Morgunblaðið - 19.05.2005, Side 44

Morgunblaðið - 19.05.2005, Side 44
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn ÞAÐ ER JÓLALYKT Í LOFTINU ÆTLI ÞAÐ SÉ EKKI BARA ÞESSI TÍMI ÁRSINS ÆTLI ÞAÐ? ÉG KLÚÐRAÐI ÞESSU SNOOPY ÉG SÉ SAMT EKKERT EFTIR ÞVÍ AÐ HAFA KÝLT HEIMSKA STRÁKINN... HANN MÓÐGAÐI ÞIG OG ÁTTI ÞAÐ SKILIÐ ÞAÐ VAR SVO NEYÐARLEGT ÞEGAR KENNARINN SAGÐI MÉR AÐ FARA... ÞÚ HLÝTUR AÐ HALDA AÐ ÉG SÉ ALVEG HRÆÐILEG... OG ÉG SEM VILDI BARA AÐ VIÐ SKEMMTUM OKKUR SAMAN ÉG SKEMMTI MÉR VEL... EKKI GLEYMA AÐ ÉG BEIT KENNARANN ÞAÐ HEFUR EINHVER SKILIÐ TUSKU-TÍGRISDÝRIÐ SITT EFTIR Á GRASINU... ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ HUNDUR HAFI VERIÐ AÐ NAGA ÞAÐ... EKKERT SEM TEBOÐ MEÐ DÚKKUM OG ÖÐRUM TUSKUDÝRUM GETUR EKKI LÆKNAÐ VILJIÐI EKKI FÁ YKKUR DRYKK FYRIR SVEFNINN, SVONA ÁÐUR EN ÞIÐ FARIÐ? JÁ, EN ÞAU VORU AÐ KOMA HVENÆR ÆTLAR ÞÚ AÐ VEIÐA ÞESSA MÚS?!? ÞAÐ ER FÁTT EINS GOTT OG AÐ SITJA Í POTTINUM OG HORFA Á FJÖLLIN JÁ, LÍFIÐ VERÐUR EKKI MIKIÐ BETRA EN ÞETTA... ÉG TEK AFTUR ÞAÐ SEM ÉG SAGÐI EIGUM VIÐ AÐ KOMA Í ELTINGA- LEIK? VONANDI LÍST MAY VEL Á NÝJU TÖLVUNA ÉG ER VISS UM ÞAÐ EN ÞÚ SKALT EKKI LÁTA HANA SJÁ ÞIG HALDANDI Á KASSANUM MEÐ ANNARI Ó, JÁ! PETER! MARY JANE! MEGUM VIÐ KOMA INN? ÞESSI KASSI ER EKKERT SMÁ ÞUNGUR EKKI ÝKJA ÞETTA UM OF Dagbók Í dag er fimmtudagur 19. maí, 139. dagur ársins 2005 Víkverja finnst alvegótrúlegt hvað margir ökumenn tala í farsímana sína án þess að vera með hand- frjálsan búnað. Eru ekki fleiri ár síðan svo- leiðis vitleysa var bönnuð? Samt lætur fólk ekki segjast held- ur stýrir bílum sínum með annarri hendi og þrýstir símtækinu með hinni. Það er al- veg forkastanlegt að sjá ökumenn í beygj- um á þungum gatna- mótum haldandi sím- anum upp að eyranu í stað þess að njóta hins frelsandi handfrjálsa bún- aðar. Víkverji styður lögregluna heilshugar í því að sekta fyrir svona háttalag. Margir kvarta undan lög- reglunni yfir því að vera fetta fingur út í svona „smotterí“ en það er ekk- ert smotterí ef ekið yrði á gangandi vegfaranda vegna óaðgæslu bílstjóra sem var svo upptekinn af því að til- kynna það símleiðis hvenær hann kæmi heim. Eða að hann kæmi alls ekkert heim. x x x Meira um akstur. Hvernig stendurá því að 100 km hraði á Kefla- víkurveginum er nán- ast eins og lágmarks- hraði í augum sumra? Aki maður á hundrað er furðu oft tekið fram úr með tilheyrandi slysahættu, þrátt fyrir vegabætur á þessum slóðum. Framúrakstur er alltaf varasamur hvernig sem á það er litið. Ekki síst er hann varasamur þegar pirr- ingur rekur ökumann- inn út í að taka fram úr. Pirringur getur vaknað þegar ekið er á 50–60 km hraða á þjóð- vegi í mikilli umferð á móti þannig að mjög erfiðlega getur gengið að kom- ast fram fyrir þann hægfara, að ekki sé talað um ef hann lítur aldrei í bak- sýnisspegilinn til að athuga hvort hann gæti mögulega verið kominn með langa halarófu bíla á eftir sér. Einu sinni var Víkverji á gömlum Land Rover jeppa með hestakerru í togi og gat engan veginn haldið uppi þjóðvegahraða. Með vissu millibili ók hann einfaldlega út í kant og stopp- aði þar til að hleypa 10–20 bílum framhjá í hvert skipti. Þetta mætti fólk með aftanívagna s.s. fellihýsi gera líka. Slíkir vagnar verða án efa margir á vegunum í sumar. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is            Þjóðleikhúsið | Fyrsta æfing á Fundið Ísland eftir Ólaf Hauk Símonarson var í Þjóðleikhúsinu í gær. Fundið Ísland verður fyrsta frumsýning haustsins á Stóra sviðinu. Leikritið byggist á Ameríkuárum Halldórs Kiljans Laxness. Hann freist- aði gæfunnar sem handritshöfundur kvikmynda í Hollywood og komst þá í kynni við margar af skærustu stjörnum kvikmyndanna. Má þar nefna Charl- ie Chaplin, Gretu Garbo og fleiri. Leikendur eru Atli Rafn Sigurðarson, Edda Björgvinsdóttir, Halldóra Björnsdóttir, Jóhann Sigurðarson, Kjartan Guðjónsson, María Pálsdóttir, Ragnheiður Steindórsdóttir, Randver Þorláksson, Rúnar Freyr Gíslason, Unnur Ösp Stefánsdóttir og fleiri. Tónlist er eftir ýmsa höfunda en söng- textar eru eftir Halldór Kiljan Laxness, leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Morgunblaðið/Eyþór Fundið Ísland í Þjóðleikhúsinu MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Allt sé hjá yður í kærleika gjört. (I. Kor. 16, 14.)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.