Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.05.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. MAÍ 2005 43 4 ónotuð dekk til sölu 4 stk. Nankang dekk 195x50x15. Verð kr. 18.000. Uppl. í síma 696 5201. Ökukennsla Ökukennsla Reykjavíkur ehf. Ökukennsla akstursmat. Gylfi K. Sigurðsson Nissan Almera, 892 0002/568 9898. Snorri Bjarnason Toyota Avensis, bifhjólak. 892 1451/557 4975. Sverrir Björnsson Volkswagen Passat, '05 892 4449/557 2940. Vagn Gunnarsson Mersedes Benz, 894 5200/565 2877. Ævar Friðriksson Toyota Avensis '02, 863 7493/557 2493. Gylfi Guðjónsson Subaru Impreza, 696 0042/566 6442. Glæsileg kennslubifreið, Subaru Impreza 2004, 4 wd. Akstursmat og endurtökupróf. Gylfi Guðjónsson, símar 696 0042 og 566 6442. Fellihýsi Palomino Filly Til sölu Palomino Filly fellihýsi, árg. 2000, með ís- skáp, eldavél, vaski og upphitun. Vel með farið. Uppl. í s. 553 9399 og 862 6427. Estrerlla topp volume. Gullmoli — Esterella Topp Volume felli- hýsi til sölu. Árg. '98, fortjald, yfir- tjald, tengi fyrir 220 W, öryggis- lokar, hljóðlaus ofn, tveir gaskút- ar, tveir geymar, ísskápur, ferða- wc, grjótgrind, tvö tengi, sjón- varpsloftnet, sólarsella o.fl. Verð 13-1400 þús. S. 466 2209. Varahlutir Jeppapartasala Þórðar, Tangarhöfða 2, sími 587 5058 Nýlega rifnir Grand Vitara '00, Kia Sportage '02, Pajero V6 92', Terr- ano II '99, Cherokee '93, Nissan P/up '93, Vitara '89-'97, Patrol '95, Impreza '97, Legacy '90-'94, Isuzu pickup '91 o.fl. Árg. '91, ek. 72.000 km. Þýskur Ford Escort blæjubíll til sölu, ek- inn 72.000, árg. '91, 1600cc, 105 hö. Verð 370.000. Áhugasamir hafi samband í síma 823 5436 fyrir 24. maí. Hjólbarðar Smáauglýsingar 569 1111 www.mbl.is/smaaugl Jeppar Totyoa LC 90 LX 38" br. Beinsk., svartur árg. 2000/06, ek. 110 þ. km. Driflæsingar, aukatankur o.fl. Glæsilegur reyklaus bíll. Bein sala. Verð 3,5 m.kr. Upplýsingar í síma 898 8989. Úrslitin úr enska boltanum beint í símann þinn Smáauglýsingar augl@mbl.is FRÉTTIR UNDANFARNAR vikur hefur ver- ið Star Wars-leikur í gangi á www.snilld.is vegna frumsýningar á nýrri Star Wars-mynd núna í maí. Allir sem skráðu sig í netklúbb og voru með Snilldarkort SPRON áttu kost á að vinna ferð fyrir tvo til London, gistingu á hóteli í þrjár nætur og miða á heims- frumsýningu Star Wars: Episode III: Return of the Sith í London sem var 16. maí s.l. Sá sem vann ferðina heitir Pét- ur Fannar Pétursson, 13 ára Snilldarkorthafi og verður hann fulltrúi Íslands á rauða dreglinum í London. Á myndinni eru: Elísabet Hrund Salvarsdóttir frá SPRON, Pétur Fannar Pétursson, vinningshafi og Guðmundur Breiðfjörð frá Senu. Vann ferð á heimsfrum- sýningu á Star Wars Orð féll niður ORÐ sem vantaði í setningu sem höfð var eftir Rannveigu Tryggvadóttur í frétt um opnun leirlistasýningar hennar í Þorlákshöfn breytti merk- ingu ummæla hennar. Fréttin birtist á bls. 21 í blaðinu síðastliðinn laug- ardag og leiðréttist hér með. Setning- in hljóðar svo, orðið sem vantaði er feitletrað: „Við fáum ekki nægjanlega mikið fyrir verkin okkar miðað við þá vinnu sem lögð er í þau.“ LEIÐRÉTT UM þessar mundir stendur Reykjavíkurborg fyrir fundaröð um eflingu íbúalýðræðis. Á fund- unum munu ýmsir einstaklingar velta upp spurningum um aukið lýðræði í landinu ekki síst sk. íbúa- lýðræði. Aukið íbúalýðræði snertir fyrst og fremst daglegt líf borg- aranna, s.s. í skólamálum og skipu- lagsmálum, og eru ýmis áhugaverð álitaefni uppi í þeim efnum, segir í fréttatilkynningu. Tilefni þessarar fundaraðar er að starfshópur á vegum Reykjavíkur- borgar hefur að undanfarna mán- uði tekist á við það verkefni hvern- ig megi efla íbúalýðræðið. Annar fundurinn verður haldinn í IÐNÓ í dag fimmtudaginn 19. maí, undir yfirskriftinni: „Íbúalýð- ræði í skólamálum“, Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs, flytur framsöguerindi „Áhrif íbúa á skólastarf“. Viðbrögð við erindi Stefáns Jóns: Guðrún Ebba Ólafsdóttir borg- arfulltrúi, Bergþóra Valsdóttir, for- maður Heimilis og skóla, og Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri Háteigs- skóla. Dagur B. Eggertsson kynnir starf og tillögur starfshóps Reykja- víkurborgar um eflingu íbúalýð- ræðis og síðan verða almennar um- ræður. Fundarstjóri: Þóra Ásgeirsdótt- ir, forstöðumaður Gallup. Fundurinn verður haldinn á 2. hæð í IÐNÓ og hefst kl. 8.30 en lýkur kl. 10.00. Aðrir fundir í fundaröðinni verða sem hér segir: föstudaginn 20. maí – hverfalýð- ræði, fundurinn verður haldinn á 2. hæð í IÐNÓ og hefst kl. 8:30 en lýkur kl. 10:00. Síðasti fundurinn í fundaröðinni verður þriðjudaginn 24. maí –íbúalýðræði í skipulags- málum, Aðgangur er ókeypis, á fundina. Áhugasamir geta kynnt sér ýmis gögn og komið skoðunum sínum á framfæri á heimasíðu Reykjavík- urborgar www.reykjavik.is – sjá „Hver á að ráða?“ Fundaröð um eflingu íbúalýðræðis ÞINGFLOKKUR Vinstrihreyfing- arinnar – græns framboðs varar mjög alvarlega við því að áfram verði haldið á braut óheftrar stór- iðju í landinu. Í ályktun þingflokks Vinstri- hreyfingarinnar – græns fram- boðs, sem hann sendir frá sér í gær, segir m.a: „Valgerður Sverrisdóttir iðnað- arráðherra fullyrðir í fjölmiðlum að tekið verði jákvætt í beiðni Al- coa um að reisa álver á Norður- landi þegar framkvæmdum lýkur fyrir austan. Undirrituð hefur ver- ið yfirlýsing um undirbúning ál- vers í Helguvík auk þess sem Alc- an hefur í hyggju að stækka enn álverið í Straumsvík. Hömlulaus útþensla stóriðju blasir því við og er kynt undir þessari þróun af hálfu ríkisstjórnarinnar. Verði framhald á stóriðjuframkvæmdum eins og nú er stefnt að munu ruðn- ingsáhrifin gagnvart öðru atvinnu- lífi verða enn alvarlegri en þegar er orðið. Þingflokkur VG telur löngu tímabært að staldra við og spyrja grundavallarspurninga. Eru Íslendingar tilbúnir að færa ótakmarkaðar fórnir fyrir frekari uppbyggingu stóriðju í landinu? Ætla landsmenn að fórna enn fleiri náttúruperlum fyrir orkusölu til mengandi þungaiðnaðar? Hvar ætla landsmenn að fá orku fyrir vaxandi orkuþörf íslenskra heimila og almenns atvinnulífs á komandi árum? Hvað með vetni- svæðingu Íslands þegar búið verð- ur að binda orku í samningum til áratuga við erlend stóriðjufyrir- tæki? Er ekki eftirsóknarverðara að byggja íslenskt atvinnulíf upp á fjölbreytni í stað einsleitrar stór- iðju með stórfelldum neikvæðum áhrifum á annað atvinnulíf eins og dæmin sanna? Eru Íslendingar til- búnir að afhenda orkuauðlindir sínar áfram á útsöluverði?“ Þingflokkur VG varar við óheftri stóriðju STARFS- og endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi stendur fyrir nám- skeiði fyrir leiðbeinendur í skóla- görðum hjá sveitarfélögum þriðju- daginn 24. maí í húsakynnum skólans á Reykjum. Tveir af sér- fræðingum skólans, þeir Björn Gunnlaugsson tilraunastjóri og Gunnþór Guðfinnsson, ræktunar- stjóri lífrænnar ræktunar, verða leiðbeinendur á námskeiðinu. Þeir fjalla m.a. um jarðvinnslu, plöntusjúkdóma og meindýr ásamt illgresiseyðingu í skólagörðum. Þá verður sérstaklega fjallað um líf- ræna og vistvæna ræktun og um jarðgerð og lífrænan áburð. Einnig verður farið yfir ræktun á einstökum tegundum matjurta og matjurta- ræktun í gróðurhúsum skólans kynnt. Skráning á nánari upplýsing- ar um námskeiðið fást í skólanum og í gegnum netfangið; mhh@lbhi.is Námskeið fyrir leiðbein- endur í skólagörðum FIMMTÁN íslensk nýmiðlunarverk- efni hafa verið valin til að keppa til úr- slita í landskeppni Nýmiðlunarverð- launa Sameinuðu þjóðanna, World Summit Award (WSA). Samkeppnin um nýmiðlunarverð- laun SÞ er haldin er samtímis um heim allan. Tilgangurinn með verð- laununum er að velja og kynna besta stafræna efnið og nýmiðlun í veröld- inni um þessar mundir. Kynning á verkefnunum fimmtán verður á nýmiðlunarsýningu og verð- launahátíð, sem haldnar verða í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Ís- lands, laugardaginn 21. maí frá kl. 13:00–18:00. Á hátíðinni mun dóm- nefnd landskeppninnar tilkynna hvaða átta verkefni verða send fyrir Íslands hönd í heimskeppni WSA í Túnis í nóvember. Dómnefnd íslensku keppninnar 2005 skipa Skúlína Hlíf Kjartansdótt- ir, hönnuður og er hún formaður dóm- nefndar, Mark ÓBrian, deildarstjóri upplýsingatæknideildar Háskólans á Akureyri, Gunnar Grímsson, vef- hönnuður og viðmótsráðgjafi, Marta Kristín Lárusdóttir, lektor við Há- skólann í Reykjavík, Ragnar Stefán Ragnarsson, deildarstjóri hugbúnað- arþróunar – Háskóli Íslands, og Sig- ríður Sigurjónsdóttir, deildarstjóri hönnunardeildar Listaháskólans. Keppnin hér á landi er skipulögð í samvinnu Háskóla Íslands, mennta- málaráðuneytisins og Samtaka iðnað- arins. Nýmiðlunarverkefni keppa um verðlaun TENGLAR ..................................................... Vefur íslensku verðlaunanna http://www.hi.is/page/wsa2005 FÖSTUDAGINN 20. maí kl. 9.00 til 14.00 munu leikskólakennaranemar kynna verkefni sín í námskeiðinu Vettvangstengt val og fer kynningin fer fram í Bratta, fyrirlestrasal Kennaraháskóla Íslands við Stakka- hlíð. Námskeiðið Vettvangstengt val er kennt á lokamisseri leikskólabraut- ar. Markmið námskeiðsins er m.a. að nemendur öðlist þekkingu og færni í að innleiða, framkvæma og meta ár- angur af nýbreytni- eða þróunar- starfi, tileinki sér aðferðir lausnaleit- arnáms, samþætti ýmsar fræðigreinar leikskólakennaranáms- ins og útfæri á vettvangi, segir í fréttatilkynningu. Nemendur vinna í 3ja til 4ra manna hópum, velja ákveðið við- fangsefni sem þeir rannsaka, greina og koma með breytingartillögur um og/eða innleiða breytingar í leikskól- um. Átta kennarar koma að nám- skeiðinu auk umsjónarmanna verk- efnisins á vettvangi. Fögur orð og framkvæmd Í dag verður haldið í Kennarahá- skólanum á málþingið „Fögur orð og framkvæmd“ á vegum útskriftar- nema á þroskaþjálfabraut. Það verð- ur haldið í Skriðu, fyrirlestrasal skólans við Stakkahlíð, fimmtudag- inn 19. maí nk. frá kl. 8.30 til 16.00. Á málþinginu munu nemendur kynna lokaverkefni sín í samofnu námi fræða og vettvangs á kjörsviðsmiss- eri. Þar er um að ræða rannsóknar- og þróunarverkefni sem nemendur hafa tekið að sér að vinna fyrir vænt- anlegan starfsvettvang. Leikskólakennaranemar kynna verkefni sín FRESTUR fyrir félagasamtök að skrá sig til formlegrar þátttöku í ráð- stefnu stjórnarskrárnefndar á Hótel Loftleiðum 11. júní næstkomandi rann út 15. maí s.l. Eftirtalin félög hafa óskað eftir því að taka til máls á ráðstefnunni og sum þeirra hafa þegar sent inn til- lögur: Frjálshyggjufélagið, Hið ís- lenska félag áhugamanna um stjórn- skipan, Landvernd, Mannréttinda- skrifstofa Íslands, Mannvernd, Náttúruvaktin, Reykjavíkuraka- demían, Samband ungra sjálfstæð- ismanna, Samtök herstöðvaand- stæðinga, Siðmennt, Skýrslutækni- félag Íslands, Undirbúningshópur kvenna um stjórnarskrárbreytingar, Þjóðarhreyfingin og Öryrkjabanda- lag Íslands. Mörg félaga- samtök vilja ræða um stjórnarskrána UNGIR jafnaðarmenn í Vest- mannaeyjum lýsa yfir ein- dregnum stuðningi við Lúðvík Bergvinsson, alþingismann og bæjarfulltrúa, í embætti vara- formanns Samfylkingarinnar. Í ályktun segir: „Ungir jafnaðarmenn í Vestmanna- eyjum telja að með Lúðvík í embætti varaformanns státi Samfylkingin af sterkum varaformanni. Lúðvík hefur sýnt það með störfum sínum á Alþingi að þar fer öflugur stjórnmálamaður sem myndi án efa stuðla að enn frekari vexti Samfylkingarinnar. Hann hefur talað fyrir mik- ilvægum málum og nýtur mikils trausts innan flokks- ins. Lúðvík Bergvinsson er öfl- ugur málsvari jafnaðarmanna í landinu og Ungir jafnaðar- menn í Vestmannaeyjum lýsa stoltir yfir stuðningi við hann og hvetja Samfylkingarfólk til að gera slíkt hið sama með því að kjósa Lúðvík í embætti varaformanns á landsfundi flokksins um komandi helgi.“ Lýsa yfir stuðningi við Lúðvík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.