Morgunblaðið - 19.05.2005, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 43
4 ónotuð dekk til sölu 4 stk.
Nankang dekk 195x50x15. Verð
kr. 18.000. Uppl. í síma 696 5201.
Ökukennsla
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla akstursmat.
Gylfi K. Sigurðsson
Nissan Almera,
892 0002/568 9898.
Snorri Bjarnason
Toyota Avensis, bifhjólak.
892 1451/557 4975.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat, '05
892 4449/557 2940.
Vagn Gunnarsson
Mersedes Benz,
894 5200/565 2877.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '02,
863 7493/557 2493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza,
696 0042/566 6442.
Glæsileg kennslubifreið,
Subaru Impreza 2004, 4 wd.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
símar 696 0042 og 566 6442.
Fellihýsi
Palomino Filly Til sölu Palomino
Filly fellihýsi, árg. 2000, með ís-
skáp, eldavél, vaski og upphitun.
Vel með farið.
Uppl. í s. 553 9399 og 862 6427.
Estrerlla topp volume. Gullmoli
— Esterella Topp Volume felli-
hýsi til sölu. Árg. '98, fortjald, yfir-
tjald, tengi fyrir 220 W, öryggis-
lokar, hljóðlaus ofn, tveir gaskút-
ar, tveir geymar, ísskápur, ferða-
wc, grjótgrind, tvö tengi, sjón-
varpsloftnet, sólarsella o.fl. Verð
13-1400 þús. S. 466 2209.
Varahlutir
Jeppapartasala Þórðar,
Tangarhöfða 2, sími 587 5058
Nýlega rifnir Grand Vitara '00, Kia
Sportage '02, Pajero V6 92', Terr-
ano II '99, Cherokee '93, Nissan
P/up '93, Vitara '89-'97, Patrol '95,
Impreza '97, Legacy '90-'94, Isuzu
pickup '91 o.fl.
Árg. '91, ek. 72.000 km. Þýskur
Ford Escort blæjubíll til sölu, ek-
inn 72.000, árg. '91, 1600cc, 105
hö. Verð 370.000. Áhugasamir
hafi samband í síma 823 5436 fyrir
24. maí.
Hjólbarðar
Smáauglýsingar 569 1111 www.mbl.is/smaaugl
Jeppar
Totyoa LC 90 LX 38" br. Beinsk.,
svartur árg. 2000/06, ek. 110 þ.
km. Driflæsingar, aukatankur o.fl.
Glæsilegur reyklaus bíll. Bein
sala. Verð 3,5 m.kr. Upplýsingar
í síma 898 8989.
Úrslitin úr
enska boltanum
beint í
símann þinn
Smáauglýsingar
augl@mbl.is
FRÉTTIR
UNDANFARNAR vikur hefur ver-
ið Star Wars-leikur í gangi á
www.snilld.is vegna frumsýningar
á nýrri Star Wars-mynd núna í
maí.
Allir sem skráðu sig í netklúbb
og voru með Snilldarkort SPRON
áttu kost á að vinna ferð fyrir tvo
til London, gistingu á hóteli í
þrjár nætur og miða á heims-
frumsýningu Star Wars: Episode
III: Return of the Sith í London
sem var 16. maí s.l.
Sá sem vann ferðina heitir Pét-
ur Fannar Pétursson, 13 ára
Snilldarkorthafi og verður hann
fulltrúi Íslands á rauða dreglinum
í London.
Á myndinni eru: Elísabet Hrund
Salvarsdóttir frá SPRON, Pétur
Fannar Pétursson, vinningshafi og
Guðmundur Breiðfjörð frá Senu.
Vann ferð á heimsfrum-
sýningu á Star Wars
Orð féll niður
ORÐ sem vantaði í setningu sem höfð
var eftir Rannveigu Tryggvadóttur í
frétt um opnun leirlistasýningar
hennar í Þorlákshöfn breytti merk-
ingu ummæla hennar. Fréttin birtist
á bls. 21 í blaðinu síðastliðinn laug-
ardag og leiðréttist hér með. Setning-
in hljóðar svo, orðið sem vantaði er
feitletrað: „Við fáum ekki nægjanlega
mikið fyrir verkin okkar miðað við þá
vinnu sem lögð er í þau.“
LEIÐRÉTT
UM þessar mundir stendur
Reykjavíkurborg fyrir fundaröð
um eflingu íbúalýðræðis. Á fund-
unum munu ýmsir einstaklingar
velta upp spurningum um aukið
lýðræði í landinu ekki síst sk. íbúa-
lýðræði. Aukið íbúalýðræði snertir
fyrst og fremst daglegt líf borg-
aranna, s.s. í skólamálum og skipu-
lagsmálum, og eru ýmis áhugaverð
álitaefni uppi í þeim efnum, segir í
fréttatilkynningu.
Tilefni þessarar fundaraðar er að
starfshópur á vegum Reykjavíkur-
borgar hefur að undanfarna mán-
uði tekist á við það verkefni hvern-
ig megi efla íbúalýðræðið.
Annar fundurinn verður haldinn
í IÐNÓ í dag fimmtudaginn 19.
maí, undir yfirskriftinni: „Íbúalýð-
ræði í skólamálum“, Stefán Jón
Hafstein, formaður menntaráðs,
flytur framsöguerindi „Áhrif íbúa á
skólastarf“.
Viðbrögð við erindi Stefáns Jóns:
Guðrún Ebba Ólafsdóttir borg-
arfulltrúi, Bergþóra Valsdóttir, for-
maður Heimilis og skóla, og Ásgeir
Beinteinsson, skólastjóri Háteigs-
skóla.
Dagur B. Eggertsson kynnir
starf og tillögur starfshóps Reykja-
víkurborgar um eflingu íbúalýð-
ræðis og síðan verða almennar um-
ræður.
Fundarstjóri: Þóra Ásgeirsdótt-
ir, forstöðumaður Gallup.
Fundurinn verður haldinn á 2.
hæð í IÐNÓ og hefst kl. 8.30 en
lýkur kl. 10.00. Aðrir fundir í
fundaröðinni verða sem hér segir:
föstudaginn 20. maí – hverfalýð-
ræði, fundurinn verður haldinn á 2.
hæð í IÐNÓ og hefst kl. 8:30 en
lýkur kl. 10:00. Síðasti fundurinn í
fundaröðinni verður þriðjudaginn
24. maí –íbúalýðræði í skipulags-
málum, Aðgangur er ókeypis, á
fundina.
Áhugasamir geta kynnt sér ýmis
gögn og komið skoðunum sínum á
framfæri á heimasíðu Reykjavík-
urborgar www.reykjavik.is – sjá
„Hver á að ráða?“
Fundaröð um eflingu
íbúalýðræðis
ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfing-
arinnar – græns framboðs varar
mjög alvarlega við því að áfram
verði haldið á braut óheftrar stór-
iðju í landinu.
Í ályktun þingflokks Vinstri-
hreyfingarinnar – græns fram-
boðs, sem hann sendir frá sér í
gær, segir m.a:
„Valgerður Sverrisdóttir iðnað-
arráðherra fullyrðir í fjölmiðlum
að tekið verði jákvætt í beiðni Al-
coa um að reisa álver á Norður-
landi þegar framkvæmdum lýkur
fyrir austan. Undirrituð hefur ver-
ið yfirlýsing um undirbúning ál-
vers í Helguvík auk þess sem Alc-
an hefur í hyggju að stækka enn
álverið í Straumsvík. Hömlulaus
útþensla stóriðju blasir því við og
er kynt undir þessari þróun af
hálfu ríkisstjórnarinnar. Verði
framhald á stóriðjuframkvæmdum
eins og nú er stefnt að munu ruðn-
ingsáhrifin gagnvart öðru atvinnu-
lífi verða enn alvarlegri en þegar
er orðið. Þingflokkur VG telur
löngu tímabært að staldra við og
spyrja grundavallarspurninga.
Eru Íslendingar tilbúnir að færa
ótakmarkaðar fórnir fyrir frekari
uppbyggingu stóriðju í landinu?
Ætla landsmenn að fórna enn fleiri
náttúruperlum fyrir orkusölu til
mengandi þungaiðnaðar?
Hvar ætla landsmenn að fá orku
fyrir vaxandi orkuþörf íslenskra
heimila og almenns atvinnulífs á
komandi árum? Hvað með vetni-
svæðingu Íslands þegar búið verð-
ur að binda orku í samningum til
áratuga við erlend stóriðjufyrir-
tæki? Er ekki eftirsóknarverðara
að byggja íslenskt atvinnulíf upp á
fjölbreytni í stað einsleitrar stór-
iðju með stórfelldum neikvæðum
áhrifum á annað atvinnulíf eins og
dæmin sanna? Eru Íslendingar til-
búnir að afhenda orkuauðlindir
sínar áfram á útsöluverði?“
Þingflokkur VG varar
við óheftri stóriðju
STARFS- og endurmenntunardeild
Landbúnaðarháskóla Íslands á
Reykjum í Ölfusi stendur fyrir nám-
skeiði fyrir leiðbeinendur í skóla-
görðum hjá sveitarfélögum þriðju-
daginn 24. maí í húsakynnum
skólans á Reykjum. Tveir af sér-
fræðingum skólans, þeir Björn
Gunnlaugsson tilraunastjóri og
Gunnþór Guðfinnsson, ræktunar-
stjóri lífrænnar ræktunar, verða
leiðbeinendur á námskeiðinu.
Þeir fjalla m.a. um jarðvinnslu,
plöntusjúkdóma og meindýr ásamt
illgresiseyðingu í skólagörðum. Þá
verður sérstaklega fjallað um líf-
ræna og vistvæna ræktun og um
jarðgerð og lífrænan áburð. Einnig
verður farið yfir ræktun á einstökum
tegundum matjurta og matjurta-
ræktun í gróðurhúsum skólans
kynnt. Skráning á nánari upplýsing-
ar um námskeiðið fást í skólanum og
í gegnum netfangið; mhh@lbhi.is
Námskeið fyrir leiðbein-
endur í skólagörðum
FIMMTÁN íslensk nýmiðlunarverk-
efni hafa verið valin til að keppa til úr-
slita í landskeppni Nýmiðlunarverð-
launa Sameinuðu þjóðanna, World
Summit Award (WSA).
Samkeppnin um nýmiðlunarverð-
laun SÞ er haldin er samtímis um
heim allan. Tilgangurinn með verð-
laununum er að velja og kynna besta
stafræna efnið og nýmiðlun í veröld-
inni um þessar mundir.
Kynning á verkefnunum fimmtán
verður á nýmiðlunarsýningu og verð-
launahátíð, sem haldnar verða í
Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Ís-
lands, laugardaginn 21. maí frá kl.
13:00–18:00. Á hátíðinni mun dóm-
nefnd landskeppninnar tilkynna
hvaða átta verkefni verða send fyrir
Íslands hönd í heimskeppni WSA í
Túnis í nóvember.
Dómnefnd íslensku keppninnar
2005 skipa Skúlína Hlíf Kjartansdótt-
ir, hönnuður og er hún formaður dóm-
nefndar, Mark ÓBrian, deildarstjóri
upplýsingatæknideildar Háskólans á
Akureyri, Gunnar Grímsson, vef-
hönnuður og viðmótsráðgjafi, Marta
Kristín Lárusdóttir, lektor við Há-
skólann í Reykjavík, Ragnar Stefán
Ragnarsson, deildarstjóri hugbúnað-
arþróunar – Háskóli Íslands, og Sig-
ríður Sigurjónsdóttir, deildarstjóri
hönnunardeildar Listaháskólans.
Keppnin hér á landi er skipulögð í
samvinnu Háskóla Íslands, mennta-
málaráðuneytisins og Samtaka iðnað-
arins.
Nýmiðlunarverkefni
keppa um verðlaun
TENGLAR
.....................................................
Vefur íslensku verðlaunanna
http://www.hi.is/page/wsa2005
FÖSTUDAGINN 20. maí kl. 9.00 til
14.00 munu leikskólakennaranemar
kynna verkefni sín í námskeiðinu
Vettvangstengt val og fer kynningin
fer fram í Bratta, fyrirlestrasal
Kennaraháskóla Íslands við Stakka-
hlíð.
Námskeiðið Vettvangstengt val er
kennt á lokamisseri leikskólabraut-
ar. Markmið námskeiðsins er m.a. að
nemendur öðlist þekkingu og færni í
að innleiða, framkvæma og meta ár-
angur af nýbreytni- eða þróunar-
starfi, tileinki sér aðferðir lausnaleit-
arnáms, samþætti ýmsar
fræðigreinar leikskólakennaranáms-
ins og útfæri á vettvangi, segir í
fréttatilkynningu.
Nemendur vinna í 3ja til 4ra
manna hópum, velja ákveðið við-
fangsefni sem þeir rannsaka, greina
og koma með breytingartillögur um
og/eða innleiða breytingar í leikskól-
um. Átta kennarar koma að nám-
skeiðinu auk umsjónarmanna verk-
efnisins á vettvangi.
Fögur orð og framkvæmd
Í dag verður haldið í Kennarahá-
skólanum á málþingið „Fögur orð og
framkvæmd“ á vegum útskriftar-
nema á þroskaþjálfabraut. Það verð-
ur haldið í Skriðu, fyrirlestrasal
skólans við Stakkahlíð, fimmtudag-
inn 19. maí nk. frá kl. 8.30 til 16.00. Á
málþinginu munu nemendur kynna
lokaverkefni sín í samofnu námi
fræða og vettvangs á kjörsviðsmiss-
eri. Þar er um að ræða rannsóknar-
og þróunarverkefni sem nemendur
hafa tekið að sér að vinna fyrir vænt-
anlegan starfsvettvang.
Leikskólakennaranemar
kynna verkefni sín
FRESTUR fyrir félagasamtök að
skrá sig til formlegrar þátttöku í ráð-
stefnu stjórnarskrárnefndar á Hótel
Loftleiðum 11. júní næstkomandi
rann út 15. maí s.l.
Eftirtalin félög hafa óskað eftir
því að taka til máls á ráðstefnunni og
sum þeirra hafa þegar sent inn til-
lögur: Frjálshyggjufélagið, Hið ís-
lenska félag áhugamanna um stjórn-
skipan, Landvernd, Mannréttinda-
skrifstofa Íslands, Mannvernd,
Náttúruvaktin, Reykjavíkuraka-
demían, Samband ungra sjálfstæð-
ismanna, Samtök herstöðvaand-
stæðinga, Siðmennt, Skýrslutækni-
félag Íslands, Undirbúningshópur
kvenna um stjórnarskrárbreytingar,
Þjóðarhreyfingin og Öryrkjabanda-
lag Íslands.
Mörg félaga-
samtök vilja
ræða um
stjórnarskrána
UNGIR jafnaðarmenn í Vest-
mannaeyjum lýsa yfir ein-
dregnum stuðningi við Lúðvík
Bergvinsson, alþingismann og
bæjarfulltrúa, í embætti vara-
formanns Samfylkingarinnar.
Í ályktun segir: „Ungir
jafnaðarmenn í Vestmanna-
eyjum telja að með Lúðvík í
embætti varaformanns státi
Samfylkingin af sterkum
varaformanni. Lúðvík hefur
sýnt það með störfum sínum
á Alþingi að þar fer öflugur
stjórnmálamaður sem myndi
án efa stuðla að enn frekari
vexti Samfylkingarinnar.
Hann hefur talað fyrir mik-
ilvægum málum og nýtur
mikils trausts innan flokks-
ins.
Lúðvík Bergvinsson er öfl-
ugur málsvari jafnaðarmanna
í landinu og Ungir jafnaðar-
menn í Vestmannaeyjum lýsa
stoltir yfir stuðningi við hann
og hvetja Samfylkingarfólk til
að gera slíkt hið sama með
því að kjósa Lúðvík í embætti
varaformanns á landsfundi
flokksins um komandi helgi.“
Lýsa yfir
stuðningi
við Lúðvík