Morgunblaðið - 19.05.2005, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 19.05.2005, Qupperneq 38
38 FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Útför mannsins míns, TORFA ÁSGEIRSSONAR, Dalbraut 14, verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánu- daginn 23. maí kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið. Guðmunda Guðmundsdóttir. Móðir mín, HELGA SVEINSDÓTTIR fyrrv. símstöðvarstjóri, Vík í Mýrdal, verður jarðsungin frá Víkurkirkju laugardaginn 21. maí kl. 14.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Minningargjafasjóð Víkurkirkju, reikningsnúmer 0317-13-1406. Guðný Guðnadóttir. Ástkær sonur minn, bróðir og mágur, STEINI BJÖRN JÓHANNSSON vélfræðingur, Kóngsbakka 5, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 13. maí sl. Útför hans verður gerð frá Neskirkju þriðju- daginn 24. maí nk. kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir, en þeir, sem vilja minnast hans, eru beðnir að láta Krabbameinsfélagið njóta þess. María S. Finsen, Karl F. Jóhannsson, Bergljót Aradóttir, Steinunn Jóhannsdóttir, Anna Guðrún Jóhannsdóttir, Gunnar Jóhannson. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, sonar, bróður, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, HAUKS ÓSKARS ÁRSÆLSSONAR, Lækjasmára 6, Kópavogi. Alúðarþakkir til starfsfólks á lungnadeild A6 á Landspítala Fossvogi fyrir yndislega umönnun. Guð veri með ykkur. Unnur Sigurjóna Jónsdóttir, Klara Vemundsdóttir, börn, tengdabörn, afabörn, langafabörn og systkini hins látna. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, uppeldisföður, tengdaföður, afa og langafa, GILS GUÐMUNDSSONAR fyrrv. alþingismanns og rithöfundar. Erna Gilsdóttir, Úlfur Árnason, Lona Dögg, Lena, Nanna, Erik, Anna Björg, Hanna, Viola Sif, Jóhann, Gustav, Emma. Innilegustu þakkir til ykkar allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, dóttur okkar, móður, tengdamóður, systur, mágkonu og ömmu, JÓHÖNNU JÓHANNSDÓTTUR, Marargötu 2, Vogum. Vinátta ykkar er okkar styrkur. Sigurður Rúnar Símonarson, Jóhann Gíslason, Hrefna Elíasdóttir, Jóhann Sigurðsson, Ingunn Karen Sigurðardóttir, Lovísa Sigurðardóttir, Thorsten Henn, Sigurður Hrafn Sigurðsson, Íris Bettý Alfreðsdóttir, Ásta Jóhannsdóttir, Óskar Jóhannsson, Valgerður Sigurðardóttir, Sigurður Jóhannsson, Guðrún Björnsdóttir, Kristín Jóhannsdóttur, Jón Gunnar Borgþórsson og barnabörn hinnar látnu. Elskulegur eiginmaður minn, vinur, faðir okkar, bróðir og frændi, JÓN LAXDAL HALLDÓRSSON leikari frá Ísafirði, lést á heimili sínu í Kaiserstühl í Sviss sunnu- daginn 15. maí síðastliðinn. Minningarathöfn um Jón Laxdal verður í Ísa- fjarðarkirkju laugardaginn 21. maí kl. 14.00. Bálför hefur farið fram. Minningarathöfn verður í Kaiserstühl laugardaginnn 28. maí kl. 15.00 að staðartíma. Katerina Laxdal og fjölskylda í Kaiserstühl, Áslaug Thorlasíus og fjölskylda í Danmörku, Sturla, Málfríður, Steindór, Jón Hjörtur, fjölskyldur og aðrir aðstandendur. Skemmuvegi 48, Kópavogi. Simi 5576677 www.steinsmidjan.is „Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér.“ Þessi orð hljóma í huga mér er ég hugsa til fráfalls Aðalsteins Janusar eða Steina eins og hann var kallaður þegar sú gæfa auðnaðist mér að kynnast honum. Tilviljun réði því að ég var við nám á Kýpur þegar Kolbrún Aðalsteins- dóttir ákvað að flytja um tíma þang- að með börnin sín þrjú, Anítu, Brynj- ar og Steina. Augun í Steina vöktu athygli mína strax við fyrstu sýn, glettni, samúð, fróðleiksfýsn, lífsgleði og tilfinninga- hiti, þetta allt skynjaði ég, það var sem kærleiksglóð brynni í augum þessa fjögurra ára gutta. Steini aðlagaðist fljótt lífinu á Kýpur, eftir nokkra daga í sólinni leit hann út eins og innfæddur og eft- ir nokkrar vikur á leikskólanum bæði skildi hann og talaði ótrúlega mikið af kýpversku. AÐALSTEINN JAN- US SVEINJÓNSSON ✝ Aðalsteinn JanusSveinjónsson fæddist í Reykjavík 16. júlí 1986. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 4. maí síðastliðinn og var jarðsunginn frá Fossvogskirkju 10. maí. Komum í sund! Steini dýrkaði sund, þar vildi hann helst vera, stökkva ofaní með sem mestum gusu- gangi, kafa niður á botn og svamla um í lauginni eða sjónum, hann minnti helst á höfrung þegar hann í alsælu fékk að eyða heilu dög- unum í sundi. Steina fannst næst- um eins gaman þegar hann fékk að koma með mér á vespunni í öku- ferð, stundum sá ég hann sitja á vespunni og halda í stýr- ið með lokuð augun og dreymið bros á vör, ég hefði viljað vita hvar hann í huganum þaut um á vespunni. Þar sem ég leigði með Kollu var Steini mér sem lítill bróðir og eins og allir litlir bræður gerði hann stund- um prakkarastrik, eldur hafði ótrú- legt aðdráttarafl á hann, en hvort sem hann reyndi að kveikja varðeld í sófanum eða á miðju gólfteppinu slapp hann við að brennast sjálfur eins og fyrir kraftaverk. Einn morg- uninn fannst honum erfitt að vekja mig og ég sofa of lengi svo að hann laumaðist í eldhúsið, klifraði eftir kveikjara og athugaði svo hvort log- aði í stórutánni á mér en varð mjög vonsvikinn að ég skyldi öskra og láta honum bregða akkúrat þegar fór að loga smá í nöglinni. Það kom mér á óvart hversu næm- ur Steini var á tilfinningar annarra og hvað honum var umhugað um að gera alla í kringum sig glaða og það gerði hann með ástúð sinni, glettni og misfyndnum leikrænum tilburð- um. En þó að líkami Steina sé dáinn lif- ir minning hans áfram í hjörtum allra sem voru það heppnir að kynn- ast honum. Ég hélt oft að Steina fylgdi eitt- hvað yfirnáttúrulegt og ég sann- færðist um það síðastliðinn föstudag. Ég gekk inn í Gjafir jarðar, búð með orkusteina og andlegan varning af ýmsu tagi. Ég geng að búðarborðinu og sé að konan þar teygir sig í spjald sem var á hillu á bak við hana. Um leið og ég segi hvað ég ætla að skoða segir hún: „Ég vissi ekki af hverju ég tók þetta með fram áðan, en um leið og þú komst inn hugsaði ég, þessi kona er að sækja spjaldið.“ Svo rétt- ir hún mér það og segir: „Hringdu í hann með fyrirbæn.“ Þetta var nafn- spjald frá miðli, ég velti fyrir mér hvað ég ætti að gera en á endanum hringdi ég í hann, þegar ég hafði sagt honum erindi mitt og nafnið á Steina sagði miðillinn: „Já, ég átti að láta vita að hann er í góðum höndum og að fyrirbæn beið hans þegar hann kom.“ Ég átti ekki til orð en bað hann að senda samt fyrirbæn fyrir Steina og styrk fyrir móður hans og systkin. Ég samhryggist ykkur af öllu hjarta, megi Guð vernda ykkur og veita styrk. Þorgerður Eir Sigurðardóttir. Hið bezta, er vér eigum, er ekki hægt að gefa og ekki tjá með orðum og ekki í söng að vefa. Hið bezta í brjósti þínu, Það blettast ekki af neinum, en skín úr þöglu þeli við þér og guði einum. (Karin Boye.) Þegar ég hugsa til baka koma margar góðar minningar upp í hug- ann. Aðalsteinn Janus var yndislegur, kurteis og ljúfur drengur. Ég vil þakka honum fyrir þær hugljúfu og yndislegu samveru- stundir sem við áttum saman. Foreldrum þínum, systkinum og öðrum nánum aðstandendum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur Eydís. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðs- ins: mbl.is (smellt á reitinn Morg- unblaðið í fliparöndinni – þá birt- ist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.