Morgunblaðið - 19.05.2005, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 37
MINNINGAR
✝ Guðjón Guðnasonfæddist á Flanka-
stöðum í Sandgerði
2. september 1930.
Hann lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 10. maí síðast-
liðinn. Hann var
sonur hjónanna Guð-
ríðar Guðjónsdóttur,
f. 7. nóvember 1904,
d. 26. júní 1980, og
Guðna Jónssonar, f.
29. apríl 1905, d. 24.
desember 1966. Guð-
jón var þriðji í röð-
inni af tíu systkinum.
Þau eru í aldursröð: María Gréta,
Jón, lést í bernsku, Guðrún, látin,
Hulda, Sigurður, látinn, Haf-
steinn, Karólína, Guðfinna Alda
og Aðalsteinn Hólm.
Hinn 31. desember 1953 kvænt-
ist Guðjón Steinunni Gunnlaugs-
dóttur, f. 27. júní 1933. Eignuðust
þau tvö börn en fyrir átti Guðjón
dóttur, Katrínu, f. 18. janúar
1950, gift Teiti Gústafssyni, f. 5.
mars 1950, börn þeirra eru a)
Gústaf Elí, f. 5. ágúst 1973, sam-
býliskona Kobe Davis, f. 22. mars
1978, b) Katrín Dögg, f. 20. maí
1979, og c) Kristinn Páll, f. 30.
nóvember 1988. Börn Guðjóns og
Steinunnar eru: 1) María Gréta, f.
3. febrúar 1955, gift Sveini Mikael
Árnasyni, f. 23. janúar 1952, börn
þeirra eru a) Guðrún Halla, f. 10.
desember 1976, sam-
býlismaður Sturla
Halldórsson, f. 25.
júní 1978, dóttir
þeirra er Ásgerður,
f. 4. febrúar 2005, b)
Guðjón Már, f. 19.
mars 1982, og c)
Arna Gréta, f. 31.
mars 1990. 2) Gunn-
laugur, f. 6. febrúar
1957, kvæntur Ernu
Þrúði Guðmunds-
dóttur, f. 20. ágúst
1955, börn þeirra
eru a) Steinunn, f.
30. mars 1981, sam-
býlismaður Ragnar Martensson
Lövdahl, f. 12. mars 1980, sonur
þeirra er Gunnlaugur Ernir, f. 5.
desember 2003, b) Hjalti, f. 29.
ágúst 1983, og c) Gunnar Karl, f.
2. júní 1988.
Guðjón ólst upp í Sandgerði og
eftir gagnfræðapróf frá Gagn-
fræðaskóla Akraness fór hann til
sjós. Árið 1950 hóf hann störf hjá
skipafélaginu Jöklum og vann þar
til ársins 1966, lengst af sem bryti,
en þá fór hann að vinna hjá Loft-
leiðum, síðar Flugleiðum, og
starfaði þar sem flugþjónn í 30 ár.
Guðjón og Steinunn bjuggu í
Reykjavík til ársins 2000 en fluttu
þá um haustið í Kópavog.
Útför Guðjóns verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Kveðja frá börnum.
Þegar þið eruð nálægt
þá er hamingjan mest.
Sé ég í fjarlægð farinn
finn ég það allra bezt.
Ykkur var ást mín gefin
allt sem að höndum ber.
Þið leggið augu mín aftur
þegar efsta lífsstundin þver.
Niðdimm er nóttin komin
og nemur brott sérhvert hljóð.
Þið sofið; á sæng ykkar breiði
ég sumar og stjörnur og ljóð.
(Hannes Pétursson.)
Katrín, Gréta og Gunnlaugur.
Á vormánuðum árið 1971 mætti
ég Guðjóni Guðnasyni augliti til
auglitis í fyrsta sinn. Um þær
mundir vorum við, ég og dóttir
hans, María Gréta, að draga okkur
saman. Ég kveið því að hitta hann.
Hann var að koma úr flugi, einkenn-
isklæddur og virðulegur í fasi. En
kvíði minn reyndist ástæðulaus.
Guðjón var hógvær maður og hlé-
drægur, ákaflega lítillátur og dulur,
en einstaklega traustur og rasaði
aldrei um ráð fram. Hann gat verið
glettinn, gamansamur og orðhepp-
inn. Honum var í nöp við sjálfshól
og sýndarmennsku, var mikið
snyrtimenni, ætíð vel klæddur og
smekklega svo eftir var tekið. Hann
gekkst ekki upp í því að þykjast
vera annað en hann var, mundi vel
eftir sínum rótum og minntist oft
æsku sinnar í stórum systkinahópi í
Breiðabliki í Sandgerði.
Guðjón og Steinunn voru höfð-
ingjar heim að sækja. Hann hafði
yndi af matargerð, var að sönnu
listakokkur og nutum við þess oft
börn hans, tengdabörn og barna-
börn. Heimili þeirra, hvort heldur í
Skaftahlíð eða Lækjasmára, var
hlýlegt og vel til alls vandað. Þau
hjón voru samhent og milli þeirra
ríkti ást og gagnkvæm virðing.
Eftir að Guðjón greindist, nánast
samtímis, með tvo illvíga sjúkdóma
undraðist ég staðfestu hans og þol.
Vissulega var honum brugðið en
hann var meðvitaður til hvers dró
og kvartaði aldrei. Steinunn reynd-
ist honum stoð og stytta og annaðist
hann af alúð og nærgætni. Hennar
er missir mikill eftir yfir 50 ára far-
sælt hjónaband og ég votta henni
sérstaklega samúð mína.
Fjórum dögum áður en Guðjón
lagðist á spítala fórum við ásamt
dóttur minni, Guðrúnu Höllu, í bíl-
ferð út á Álftanes að hyggja að fugl-
um. Vorið var komið og iðandi fugla-
líf. Guðjón var glaður og leiddi
okkur í sannleika um ýmis náttúr-
unnar undur. Þegar svo hópur mar-
gæsa flaug yfir okkur í oddaflugi
varð honum að orði að þetta væri
eitt glæsilegasta flug sem hann
hefði séð. Við komum okkur saman
um að endurtaka þetta fljótt. Úr því
verður þó ekki því um viku síðar var
Guðjón allur, farinn í sitt hinsta
flug.
Blessuð sé minning þín.
Sveinn M. Árnason.
I
Flýgur tjaldur yfir mynd sinni
út blælygnan vog
fljúga tveir tjaldar
breiddum faðmi
móti hafi himni hvor öðrum
inn í sólhvíta þögn
og hillingar langt út á firði.
II
Gulstirnd og græn
breiðist muran um grjótið
og hunangsflugur sveima
milli stjarna.
III
Undarleg tákn
skráir tildran í sandinn
eilíf tákn
sem enginn hefur ráðið
nema mjúk aldan
sem máir þau út.
(Snorri Hjartarson.)
Afi Skafta, eins og við systkinin
kölluðum Guðjón afa, er dáinn. Lífið
verður fyrir vikið tómlegra og
skrýtnara. Við eigum vitaskuld
margar yndislegar minningar um
afa. Honum tókst á sinn einstaka
hátt að gera venjulega, hversdags-
lega hluti að einhverju stórfenglegu.
Þegar við systkinin vorum veik kom
hann alltaf með malt handa okkur,
enda hressir, bætir og kætir maltið.
Við vorum veik þangað til afi var
búinn að koma, þá fyrst fór okkur
að batna. Honum tókst að láta okk-
ur borða fisk með bestu lyst, því
hann eldaði ekki venjulega ýsu,
heldur ýsu í sparifötunum. Og það
gat verið mikill spenningur að bíða
eftir afa að koma úr flugi snemma
morguns, þykjast vera sofandi og
heyra hann segja: „Hver er nú í afa-
bóli?“
Afa fannst gaman að fara í bíltúra
og lá þá leiðin yfirleitt niður að höfn
og bjó hann yfir miklum fróðleik um
skipin og flest þeim tengt. Þegar
bíltúrinn var búinn var oftar en ekki
endað á því að fá sér ís. Þegar heim
var komið tóku amma og afi oftast
einn eða jafnvel tvo yatzy við okkur
krakkana. Afi og amma voru búin að
koma sér vel fyrir í Kópavoginum
og var afi yfir sig ánægður með nýju
staðsetninguna. Hann hafði útsýni
út á sjó og gat fylgst með fuglum,
stjörnum og flugvélum. Við lærðum
mikið af afa og síðasta heilræði hans
til okkar skrifaði hann á blað og
hvatti okkur til að leggja það á
minnið. Heilræðið er eftir Einar
Benediktsson og finnst okkur það
lýsa afa vel:
Láttu smátt, en hyggðu hátt.
Heilsa kátt, ef áttu bágt.
Leik ei grátt við minni mátt.
Mæltu fátt og hlæðu lágt.
Guðrún Halla, Guðjón
Már og Arna Gréta.
Í dag kveðjum við Guðjón, sem
var næstelstur bræðranna úr tíu
systkina hópi. Hann hafði barist við
erfiðan sjúkdóm í nokkur ár og
komu endalokin nokkuð snöggt.
Guðjón var níu ára þegar seinna
stríðið hófst. Bretar settu upp búðir
(kamp) á Fitjum, sem er rétt norðan
við Sandgerði. Þarna kynntust þeir
leikfélagarnir, hann og Ari heitinn í
Klöpp, mörgum hermönnum og
hafði hann oft sýnt mér myndir af
þeim og þekkti þá flesta með nafni.
Það voru einmitt þessar minningar
sem við ræddum er við systkinin,
aðeins tíu dögum áður en hann lést,
komum saman til að minnast 100
ára afmælisdags föður okkar. Við
sátum saman til borðs bræðurnir og
eins og ávallt áður gat hann sagt frá
og útskýrt ýmislegt sem gerðist í
Sandgerði, þar sem við erum fædd-
ir.
Guðjón tók snemma til hendi við
fiskvinnslu eins og þá var algengt í
sjávarþorpum landsins. Eftir barna-
skóla lá leiðin til Akraness. Þar var
gagnfræðaskóli, sem ekki var í
Sandgerði á þeim tíma, en þar
bjuggu föðursysturnar Sigríður og
Sigurlín. Hjá þeim systrum var allt-
af pláss fyrir þá sem vildu leita sér
menntunar. Á Akranesi eignaðist
Guðjón marga góða vini og hugsaði
hann alltaf vel til Skagamanna eftir
veru sína þar. En sjórinn heillaði
Guðjón, langskólanám var ekki inni
í myndinni. Að skoða heiminn var
nokkuð sem heillaði unga menn í þá
daga.
Ég man vel eftir fermingardegi
okkar Sigurðar heitins bróður. Guð-
jón, sem þá var byrjaður í sigling-
um, var að sjálfsögðu fenginn til að
kaupa armbandsúr á okkur bræð-
urna. Já mikið litu allir upp til hans
þegar hann birtist, þetta var nefni-
lega sigldur maður. Hann átti síðan
eftir að sigla mikið, bæði á sjó og
síðar um loftin blá.
Lengst starfaði Guðjón sem bryti
hjá Jöklum, en ræðst síðar til Loft-
leiða og síðar Flugleiða. Þótti hann
afbragðs starfskraftur og sýndi það
sig best þegar hann var valinn til að
þjálfa ungt fólk til starfa við þjón-
ustu í flugflotanum.
Guðjón var gæfumaður í einkalíf-
inu, eignaðist góða konu, Steinunni
Gunnlaugsdóttur frá Raufarhöfn.
Þau eignuðust tvö börn, Maríu
Grétu og Gunnlaug. Fyrir átti hann
dótturina Katrínu. Barnabörnin eru
orðin níu og barnabarnabörnin tvö.
Lengst bjuggu Guðjón og Stein-
unn í Skaftahlíðinni. Það var mikið
lán fyrir mig, því að veturinn sem ég
stundaði nám í Stýrimannaskólan-
um fékk ég að dvelja hjá þeim, þar
sem skólinn var í næsta nágrenni,
og kann ég þeim ávallt bestu þakkir
fyrir að hýsa námsmanninn. Síðustu
árin bjuggu Guðjón og Steinunn í
Lækjarsmára 8. Þar voru þau búin
að búa sér fallegt heimili. Það hefur
alltaf verið gaman að koma við hjá
þeim og það var stoltur húsbóndi
sem leiddi mann inn í herbergi þar
sem uppi á vegg var mynd af honum
og Jóhannesi Páli páfa, þar sem þeir
sátu saman í flugvél Flugleiða á leið
páfa til Íslands. Myndina hafði hann
fengið senda frá Vatíkaninu í Róm
sem þakklætisvott fyrir frábæra
þjónustu á leiðinni.
Ég bið Guð að styrkja Steinunni
og aðra í fjölskyldunni á þessum
erfiðu tímum. Guðjóns mun ég
minnast sem einhvers mesta prúð-
mennis sem ég hef kynnst um dag-
ana.
Hafsteinn bróðir.
GUÐJÓN
GUÐNASON
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ELÍAS GUNNAR ÞORBERGSSON,
Kleppsvegi 134,
áður bóndi í Meiri-Hattardal,
lést miðvikudaginn 11. maí.
Útför hans fer fram frá Súðavíkurkirkju laugar-
daginn 21. maí kl.14.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast
hans, er bent á líknarstofnanir.
Guðrún Jónsdóttir,
Óskar Karl Elíasson, Sigríður Hrönn Elíasdóttir,
Anna María Elíasdóttir, Þorbjörn Sigurðsson,
Helga Hrönn Elíasdóttir, Einar Ólafur Haraldsson,
Jón Óttar Elíasson,
Gunnar Þröstur Elíasson, Kirsten Henriksen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, ástkær móðir okkar,
uppeldismóðir, tengdamóðir, amma og lang-
amma.
ERLA KRISTJÁNSDÓTTIR,
til heimilis á
Bakkastöðum 5a,
áður Hjallalandi 22,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi á
hvítasunnudag 15. maí sl.
Hafsteinn Erlendsson,
Eyrún Björg Hafsteinsdóttir,
Þórður Hafsteinsson,
Jón Grétar Hafsteinsson,
Sigrún Hafsteinsdóttir,
Ásta Einarsdóttir,
tengdabörn, ömmubörn
og langömmubarn.
Elskuleg mamma okkar, tengdamamma,
amma og langamma,
INGIBJÖRG FRIÐFINNSDÓTTIR,
Kristnibraut 43,
andaðist á Landspítala Hringbraut, deild 11E,
föstudaginn 13. maí sl.
Stefanía Davíðsdóttir, Sverrir Sigfússon,
Guðmundur Davíðsson, Sjöfn Eggertsdóttir,
Kristín Davíðsdóttir,
Sigfús B. Sverrisson, Vilborg E. Jóhannsdóttir,
Stefanía I. Sverrisdóttir, Cary Yaccabucci,
Guðbjörg Guðmundsdóttir, Haukur Guðjónsson,
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Davíð Guðmundsson, Margrét Sigurðardóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför eigin-
manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
SIGURÐAR JÓNSSONAR
lyfjafræðings.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 4B
Landspítala, Fossvogi, fyrir einstaka umönnun
og hlýhug.
Guðlaug Ágústa Hannesdóttir,
Jón Sigurðsson, Una Eyþórsdóttir,
Hannes Sigurðsson, Sesselja Guðmundsdóttir,
Ólöf Guðrún Sigurðardóttir,
Albert Páll Sigurðsson, Rannveig Sigurðardóttir
og barnabörn.
Helluhrauni 10, 220 Hfj.
Sími 565 2566
Fallegir steinar
á góðu verði
Englasteinar
www.englasteinar.is