Morgunblaðið - 19.05.2005, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
ÉG ER undrandi á yfirlýsingum
fyrrum félaga minna í Frjálslynda
flokknum vegna brotthvarfs Gunn-
ars Örlygssonar. Í fjölmiðlum hefur
ítrekað komið fram að forystumenn
flokksins kannist ekki við sam-
skiptaörðugleika milli Gunnars og
Magnúsar Þórs vara-
formanns. Hér tala
þeir gegn betri vitund.
Það liggur í augum
uppi að varla sé ger-
legt fyrir þingmann að
starfa í litlum þing-
flokki þegar sá sem
honum stýrir virðir
þingmanninn að vett-
ugi.
Ég get sætt mig við
yfirlýsingu frá mið-
stjórn flokksins um að
úrsögn Gunnars hafi
komið henni í opna
skjöldu, enda er mið-
stjórnin að mestu skipuð nýju fólki
eftir síðasta flokksþing. Nýir mið-
stjórnarmenn þekkja ekki söguna
til hlítar.
Ég tel mig hafa nokkuð góða
innsýn inn í andrúmsloft Frjáls-
lyndra og tjáð mig um þau málefni
af þekkingu. Ég hef setið í mið-
stjórn flokksins frá upphafi og jafn-
framt verið umboðsmaður flokksins
í öllum þeim kosningum sem nú
eru að baki . Einnig var ég formað-
ur kjördæmaráðs Reykjavíkur, þá
bæði fyrir norður -og suður-
kjördæmi og er varamaður í yf-
irkjörstjórn Reykjavíkurkjördæmis
norður.
Meðal flokksmanna hef ég fundið
fyrir mikilli undiröldu ágreinings
og óánægju í garð forystu Frjáls-
lynda flokksins. Rúmu hálfu ári
fyrir landsþingið sem haldið var
fyrr á þessu ári, gerði ég mér grein
fyrir að undiraldan gæti gengið á
land með ófyrirséðum afleiðingum.
Ég taldi hugsanlegt að Gunnar
segði sig úr flokknum sem er orðin
staðreynd í dag. Hvers vegna for-
ystumenn flokksins vilja ekki kann-
ast við þessa undiröldu hef ég enga
skýringu á.
Ég vil benda á eitt
lítið dæmi um alla þá
vitleysu sem sögð hef-
ur verið í tengslum við
úrsögn Gunnars. For-
maður og varafor-
maður Frjálslyndra
létu hafa eftir sér op-
inberlega að þeim
væri létt að Gunnar
hafi farið frá borði,
einnig kom fram að
varaformaðurinn hafi
síðast talað við Gunn-
ar árið 2004! Sami
maðurinn, Magnús
Þór Hafsteinsson, lét
svo hafa eftir sér sama dag og aft-
ur opinberlega að hann kannaðist
ekki við nokkurn ágreining innan
þingflokksins og sagði Gunnar fara
með rangt mál að svo sögðu. Með
þessum fullyrðingum sínum afhjúp-
uðu bæði formaður og varafor-
maður Frjálslynda flokksins sig illi-
lega. Þeir höfðu af ásetningi rangt
við í fjölmiðlum, sögðu þjóðinni
ósatt.
Gunnar Örlygsson skuldar eng-
um útskýringar á afsögn sinni.
Hins vegar skuldar Frjálslyndi
flokkurinn kjósendum sínum skýr-
ingu á því hvers vegna hún hrakti
Gunnar Örlygsson frá flokknum.
Gunnar ákvað að fylgja sinni hug-
myndafræði í stað þess að elta
villuráfandi flokk undir afar veikri
forustu. Honum var ekki lengur
vært í þingflokki Frjálslynda
flokksins, það sjá allir sem vilja sjá.
Ég hef þá trú að Gunnari Ör-
lygssyni eigi eftir að farnast vel í
Sjálfstæðisflokknum því hann tekur
sitt embætti sem þingmaður alvar-
lega. Hann kann að umgangast fólk
og hefur þann félagslega þroska
sem þarf að prýða hvern þingmann.
Frjálslyndir hafa því misst meira
en 25 prósent af þingstyrk sínum.
Ólafur F. Magnússon oddviti
Frjálslyndra í borginni sagði sig úr
Sjálfstæðisflokknum fyrir nokkrum
misserum. Við þann skilnað steig
sú ágæta kona, Inga Jóna Þórð-
ardóttir, upp fyrir hönd Sjálfstæð-
isflokksins og þakkaði Ólafi fyrir
samstarfið og óskaði honum vel-
farnaðar í framtíðinni. Forysta
Frjálslynda flokksins virðist ekki
geta komið fram af virðulegum
hætti heldur kýs að vega persónu-
lega að fyrrum félaga sínum með
ómaklegum hætti. Vinnubrögð af
þessu tagi afhjúpa illa þá sömu.
Ég vil nota tækifærið og þakka
þeim liðsmönnum Frjálslynda
flokksins sem eftir standa fyrir
samstarfið á undanförnum árum.
Hver skuldar hverjum hvað?
Björgvin E. Vídalín
Arngrímsson fjallar um
úrsögn Gunnars Örlygssonar
úr Frjálslynda flokknum
’Gunnar Örlygssonskuldar engum útskýr-
ingar á afsögn sinni.
Hins vegar skuldar
Frjálslyndi flokkurinn
kjósendum sínum skýr-
ingu á því hvers vegna
hann hrakti Gunnar Ör-
lygsson frá flokknum.‘
Björgvin E.
Arngrímsson
Höfundur er atvinnurekandi og
fyrrverandi flokksmaður í
Frjálslynda flokknum.
ÞEGAR ég loks fæ greiningu árið
2000 um að fjarlægja þurfi æxli við
heilastofn er ég orðin of veik til að
huga að atvinnu-, end-
urhæfingar- og fjár-
málum. Völundarhús
kerfisins eru of flókin
fyrir sjúkling til að
huga að réttindum sín-
um.
Ég sé nú fimm árum
síðar hvað kerfið hefði
sparað mikið með því
að grípa strax inn í. Ef
vinnustaðir eða heilsu-
gæsla myndu sjá til
þess að þeir sem veikj-
ast fái strax aðstoð
myndu sparast veru-
legar upphæðir og lík-
legra væri að starfs-
menn skiluðu betri
vinnu við endurkomu á
atvinnumarkaðinn.
Sjúklingur, vinnuveit-
endur og þjóðfélagið
myndu græða á því að
koma í veg fyrir neyð-
arástand. Ef öll orka
sjúklings eða notanda
heilbrigðisþjónustu fer
í að huga að réttindum
sínum er ekki óliklegt
að geðheilbrigðið bíði
hnekki. Þegar það
bætist við líkamlega
sjúkdóma þá er enn
lengri leið í land og meiri hætta á að
viðvarandi örorka hljótist af.
Sá frasi sem nú er hávær, að fólk
hafi það betra á örorku en í vinnu, er
ekki fyllilega réttur. Það gerir það
enginn að gamni sínu að fara á ör-
orku og að komast af örorkubótum
er enn erfiðara ef um leið og öryrki
fær tækifæri til að vinna, þótt ekki
sé nema takmarkað, þá skerðast
bætur og öryggi er ógnað. Fólk sem
hefur verið veikt veit ekki fyrr en á
reynir hvort það er tilbúið í kapp-
hlaupið sem þjóðfélagið hefur skap-
að. Ef það hefur ekki það úthald sem
þarf er lífsafkoma, sem vart er
mönnum sæmandi, horfin og við tek-
ur önnur herför frá
Pontíusi Pílatusi til
Heródesar til að nálg-
ast hana á ný og skulda-
staðan orðin slík að
ómögulegt getur reynst
að rétta hana af.
Ef milliliðum væri
fækkað og fleiri að
vinna í úrræðum yrði
það atvinnulífinu, fé-
lags- og heilbrigðiskerf-
inu og síðast en ekki
síst einstaklingnum
fjárhagslega hagkvæm-
ara.
Það má spyrja sig að
því hvort ekki væri
hægt að koma í veg fyr-
ir allflesta sjúkdóma ef
vinnustaðir (þar með
taldir skólar) spöruðu
ekki með því að halda
nánar utan um sitt
starfsfólk. Sífellt er al-
gengara að stórir
vinnustaðir ráði hjúkr-
unarfræðinga til að
sinna sínu fólki, en iðju-
þjálfar eru betur í stakk
búnir til að finna úrræði
sem gagnast til að lifa
af með reisn. Trygg-
ingastofnun er nú
(örugglega samkvæmt þeim ramma
sem þeim er gefinn) að rukka fjölda
öryrkja um ofgreiddar örorkubætur.
Það kemur sér alls staðar illa og get-
ur orðið til innlagnar og þar með
aukins kostnaðar fyrir ríkið. Er það
stefna stjórnvalda að íþyngja ör-
yrkjum enn frekar en orðið er?
Er kerfið of
þungt í vöfum?
Margrét Guttormsdóttir
fjallar um málefni öryrkja
Margrét
Guttormsdóttir
’Ef öll orkasjúklings eða
notanda heil-
brigðisþjónustu
fer í að huga að
réttindum sín-
um er ekki ólík-
legt að geðheil-
brigðið bíði
hnekki. ‘
Höfundur er kennari og meðlimur í
Hugarafli.
AÐ UNDANFÖRNU hefur orðið
nokkur umræða um Mannréttinda-
skrifstofu Íslands, starfsemi hennar
og gagnsemi. Í fyrstu snerist um-
ræðan um hvort rétt-
lætanlegt væri að setja
skrifstofuna í þá að-
stöðu að þurfa að
sækja fé sitt til fram-
kvæmdavaldsins
þ.e.a.s ráðherra utan-
ríkis- og dómsmála.
Síðar kom á daginn að
þeir sem þar ráða hús-
um hafa ekki sterka
sannfæringu fyrir því
að skrifstofa þessi hafi
skilað árangri með
starfsemi sinni og því
ekki verðug þess fjár-
stuðnings sem hún naut.
Undirritaður hefur síðustu 10 ár
fylgst með starfsemi Mannréttinda-
skrifstofunnar sem framkvæmda-
stjóri eins aðildarfélags hennar,
Landssamtakanna Þroskahjálpar.
Samtökin urðu aðilar að skrifstof-
unni árið 1995 og var það ekki síst
fyrir framsýni þáverandi formanns
samtakanna Ástu B. Þorsteins-
dóttur.
Með tilkomu Mannréttinda-
skrifstofu Íslands skapaðist vett-
vangur fyrir félög og stofnanir sem
starfa að mannréttindamálum og
réttindabaráttu ýmissa hópa til að
samhæfa krafta sína. Flest ef ekki
öll þau félög sem starfa á vettvangi
mannréttinda á Íslandi standa nú að
Mannréttindaskrifstofunni
Barátta samtaka eins og Lands-
samtakanna Þroskahjálpar hefur
hin síðari ár breyst í kröfuna að fullt
tillit verði tekið til þessa minni-
hlutahóps sem samtökin berjast fyr-
ir við uppbyggingu samfélagsins en
verði ekki markaður þar sértækur
bás. Á landsþingi Þroskahjálpar ár-
ið 2003 var samþykkt ný stefnuskrá
samtakanna sem bygg-
ist á mannréttinda-
sáttmálum (sjá nánar á
heimasíðu samtakanna
www.throskahjalp.is).
Mannréttinda-
skrifstofa Íslands og
sú hugmyndafræði
sem samtökin gátu sótt
í smiðju hennar var
gott veganesti við þá
vinnu.
Árið 1997 stóðu
Landssamtökin
Þroskahjálp í sam-
vinnu við Mannrétt-
indaskrifstofuna og fleiri aðila, að
því að bjóða hingað til lands Bengt
Lindqvist sérlegum sendifulltrúa
Sameinuðu þjóðanna í málefnum
fatlaðra. Að lokinni heimsókn sinni
lagði Bengt Lindqvist það til að á
Íslandi væri boðað til alþjóðlegrar
ráðstefnu um mannréttindi og fatl-
anir. Aðrar þjóðir gætu margt af Ís-
lendingum lært, ekki síst ávinning-
inn af náinni samvinnu sem samtök
þeirra höfðu við önnur mannrétt-
indasamtök í gegnum Mannrétt-
indaskrifstofu Íslands.
Mannréttindaskrifstofan hefur
sjálfstæða stjórn sem í sitja fulltrú-
ar allra aðildarfélaga. Aðildarfélög
Mannréttindaskrifstofunnar eru af
ólíkum toga og eiga það eitt sameig-
inlegt að skilgreina sig sem baráttu-
samtök fyrir auknum mannrétt-
indum. Með samstarfi innan
Mannréttindaskrifstofu hafa allir
þessir hópar getað sameinast með
hagsmuni heildarinnar að leið-
arljósi.
Eitt meginhlutverk Mannrétt-
indaskrifstofu Íslands hefur verið
að fylgjast með framkvæmd mann-
réttinda hér á landi í ljósi al-
þjóðlegra samninga þar um. Hefur
hún gefið mannréttindanefndum
Sameinuðu þjóðanna umsagnir þar
um með reglubundnum hætti. Einn-
ig er hún Alþingi til umsagnar varð-
andi lagafrumvörp sem snert geta
mannréttindi. Vandséð er hver er
betur til þessara hluta fallinn en
Mannréttindaskrifstofa Íslands.
Það er von mín að Mannréttinda-
skrifstofa Íslands geti áfram verið
sú sjálfstæða og óháða stofnun sem
sinnir þessum málaflokki á breiðum
grundvelli. Og er ástæða til að
hvetja alla til að kynna sér fjöl-
breytt starf Mannréttinda-
skrifstofunnar og aðildarfélaga
hennar og tryggja skrifstofunni
fastan rekstrargrundvöll til fram-
búðar.
Af hverju Mannréttinda-
skrifstofa?
Friðrik Sigurðsson skrifar um
málefni Mannréttindaskrifstof-
unnar ’Það er von mín aðMannréttindaskrifstofa
Íslands geti áfram verið
sú sjálfstæða og óháða
stofnun sem sinnir þess-
um málaflokki á breið-
um grundvelli.‘
Friðrik Sigurðsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Landssamtakanna Þroskahjálpar.
ÁGÚST Ólafur Ágústsson er að
okkar mati góður kostur sem vara-
formaður Samfylkingarinnar. Þetta
teljum við vegna þess að við höfum
öll unnið með honum og þekkjum til
vinnubragða hans. Í formannstíð
Ágústs fjölgaði t.d. aðildarfélögum
Ungra jafnaðarmanna um allt land,
enda beitti Ágúst Ólafur sér fyrir
eflingu flokksins á landsbyggðinni.
Hann stóð m.a. fyrir öflugu og
skemmtilegu málefnastarfi sem skil-
aði sér í auknum áhuga margs ungs
fólks.
Þeir sem fylgst hafa með Ágústi
eftir að hann tók sæti á Alþingi hafa
sömuleiðis tekið eftir því hvað hann
berst kröftuglega fyrir sínum mál-
um. Samhliða þingstarfinu hefur
hann tekið virkan þátt í flokksstarf-
inu og m.a. haldið góðum tengslum
við Unga jafnaðarmenn, sem eru að
mörgu leyti undirstaða flokksins.
Þau mál sem hann hefur beitt sér
fyrir hafa vakið mikla athygli, svo
sem frumvarp um afnám fyrning-
arfrests. Hann er frjálslyndur jafn-
aðarmaður sem leggur mikla
áherslu á menntamál og málefni
ungs fjölskyldufólks auk efnahags-
mála og hefur náð að sanna sig
þannig að eftir því hefur verið tekið.
Það yrði flokksstarfinu einfaldlega
til góða að fá Ágúst sem varafor-
mann.
Ný kynslóð – Samfylking-
arkynslóðin
Fram er komin ný kynslóð í Sam-
fylkingunni. Það er kynslóð þeirra
sem aðeins hafa starfað innan Sam-
fylkingarinnar, en ekki innan eldri
flokkanna sem mynduðu flokkinn á
sínum tíma. Okkur finnst æskilegt
að í forystusveit Samfylkingarinnar
sé að finna fulltrúa þessarar kyn-
slóðar. Samfylkingin er bæði flokkur
framtíðarinnar og Ágúst Ólafur er
verðugur fulltrúi nýrrar kynslóðar í
forystusveit Samfylkingarinnar.
Við viljum því hvetja alla flokks-
menn til að kjósa Ágúst Ólaf sem
varaformann Samfylkingarinnar á
landsfundinum 21. maí.
Veljum Ágúst Ólaf
Brynja Magnúsdóttir, Kristján
Ægir Vilhjálmsson og
Þorsteinn Másson styðja
Ágúst Ólaf til varaformanns
í Samfylkingunni.
Þorsteinn
Másson
’Ágúst Ólafur er verð-ugur fulltrúi nýrrar
kynslóðar í forystusveit
Samfylkingarinnar.‘
Brynja er 1. varaþingmaður Samfylk-
ingarinnar í Suðurkjördæmi, Kristján
Ægir er formaður Stólpa, félags
ungra jafnaðarmanna á Akureyri,
Þorsteinn er formaður Ungra jafn-
aðarmanna á Ísafirði.
Brynja
Magnúsdóttir
Kristján Ægir
Vilhjálmsson