fjölmargra sem var veru- lega brugðið vegna þessarar vísvitandi skemmdarstarfsemi, þótt þeir hafi ekki riðið á vaðið og látið í sér heyra eins og hann. Eins og Ögmundur segir eru skemmdirnar á verkinu grafalvarlegar og „í raun árás á okkur öll, tilræði við friðsama borg“. Þarna er ráðist gegn ákveðnum þætti borgarlífsins, sem ætlað er að gefa lífinu lit og ljóma um- fram hversdagsleikann. Það gefur augaleið að sitt sýnist hverjum um hinar fjölmörgu „styttur bæjarins“ eins og Stuðmenn nefndu þær, en jafn augljóst er að þær hafa gildi fyrir heildina sem enginn hefur rétt til að vega að með þessum hætti. Fjárhagslegt tap listakonunnar verður sem betur fer bætt, en það er ekki nóg. Myndlist á sér ekki ýkja langa sögu á torgum höfuðborgarinnar og því er, eins og Ögmundur bendir á, einnig kominn tími til að borgarbúar snúi vörn í sókn gegn spellvirkjum og sýni samstöðu „gegn ofbeldi af þessu tagi“. SKOÐANASKIPTI VIÐ KÍNVERJA Ólafur Ragnar Grímsson forseti Ís-lands sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, eftir fund sinn með Hu Jintao, forseta Kína: „Ef boðið er upp á það að fulltrúar stjórnmálaflokka og al- mannahreyfinga á Íslandi geti átt við- ræður við Kína þá er það mikilvægt lýðræðislegt boð til þess að geta komið þeim áherslum á framfæri. Hann hafði frumkvæði að því að óska eftir slíkum viðræðum, ekki bara við mig eða full- trúa ríkisstjórnarinnar, heldur fulltrúa stjórnmálahreyfinga og almannahreyf- inga á Íslandi og ég vona að bæði verkalýðshreyfingin og stjórnmála- flokkarnir taki því góða boði á næstu árum.“ Þetta er rétt hjá forsetanum. Frjáls félagasamtök á Íslandi eiga að taka Hu Jintao á orðinu. Það er mikilvægt að ís- lenzkir ráðamenn taki upp mannrétt- indamál í viðræðum við kínversk stjórnvöld, en það er ekki síður mik- ilvægt að grasrótarsamtök láti til sín taka. Verkalýðsfélög, stjórnmálaflokkar og önnur almannasamtök eiga að efna til samræðna við Kínverja og útskýra fyrir þeim hvernig mannréttindi eru al- gild og eign allra manna, hvernig fé- lagafrelsi, málfrelsi og fundafrelsi er undirstaða kraftmikils nútímasam- félags, hvernig samkeppni hugmynda í fjölflokkakerfi knýr pólitíska framþró- un. Og auðvitað eigum við að hlusta á sjónarmið Kínverja; ekki aðeins hins opinbera, heldur leita eftir samræðum við sem flesta, ekki bara þá sem njóta velþóknunar stjórnvalda. Hafi Hu Jintao þökk fyrir boðið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.